Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 4. febrúar 1973.
TÍMINN
39
MENN OG MÁLEFNI
Framhald af bls. 18
stjórnarandstöðublaðanna ekki
til þess að ýta undir það, að okkur
berist rifleg hjálp, eða að við fá-
um hagstæðar og nægar lán-
veitingar úr viðkomandi erlend-
um sjóðum. Þvi miður mun tekiö
nokkurt mark á skrifum stjórnar-
andstöðublaðanna i vissum lönd-
um og þar verða þessar fullyrð-
ingar ekki til þess að greiða fyrir
aðstoð okkur til handa. Hér er þvi
vissulega veruleg hætta á ferð-
um, ef þessum fullyrðingum
stjórnarandstöðublaðanna heldur
áfram.
Þá leggja stjórnarandstöðu-
blöðin mikla áherzlu á þann mál-
flutning, að Islendingar eigi að
leggja sem minnst af mörkum
sjálfir og jafnvel ekki neitt.
Vitanlega verður þvi veitt athygli
erlendis, hvað þjóð, sem er ekki
verr stödd en Islendingar, leggur
mikið af mörkum undir slikum
kringumstæðum. Þvi auðveldar
mun okkur reynast að fá hjálp og
lán, ef við leggjum sjálfir fram
eðlilegan skerf, og þvi ljósara
verður lika hinum erlendu aðil-
um, hversu mikill fjárhagslegur
vandi er hér á ferðinni.
Ljótur þáttur stjórn-
arandstöðublaðanna
íslendingar hafa sjaldan horfzt
i augu við alvarlegri vanda en
þann, sem gosið i Heimaey hefur
valdið. Undir slikum kringum-
stæðum hefði átt að mega vænta
þess, að þjóðin stæði saman. Rik-
isstjórnin hefur gert sitt til þess,
að þjóðareining skapaðist. Illu
heilli hafa þeir stjórnarand-
stæðingar, sem ráða yfir fjölmiðl-
um, brugðizt við á annað veg.
Þeir hafa snúizt gegn þvi, að
leystur yrði sá vandi, sem
Heimaeyjargosið veldur þjóðar-
búinu, því að þeir vilja auka erfið
leika rikisstjórnarinnar. Það er
ekki einu sinni enn séð, að þeir
styðji fjáröflun i viðlagasjóð. En
þetta hefur ekki nægt. Jafnhliða
hefur verið hafin andstyggileg-
asta rógsherferð, sem sögur fara
af og er fólgin i þvi, að rikis-
stjórnin hafi viljað hafna erlendri
aðstoð til Vestmannaeyja.
Við þetta er svo bætt fullyrðingu
um, að fjárhagslega tjónið sé ekki
orðið sérstaklega mikið og ættu
allir að geta gert sér ljóst, að það
greiðir ekki fyrir þvi, að okkur
berist eðlileg og fullnægjandi að-
stoð. Þ.Þ.
íþróttir
Framhald af
bls.31.
hann upp hið fræga lið „The
Busby Babes”. Liðið þótti
afbragða gott, bæði hvað laut að
leikaðferð þess, samleiks • þess
og einstaklingsframtaki og það
sýndi oft frábæran samleik, sem
endaði oftast með glæsilegum
mörkum.
Endalok þessa liðs var hið
hörmulega flugslys i Miinchen, en
það gleymist seint i Manchester,
þvi að 6. febrúar 1958 var borgin
niðurbrotin — sorgin var mikil, á
fyrstu leikum United á heimavelli
eftir slysið, streymdu mörg tár
niður vanga hinna tryggu áhang-
enda liösins. Flugslysið i
Miinchen hjó mikið skarð I hið
fræga lið og iþróttafréttaritarar
segja, að aldrei hafi fengizt full
reynsla á það, hvers liðið var
megnugt í raun og veru — þegar
það hafði fengið fullan þroska.
En snúum okkur þá aftur að
Duncan Edwards. Lik hans var
flutt til Englands og hann jarð-
settur með mikilli viðhöfn i
fæðingarbæ sinum Dudley, sem
er i grennd við Birmingham. Sir
Matt Busby lét hafa eftir sér orð
þau, sem verða lokaorð þessarar
greinar:
„VIÐ MUNUM KÖMA TIL
MEÐ AÐ SJA KNATTSPYRNU-
SNILLING AFTUR, EN ÞAÐ
MUN AÐEINS VERA TIL EINN
DUNCAN EDWARDS”. —SOS
VEUUM ÍSLENZKT-np'f^
ÍSLENZKAN IÐNAT U
mil LOF TLEIÐIR
SÖNGKÐNflN
MflRÍfl LLERENfl
PRfl KQBQ SREMMTIR
BORÐPANTANIR I SÍMUM 22321 22322.
