Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 25
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
25
Friðrik Þorvaldsson:
Var Einar Benediktsson kviksettur?
Ég get vænzt þess, að þeir, sem
enn eru á lifi og voru samtima-
menn Einars Benediktssonar um
skeið, kunni ekki rétt vel við ýmis
ummæli Asgeirs Jakobssonar i
Lesbók Mbl. 29. des. s.l.
A.J. geðjast illa að umhverfi
Herdisarvikur og lýsir kofunum
þar eins og þeir eru nú, eftir að
þeir hafa fjarlægzt uppruna sinn i
nær 40 ár. Um leið er staðhæft, að
samtimamenn Einars „hafi farið
með þjóðskáldið út i þessa eyði-
mörk”, þar sem dvölin hafi að
siðustu firrt það viti. Ég leiði hjá
mér vangaveltur Á.J. um það, að
E.B. hafi verið „kviksettur”
þarna og að ekki hafi verið gert
um hann dánarvottorð.
Það er rétt hjá greinarhöf., að
framkoma þjóðhátiðarnefndar á
Þingvöllum 1930 gagnvart skáld-
inu, eftir að það hafði unnið 1.
verðlaun 1928 (ásamt Dav. Stef.) i
samkeppni um hátiðarljóð, var
mikil yfirsjón. Nefndarmenn eru
allir látnir, nú siðast Asgeir As-
geirsson fyrrv. forseti, og mér
vitanlega hefir tilvikiö aldrei
verið afsakað né skýrt. Þetta var
þvi óskiljanlegra, sem i nefndinni
voru einlægir aðdáendur skálds-
ins, og t.d. hafði Jónas Jónsson
sýnt frábær hyggindi 1927 við að
afla E.B. ritlauna, sem að visu
greiddust ekki fyrr en hann var
orðinn ráöherra áriö eftir.
A Þingvallahátiðinni virtist
enginn muna Einar, unz Kristján
Albertsson bætti úr þvi með
örstuttri ræðu og snjallri siðasta
mótsdaginn, að mig minnir fyrir
atbeina Benedikts Sveinssonar,
en forgangan kom frá Kristjáni.
Aldrei sá ég E.B. þessa hátiðar-
daga, og alveg er vist, að hann
var ekki I sjónmáli, meðan at-
höfnin fór fram. Samt er vist, að
hann kom á hátiðina, og alveg er
mér óskiljanlegt, hvaða tilgangi
það á að þjóna að hafa orð á þvi
nú, að hann hafi sézt þar og verið
ódrukkinn. Þeim mönnum fer nú
sárlega fækkandi, sem skýrt gætu
þann skugga, er þarna bar yfir,
og dettur mér helzt i hug próf.
Sig. Nordal, þótt hann ætti þar
enga „sök”. Vera má, að
Asmundur myndhöggvari og dr.
Páll Isólfsson viti einnig mála-
vöxtu, en hverju væri bættara,
þótt þeir væru sagðir? Einari
var ei boðið á hátiðina, kannske
hefir hann af öðru tilefni fundið
um þetta lausnarorö, er hann
sagði: „Hve iðrar margt lif eitt
augnakast, sem aldrei verður
tekið til baka”.
En jafnframt þessu ber að lita á
aðrar staðreyndir frá þessum ár-
um. Eins og áöur sagði, hlaut
E.B. skáldastyrk 1928. Um þær
mundir voru viða framhleypin at-
kvæði, og sem slikur kynntist ég
einkum fyrrv. sveitunga minum,
Ásgeiri Ásgeirssyni, Jónasi Jóns-
syni og Tryggva Þórhallssyni.
Hjá þeim, einkum Tryggva og
Jónasi, gætti verulegs kviða um
afdrif málsins á þingi, og að
öllum ólöstuðum held ég, að
málafylgja Sig. Nordal hafi haft
mest að segja. Að glæsileik og
gáfum var hann ágætastur i hópi
læröra manna, og hér var ekki
um neina smámuni að tefla fyrir
okkar krögguþjóöfélag þá. Styrk-
urinn nam rúml. 744 þús. kr.
miðað við 1972, og auk þess hafði
skáldið eftirlaun, sem skv. verð-
gildisbilinu væri nú tæpl. 120 þús.
kr.
Ég held, að um E.B. hafi þá rikt
almenn viðurkennandi samstaða.
Þáverandi fjármálaráðherra
(1927), hinn skapharði og duli Jón
Þorláksson, sem hafði á sinum
tima brugðiö fæti fyrir virkjun
Þjórsár, og þar meö E.B., með
áburðarverksmiðju að markmiði,
og hlotið nauma guðsgjafaþulu að
launum, reyndist hinn bezti
drengur, þegar til kom að öðru
leyti en þvi, aö Einar fékk ekki
styrkinn einnig fyrir 1927, eins og
stefnt var aö, þrátt fyrir vasklega
framgöngu áður nefndra manna.
