Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 19
TÍMIIMM Sunnudagur 4. febrúar 1973. riH Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn Framkvænidastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>ór- arinn Þórarinsson. (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns).;.:: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasón,. Ritstjórnarskrif-;:;: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.:x Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglvs-.: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjald: 325 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j;!; takið. Blaðaþrent h.f. Fréttaskýringar? Um það hefur staðið deila milli rikisstjórnar og stjórnarandstöðu, hver afstaða Islands skuli vera gagnvart málarekstri Breta og Vestur- Þjóðverja gegn íslendingum fyrir Alþjóða- dómstólnum. Rikisstjórnin hefur mótmælt eindregið að Alþjóðadómstóllinn hefði nokkurn rétt til lög- sögu eða afskipta af fiskveiðilögsögu íslendinga og myndu íslendingar ekki virða þá úrskurði, sem dómstóllinn kynni að kveða upp. í samræmi við þessa afstöðu vildi islenzka rik- isstjórnin alls ekki senda neinn talsmanna til Haag, vegna þess að vist má telja, að það hefði verið túlkað af Breta hálfu sem óbein viður- kenning íslendinga á réttmæti afskipta dóms- ins. íslenzka rikisstjórnin taldi óheillasamning- ana frá 1961 vera helzta þröskuldinn i þessu mesta lifshagsmunamáli íslendinga. Þess vegna sagði hún samningunum upp. Þeir tals- menn stjórnarandstöðunnar, sem voru beinir aðilar að gerð þess vandræðasamnings, hafa hins vegar talið samninginn „stjórnmálasig- ur” sinn. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði sér lögsögu og byggði á þvi, að samningarnir frá 1961 væru enn i gildi. Þegar þetta er allt haft i huga, eru það væg- ast sagt mistök hjá Rikisútvarpinu að kveðja til einn i „fréttaskýringaþátt” til að ræða þetta mál, Gunnar Thoroddsen, sem gerði vandræðasamninga þá, sem úrskurður dóms- ins byggist á, og er sá talsmaður Sjálfstæðis- flokksins sem mest hefur haft sig i frammi opinberlega við að verja þessa samninga. En auðvitað vissi Rikisútvarpið ekki fyrir fram.að „fræðimaðurinn” Gunnar Thoroddsen myndi i „fréttaskýringum ” sinum beita mjög ófræðimannlegum aðferðum við túlkun á sátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Gunnar Thorodd- sen sagði m.a., að íslendingar hefðu við inn- göngu i Sameinuðu þjóðirnar skuldbundið sig til að hlita öllum efnisúrskurðum Alþjóðadóm- stólsins möglunarlaust, þ.e. að færa aftur inn að 12 milum, ef dóminum sýndist svo. Vitnaði „fræðimaðurinn og fréttaskýrandinn” til 94. gr. sáttmála S.þ. Sú grein fjallar eingöngu um þá, sem viðurkennt hafa sig aðilja að máli fyrir dóminum, en Islendingar hafa mótmælt þvi að þeir séu aðilar að máli fyrir dóminum. 94-gr. er i tveimur liðum. „Fræðimaðurinn” lét sig hafa það, að minnast ekki á seinni lið greinarinnar, sem er þó sá hluti hennar, sem okkur skiptir meiru vegna málatilbúnaðar rikisstjórnarinn- ar i þessu máli. Þessi liður er svohljóðandi: „Láti nokkur aðili að máli bregðast að fram- kvæma þær skuldbindingar, sem honum ber samkvæmt dómsúrskurði alþjóðadómstólsins, getur hinn aðilinn skotið máli sinu til Öryggis- ráðsins, sem getur, ef þvi þykir nauðsynlegt, gert tillögur eða ákveðið aðgerðir til þess að dóminum verði fullnægt.” í ritstjórnargrein Timans i gær var einmitt gerð glögg grein fyrir mikilvægi þessara ákvaéða fyrir okkur íslendinga. — TK 19 Francis Kent, Los Angeles Times: Enn ríkir ömurlegt ástand í Managua Úákveðið er enn, hvort borgin verður endurreist IBÚAR Nicaragua eru smátt og smátt að ná fullum tökum á þeim vanda, sem leiddi af jarðskjálftanum mikla, sem lagði meginhluta borgarinnar Managua i rúst tveim dögum fyrir jól. Nú er unnið skipulega og af ein- beitni, enda hefir mikil aðstoð borizt erlendis frá. Búið er að jarða flesta, sem fórust i jarðskjálftanum. örugg tala þeirra er ekki kunn, en yfirleitt er talið, að milli fjögur og sjö þúsund manns hafi látizt. 