Tíminn - 29.04.1973, Síða 2

Tíminn - 29.04.1973, Síða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 29. aprll 1973. Ingólfur Davíðsson: friðun ÞAÐ hefur viöar verið farið illa með skóglendi en á tslandi! A miðri 18. öld voru skógar Danmerkur svo illa farnir, að menn óttuðust alvarlegan skort á byggingar- timbri og eldiviði. Gegndar- laust skógarhögg hafði verið stundað öldum saman og beztu trón jafnan höggvin, reglulaustog án þess að hugsa um framtiðina. Kvikfé, þ.á.m. svin, sem gengu laus I skógunum, eyðilögðu ung- viðið, sem óx upp af færi. Menn sáu að þetta dugði ekki og fengu mjög færan þýzkan skógræktarmann, Geo'rg van Langen, árið 1763 til að mæla og meta skógana, sem eftir voru og skipuleggja skógrækt og skógarhögg. Van Langen vann mikið og þarft verk, bæði með þvi að ákveða viðarmagn i skógi og áætla hve mikið mætti höggva að skaðlausu, án þess að það gengi óhæfilega á skóginn, — og i öðru lagi skipulagði hann innflutning fjölmargra útlendra trjá- tegunda til ræktunar i Danmörku. Má nefna rauð- greni, þin (eðalgreni), lerki og skógarfur. Þessar tegundir voru að visu fLestar til i trjá- görðum, þ.e. fáein tré, en nu var farið að rækta þær i stórum stil i skógi. 40% af skóglendi Dan- merkur er nú rauðgreni og enn fremur allmikið af sitkagreni, Douglasgreni, skógarfuru og sem skjólbelti við vestur- ströndina mikið af fjallafuru. Merkileg skógarlög voru sett árið 1805. Auðvitað komu siðar margir merkir menn við sögu, t.d. Dalgas ,,postuli” skógræktar á józku heiðunum, o.fl. Danmörk var laufskógaland, en nú setja barrskógar mjög svip á landið, einkum á gömlu, józku lyngheiðunum. Fyrrum voru miklir eikarskógar i Danmörku, en eik var notuð mjög mikið sem ágætur smiðaviður i hús, húsgögn, skip o.fl. Helztu herskip voru lengi smiðuð úr eik, en i eitt stórt herskip „linuskip” þurfti 2 þúsund væn eikartré. Beitin kom illa niður á eikinni, svin eru t.d. mjög gráðug i akornin, þ.e. eikaraldinin. Beykið tók viða við af eikinni, en er ekki eins verðmætt til smiða. Barrtrén eru góður smiða- viður sem kunnugt er. Rauð- greninu stafar allmikil hætta af svepptegund, sem eyði- leggur rætur þess og hefur i seinni tið gert mikið tjón i Danmörku. Þó veðurfar i Danmörku sé miklu mildara en hér, telja Danir engu að siður mikla þörf á þvi, að rækta skjólbelti um þvert og endilangt landið. A vestur- strönd Jótlands voru vestan- vindarnir og úrsvöl hafþokan illræmd. Korn þreifst varla i rökum næðingunum og þok- unni, trjám hallaði viða til austurs undan veðrunum. Loks tóku Danir sig til og ræktuðu mikil skjólbelti úr fjallafuru, greni o.fl. tegund- um, Og sjá! Veðráttan ger- breyttist til batnaðar. Vind- hraðinn minnkaði, hafþok- urnar köldu og röku hurfu að mestu. Akrar huldu landið i skjóli skóganna, byggðin jókst og nú þreifst kornið. Hér á tslandi er mikil þörf á skjól- beltum, og reynslan hefur þegar sýnt, að hægt er að rækta dávæn skjólbelti úr birki og viðitegundum. En það er alldýrt að koma upp skjól- beltum, ekki sizt fyrir þá sök, að þar þarf að girða vandlega gegn ágangi búfjár. Hér ganga sauðkindur lausar um allt, en i Danmörku eru þær á afgirtum svæðum og hafa ekki „forgangsrétt”. En litum nú á nokkur tré, sem von Langen lét gróður- setja á Sjálandi. Margir Islen- ingar hafa komið út i skógana við vatnið Furesö á Sjálandi og kannast við hið fagra kvæði Chr. Vinters „Flyv fugl, flyv over Furesöens vove”, sem Steingrimur þýddi „Svif þú f.ugl” o.s.frv. t Norðurskógi fast við vesturströnd vatnsins lét von Langen gróðursetja 16 þini (eðalgreni, Abies alba) árið 1770. Af þeim lifa enn þrir. Hinn stærsti þeirra allra, nr 6 var 46 m á hæð árið 1945 og i 1 metra hæð yfir jörð var bolurinn 150 cm i þvermál. Þyngd trésins var áætluð 30 tonn. Þetta var þá hæsta tré Danmerkur, og liklega allra Norðurlanda. 