Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. Sunnudagur 4. febrúar 1973. TÍMINN 21 Trúlega eru þeir íslendingar ekki margir, sem ekki hafa heyrt getiö um Ólaf Tryggvason frá Hamraborg. Flestum mun vera þaö kunnugt, aö hann hefur um Iangt árabil lagt stund á hug- lækningar, og aö árangurinn, sem hann hefur náö, hefur oft veriö mjög mikill og stundum blátt áfram undraveröur. Ólafur var sóttur heim ekki alls Sí fyrir löngu og fer hér á eftir þaö, §§ sem okkur fór á milli. Fyrsta spurningin sem fyrir huglækninn var lögð, var svohljóðandi: 1 Læknaði sjálfan sig — Hvenær fórst þú fyrst að fást viö þessa hluti, Ólafur? —■ Ég var rétt um tvitugt, þeg- ar ég byrjaði á þessu. — Var það tilviljun, eða fannstu að þú gazt læknað? — Þetta byrjaði þannig, að ég var heilsulaus maður, eiginlega dæmdur til dauða vegna lungna- berkla. Ég tók mig þá til og reyndi að lækna sjálfan mig — og mér tókst það á fimmtán til sextán mánuðum. — Hvernig fórstu að þvi? — Það fór þannig fram, að ég stundaði ákveðnar öndunaræfing- Sx ar i sambandi við það, sem við Nx getum kallað andlegar æfingar og nx hélt þvi áfram daglega i eitthvað w fimmtán mánuði, að þvi er mig Sv minnir, og þá kom batinn á einni W sekúndu. W — An þess, að hann væri farinn w að gera boð á undan sér? 5nn — Já, alveg án þess að nokkur !S> merki um bata væru finnanleg, NX fyrr en hann kom, allt i einu. Ég !Ss hef umsögn Jónasar Hafnar læknis um þetta, en hann tel ég Sx einhvern ágætasta mann, sem ég Sx hef kynnzt. Jónas sagðist skyldi Sx gefa mér vottorð um það, að á Sv mér hefði gerzt kraftaverk. Sagði hann, að bata minn væri ekki með W neinu móti hægt að skýra frá vis- SV indalegu sjónarmiði. w — Svo hefur það kvisazt, að þú !sS værir þessum hæfileikum !xs gæddur? NS — Já, en almennt var það nú !sS samt ekki vitað. Ég starfaði i ein nx sex eða sjö ár, án þess að menn nS vissu yfirleitt um það útifrá. Þá SS varð hlé á þessu hjá mér, meðal SS annars vegna þess, að ég kvæntist SN; og fór að búa. Ég var fátækur, SnJ jörðin erfið og það veitti ekki af W að gefa sig allan að búskapnum á sSS þeim árum, ef vel átti að fara. Og sSS ég lagði lækningarnar alveg á sNN hilluna i eitthvað tiu eða tólf ár. !nn — Hvar var þetta, sem þú Sn bjóst? ^ A Arndisarstöðum i Bárðar- dal. Ég byrjaði þar búskap árið 1 1925 og bjó til 1933. — Fluttist þú þá til Akureyrar? — Nei. Þá byggði ég nýbýli i ÍÍJ landinu og bjó þar i tiu ár. w — Svo hefur lækningastarfsemi þ'n færzt i aukana, þegar þú 5nS komst til Akureyrar? Jw — Fyrst fluttist ég nú til NN Reykjavikur og átti þar heima i nn tvö og hálft ár. Gerði ég það aðal- NN lega til þess að kynna mér þessi Sn mál. Ég var þar i sambandi við SS ágætan miðil, sem ég hef miklar SnJ mætur á, fyrir hans hæfileika. 1 SS; gegnum þennan miðil fékk ég oft upplýsingar um sjúklinga. Þegar ég var með sjúklinga, sem erfitt var að fást við, fékk ég hjá miðl- inum, eða i gegnum hann öllu haldur, upplýsingar um, hvernig helzt væri hægt að hjálpa þeim. Voru margar þær upplýsingar mjög merkilegar, og mátti segja, að ef mér barst einhver vitneskja á annað borð, brást ekki, að á hana mætti treysta. — Var þér sagt, ef sjúklingur var ólæknandi? — Já, það gat alveg eins komið fyrir. Ef mér var sagt, að tiltekn- um sjúklingi mætti bjarga með ^ tilteknum ráðum, reyndist það ævinlega rétt, og ef mér var sagt, að ekki þýddi að reyna að lækna NS hann, en ég reyndi það engu að !» siður, þá bar verk mitt ekki held- N$ ur neinn árangur. SK — Þetta hefur auðvitað styrkt SK þig mjög i trúnni á gildi þessara SS hluta? | I LÆKNINGAR ERU GÖFUGT STARF hvort sem þær eru unnar með huga eða höndum — Nærri má nú geta. Ef ekki má treysta slikri reynslu, sem bókstaflega aldrei bregst — á hvað eigum við þá að trúa? Þetta var eins öruggt og nokkur skap- aður hlutur getur verið. Samstarfið við sjúklingana — Var ekki óskapleg ásókn og erfiði samfara lækningunum, eft- ir að fólk almennt vissi, að þú gazt þessa hluti? — Það var svo erfitt, að nærri lá, að ég guggnaði. En löngunin til þess að hjálpa fólki, sem var nauðulega statt, varð þreytunni yfirsterkari. Ég fann, að ég gat þetta, að svo miklu leyti sem þrekið leyfði. Spurningin var bara: Hvað get ég lagt mikið á mig? Hversu marga menn get ég tekið yfir daginn, eða á einni viku? — Hver er þin aðferð, þegar þú læknar fólk? — Yfirleitt sit ég eða stend aft- an við sjúklinginn, legg hendurn- ar yfir höfuðið á honum anda djúpt og reglulega, hugsa — og bið, skulum við segja. — Reynirðu ekki að fá sjúkl- inginn til samstarfs á þessu andartaki? — Ég tala oft viö hann áður, við spjöllum saman og samtalið skapar gagnkvæman skilning. Yfirleitt má segja, að min lækn- ingaaðferð byggist mjög mikið á samstarfi. — Er ekki fólk að jafnaði mjög fúst til samstarfs? — Jú, i langflestum tilvikum er það svo. Fólk kemur til min, af þvi að það vill leita sér lækninga, það vill leggja sig fram og reynir það, þótt að sjálfsögðu sé mönn- um það misjafnlega auðvelt. — Er ekki mjög mikill munur eftir einstakiingum, hversu auð- velt er að lækna þá? — Jú, sá munur er gifurlegur. Menn eru svo misjafnir. Ég vil meira að segja taka svo djúpt i árinni að segja, að þaö sé lika sér- gáfa að geta tekið á móti slikri lækningu, rétt eins og það er sér- gáfa að geta veitt hana. Tónlist, stærðfræði og skáldgáfa, allt eru þetta sérstæðir eiginleikar, að verulegu leyti óháðir öðrum þátt- um persónunnar. Satt að segja er ég dálitið hissa á þvi, hve margir leitast við að gera litið úr sálrænum eiginleik- um eða sérgáfum, bara af þvi að þeir þekkja ekki til þeirra i eigin sálarlifi. Tónlistargáfa og skáld- skapur eru engu minni stað- reyndir, þótt þær séu ekki öllum g'efnar. Hitt er annað mál, að ein- hver neisti til slikra sérgáfna er til i fari langflestra manna, en það eru ekki nema sumir, sem áhuga hafa fyrir þvi að rækta þann neista og þroska með sér. En allir hæfileikar, á hvaða sviði sem er, þroskast við að reynt sé á þá. — Veiztu, hvað margt fólk er búið að koma til þin til þess að fá lækningu? — Ekki með neinni vissu. En ég veit, að þótt ég nefndi aðeins þá lágmarkstölu, sem til greina kemur, myndu margir eiga erfitt með að trúa. Það komu til dæmis einu sinni til