Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. febrúar 1973. TtMINN 7 hafa þær bitnað að miklu leyti á innflutningi okkar á hjúkrunar- gögnum. Þvi er ekki að leyna, að okkur hefur verið legið á hálsi fyrir þetta, og hefur það ástand, er skapast við minnkandi hjúkr- unargagnainnflutning okkar og annarra fyrirtækja, sem likt hefur staðið á fyrir, verið notað til að rökstyðja nauðsyn rikiseinka- sölu á lyfjum og hjúkrunargögn- um. Ekki eftirsóknarvert að skulda i erlendum gjald- eyri Það virðist vera nokkuð út- breiddur misskilningur að Lyfja- verzlun rikisins hafi einkainn- flutning á lyfjum. Það er rangt eins og fram hefur komið, en það skal tekið fram, að samstarf milli fyrirtækjanna er hið bezta og samvinna á ýmsum sviðum. Okkur finnst oft, að við mætum ekki nægum skilningi hjá for- ráðamönnum peningastofnana, en þó hafa viðskiptabankar okkar veitt okkur nokkra fyrirgreiðslu með greiðari kaupum á vöruvixl- um og fleira. Við skiljum vel, að bankarnir hafi i mörg horn að lita, en við teljum, að sú vöruteg- und, sem við verzlum með,sé þess eðlis, að okkar mál verði að leysa á einn eða annan veg og þvi erum við ef til vill dómharðari i garð bankastjóranna en ella. Viðskiptasambönd okkar erlendis hafa verið fús til að veita okkur gjaldfrest, en bæði er, að gjaldfresturinn er takmarkaður af Seðlabankanum og svo er það ekki svo eftirsóknarvert i gengis fellingarþjóðfélagi að skulda mikið i erlendum gjaldeyri. Um 3000 skrásettar pakkningar — Nú eru öll lyf skráð, og vilji læknir fá i hendurnar lyf, sem ekki er þegar skráð hér á landi, verður það að fara til lyfjaskrár- nefndar rikisins, sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Með hverju framleiddu lyfi fylgja kannski doðrantar i tveim-þrem kössum um eiginleika þess, til- rauninsem gerðarhafa verið með þaðiOg niðurstöður þeirra. Þetta allt þarf svo lyfjaskrárnefndin að taka til athugunar, áður en hún veitir innflutningsleyfið. Fyrir 1963 var ekki skrásetn- ingarskylda á lyfjum, og þá gat hver læknir gefið út resept á hvaða lyf, sem hann vissi að væri til, og siðan varð að útvega það, en eftir að lyfjaskrárnefndin tók til starfa hefur skipulagið mjög batnað, og jafnframt fækkaði mjög titlum og heitum á lyfja- markaðnum, þvi að að sjálfsögðu framleiða margar verksmiðjur lyf með sömu verkunum, þótt nöfnin séu mismunandi. — Hversu mörg fyrirtæki er- lend, verzlið þið við með lyf? — Ætli það séu ekki 15-20 lyfja- verksmiðjur, sem við kaupum lyf frá. — Og hve margar eru lyfja- pakkningarnar? — Það er nú ekki got að svara. Það telst t.d. fjórar pakkningar, ef sama lyfið fæst í 25, 50, 100 eða 500 stykkja umbúðum. En ætli það séu ekki um 3000 skrásettar pakkningar hjá öllu fyrirtækinu, þá i báðum deildum. Aður en til lýfjaskrásetningarinnar kom, voru lyfjatitlarnir einir svo margir, að þeim hefur fækkað siðan en i staðinn koma svo ljós- myndavörurnar. Eins og áður er á drepið,eru sömu eigendur að gleraugna- og liósmyndavöruverzluninni góðkunnu, Týli. Ljósmyndavörudeild Stefáns Thorarensens h.f., veitir Hilmar Helgason forstöðu, og við snúum okkur þvi til hans að fræðast af honum um sögu og helztu þætti þess hluta fyrirtækisins. Það er Hilmar, sem hefur orðið: Gunnar V. Guðmundsson lyfjafræðingur stcndur hcr hjá töflusláttarvélinni, scm hefur slcgið margar milljónir á nær aldarfjórðungs starfsferli sinum. Sumir rita Thiele enn i dag — Hér hafði um langan tima verið útibú, ef svo má segja, frá einni þekktustu gleraugnaverzlun á Norðurlöndun og hinni elztu i Norður-Evrópu. Verzlun þessi hét F.A. Thiele, og það nafn bar útibú hennar hér- lendis einnig. En svo þegar Stefán Thorarensen kaupin það ásamt öðrum 14. febrúar 1928, ris þarna upp sjálfstætt fyrirtæki. Hér hlær Hilmar við og segir svo: — Og það skemmtilega vill til, að fjórtándi febrúar er einmitt af- mælisdagurinn minn, svo að segja má, að ég og fyrirtækið sé- um jafndægra, þótt ekki séum við jafngömul. Nafnið Thiele þótti erfitt til skrifa, og olli það oft ýmiss konar misskilningi, svo að árið 1940 var ákveðið að breyta nafninu, og hefur það siðan verið ritað, eins og nú er kunnast, eða TÝLI. En svorikur ervaninnifólki.aðenn i dag eru það margir, sem skrifa nafn verzlunarinnar á gamla mátann. Það er rétt að taka það fram, að lagalega séð er hér algerlega um tvö fyrirtæki að ræða, segir Hilmar. Þó að eigendur séu hinir sömu, eru engin bein tengsl þeirra i milli. Það má eiginlega frekar segja, að Týli sé dóttur- fyrirtæki Stefáns Thorarensens. Ljósmyndavörur og gleraugu fara ekki að öllu leyti saman í upphafi voru það eingöngu gleraugu, sem Týli verzlaði með, en brátt voru kviarnar færðar út og farið að verzla með annars konar linsur, einkum ljósmynda- véíar. Þá höfðum við m.a. sam- vinnu við Hans Petersen og keyptum mikið af vélum frá hon- um, en eftir að við tókum við Agfa Gewaert umboðinu, hættum við þvi, og höfum siðan einkum verzl- að með eigin innflutningsvörur. Lengi hefur verzlunin Týli verið i Austurstræti 20 og búið þar við litið rúm, en búðarplássið þar er 17 fermetrar. Nú i haust opnuðum við svo nýja búð i Austurstræti 7, og þar mun gleraugnaverzlunin einkum verða til húsa. Annars ætlum við að biða enn um hrið og sjá i hvora verzlunina fólkið leitar meira til gleraugna- kaupa annars vegar og hins vegar til kaupa á ljósmyndavörum, og sérhæfa þær þá hvora á sinu sviöi. Þetta tvennt á nefnilega alls ekki saman. Það er oft hálfgert feimnismál, þegar fólk er að kaupa sér gleraugu, einkum virð- ist það vera það, þegar ungt fólk og konur eiga i hlut. Fólkið vill þvi fá að vera i einrúmi og sem mestri kyrrð, þegar það velur sér umgerðir, en i ljósmyndavöru- verzlunum vil oft verða nokkuð erilsamt. Tizkan hefur sín áhrif á gleraugnaval Annars er tizkan nú tarin að hafa sin áhrif i sambandi við val á gleraugum, og flestir, sem ganga meö þau að staðaldri, eru farnir að skipta um umgerð a.m.k. einu sinni á ári. 1 fyrra voru t.d. mest i tizku geysistór gleraugu með viðamiklum umgerðum og spöng um, en núna kýs unga fólkiö helzt Sigurður Jörgensson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hilmar Helgason, sölustjóri ljósmyndavörudeildar fyrirtækisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.