Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. F ,Ég ákæri...." Ðreyfus-málið, hneyksli 19. aldar - Frakkland á barmi borgarastyrjaldar fyrir 75 árum __Oiaq OaaUmM L’AURORE Llttéralre. Artlatlque. Soclale J’Aeeuse...! LETTRE AU PRÉSIDENT DE U RÉPUBLIQUE Par ÉMILE ZOLA Forsiða franska blaðsins L’Aurore þann 13. janúar 1898 meö hinu opna bréfi Zola til franska forsetans. „Ég ákæri.....!"— þessi hvössu orð gat að líta sem fyrirsögn einnar alfrægustu blaðagreinar sögunnar, er birtist i franska blaðinu L'Aurore hinn 13. janúar árið 1898, laugardag einn fyrir réttum 75 árum. Greinin, er skrifuð var af rithöfundinum Emil Zola, var í formi opins bréfs til forseta Frakklandp. I bréf- inu eru nafngreindir hátt- settir liðsforingjar og em- bættismenn ákærðir fyrir misbeitingu valds og hlut- deild i dómsmoröi. Blaðið varð uppselt um miðjan dag, er það kom út, og varð að prenta aukaút- gáfu af þvi. Það vekurvart furðu. Franski lesandinn sá ekki á hverjum degi forseta sinn ákærðan á slikan hatt sem þennan: — Það er glæpur að afvegaleiða al- menningsálitið og nota það síðan í þágu dauðans, eftir að hafa leitt það út i vitfirr- ingu. Það er glæpur að af- vegaleiða lítilmagnann, glæpur að æsa upp and- stöðu og umburðarleysi i skjóli hins viðbjóðslega gyðingahaturs... Það er glæpur að notfæra sér föðurlandsástina í þágu hatursins. Það er glæpur að gera sverðið að nýtizku guði, þegar öll viðleitni mannkynsins beinist að sannleika og réttlæti. Til Djöflaeyjar Hin kyngimögnuðu orð Zola urðu stór skerfur i hið svonefnda Dreyfus-mál, sem var á góðri leiö með að kljúfa frönsku þjóöina i tvo andstæða flokka. Hið opna bréf Zola gerði deilurnar enn meiri. Fyrir 75 árum stóð Frakk- Kilhöfundurinn Kmilc Zola. Hin bvassa grein hans átti eftir að hafa heimsöguleg áhrif. land alveg á barmi borgara- styrjaldar, fyrir aðeins 75 árum, og það ástand skapaðist vegna tregðu fáeinna liðsforingja við að játa sin eigin mistök ásamt gyllt- um hugmyndum þeirra um „heiður” sinn og föðurlandsins. Haustið 1894 komst hreingern- ingakona, sem starfaði i þjónustu Frönsku leyniþjónustunnar, yfir lista um væntanlegar hernaðar- legar upplýsingar hjá þýzkum hermálaráöunaut i sendiráði Þýzkalands i Paris. Skömmu sið- ar var Alfred Dreyfus höfuðs- maður handtekinn, grunaður um aö standa á bak við listann. Dreyfus, sem var stifur og afar nákvæmur liðsforingi af gyðinga- ættum, starfaði i herforingjaráð- inu og hafði aðgang að þeim upp- lýsingum, er nefndar voru á listanum. Dreyfus kom fyrst fyrir herrétt, sem dæmdi hann til opin- berrar tignlækkunar og llfstiðar útlegðar á fanganýlendunni Djöfiaey, sem er við hitabeltis- strönd Suður-Ameriku. Dreyfus hélt þvi stöðugt fram allan tim- ann, að hann væri saklaus. En enginn trúði honum. Dómsúrskurðurinn olli mikilli æsingu i Frakklandi og kom af stað viðtæku gyðingahatri, sem m.a. brauzt út í gyðingaofsókn- um i Alsir, sem þá var frönsk ný- lenda. Afar fáir trúðu þeirri full- yrðingu Dreyfusar, að hann hefði verið dæmdur saklaus. Arið 1896 komst hinn nýskipaði yfirmaður frönsku leyniþjónust- unnar George Picquart ofursti, yfir sannanir um, að Dreyfus hefði verið dæmdur eftir gögnum, sem að nokkru leyti væri fölsuð, og að sá, sem raunverulega væri sekur, væri Charles nokkur Esterhazy major. begar Picquart gekk á fund yfirmanna sinna með hin nýju gögn sin, sögðu þeir hon- um að halda sig frá málinu. Að likindum hafa æðstu yfirmenn hersins talið, að herinn myndi biða mikinn álitshnekki, ef i ljós kæmi, að Dreyfus væri sakíaus. Það mátti þvi ekki undir neinum kringumstæðum taka málið upp að nýju. En Picquart hélt engu að siður áfram rannsóknum