Þjófalúðurinn hélt
vöku fyrir fólkinu
Klp—Reykjavík.
Undanfarnar vikur hefur fólk,
sem á heirna í næsta nágrenni við
Radióbúðina i Nóatúni, vaknað
upp um miðja nótt við að þjófa-
lúður, sem er fyrir utan búðina
hefur farið i gang. Er slíkur
hávaði frá þessum iúðri, að hann
hefur ekki aðeins vakið upp fóik i
næstu húsum heldur og i mörg
hundruð metra fjarlægð. Lúður
þessi er tengdur við aðvörunar-
kerfi, sem komið er fyrir inn I
búðinni og hefur það farið i gang á
miili 20 og 30 sinnum á undan-
förnum vikum. Mætti þvi haida,
að flestir Þjófar borgarinnar væru
búnir að frétta af þessum lúðri, og
er það sjálfsagt rétt, en það hefur
i all flestum tilfelium ekki verið
þeim að kenna, að hann hefur
farið að væla.
Astæðan fyrir þvi, að hann
hefur farið svona oft i gang, er sú,
að kerfið i búðinni er svo næmt,
að til þessa hefur það verið nægi-
legt að slá þéttingsfast á eina
rúðuna til að láta það taka við
sér, og þá hefur allt farið af stað.
Þetta var komið á vitorð flestra
næturröltara borgarinnar, og
hafa þeir gert sér leik að þvi nótt
eftirnótt aðslá eða kasta í rúður-
nar og þar með hafa þeir vakið
upp allt hverfið.
Lögreglan tjáði okkur, að mikið
hafi verið kvartað úr hverfinu
vegna þessa lúðurs, en fólk
verður að láta sig hafa það að
hlusta á hann í allt að klukkutíma
i einu, þvi að ekki er hægt að
slökkva á honum nema inni i
búðinni, og það getur aðeins eig-
andinn eða starfsfólkið gert.
Samkvæmt upplýsingum, sem
við fengum hjá þeim aðila, sem
hefur með umboð og viðgerðir á
þessum þjófalúðri að gera, ætti
þetta nú ekki að koma fyrir aftur,
þvi búið er að gera við bilunina.
Aftur á móti yrði fólkið að gera
sér að góðu að hlusta á lúðurinn,
ef einhver þjófur færi inn i
búðina, þvi að þá á að heyrast i
honum bæði hátt og skýrt.
Líkamsárás
í Arbæjarhverfi
- kona á fertugsaldri beitir hníf gegn 16 ára pilti
Stp—Reykjavik
Um hálf-fjögur á laugardags-
nótt var Iögreglunni i Árbæjar-
hverfi tilkynnt um likamsárás
þar i hverfinu. Kona á fertugs-
aldri (32 ára eða svo) hafði ráðizt
á 16 ára pilt og sært hann með hrif
á þrem stöðum á likamanum, og
auk þess veitt honum áverka á
augabrún. Að sögn lögreglunnar,
sem kvödd var á vettvang, var
hér aðeins um smááverka að
ræða, en pilturinn þurfti þó að
fara á slysavarðstofuna.
Arásarkvendið hafði komið
ásamt piltinum heim af balli
þarna um nóttina og lent i
„partý ” uppi i Arbæjarhverfi, i
Vorsabæ. Hafði parið rétt yfirgef-
ið -glauminn, er pilturinn kom
aftur alblóðugur og tilkynnti um
árásina. Hringt var á lögregluna,
sem kom strax á staðinn. Var
pilturinn sendur á slysadeild
Borgarspitalans, en meiðslin
reyndust ekki mikil og var hann
kominn heim til sin um morgun-
inn (i gærmorgun). Lögreglan
náði konunni fljótt, en hún var þá
komin niður i eitthvert hús við
Suðurlandsbraut.
