Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 1
HOTEL L0FTIfl®W
„Hótel Loftleiðir býður gestum
sínum að velja á milli 217 herbergja
með 434 rúmun — en gestum
standa Itka [búðir til boða.
Allur búnaður miðast við strangar
kröfur vandlátra.
LOFTLEIDAGESTUM LÍÐUR VEL.
Nýja Búrfellslínan nothæf
- til orkuflutnings um þessa helgi
KJ—Reykjavik
Um eða upp úr helginni, er gert
ráð fyrir, að hægt verði að taka
nýju búfellslinuna i notkun, og
mun þá mörgum rafmagnsnot-
andanum létta, enda þótt undir-
stöður linunnar séu ekki sem
traustastar.
Karl Eiriksson framkvæmda-
stjóri Bræðranna Ormsson, sagði
i viðtali við Timann fyrir helgi, að
hann byggist við, að ekki tæki
nema 2-3 daga að ljúka við að
tengja linuna, þannig að hægt
yrði að taka hana i notkun, ef með
þyrfti. Sem kunnugt erf þá eru
Bræðurnir Ormsson um-
boðsaðilar fyrir brezka verktaka-
fyrirtækið, sem tók að sér lögn
linunnar.
Karl sagði, að búið væri að
strengja linuna, og taka hjólin af
möstrunum, en hjól þessierunot-
uð við strenginguna, eins og
margir Sunnlendingar hafa ef-
laust tekið eftir, við lögn beggja
Búrfellslinanna.
Eftir mun hafa verið að
strengja linuna á 22 km kafla,
þegar turninn i eldri Búfellslin-
unni brast, en nú er strengingu
lokiðog verið að tengja linuna við
einangrara á st^álmöstrunum.
Eitt mastrið i nýju Búrfellslin-
unni gaf sig i veðurofsanum, og
hefur það nú verið reist við.
Mastur þetta var númer 111, og
þvi einhversstaðar austur i
Holtum, eða austan Þjórsár.
Auk þess sem vinnuflokkar eru
að ganga frá strengingu og teng-
inu nýju Búrfellslinunnar, vinna
nú vinnuflokkar að þvi að treysta
undirstöður linunnar, sem kom i
ljós að höfðu gefið sig. Frönsku
undirverktakar brezku aðalverk-
takanna, eru nú hér á landi með
flokk manna og vinna að þvi að
reka mikil Hjárn i jörðina, i stað
steypu undirstaðanna. Járn þessi,
sem réttara sagt eru stálbitar
eru ekki ósvipuð þvi járni,
sem rekið er niður við hafnar-
gerðir, og mynda þá járnþil. Nota
verktakarnir fallhamra við verk-
ið, og eru fjögur járn rekin undir
hvorn fót stálmastranna, eða átta
járn undir hvert mastur, þar sem
undirstöðurnar gáfu sig.
Hægt verður að vinna áfram að
þessu verki þótt linan verði tekin i
notkun.
Ekkert hefur frekar verið átt
við viðgerð á eldri linunni, sem
slitnaði fyrir jólin, enda ekki hægt
um vik, þar sem allur orku-
flutningur, frá Búrfellsvirkjun,
fer um þessa linu.
MARIATALIN
- með henni fórust fjórir
ungir fjölskyldumenn
AF
Erl-Reykjavík.
Vélbáturinn Maria KE 84
er nú talinn af, eftir að
rannsókn, sem fram fór á
gúmbátnum og kistugrind-
unum, sem fundust austur
af Eldeyjarboða, sannaði,
að þessir hlutir væru úr
Maríu.
Með Maríu fórust 4 menn,
allt ungir fjölskyldumenn.
Þeir hétu: Sævar R. Ingi-
marsson, skipstjóri, 30 ára
að aldri, og var búsettur í
Reykjavík. Stýrimaður var
Halldór Bjarnason, 27 ára
Hafnfirðingur, Gunnar V.
Guðjónsson, vélstjóri, 23
ára úr Kópavogi, og mat-
sveinn var Gunnar Inga-
son, 32 ára Reykvíkingur.
Kisa hefur hagsmuna að gæta við mjaltirnar, og þess vegna fylgist hún vel með, hvenær bóndinn setzt
undir Auðhumlu sina. Kettlingurinn hennar er ekki orðinn eins útfarinn og þess vegna verður hann að
mamma missir út úr sér niöur i flórinn.
ISLENZKIR HESTAR VIÐFRÆGÐ-
IR í ÚTLENDUM STÓRBLÖÐUM
A þeim tima er island var
óvegað, urðu útlendingar, sem
hingað slæddust og eitthvað
viidu sjá af iandinu, að taka
sér á leigu hóp hesta og ráða
sér fylgdarmenn. í ferða-
bókum, sem margir þeirra
skrifuðu, er svo til ævinlega
borið mikið lof á þrek og fimi
hestanna. Nú fljúga menn eða
aka landshornanna á milii.
Eigi að siður hefur frægðar-
stjarna islenzkra hesta aidrei
risið hærra i öörum löndum en
einmitt nú.
1 stórblöðum erlendum má
iðulega sjá heilsiðugreinar
um islenzka hesta, ásamt
fjölda stórra mynda, sem blöð
og fréttastofnanir senda
hingað menn, rithöfunda og
Ijósmyndara, gegngert þeirra
erinda að viða að sér sliku
efni. Það er engan veginn nýtt
fyrirbæri, að Islendingar leggi
miklp elsku á góða hesta, þvi
að Svo hefur sjálfsagt verið
frá upphafi vega, en hitt er
nýrri saga, að þeir skuli törfa
fólk af öðru þjóðerni, sem
raunar er að uppgötva dýra-
tegund, er það hefur engin
kynni fyrr af haft.
Löng og skemmtileg grein i
einu sænsku stórblaðanna,
Göteborgsposten, hefst á
þessum orðum:
Skeið á Islandi: Hér er
Guðrún og Erika, sem
hlotnazt hefur draumahlut-
verk þúsunda sænskra
stúlkna: Að vera á hestbaki
allan daginn. 1 fallegum,
islenzkum peysum meö
skemmtilegu mynztri þeysa
þær á harðastökki á hestum
með flaksandi fax undir
nöktum fjallshliðunum i
grennd við bæinn. Guðrún
Hafberg, átján ára gömul, er
islenzk og hefur eiginlega
aldrei annað gert en sýsla
eitthvað við hesta. Erika
Steinmann, 24 ára, fæddist i
Sviss með þrá eftir hestum i
blóðinu. Þess vegna fluttist
hún til hestalandsins Islands.
Vinna beggja er að hugsa
um hesta hjá bóndanum
Kjartani Georgssyni á
Skeiðum á Suðurlandi. Hann á
stóra hjörð hesta. Mörg
þúsund sænskra unglinga,
pilta og stúlkna, þrá ekki
annað heitar en eiga kost að
komast á hestbak, og það er
óskadraumurinn mikli að
eignast hest. Guðrún og Erika
vinna aftur á móti fyrir sér
með þvi að fást við hesta, og
það er ekki aö sjá, að þær séu
neitt leiðar á þeirri vinnu. Á
bænum eru nú sem stendur
sjötiu, og flesta þeirra er verið
að temja.
Siðar i greininni segir, að
Samband islenzkra sam-
vinnufélaga hafi flutt út hesta
fyrir fjörutiu milljónir króna,
og búast megi við, að á ný-
byrjuðu ári selji Islendingar
hesta fyrir fimmtiu milljónir
króna.
„Kjartan Georgsson selur
aðeins fulltamda hesta”, segir
greinarhöfundur siðan, ,,og
hann selur góða hesta. Verðið
er afarmisjafnt, en i Þýzka-
landi greiða menn upp i
hundrað og þrjátiu þúsund
krónur fyrir hest. Þar að auki
verður kaupandinn að borga
flugfar fyrir hestinn.
Heima á Islandi er verðið
mun lægra, og lætur nærri, að
meðalverð sé um fjörutiu og
fimm þúsund krónur”.
Siðan koma lýsingar á þvi,
hvernig háttað er tamningu
hesta, gangi þeirra og öðru
fieira: „Það er dásamleg sjón,
þegar Gurún og Erika
hleypa folunum og snjórinn
þyrlast undan hófum þeirra”
Framhald á 3. siðu.