300 þúsund manns héldu lifi, en misstu heimili sin. Dreifing vatns og matvæla til þessa fólks fer nú æ betur úr hendi með hverjum deginum, sem liður. Heilsu- tjón vofir ekki framar yfir. NÚ er höfuðvandinn i þvi fólginn, að útvega fólki þak yfir höfuðið. Turner Shelton sendiherra Bandarikjanna komst þannig að orði, að brýnustu verkefnin væru að „halda uppi lögum og reglu” og „endurreisa höfuð- borgina”. Allnokkuð hefir sýnilega þokast i áttina með þetta hvort tveggja. Mikið er um bláa skúra úr plasti, eins og almennings- simum er komið i viða um lönd. Þá hafa lyfja- og ný- lenduvöruverzlanir selt firnin öll af allavega litum tjöldum. Bilaviðgerðamaður einn hefir meira aðsegja hafið starfsemi sina undir berum himni. Hér og hvar getur að lita heimilisfeður, sem farnir eru að reyna að múra upp i rif- urnar á húsum sinum, reyna að tengja þau við raflinur og koma gleri i glugga i stað þess, sem brotnað hefir. Umskiptin eru þó einna mest við heldztu viðskiptagöturnar i Managua. Búið er að fjar- lægja nálega allt brak af götunum og sums staðar hafa stórar jarðýtur rutt burt rústum og hreinsað alveg all- stór svæði. ÞRATT fyrir þetta litur borgin út eins og gerðar hafi verið magnaðar loftárásir á hana, hver á eftir annarri. Meðfram sumum götunum getur naumast ánnað að lita en fjallháa hauga af hálf- brunnu timbri, undna stálbita og uppvafin rör. Ryk er hvar- vetna mjög mikið, grátt, fint ryk, sem setzt i augun, smýgur inn i nef og munn og torveldar andardráttinn. En þarna eru fáir á ferli til þess að barma sér. Hinn hrundi hluti borgarinnar er tryggilega varinn með gadda- virsgirðingu og á henni eru ekki nema þrjú hlið, sem vopnaðir hermenn gæta, og um þau fær enginn að fara nema hafa i höndum skriflega heimild yfirvalda hersins. RIKISSTJÓRN Nicaragua er að þvi leyti illa á vegi stödd, að hrunin eru niu af hverjum tiu húsum, sem hún hafði áður til umráða. Starfsmenn hennar verða þvi að hafa að- setur i uppistandandi ibúðar- húsum til og frá um Managua. Æðsta stjórnin er þó i höndum Anastasio Somoza hershöfð- ingja, fyrrverandi forseta landsins, en hann heldur til á búgarði sinum og hefir i raun og veru alræðisvald sem for- maður neyðarnefndar rikis- ins. Kosningar eiga að fara fram i landinu i september i haust. Ekki eru allir trúaðir á, að þær verði látnar fara fram á til- settum tima. Að áliti flestra þeirra, sem fylgzt hafa vel með og eru öllum hnútum kunnugir i stjórnmálum landsins, er Somoza ekki lik- legur til að flýta sér að afsala sér þvi alræðisvaldi, sem hann nú hefir. SOMOZA hefir sætt harðri gagnrýni fyrir störf sin og er sakaður um að hafa látið fylgismenn sina njóta að- sendra matvæla og annarra nauðþurfta á kostnað annarra, sem ef til vill voru meira þurfandi. Shelton sendiherra segir þessar ásakanir að lang- mestu leyti úr lausu lofti gripnar. Sendiherrann segir ibúa Nicaragua sýnilega mjög svo þurfandi fyrir erlenda aðstoð. „En þeir halda ekki kyrru fyrir með framréttar betli- hendur. Þeir keppast við nótt með degi og eru fagurt og áþreifanlegt dæmi um ein- beitni og atorku”. Nokkur aðstoð hefir þegar borizt og sennilega i eins rikum mæli og unnt er að nýta eins og sakir standa. Loftbrú var reist til að flytja mat og aðrar nauðþurftir til borgar- búa, fyrst og fremst frá Bandarikjunum, en.einnig viðar að. Þessir flutningar eru nú orðnir tiltölulega umfangs- •litlir, eins og eðlilegt er. Bandariski herin sendi fjöl- mennar sveitir sérfræðinga á vettvang i upphafi, en meiri- hluti þeirra er horfinn heim. FJARHAGSAÐSTOÐ er þegar farin að berast i veru- legum mæli. Hin alþjóðlega þróunarnefnd Bandarikjanna hefir mælt með þriggja milljóna dollara framlagi til þess að reisa hús i stað tjaldanna, sem þorri manna hefst nú við i. Samtök Amerikjurikja hafa lagt að mörkum 300 þús. dollara i sama skyni. Þá hefir þróunarbanki Ameriku veitt 140 þús. dollara til að standa straum af viðtækri áætlana- gerð og nefnd frá Alþjóða- bankanum er á vettvangi að kynna sér þarfirnar af eigin raun. Hópur sérfræðinga i hvers konar aðstoð er að . kanna að- stæður og erfiðleika við endurbyggingu til frambúðar. Ekki er vist, að það viðtæka og mikla verk hefjist af fullri al- vöru fyrri en eftir nokkur ár. Hátt settur forustumaður hjá þróunarstofnun Banda- rikjanna hefir látið svo um mælt, að enn hafi ekki verið gerð nein drög að allsherjar- áætlun. Enn hefir ekki einu sinni verið ákveðið endanlega, hvort Managua verði endur- byggð á sinum gamla grunni eða flutt á annan stað. VEL geta risið alvarlegar deilur um, hvort flytja eigi Managua eða ekki. Haft er eftir einum af talsmönnum rikisstjórnar Nicaragua, Ivan Osorio Peters, „að úr þessum ágreiningi hafi alls ekki verið skorið endanlega”. En hann á að hafa bætt viö, að uppi væri „mjög eindreginn vilji” til að láta borgina risa á sinum gamla grunni. „Hér eru i jörðu og á hvers konar framkvæmdir og búnaður að verðmæti fjöl- margar milljónir dollara, sem við getum ekki tekið með okkur”, sagði hann. „Við höfum engin efni á að skilja þetta eftir og láta það ónotað”. Jarðfræðilegar athuganir hafa þó sýnt alveg ótvirætt, að borgin stendur beinlinis á ákaflega háskalegu sprungu- belti. Þar hafa orðið gifurlega miklir og skaðvænir jarð- skjálftar á liðinni tið, og gera verður ráð fyrir, að þeir geti einnig riðiðyfir i framtiðinni. LZ Hermenn gæta rústanna i Managua

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.