Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 4. febrúar 1973. TÍMINN 29 Fjðll og eldar norðan Skólavegar i hættu. Hins vegar finnst mér ósennilegt, að hraunstraumur úr fjallinu eða nágrenni þess komi til með að valda tjóni á húsum og öðrum fasteignum utan austurgirðingar- innar. Nóg er samt. Ég veð ösku i mjóalegg, og vikurinn á götunum er eins og svartur snjór. Ekki barf mikið að hreyfa vind til að hann dragist saman i skafla. Bill kemur allt i einu aðvifandi. Bilstjórinn er sonarsonur Högna Sigurðssonar i Vatnsdal, sem var kunnur Vestmannaeyingur i sina tið, hálfbróðir Einars rika. Sú ætt er hjálpsöm og fylgin sér. Bil- stjórinn þekkir mig og býður mér far. Við förum um miðbæinn i leiðinni upp á flugvöll. Kaup- staðurinn er eins og dauður bær, bryggjurnar auðar, verksmiðj- urnar þagnaðar og fiskvinnslu- stöðvarnar mannlausar. Nokkrir karlar þrauka ennþá, en þeim verður naumast vært lengi, ef gosið æsist. Ég frétti af einni ein- hleypri hjúkrunarkonu, en sá hana hvorki né heyrði. Börnin voru öll á brott. Æska Vestrnannaeyja var flúin, og blik framtiðarinnar þar með horfið úr auga kaupstaðarins eins og þegar ljós slokknar i glugga — að minnsta kosti um sinn. Eyjan er slegin reiði guðs og ásýnd bæjar- ins eins og stirðnað lik. Ég fylgist með götum og hús- um, en er svo miður min, að ég kem ekki einu sinni fyrir mig nöfnunum. Stakkagerðistúniö er yfir að lita eins og við, opin sorp- tunna. Hér gekk Tyrkja-Gudda liprum fótum ung og frið, þegar Hallgrimur Pétursson átti enn langt i land að yrkja passiusálm- ana. Á þessu túni lásu smámeyjar blóm i æsku minni og hnýttu i kerfi. Nú er það eins og flag undan öskubrunanum. Og þarna er timburhúsið, þar sem hrossið komst inn á stofugólf forðum og stóð svo fast, unz heimilisfaðirinn gat loks teymt það út eldhúsdyra- megin. Nú er engin skepna hér nálæg. Heimaey er eins og sof- andi farlama gamalmenni, og gosdrunurnar minna á ferlegar hrotur. Kirkjugarðurinn er þvi likast- ur, að borin hafi verið á hann svört mykja. Ekki legg ég leið mina um hann þessu sinni til að drúpa höfði við gröf Sigurbjarn- ar Sveinssonar eða legstaði ann- arra vina minna. En bogamyndað sáluhliðið ber fagra og táknræna áletrun. Þar stendur skýrum stöf- um: Ég lifi, og þér munuð lifa. Fagnaðarboðskapurinn á jafnt erindi til lifenda og dauðra. Helgi Hálfdanarson sálmaskáld var einu sinni þingmaður Vest- mannaeyinga. Hann orti þetta myndræna og hljómþýða erindi: Velkomin vertu, vetrarperlan frið, siblessuð sértu, signuð jólatið, Guðs frá gæzku hendi gulli dýrra hnoss. Þökk sé þeim, er sendi þig, svo gleðjir oss. Þú oss friðar boðskap ber, birtir grið og náð oss tér, læknar sviða, sárt er sker, súta léttir. kross. Mikil er huggun þeirra, er trúa. 1 brekkunni ofan við kirkju- garðinn tek ég allt i einu eftir þvi, hvað vantar i riki sjálfrar náttúr- unnar: Ég hef dvalizt áHeimaey i hálftima án þess að heyra eða sjá fugl i biargi eða á þaki. Hann er farinn i úteyjar eða lengra burt. Erlendu blaðamennirnir tinast að flugvélinni sinn úr hverri átt- inni. Sumir eru eins og villtir og hraktir, en allir agndofa yfir gos- inu og hugsanlegum afleiðingum þess. Viðdvölin teygist i klukku- tima af þvi að dokað er við eftir siöbúnum myndatökumönnum ofan úr Helgafelli. Svo svifur flugvélin á loft og hnitar hring yfir Heimaey. Austurveggur hennar er eins og logandi húsgafl. Hraunfossinn steypist i hafið og eldbrákir krauma um allan sjó. Ég