Að sögn lögreglunnar var hún
nokkuð ölvuð, en lögreglan sagði
likur á þvi, að hún væri biluð á
geðsmunum. Ekki er kunnugt
um, hvort hún hefur komizt undir
lögregluhendur áður. Rannsókn-
arlögreglan hefur tekið málið i
sinar hendur, og var konan yfir-
heyrð strax um hádegi i gær.
Friðarverð-
laun Nóbels
Það er staðfest i Osló, að sextiu
og niu manna hópur, sem einkum
er skipaður þingmönnum banda-
riskra repúblikana, bandariskum
sendiherrum cg fulltrúum i utan-
rikisþjónustu.hefur stungið upp á
þvi, að Nixon verði veitt friðar-
verðlaun Nóbels — hugmynd,
sem öðrum finnst skjóta i meira
lagi skökku við.
Aftur á móti hefur hópur þing-
manna úr flokki jafnaðarmanna
og kristilegra i Sviþjóð lagt til, að
Dom Helder Camara, biskup i
Brasiliu, hljóti friðarverðlaunin.
• Framhald
af bls. 23
mjög mikið og þyrftum við þá
ekki taxtahækkun að sinni.
Góðir vinnufélagar, og aðrir
meðlimir félagsins okkar
„Frama” ég fer nú að slá botn i
þessar linur, en ég vil þó að
endingu minna á, að það er
hækkandi sól, það vorar áður en
varir, og við þurfum að búa undir
kosningu nýrrar stjórnar. Ég
mun leyfa mér að skora á þá, sem
gengu bezt fram i þvi að krefjast
fundanna, bæði i Glæsibæ og i
Laugarásbió að gefa kost á sér til
forystu i félagi okkar og vinna að
þvi með eins mikilli festu og unnið
var að þessum breytingum sem
áunnizt hafa.
Með félagskveðju.
Máske meira seinna
Sæmundur Lárusson
bifreiðastjóri, Bæjarleiðum.
Samband málm-
og skipasmiða stofnað
Laugardaginn 27. jan. siðastlið-
inn var haldinn á hóteli Loftleiða
stofnfundur Sambands málm- og
skipasmiðja (skammstafað
S.M.S.) Sofnendur eru: Bil-
greinasambandið, Félag Blikk
smiðjueigenda, Félag dráttar-
brauta- og skipasmiðja og
Meistarafélag járniðnaðar-
manna. Sambandið er heildar-
samtök vinnuveitenda i málm- og
skipasmiði, og er stafsmanna-
fjöldi fyrirtækja innan sam-
bandsins hátt á þriðja þúsund nú
við stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins er i
stuttu máli, að sameina öll málm-
og skipasmiðafyrirtæki i einn
félagsskap, og vinna að fram-
gangi hinna fjölmörgu hags-
munamála iðnfyrirtækja innan
þessara iðngreina.
Rétt til inngöngu i Sambandiö
hefur sérhvert sérgreinafélag
vinnuveitenda innan málm- og
skipasmiðaiðngreinanna.
A stofnfundi sambandsins var
kjörin sambandsstjórn, sem er
skipuð 10 mönnum auk fram-
kvæmdastjórnar, en fram-
kvæmdastjórnina skipa eftirtald-
ir aðilar:
Þórður Gröndal, formaður,
Geir Þorsteinsson, frá Bilgreina-
sambandinu, Sveinn A.
Sæmundsson frá Félagi blikk-
smiðjueigenda, Jón Sveinsson frá
Félagi Dráttarbrauta- og skipa
smiðja, Steinaí' Steinsson frá
Meistarafélagi járniðnaðar-
manna.
Skrifstofa sambandsins verður
fyrst um sinn i húskynnum
Meistarafélags járniðnaðar-
manna að Garðastræti 41,
Reykjavik.
Þjófnaður
uppiýstur
í Hafnarfirði
Stp—Reykjavik
Rannsóknarlögreglan í Hafnar-
firði hefur upplýst þjófnað, sem
framinn var 18. janúar s.1., er
brotizt var inn i fiskbúð þar i bæ
og stolið peningakassa með 13
þúsund krónum. Sökudólgurinn
reyndist vera 11 ára strákur, og
var hann búinn að eyða öllum
peningunum. Hefur hann oft
komizt undir hendur lögreglunn-
ar i Hafnarfirði áður.
Skfðadeild
Fram
Skiðadeild Fram heldur aðal-
fund 12. febrúar kl. 20.30 i Alfta-
mýrarskóla. Dágskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf.