Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. Sagan um Duncan Edwards — tekin saman af Sigmundi r O. Steinarssyni Ilann væri núna 36 ára, og þvi nýbúinn að eyða beztu árum sinum i þágu enskrar knatt- spyrnu. Kraftur hans læri óðum þverrandi, ásamt hraðanum, yfir- ferðinni og nákvæmn- inni. Bobby Moore, Martin Peters, Allan Ball og allir hinir ungu mennirnir, sem þolin- móðir hafa lengi beðið eftir sinum vitjunar- tima, væru liklega núna fyrst i fullum rétti, er þeir krefðust landsliðs- sætis hans. Þessi maður, sem nú fyrst, eftir 18 ár væri reiðubúinn að afsala sér landsliðssætinu væri Duncan Edwards. Þvi miður er þetta ekki raunsönn lýsing, þessi maður iifði ekki svona lengi. Hann fórst aðeins 21 árs gamall i flugslysinu mikla við Miinehen i febrúar 1958, þegar átta leikmenn Manchester United fórust og margir slösuðust það illa, að þeir hafa ekki leikið knatlspyrnu siðan. United-liðið var aö koma frá leik i Júgó- slaviu, þar sem liðið lék gegn Rauðu stjörnunni í Evrópu- keppni, en liðið var einmitt um §ÍSÍÉÍr-K;Í DUNCAN EDWARDS — yngsti leikmaðurinn, sem hefur leikið með enska landsliðinu, aðeins 18 ára. Hér á myndinni sést hann i landsleik á Wcmblcy 1955 gegn Skotum, en það var einmitt fyrsti landsleikurinn hans. þær mundir eitt sterkasta félags- lið Evrópu. t þessu slysi missti United átta leikmenn úr aðal- liðinu, og þar i hópi voru nokkrir af sterkustu leikmönnum Bret- landseyja, þar á meðal Edwards og Tommy Taylor, sem var mikill markaskorari, hann skoraði 16 mörk i 19 landsleikjum fyrir England, geri aðrir betur. Aðrir sem fórust, voru Roger Byrne, fyrirliði liðsins, Geoff Bent, Eddi Colman, Mark Jones, Billy Whelan og Davie Pegg. Einnig létust ritari félagsins, Walter Crikmer, og þjálfararnir Tom Curry og Bert Whalley. Bobby Charlton, einn kunnasti knattspyrnumaður heims, slapp ómeiddur úr slysinu. Hann lýsti hinu hryllilega andartaki þannig: „Vélin hélt eftir flugbrautinni og 'jörðin geystist fram hjá glugg- anum — eftir þvi, sem hraðinn jókst. Ég hugsaði, „Það tekur langan tima að komast á loft”. En allt i einu sá ég girðinguna við endann á flugbrautinni og vissi þá, að við mundum aldrei komast yfir hana. Ekki vissi ég,hvað væri hinum megin við hana — ég sá aðeins girðinguna, sem geystist á móti okkur. Þvi næst óhugnan- legur hávaði, þegar flugvélin ruddi girðingunni niður — siðan kolniðamyrkur, ekkert hljóð og það sem bezt var, engar minn- inga-. Þegar ég kom til sjálfs min, sá ég húsið...við hljótum að hafa rekizt á það. Ég var nokkra metra frá vélinni, enn bundinn við sætið, sem ég tel að hafi bjargað mér, því að ég kastaðist strax út úr flugvélinni. Alls staðar var slydda og vatn....einmana- leiki, hryllingur”. Annars er ekki ætlun okkar að fjalla um sögu félagsins, heldur að segja frá knattspyrnusnill- ingnum Duncan Edwards. Eins og eðlilegt má teljast, þar sem um er að ræða svo ungan knatt- spyrnusnilling, hafa myndazt munnmælasögur um hann, en allar eru þær sannar. Þjálfarar hans segja, að aðeins litill hluti þroska hans hafi verið kominn fram, þegar hann lézt. Og hver myndi vera álitinn bezti knatt- spyrnumaður heims, fyrr og siðar, ef hann hefði haft nægan tima til að þroska og móta knatt- spyrnugetu sina enn betur. Allir Englendingar eru sammála um það. Hann var þekktur um allt England undir nafninu „STóRl DUNK”, vegna þess hvað stór og HANN VAR ÞEKKTUR UM ALLT ENGLAND UNDIR NAFNINU „STÓRI DUNK" -rnMMY TAYUOR — markaskorarinn mikli ‘dökkri peysu), sést hér skora mark gegn Blackpool 1957 i deildinni. Taylor, sem lézt í flueslvs- jnu við Munchen, var eins og Edwards, fastur landsliðsmaður, hann lék 19 landsleiki og skoraði 16 mörk í þeim. Sir Matt Busby lét setja tvær rúð- ur i St. Francis kirkjuna i fæðing- arbæ Edwards, Dudley, til ininn ingar um knattspyrnusnillinginn. Sagt er, að Busby tárist alltaf, þegar hann gengur frani hjá gluggunum — en það gerir hann á livcrju ári 6. febrúar og vcrður engin breyting þar á n.k. þriðjud. Þessi klukka er uppi á vegg I skrifstofubyggingu United. Hún sýnir nákvæmlega hvað klukkan var þegar draumurinn um „The Busby Babes”varðað engu, þegar átta Ieikmenn létust við Múnchen 6. febrúar 1958. — Enn hefur enginn leikmaður komið fram í Englandi, sem hefur eins mikla snilligdfu Hann fórst aðeins 21 drs gamall í flugslysinu mikla við Munchen 1958

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.