Um þá fullyrðingu, að farið hafi
verið með skáldið út i eyðimörk —
hraunkarga viö óhrjálega strönd
— þarf að hafa fleiri orð en nú er
rúm fyrir og hvassaripenna. E.B.
var staddur i einni háborg
evrópskrar menningar, er hann
tekur þá ákvöröun aö flytjast á
eignarjörð sina, Herdisarvik,
sem hann hafði þá nýlega endur-
keypt, en ekki valdi hann Héðins-
höfða við Reykjavik, sem hann
hafði lika átt. Honum var þá fast
tekinn að þverra móður, en i öllu
hans lifi hafði ástin á landi og þjóð
verið hans máttur og dýrð:
„helgist þér menn við hvern
einasta fjörð.
Frjáls skaltu vefja vor
bein aðbarmi.
Brosa með sól yfir hvarmi.”
Enginn veit, hvort i geði hans
hefir brunnið við þessa ákvörðun
kenndir frá áður þekktum
ljóðum: „Fótsár af ævinnar eyöi-
mörk / einn unaðsblett fann eg til
þess að deyja.” En hvað um það.
Hér skyldi „draga nökkvann i
naust. Nú er eg kominn af hafi.”
Brimströndin við Herdisarvik
hefir fremur heillað hann en
hrætt, svo mjög sem hafið hafði
orkað á hans skáldlega flug:
„Til þin er min heimþrá,
eyðimörk ógna og dýrðar,
ásýnd af norðursins skapi
ibliðu ogstriðu.
Hér eru yngstu óskir mins
hjarta skirðar.
Cltsær, — þú berð mér
lifsins sterkustu minning.”
„Þá hamastu, tröllið. t
himininn viltu lyfta
hyljum þins eigin dýpis-----
„Þú drakkst i þig mátt
hvern dropa þú reistir
iseinasta fallið.
Og landið tók undir, þvi
höggið var hátt.
Þá hneigst þú i grunn,
en þú stefndir á fjalliö”
Ég skal játa, að mér leizt ekki á
þetta ráðslag, en siðar og einkum
nú er mér ljóst, að þetta var
gæfuspor eins og á stóð. Nokkru
áður en Einar alfluttist heim,
hafði hann og hin mikilhæfa kona,
Valgerður, sem giftist honum á
táningsaldri, skilið. Það var þvi
fagnaðarefni, að með honum
fluttist að Herdisarvik Hlin John-
son, sem varð honum þar bjarg-
vættur og heilladis. Hlin hafði
verið áður um tima sveitakona i
Borgarfirði og i æsku hrifizt mjög
af ljóðum hans. Engir, sem ein-
hverntima höfðu stfgið fæti á guðs
græna jörð, og þá ekki sizt Borg-
firðingar, gátu afborið hið stór-
kostlega ljóð um siglingu um
Borgarfjörð (Haugaeldur) án
þess að komast i uppnám, svo
dæmi sé nefnt.
Það er mikill misskilningur, að
hægt hafi verið að „láta” E.B.
gera þetta eða hitt. Hann var eigi
aðeins konungur i heimi andans,
heldur einnig eldhugi um driftir
og fjármál. Hann haföi hugsaö i
afrekum og hraða, meðan aðrir
þóttust fremja þeysireiðina, en
börðu reyndar fótastokkinn á
ragri og ferðlausri truntu. Það
var sama, hvar hann var. 1 návist
hans voru allir eitthvað, en hann
einn var stærstur. Mér er sem
ég sjái þá menn, einnig á sviði nú-
timans, sem hefðu verið þess um-
komnir að gefa E.B. ráð, honum,
sem sagðist vera þvi vanastur
„að gera sin strandhögg sjálfur.”
Um það treysti ég mér ekki að
dæma, hvort E.B. hefir kosið rétt,
er hann valdi sina hinztu heimil-
ishagi. Enn siður að meta, hvaða
skipan hefði komið honum bezt,
þegar hreystin fór dvinandi.
Nútimamenn buðu Kjarval hinn
ágætasta samastað, sem hann,
ástmögur hrauns og mosa,
hafnaði algerlega. Ég „vel mér
sessunaut af Hávakyni”, sagði
Einar Benediktsson eitt sinn.
Hann þekkti lika úr öðrum brag:
„Ljúfr verðr leiðr, ef lengi sitr
annars fletjum á.” Neisti háleit-
ustu andagiftar getur aldrei orðið
eins og snúningalipurt log á Ron-
son kveikjara, og hver kann að
meta, hvaða aðbúnaður hæfir
snillingi, er hann þreytir sina siö-
ustu æviraun, — að biða dauðans.
í hverju teningskasti kemur
aðeins einn flötur upp, og enginn
fær kannað til sanns þau atvik,
er gerzt heföu út frá öðrum fleti.
Eitt það siðasta, sem E.B. orti,
bendir til þess, að litla húsið í
Herdisarvik hafi verið með vilja
gert og nógt:
„Hafknörrinn glæsti og
fjörunnarflak
fljóta bæði. Trú þú og vak.
Marmarans höll er sem
moldarhrúga.
Musteri guös eru hjörtun,
sem trúa,
þó hafi þau ei yfir höfði
þak”.
Sú fullyröing, að E.B. hafi lagt
á strok frá bæ sinum, finnst mér
of langt seilzt til hurðar. Hitt er
satt, að er hann i dagdraumum
lifði upp horfnar tiðir, gat það
hent, að hann gengi á veg með
gestum sinum að höfðingja siö.
1 þetta sinn tók ég ekki fram
penna af þvi, að ég teldi mig til
þess vandabundinn að kalla und-
an dómi menn, sem ekki geta
lengur borið hönd fyrir höfuð sér.
Sagan mun dæma þá, ef henni
finnst þess viö þurfa. Hinsvegar
veit ég ekki, nema Háskóla
Islands hafi brugðið i brún, þvi
eitthvað 5 árum fyrir andlát sitt
arfleiddi skáldið hann að jörð og
bókum, sem ég veit, að skólinn
varðveitir sómasamlega.
Ég er þakklátur Asgeiri
Jakobssyni fyrir að hafa gefið
mér tækifæri til að róta upp i
dýrgripasafni hugans. Þar meö
risa upp þær hendingar, sem
skoða mætti sem kveðjuorð
Einars til Islendinga á öllum tim-
um:
Og feðratungan tignarfrið,
hver taug min vill þvi máli
unna.
Þess vængur hefst um hvolfin
við,
þess hljómtak snertir neðstu
grunna.
Það ortu guðir lifs við lag.
Eg lifi i þvi minn ævidag
og dey við auðs þess djúpu
brunna.
Mitt verk er, þá eg fell og
fer,
eitt fræ, mitt land, i duft
þitt grafiö,
I
I
rBftlGlB&K
míkWQMrmm
þjónusta - saia - hleðsla - viðgerðir
Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla
Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust
kemiskt hreinsað rafgeymavatn
Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta
RÆSIÐ
BÍLINN MEÐ
I
Tæhniuer
AFREIÐSLA
ft Laugavegi 168
Simi 33-1-55
J
min söngvabrot, sem býð ég
þér,
eitt blað i ljóðasveig þinn vafið.
Hefir þetta fræ, sem hann eftir-
lét gróðurreitum hugans, öðlazt
skilyrði? Hefir ekki, aðeins 30 ár-
um eftir dauða hans, verið ógæfu-
hljótt um þá þætti i lifi hans, sem
gerðu hann ódauðlegan? Þannig
gæti raknað fram spurning eftir
spurningu, hvað nútimamenn
hafi yfirleitt gert til að útbreiða
andagift E.B. A hverjum degi
hreinsa Reykvikingar sig og
svala i einni lind, sem hann veitti
þeim, þvi á dögum Guðmundar
landlæknis gaf skáldið bæjarbú-
um Gvendarbrunna. En á hverj-
um helgidegi sækja tugir presta
sér boðskaparorð i helgar
skriftir, sem þó taka ekki fram
spekimálum Einars, ekki endi-
lega sem dýrkanda fegurðar og
trúar, heldur sem boðbera um
mannlega reisn. Einar
Benediktsson á 110 ára afmæli
næsta ár. Ég hygg.að birta myndi
til i mörgum hugum, ef kenni-
menn kveiktu þá á kertum hans i
stað hinna útjöskuðu,
vanabundnu orða.
Svo mættu isl. iþróttamenn ætið
minnast þess, að Einar
Benediktsson ruddi þeim braut á
Olympiuleikana 1908, og Sir
William Henry, sem þá barg
okkar glæsilega hópi fram hjá
danskri hindrun, lýsti þvi yfir, að
sér væri sæmd i þvi að kynna
landsmenn Benediktsson sem
fulltrúa „sérstakrar þjóðar.”
Benediktsson, þurfti ekki frekar
að kynna. Þá, aðeins nokkuð yfir
fertugt, voru áhrif hans slik, að
enskur aðalsmaður hikaði ekki
við að kippa islenzkri iþróttasveit
undan dönsku tilkalli fyrir hans
orð.
ltvk., 5. jan. 1973.
Friðrik Þorvaldsson.
Vörumarkaðurinn hí.
Kr. 4.700,00
Við sendum yður að kostnaðarlausu — ef greiðsla
fylgir pöntun.
| | Greiðsla fylgir
| | Gegn póstkröfu
Nafn---------------
Srewfcibopð
OÖ KOlIíIP
I ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112