min rétt um þúsund manneskjur á fjártán mánuðum. — Hefur þetta fólk svo sam- band við þig seinna? ólafur Tryggvason, huglæknir á Akureyri. — Margir hafa samband við mig og lofa mér að fylgjast með þvi, hvernig þeim reiðir af. Marg- ir eru mjög þakklátir fyrir lækn- ingu, sem þeir hafa fengið, já, og svo eru auðvitað lika margir, sem aldrei láta til sin heyra, eftir að hafa verið hjá mér. Það, sem ég hefði átt að gera, strax i upphafi, var að hafa bókhald yfir þetta allt saman, láta hvern einasta mann, sem til min kom, skrifa nafnið sitt inn i bók og eiga þau þar siðan. En um þetta var ég ekki hugsa, það var allt annað, sem mér lá á hjarta. Mesta ánægjan var að vita sig hafa gert gagn. Hvernig það yrði svo metið eða vegið af öðrum, hugsað ég ekki um. Afstaða almennra lækna — Heldurðu, að það fólk, sem til þin kom, — og kemur — hafi verið búið að leita til almennra lækna, og þá ef til vill án árang- urs? — Mikill meirihluti hafði gert það. En ef það kom fyrir, að sjúklingur sagði mér að hann hefði ekki fariö til neins læknis áður, óskaði ég eftir þvi, að hann gerði það fyrst, áður en til min væri komið. Auðvitað er ég ekki i neinni samkeppni við læknastétt- ina, öðru nær. Ég hef meira að segja svo miklar mætur á vissum læknum, að ég hef ekki borið meiri virðingu fyrir öðrum mönn- um. — Hafa ekki lika sumir læknar viðurkennt árangur verka þinna? — Til eru þeir, satt er það. Og ég geri lika ráð fyrir, að sumir viðurkenni þann árangur fyrir sjálfum sér, þótt þeir kannist ekki viö það opinberlega. — Það er óskaplega veigamik- ið atriði. Ég hef gert alltof mikið að þvi að vinna þreyttur. En ég hef oft ekki haft hörku i mér til þess að neita, þegar ég hef séð þörfina. — Hefur jafnvel árangurinn orðið lakari fyrir þær sakir, en hann hefði þurft að vera? — Já, á þvi er ekki nokkur minnsti vafi. Þvi miður hef ég ekki alltaf getað starfað eftir þeim reglum, sem æskilegastar hefðu verið. — Er þér kunnugt um marga huglækna hér á landi?> — Já, ég veit um þó nokkuð marga. — Er vinnulag ykkar svipað? — Það vinnur hver með sinu lagi, að langmestu leyti. — Hefurðu kynnzt árangri ann- arra huglækna? — Já, mjög verulega. — Berið þið ef til vill saman árangur verka ykkar i vissum til- fellum? — Ekki er nú mikið um það, enda hef ég ekki svo náið sam- band við huglækna, þótt ég viti, að þeir hafa starfað mjög mikið og að árangurinn, sem þeir hafa náö er gifurlegur. Hins vegar eru hér á Akureyri menn, bæði konur og karlar, sem ég hef ákaflega mikinn stuðning af. Sumir koma niðurbrotnir — Kemur ekki fólk til þin bæði með andlega og likamlega sjúk- dóma? — Jú. Það kemur engu siður til min vegna hinna svokölluðu and- legu sjúkdóma, jafnvel ennþá fremur. — Er ekki árangurinn jafnvel ennþá meiri, þegar sjúkdómurinn er sálræns eða geðræns eðlis? — Ég held, að hann sé ennþá meiri. Það hafa gerzt mjög merkilegir hlutir i sambandi við taugaveiklað fólk. — Er mikið um að menn komi til þin niðurbrotnir? — Já, sumir eru algerlega nið- urbrotnir. Þeir jafnvel segja, að ■ ef ég geti ekki talað við þá fyrr en eftir sex eða átta daga, verði það