sit hins vegar öruggur i hægu sæti með ösku og leir Vestmanna- eyja á skósólum minum. Ahrifunum af-Vestmannaeyja- för þessari verður ekki orðum lýst, frásögnin er aðeins fátækleg endursögn. Samt eru þetta engin eftirmæli. Ég er ekki neinn spá- maður, en hygg fullvist, að lif kvikni aftur úti i Eyjum. Þar mun jafnvel spretta gras, þegar ósköpunum linnir, en batinn tekur langan tima, þó að tjónið yrði á snöggu augabragði. Draumur minn um Vestmanna- eyjar er þessi: Bryggjurnar verða á ný kvikar af sjómönnum, verksmiðjurnar munu titra af vélargný og fólk vinna hörðum og hröðum höndum i fiskvinnslu- stöðvunum myrkranna milli. Þá munu allir íslendingar græða á umsvifum og aflabrögðum Vest- mannaeyinga — og rikissjóður mest. Breytingin gerist ekki öll i einni svipan. Hún kemst ekki á strax, þó að róðrar hefjist og atvinnulif- ið byrji að rakna úr dróma. En hennar mun brátt sjá stað, þegar börnin eru komin heim með for- eldrum sinum til leikja og starfa. Þá glaðvakna Vestmannaeyjar úr óvitinu, sem gosið laust þær. Og þá gargar fugl þar i bjargi og tistir á húsgafli — og verpir aftur á nýju vori. Helgi Sæmundsson. Trúlofunar- S HRINGIR Fljótafgreiösla Sent i póstkröfu GUDMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILASTÖDIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Skrifstofuherbergi óskast Skrifstofuherbergi — i eða við miðbæinn — óskast nú þegar. Sjávarútvegsráðuneytið gefur allar frekari upplýsingar i sima 25000. Sjávarútvegsráðuneytið. Frd B.S.A.B. B.S.A.B. hefur fengið úthlutað lóð i Breið- holti II undir 2 fjölbylishús og 5 raðhús. Þeir félagsmenn sem vilja koma til greina við úthlutun ibúða þar, verða að sækja um það á skrifstofu félagsins i siðasta lagi 12. febrúar nk. Þeir sem eru á biðlista verða að endurnýja umsóknir sinar fyrir sama tima. Umsóknum sem berast á auglýstum tima verður úthlutað eftir félagsnúmeraröð. B.S.A.B., Siðumúla 34, simi 33699 Hefi opnað lækninga- stofu í Domus Medica Timapantanir i sima 1-57-30 kl. 9-18. JOHN BENEDIKZ, M.R.C.P. (London) Sérgrein: Taugasjúkdómar (Neurology) Til sölu Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðú verði. Full óbyrgð fekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. H F. _ ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. BARÐINN frá Fischer, Austurríki- og Edsby, Sviþjóð. NORSKIR gönguskíðaskór Mikið úrval af skíðaóburði Til sölu eru eftirtalin notuð tæki og áhöld frá Birgðastöð Pósts og sima: 3 stk. Oliubrennarar (mismunandi gerðir). I stk. Uotary-Inverter (riðstraumur/jafnstraumur). 1 stk. Hringrásardæla 1”. 1 stk. Kolaketill. 1 stk. Ketill m/spiral 3,5 fermetrar. 1 stk. Slipihringjamótor. 1 stk. Járnstigi f. 4 m lofthæð- 5 stk. „Canda” veltigluggar. 1 stk. „Sesam” koperingsvél f. teikningar. 1 stk. „Lifton” rafmagnslyftari f. 1000 kg. 1 stk. „Singer” dúkasaumavel. 1 stk. Vökvakrani f. vörubifreið ca. 2 tonn. Ennfremur eru til sölu stór uppþvottavél, ljósprentunar- vél, Hansa gluggatjöld, dælur, fjölriti, spjaldskrárhjól, spjaldskrárkassar, frímerkjavél o.fl. Upplýsingagögn verða afhent á skrifstofu vorri fram . að 10-febrúar næstkomandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SIKI 26844 Ndmsmeyjar Húsmæðraskólans Laugarvatni veturinn 1962-63 Vegna 10 ára afmælis og fyrirhugaðrar ferðar þann 18. febrúar eruð þið beðnar að hringja strax i Jórunni (5-26- 63) eða Gunnu (3-62-81).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.