sin- um, en afleiðingin varð sú, að hann var sviptur embætti sinu. í þess stað var hann sendur til ein- hverrar stjórnsýslu i Túnis, þar sem von var til þess, að hann myndi brátt verða hinum æstu, innfæddu ættflokkum að bráð. var hrein áskorun. En andstæð- ingar Zola (og Dreyfusar) voru svo slægir að lögsækja hann fyrir viss atriði i hinu opna bréfi, svo að Dreyfus-málið yrði ekki tekið upp. Zola var dæmdur sekur og varð að flýja til Englands, þar sem hann dvaldi siðan um eins árs skeið. En það var Zola, er gekk með sigur af hólmi. Æ fleiri varð ljóst, að óréttlæti, hafði verið haft í frammi. Hinn róttæki stjórn- málamaður Clemenceau, sem raunar var ritstjóri L’Aurore, fór á stúfana og tókst honum að koma af stað nýjum rökræðum i neðri málstofunni, þar sem hermálaráðherrann lagði fram nýjar „sannanir” um sekt Dreyfusar. En lögfræðingar kom- ust brátt að þvi, að um falsanir var að ræða. Þær voru gerðar af hinum nýja yfirmanni leyni- þjónustunnar, Henry ofursta, sem einnig hafði staðið fyrir öðr- um fölsunum fyrr i Dreyfus-mál- inu. Eftir að hafa verið afhjúpað- ur þannig, framdi Henry sjálfs- morð. Sýknaður Arið 1899 var Dreyfus kallaður heim til Frakklands frá Djöflaey og kom aftur fyrir rétt. Herinn hafði enn ekki gefizt upp i baráttu sinni. Hinn nýi dómsúrskurður var á þá leið, að Dreyfus væri sekur, en hlyti mildari dóm. Þetta var hlægilegur dómur, sem túlk- aði aðeins árangurslausar til- raunir hersins til að bjarga sinum útjaskaða heiöri. Dreyfus var náöaður, og við þriöju réttarhöld árið 1906 var hann algerlega sýknaður og hlaut á ný stöðu I hernum, nú sem majór. Tveim árum seinna sagði hann skiliö við herinn, en gegndi þó aftur þjónustu i fyrri heims- styrjöldinni. Hann lézt árið 1935. Hinn hugaði Picquart ofursti, sem um tima mátti sitja i fang- elsi, vegna baráttu sinnar fyrir sannleikanum, var einnig heiðraður siðar, og árið 1906 varð hann hermálaráðherra i fyrstu rikisstjórn Clemenceau. Stórvirki Emils Zola i þessu máli var einkum það að benda á þær hættur, sem Dreyfus-málið gat haft i för með sér. Það var ekki aðeins Dreyfus heldur allt franska þjóðfélagið, sem lá undir ákæru. Liðsforingjaklikan með aðstoð konungssinna og háklerka höfðu reynt að skrúfa timann aft- ur til þess skeiðs, er sekt eða sak- leysi einstaklingsins skipti nánast engu máli. En Zola og félagar hans börðust, og með góðum árangri, fyrir þvi, að réttindi ein- staklingsins skyldu vernduð. Það var þvi ekki að ástæðu- lausu, að Hollendingurinn Drach- mann samdi, eftir að hafa lesið hina viðfrægu grein Zola „Ég ákæri...!”, ljóð, er bar heitið „Bravo Zola”. — Stp. En Picquart tókst að koma upp- iýsingum sinum til Mathieu Dreyfus, bróður höfuðsmannsins, og það heppnaðist að koma Ester- hazy fyrir rétt. A sama tima kom málið fyrir neðri málsstofu þings- ins, þar sem hermálaráðherrann hélt þvi stift fram, að Dreyfus hefði verið dæmdur „samkvæmt lögum og réttlæti”. Forsætisráð- herrann sagði, „að það væri ekki um neitt Dreyfus-mál að ræða”. 1 hermálaráðuneytinu voru menn önnum kafnir við að falsa skýrsl- ur sem áttu að færa enn frekari sönnur á sekt Dreyfusar. Eftir sannkölluð smánar-réttarhöld var Esterhazy látinn laus. Sverð Dreyfusar brotið og hann sviptur tign. Hans beið fimm ára vist á Djöflaey. Með skrifum sinum leitaðist hann við að fá Dreyfus-málið fyrir Alfred Drevfus höfuðsmaður, hinn þurri og stifi liðsforingi, sem án borgaralegan dómstól. Greinin nokkurrar sakar varð miðdepill heimsögulegs máls. Zola skerst í leikinn Það var einmitt, þegar hér var komið, að Zola skarst i leikinn með grein sinni „Ég ákæri....”!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.