orðið of seint. Þegar svo stendur á, bregð ég við og reyni að lækna á stundinni, hvort sem ég get eða getekki, þvi að þá skil ég að mað- urinn er i hættú staddur. — Verður þú fyrir likamlegu orkutapi við lækningarnar, fyrir utan hina sjálfsögðu starfs- þreytu? — Þegar ég lækna, tek ég alltaf rnikið á. Aftur á móti hefur mér skilizt, að sumir lækningamiðlar taki ákaflega litið á sjálfir. Þeir hafa þá .einhver sambönd, sem eru það fullkomnari en min, að þeir þurfa litið að reyna á sig. — En þarft þú að beita miklu afli? — Já, ég þarf yfirleitt alltaf að gera það. Að sjálfsögðu er þar fyrst og fremst um að ræða hug- ar- og taugaorku, en engu að siður verð ég mjög þreyttur. — Er það samt ekki dálitið misjafnt, eftir þvi hvers eðlis sjúkdómurinn er? — Jú, það er mjög misjafnt. Þetta er langerfiðast, þegar verið er að lækna drykkjumenn. Ég var á timabili ákaflega mikið með illa förnum drykkjumönnum, og það sleit mér mest. — Fannst þér verða mikill árangur á þvi sviði? — Já. Mjög margir drykkju- menn læknuðust alveg. Þeir, sem ákveðnir voru I þvi að vilja losna við vinið, tóku mikið á sjálfir, og á þann hátt kom batinn — með samstarfi margra aðila. Fjarhrif — Þú nefndirþarna áðan „aðra miðla”. Ertu sjálfur skyggn eða miðill? — Nei, skyggn er ég ekki, að minnsta kosti ekki á venjulegan hátt. Að visu kemur það fyrir, að ég sé merkilegar sýnir. Þá sé ég inn i aðra heima, en það er sjald- an. Ég skynja lika merkilega hluti á vissum augnablikum, en það er ekki algengt. —- Hvað getur þú imyndað þér, að slikt gerist oft? — Það gæti verið svona einu sinni eða tvisvar i mánuði, ef allt er talið. Stundum heyri ég, stund- um sé ég og stundum finn ég það sem i kringum mig er. — Finnuröu stundum, eða færð fyrirboða um það, sem I vændum er? — Það kemur fyrir, að ég veit alveg á stundinni, hvort ég get hjálpað tilteknum manni, og þá, hvernig ég á að fara að þvi. En þetta held ég að byggist miklu fremur á manninum, sem kem- ur, en sjálfum mér. Eða þá, að svona náið samband er á milli okkar, án þess að við vitum það sjálfir. Við eru-m sem sagt, búnir að ná saman, áður en við heilsumst. Það hefur komiö fyrir, að ég hef fengiö samband við menn, sem eru i flugvél á leið til min, og svo þegar við hittumst, veit ég alveg nákvæmlega, hvað þarf að gera fyrir þá. En svo kemur hitt auðvitað fyrir lika, að allt er lokað og manni berst ekki hin minnsta vitneskja. — Verður þú þá ekki fyrir mis- góðum áhrifum i návist fólks? — Jú, ekki get ég nú borið á móti þvi. Það er óskaplega gott að vera með sumum, en aftur lak- ara, þegar aðrir eiga i hlut. — Hefuröu gert þér grein fyrir að þessi munur standi i sambandi við lundarlag eða gáfnafar? — Ekki hef ég kannað það neitt sérstaklega, en þó er það nú svo, að yfirleitt finnst mér gott að vera með tónlistarfólki. Sumar bækur og blöð verka svo illa á mig, að ég vil alls ekki lesa þau, þvi að það skapar mér svo mikla vanliðan. — Þú hefur auövitað miklar mætur á okkar látnu snillingum, svo að maður hætti sér nú ekki út i að gera mun á þeim, sem enn eru hérna megin? — Já, ég hef miklar mætur á þeim, og þar vil ég fyrst nefna Jónas, þar sem hann er elztur þeirra sem ég hef i huga. Hinir koma svo á eftir: Stephan G. Einar Ben. og Matthias. — Þú hefur auðvitað sótt mikið til þeirra, eins og fleiri? — Hafi ég á annað borð verið i skóla, er það hjá þessum mönn- um. Fegurðin er eilíf Ég þurfti ekki neinn spiritisma til þess að sannfærast um eilift lif. Það voru ljóðin og tónlistin, sem sannfærðu mig ungan um að lifið væri ódauðlegt. í þessum hlutum er fegurð, vizka, sem ekki er bundin við hverfula mannsævina, heldur lifir eiliflega og getur ekki dáið. Ef að eitthvert skáld getur lifað i þúsundir ára, aðeins i bók- um sinum hérna á jörðinni, hlýtur sá andi að lifa einhvers staðar annars staðar lika. — Hefur þú kannski sjálfur ort i orðum eða tónum? — Aldrei i tónum — aðeins i orðum. — Þú sagðist ekki hafa þurft spiritisma til þess að sannfærast um framhaldslif. Hefur þú tekið þátt i hinu almenna starfi sálar- rannsóknamanna? — Það get ég varla sagt. Ég hef að visu setið nokkra fundi, en það hefur mestan part verið fyrir sjálfan mig gert. — Telur þú, að trú — i algengri merkingu þess orös — hjálpi mönnum við að lækna og lækn- ast? — Maður skyldi ætla, að þetta kæmi þeim hlutum ekki beinlinis við. Þó er ekki nokkur minnsti efi á þvi, að trú hjálpar mjög mikið til. Við getum til dæmis hugsað okkur, að til min komi maður, sem hvorki trú- ir á guð né annað lif, en hann trúir þvi, að ég geti hjálpað sér. Sú trú mannsins greiðir mjög mikið fyr- ir þvi að ég get notað mina guðs- trú við slikan mann, ef hann hefur trú á þvi, að i verki með mér séu einhver góð öfl, eða inni i mér sjálfum. Það er i raun og veru al- veg sama, hvernig hann hugsar sér það. — Er þá ekki liklegra, að mönnum, sem gæddir eru tón- listargáfu eða öðru þvi, sem við vorum að tala áðan, sé að öðru jöfns auðveldara en öðrum að læknast hjá þér? — Það er alls ekkert óliklegt. Þó er lóklega allra auðveldast að lækna barnslega trúað fólk, eink- um eð það er lika sálrænt i eðlí sinu. En skáld, tónlistarmenn og aðrir slikir eru langoftast mjög sálrænir og auk þess opnir og þvi auðvelt að komast að þeim. Erfitt. — En éq held áfram — Við minntumst áður á erfiði og umstang sem fylgir starfi þinu. Fer þetta ekki alltaf vax- andi, eftir þvi sem starfsemi þin verður þekktari? — Það gengur I bylgjum. Eftir þáttinn I sjónvarpinu i haust, söfnuðust að mér bréf, sem ég hafði ekki tima til að opna alveg um leið og þau komu. Eftir örfáa daga taldi ég þau, og voru þau þá oröin sextiu. Auk þess eru marg- ar hringingar á hverjum einasta degi. Þótt ég sé með leyninúmer, dugir það ekki til. Það fréttist, hvaða simanúmer maður hefur. — Hefur þér ekki verið veitt at- hygli utan tslands? — Ég hef fengið þó nokkrar beiðnir um hjálp, bæði frá Dan- mörku og Ameriku. Mér hafa meira að segja verið sendir peningar vestan um haf, sem þakklæti fyrir árangur. I 1 Akureyri — Bærinn þar sem ólafur Tryggvason hefur lengst starfað. — Nú ert þú að visu ekki gam- all maður, þótt þú sért ekki held- ur unglingur. Hvort finnst þér eiginleiki þinn hafa vaxið eða minnkað með árunum? — Ég held, að hann hafi nokkuð staðið i stað. Aftur á móti vex reyrizla og þroski með árunum og það nýtist vel. — Hefur þér ekki dottið i hug að þjálfa upp huglækna til þess að taka við starfi þínu? — Ég hef mikinn áhuga á þvi. En það er dálitið erfitt að fá fólk til sliks. Flestir eru bundnir við erfið störf, eru þreyttir, þegar dagurinn er á enda og treysta sér illa að bæta þessu á sig, þótt þeir jafnvel finni, að þeir gætu það hæfileikanna vegna. — Er ekki eitthvað unnið að þjálfun huglækna úti um landið? — Það eru starfandi smáhópar viða um land, sem þegar hafa unnið mikið starf.” Þetta fólk kemur saman þetta einu sinni eða tvisvar I viku, þótt það auglýsi sig ekki sem huglækna. Ég hef ofur- litið reynt að stuðla að þjálfun slikra hópa, og ég hef trú á þvi, að þeir geti komið mjög miklu góðu til leiðar, þegar stundir liða. — Heldurðu, að þú munir halda þinni starfsemi áfram, eftir að jarðvist þinni lýkur? — Ég er ekki i nokkrum vafa um þaö. Ég byrja strax að starfa, þegar ég kem yfir um. — VS. I 1 ! mmmm/mmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmik I Sn kirkjunni i Napóli þegar »5 kardinálinn tekur litla glerilátið I Storknað blóð ítalsks dýrlings verður fljótandi Hvað gerist þegar ryðlitað duft i glerflösku i dómkirkjunni i Napóli verður fljótandi og litur út eins og blóð? Er það rétt, sem haldið er fram, að það sé blóð heilags Januariusar, sem tekinn var af lifi árið 305? Sagt er að trúuð kona hafi náð svolitlu af blóði hans og komið þvi á tvær litlar flöskur. A fjórtandu öld fóru að gerast undarlegir atburðir. sem snerust um þessar menjar. Upp frá þeim tima hafa þeir hvað eftir annað vakið undrun og skelf- ingu klerka, visindamanna, blaðamanna, rithöfunda og stjórnmálamanna. Nú hafa kirkjuyfirvöld ákveðið að komizt skuli að leyndardómnum. Það rikir taugaspenna i dóm- með ryðlitaða duftinu, sem breytzt getur i blóð, og setur það á altarið. Söfnuðurinn veit hvað hefur átt sér stað oft áður og sennilega kemur nú fyrir aftur. Blóð pislavottarins heilags Janusariusar verður fljótandi, þó ekki sé settur dropi af vökva i ilátið. Minútur geta liðið áður en kraftaverkið gerist. Það geta liðið klukkustundir. En enginn gefst upp að biða, þótt atburðirnir dragist á langinn. Þvi ef undrið gerist ekki, merkir það aðeins eitt, að hörmungar steðja að. Og eins gott að fólk sé viðstatt þegar slikar fréttir eru boðaðar. Enginn vafi leikur á að duftið verður fljótandi, en alla tið hefur menn greint á um hvað raunveru- lega á sér stað. Óteljandi sagn- fræðingar, stjórnmálamenn, rit- höfundar, klerkar, trúmenn og vantrúaðir hafa orðið vitni að kraftaverkinu, og margir hafa fylgzt með þvi I návigi. Mjög raunsær franskur blaðamaður sagði einu sinni: — Ég vil ekki trúa þessu. En ég mátti til. Duftið i litla glerilátinu fór að renna til og varð loks að vökva sem virtist vera blóð. Ef til vill verður komizt fyrir orsakir þessa leyndardóms i nánustu framtið. I biskupsstóln- um i Napóli hefur sú ákvörðun verið tekin að fyrirbæri þetta verði rannsakað visindalega. Þessi ákvörðun var tekin vegna blaðagreinar, þar sem ’þessum viðburðum var lýst sem heiðinni og frumstæðri blóðsdýrkun, sem væri ósæmileg. Páfi hefur samþykkt að rannsóknin fari fram, en henni stjórna prófessorar við háskólann i Napóli, en einnig taka sérfræð- ingar frá öðrum löndum þátt i henni. Vonazt er til að fyrsta skýrsla rannsóknarmanna verði tilbúin nú i janúar. Greinin reitti marga til reiði og olli þvi m.a. að svartklæddar konur, sem halda þvi fram að þær séu afkomendur konunnar, sem náði blóði dýrlingsins, sem enn er sagt vera geymt i lokuðu gleriláti, voru ekki við athöfnina 19. september. Klerkarnir höfðu raunar ekkert á móti þvi. — Við erum saman- komin i dag til að biðja ekki til að vera vitni að sjónarspili tauga- veiklaðs fólks. Og athöfnin var óvenjulega kyrrlát og virðuleg að sögn. Blaðamenn og ljós- myndarar hvaðanæva að af landinu höfðu þyrpzt aö til að vera viðstaddir, og menn biðu þess, með ótrúlegri eftirvæntingu hvort kraftaverkið gerðist, nú þegar höfðu verið hafðar uppi niðurlægjandi fullyrðingar um þessa atburði. Blóðið varð fljót- andi eftir að kirkjugestir höfðu beðizt fyrir i kyrrð og ró i þrjá stundarfjórðunga. Sagan segir að sánkti Januarius, eða San Gennaro eins og menn nefna hann i Napóli, hafði verið biskup þar i borg, sem tekinn var af lifi árið 305 eftir Krists burð, á dögum Diakletianusar keisara. Það var kristin kona aö nafni Eusebia, sem náði dálitlu af blóði biskups og geymdi á tveim flöskum. Sagnfræðingar greina frá þvi að engum sögum fari af að ryðlitt duftið hafi nokkru sinni orðið fljótandi fyrr en á fjórtándu öld. Eftir þann tima hefur krafta- verkið gerzt fjórum sinnum áári: fyrsta laugardag i mai, daginn sem jarðneskar leifar voru fluttar til Napóli, 19. september, sem er „fæðingardagur” dýrlingsins, og 16. desember, en daginn eftir varð hræðilegt gos i Vesúviusi árið 1631. Það gerist einnig að þessi merkilegi atburður á sér stað aöra daga svosem þegar frægir gestir koma til Napóli. Fyrir kemur að kraftaverkið gerist ekki. Þá er eitthvað illt á seyði. Siðast kom það fyrir árið 1940, rétt áður en ttalia lenti i striðinu. Það verður ekki auðvelt fyrir sérfræðingana að finna skýring- una á leyndardómnum, af þeirri einföldu ástæðu að prófessor Lambertini, sem stjórnar rannsókninni, heldur þvi fram að ekki sé hættandi á að láta duftið komast I samband við loft. Þá getur það átt sér stað að eigin- leikar efnisins breytist, og mögu- leikinn á að kraftaverkið gerist aftur sé að fullu eyðilagður. Sér- fræðingarnir verða þvi að notast við litastigs- og ljósmælingar til að komast að lausninni. Margar kenningar eru á döf- inni. Ein er sú, að fólkið i kirkj- unni skapi sálfræðileg áhrif, sem geri það að verkum að duftið breytist i blóð. Önnur er um að hitinn af fólkinu og ljósunum komi formbreytingunni af stað, en sumir telja aftur að áhrif ljóss- ins á flöskuna þegar hún er tekin fram úr dimmu skoti valdi breyt- ingunni. Óteljandi tilraunir hafa verið gerðar með ýmis efni i þeim tilgangi að fá fram samskonar breytingu, en engin þeirra hefur neitt nálægt þvi borið árangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.