15. nóvember 1965 var tréð fellt, þá nýlega dautt og var orðið nærri 48 m hátt. Kaþólska kirkjan i Reykjavik er 33 m há, svo tréð hefði gnæft drjúgum yfir hana, ef það stæði á Landa- kotstúni! Enn standa 2 gömlu þinirnir, nr. 11 og 13. Þeir voru 44 1/2 og 42 1/2 m á hæð árið 1945, en nú um 45 metrar og eru hæstu tré i Danmörku. Það eru risaþinir, 200 ára gamlir. Myndin sýnir þin nr. 6, sem fyrr var nefndur. Þið fáið hugmynd um gildleika stofnsins, ef þið athugið mennina tvo, sem eru að klifra upp mjóan stiga á trjábolnum til hægri! Trén standa i djúpum, frjósömum jarðvegi i halla móti austri. Stærsti þinur i Evrópu, sem kunnugt er um,. vex i Júrafjöllum i Sviss og er 55 m á hæð, þvermálbols 2m. Úrkoman er meiri þar en i Danmörku Þessi þintegund vex villt i Mið- og Suður-Evrópu. Barr- nálarnar eru flatar með 2 ljósar rákir á neðra borði og sitja á greinum, sem eru flatará að lita. Næsthæstu tré i Danmörku eru talin nokkur 43 m há Douglas-greni, 90 ára að aldri. Þessi tré standa sum nálægt Silkiborg á Jótlandi, en önnur i grennd við Odense á Fjóni. Liklega vaxa þau þinunum yfir höfuð I fram- tiðinni. t heimalandi sinu, Kyrrahafsströnd Bandarikj- anna, verðurDouglasgreni allt að 100 m hátt, og er þá oft 400- 450 ára gamalt. 40 metrá há sitkagrenitré eru til i Silki- borgarskógum i Danmörku. Hve há skyldu þau geta orðið á Islandi? Hér er svo storma- samt, að það virðist þurfa stór samfelld skógarsvæði, ef trén eiga að geta náð öllu meir en 8- 10 m hæð. RÖNTGENTÆKNASKÓLINN REYKJAVÍK Nýir nemendur verða teknir i Röntgentæknaskólann á þessu ári og hefst kennsla 15. ágúst 1973. Inntökuskilyrði eru samkvæmt 4. gr. reglugerðar um röntgentæknaskóla: 1. Umsækjandi skal vera fuilra 17 ára. 2. Umsækjandi skai hafa lokiö iandsprófi miöskóia eöa gagnfræöaprófi meö fyrstu einkunn I stæröfræöi, eölis- fræöi, isienzku og einu erlendu máli. 3. Umsækjandi, sem lokiö hefur stúdentsprófi, hjúkrunar- prófi, framhaldsdeiid gagnfræöaskóla eöa hefur til- svarandi menntun, skal aö ööru jöfnu ganga fyrir um skólavist. 4. Umsækjandi skal framvísa iæknisvottoröi um heilsufar sitt. Aformað er að taka inn 15 nýja nemendur og er þeim, sem sent hafa skólastjórn fyrirspurnir um námið sérstaklega bent á, að slíkar fyrirspurnir verða ekki taldar sem umsóknir. Umsóknir, sem greina aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum skulu hafa borizt fyrir 15. maí 1973 til skólastjóra, Ásmundar Brekkan,yfirlæknis, Röntgendeild Borgarspitalans, sem jafnframt mun veita nánari upplýsingar um námið. Skólastjórn Röntgentæknaskólans. Þakpappa Asfaltpappa Veggpappa Ventillagspappa Loftventla Niðurföll fyrir pappaþök Þakþéttiefni Byggingavöru- verzlun TH Suðurlandsbraut 20 Sími 8-32-90 Ráðskona óskast Ráðskona óskast á sveitaheimili úti á landi. Stutt i kaupstað. Reiðhestar á bænum. Upplýsingar i sima 36273. Aðalfundur Slysavarnadeild Kópavogs heldur aðalfund sinn i Félagsheimili Kópavogs (uppi) n.k. þriðjudag kl. 20,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á aðalfund SVFÍ. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.