Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. Sjö syngjandi systur Systurnar sjö frá Gettrup i Thy f ' Danmörku komu fyrst fram opinberlega i fyrrahaust. Nú eru þær orðnar mjög vel þekkt- ar i Danmörku. Fyrst komu systurnar fram á haust- skemmtun i heimabæ sinum. Þar vöktu þær mikla hrifningu og brátt fóru þeim að berast til- boð um að koma fram i ná- grannabæjunum á Jótlandi. Það hafa þær þegið, og vinsældirnar aukast með hverjum degi sem liður. Enn hafa þær föður sinn, Richard Jensen og móður sina meö á ferðunum, en þegar fram liða stundir og þær eldast, eiga bær eflaust eftir að leggja land undir fót eftirlitslausar. Sumar systranna eru enn svo ungar eins og sjá má á myndinni, að þær eiga eflaust ekki auðvelt með að vera án mömmu og pabba langtimum saman. Syst- urnar heita Mona 19 ára, Hanna 18, ára, Anne-Marie 17 ára Xse 15, Bente 11 Gitte átta og Elly sex ára. Maren Jensen, móðir telpnanna, er mjög stolt af þeim, en hún og reyndar stelpurnar allar segjast ekki ætla að láta þessa miklu frægð hafa nein áhrif á sig. Þær ætla að halda áfram á þeirri braut, sem þær voru á, i skóla og vinnu, og ætla meira að segja ekki að fá sér umboðsmann, þvi að strax og söngurinn og leikurinn verður einhver þving- andi skylda hættir það að vera skemmtilegt, og skemmtun vilja þær sjálfar hafa af söng sinum, hvað sem öllu öðru liður. Röng ræða á röngum stað. Joe Hopper hélt alveg ágæta ræöu En þvi miður hafði hann ekki hina réttu áheyrendur fyrir framan sig. Hopper sem er að- stoðarmaður rikisstjórans i Tennesee, hélt þessa ræðu i Memphis fyrir þá sem hann hélt að væru borgarstjórar allra stærri borga i fylkinu. ,,Ég held að fjöldi borgarstjóra hljóti að hafa tapað i kosningum siðan ég talaði yfir þeim i fyrra,” sagði Hopper. ,,Ég þekkti ekki einn einasta þeirra og þeir litu eitthvað svo fátæklega út.” Það var svo sem engin furða, þvi að Hopper var að tala yfir hópi skógarhöggsmanna. Hann gaf þá skýringu, að hann hefði ekki haft tima til að tala við neinn áður en hann byrjaði að tala, vegna þess, að hann hefði uppgötvað á siðustu stundu, að fundarstaðurinn hefði verið fluttur frá sal i miðborginni og út i skóla i einu úthverfanna. En það.sem hann aldrei komst að, fyrr en um seinan, var, að fundi borgarstjóranna hafði verið frestað. Honum til sárrar gremju var hann kynntur eftir á sem einn af leiðtogum skógar- höggsmanna i fylkinu. Dýrmætt jólakort Hin 65 ára gamla þvottakona, Ida Magoon, i New York fékk jólakort, sem var hvobki meira né minna en 120 þúsund a illara virði. Arlega hefur Ida fengið kort frá nágranna sinum, henni frú Hughes, og hefur kortið verið happdrættismiði. í þetta skipti kom upp happdrættis númerið á korti Idu og hún hlaut 120þúsund dollara vinning. Hún segist nú ætla að gefa vinkonu sinni eitthvað af þessum peningum, og einnig ætlar hún að láta peningana renna i góðgerðarstarfsemi, að ein- hverjum hluta. ☆ Sofnaði i kvikmynda- húsinu Arthur Smith, 62 ára gamall, hafði verið að horfa á kvik- myndina, „Hver haldið þið, að muni sofa hjá okkur i nótt” þegar hann sofnaði, og vaknaði ekki aftur fyrr en morguninn eftir. Mun þetta vera i fyrsta skipti, sem einhver sofnar og sefur næturlangt i kvikmynda- húsinu i Loughborough i Englandi. — Nei takk. Ég vil ekki tala við menn, sem eru minni en 185. — A hverju lifir þessi ungi maður eiginlega? — Hann skrifar. — Hvað? — Bréf til foreldra sinna. — Sumir karlmenn halda, að þeir séu stórfenglegir vegna þess, að þeir springa yfir smámunum. Ef allir tollverðir væru konur, væri ekki hægt að skjóta inn svo miklu sem einu orði. Ég þakka aldrei manni, sem heldur opinni fyrir mér hurð, — ég missi nefnilega málið, þegar slikt gerist. Ef veðrið væri alltaf eins, gætu milljónir manna aldrei talað um neitt. Nýi landbúnaðarráðunauturinn staðnæmdist og leit á jaröveginn, sem Marius var að vinna i. —Þér notið allt of litinn áburð, maður minn, sagði ráðu- nauturinn. — Ég yrði undrandi, ef þér fengjuð korn fyrir þúsund krónur upp úr þessu. —Ég yrði það lika, svaraði Marius. — Ég sáði nefnilega gul- rótum hérna. Fyrr eöa siðar hlýtur bekkurinn að losna. — Það er ekkert aö heyrninni frú. Gallinn er sá, að þér hlustið ekki, þegar talað er við yður. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.