Tíminn - 29.04.1973, Page 3

Tíminn - 29.04.1973, Page 3
Sunnudagur 29. april 1973. TÍMINN 3 Kyngjum Ferðin frá Brekku Engum er Snorri likur, dettur manni þá sem oftar i hug, þegar lesiö er þriðja bindi æviminninga þessa merka skólamanns. Þar segir frá dvöl hans á Akureyri, kynnum af merkum samtiðar- mönnum, námsstjórn og siöast en ekki sizt af skólastjórn við Barna- skóla Akureyrar. Sú stofnun átti hug hans allan og starfsorku þann tima, er hann hélt þar um stjórn- völ. Við finnum glöggt við lestur þessa þriðja bindis, að vinnan við skóla- og uppeldismálin er Snorra meira en aðeins launað starf þjóðfélaginu til handa. Það er hugsjón þess manns, er setti merkið hátt fyrir skólann sinn og óx við þá erfiðleika er ætið fylgja umsvifamiklum störfum. Sjálfum sér setti hann það mark, að auka þekkinguna til hæfni I stjórn. Þeirra erinda fór hann á erlenda grund og þaðan flutti hann þann hluta af þeim nýjungum, er jafn- an krydduðu skólastarfið i B.A. á hans dögum og gera sumar hverj- ar enn. Hann fylgdi eftir kröfum sinum til bæjarfélagsins af þeirri festu er honum var lagið og hafði traust til góðra starfa, þvi að for- ráðamenn þekktu frá börnum sin- um og öllum viðskiptum við Snorra, að kröfur hans til sjálfs sin, samstarfsmanna og æskunn- ar, er hann hafði til náms og upp- eldis, voru engu minni. Snorri fann öðrum betur að samstaða heimilanna og skólans var sá uppeldisl. grunnur er efla varð, og nást varð gagnkvæm þekking Snorri Sigfússon. og velvild milli þessara aðila. Þess vegna varð hann einn aðal- hvatamaður að stofnun blaðsins „Heimili og skóli” og fylgir þvi úr hlaði. jafnhliða skólastjórninni, var hann svo kvaddur til náms- stjórnar, sem krafðist langra og oft erfiðra vetrarferða. Sjálfur minnist ég slikra heimsókna hans frá fyrstu kennsluárum i sveit- inni. Hann fyllti kennslustofuna lifsþrótti og frásagnargleði, en um leið fann maður hversu næm- ur hann var i pers.könnun. Það kom einnig fullkomlega i ljós i bréfum, er hann skrifaði til kenn- aranna að lokinni heimsókn og höfðu að geyma mat hans á námsárangri. Siðari árin helgaði hann sparisfjársöfnun krafta sina, með þeim árangri, að um nokkurt skeið voru sparimerki seld i flestum skólum landsins, þrátt fyrir þá almennu skoðun, að geymd króna væri glatað fé. Snorri þekkti jafnvel og aðrir þetta sjónarmið og viðurkenndi það hvað verðgildi fjárins snerti, en uppeldið, sem fólst i þvi að varðveita og neita sér um eyðslu og óhóf, hafði i sér fólgna þá stefnu til staðfestu er hverjum vaxandi þegn er nauðsynlegt að tileinka sér. Sparimerkjakrón- urnar áttu að verða innstæða barnanna til heilbrigðara lifs og grunnur að réttmætara mati á meðferð fjármuna. „Ferðinni frá Brekku er lokið”, segir höfundur i bók sinni. Þó að ritun æviminninganna sé öll, er höfundur enn ern, skarpur i hugs- un og hefur enn margt jákvætt til mála að leggja i uppeldis og skólamálum. Ég vil hvetja alla til að lesa ævisögu þessa merka skólamanns. Hún geymir marg- an fróðleik um sögu skólamála, einkanlega hér á Norðurlandi, og hún er i gerð sinni að nokkru hlað- in þeirri lifsorku, sem allt af hef- ur einkennt Snorra Sigfússon. Indriöi Olfsson, skólastjóri. A SKIRDAG, sem jafnframt var sumardagurinn fyrsti, flutti prófessor Þórhailur Vilmundar- son erindi f Háskólabiói, sem hann nefndi Hvers vegna hét hann Snorri Sturiuson? Það varð þó ekki fyrr en undir lokin, að veruiega væri fariö að fjalla um nafn þessa fræga tslendings, heldur fór mestur ræðutlminn til þess að renna stoðum undir hina svokölluöu náttúrunafnakenn- ingu, sem prófessorinn virðist elska með funa hinnar fyrstu ástar. Og satt er þaö: Astin er göfug tiifinning, sem veita ber fulla viröingu, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um hagnýtt gildi hennar. Það er mála sannast, að margt i þessu erindi prófessors Þórhalls var hið athyglisverðasta, og sumu var hægt að renna niður án teljandi fyrirhafnar. Það er til dæmis mjög sennilegt, að „kallaður” hafi orðið „kaldaður” i meðförum kynslóðanna, þannig að Kallaðarnes sé einfaldlega sá staður, þar sem kallað var á ferju yfir á. Það er ekki heldur neitt þvi til fyrirstöðu, að Hjalli hafi orðið Hjalti, þótt Hjallastaðir séu nú reyndar heldur kauðalegt bæjar- nafn — en skitt með það. En að allir Skeggjastaðirnir á tslandi hafi upphaflega heitið Stekkjarstaðir, en nafnið breytzt af þvi að sérhver fátæklingur, sem fékk að byggja á stekkjar- stæði, vildi endilega hefja jörðina sina upp, bæði að verðgildi og i augum náungans með þvi að láta hana bera virðulegt nafn land- námsmanns — það held ég að sé dálitið hæpin ályktun, svo ekki sé meira sagt. Ætli að hinum fátæk- ari bændum hefði liðizt aö reyna þannig að breyta almenningsálit- inu gagnvart kotunum, þar sem þeir hokruðu? Ekki er það heldur sérlega trú- legt, að leyfilegt sé að skrifa þetta hægt eingöngu á reikning málþróunar. Það er ekki liklegt, aö allir Stekkjarstaðir á landinu hafi orð- ið að Skeggjastöðum og eldra nafniö gleymzt með öllu (hvorki viljandi ná óviljandi) á meðan orðið stekkur lifði góðu lifi i mál- inu og stekkurinn sjálfur hélt hlutverki sinu og notagildi, öld fram af öld. Hefði ekki verið sanngjarnt að lofa svo sem eins og einum Stekkjarstöðum að lifa við hliðina á þeim fjórum Stekkjarflötum, sem enn eru I byggð (og hafa meira aðsegja sima)? Hvað segir venjuleg, heiibrigð skynsemi um það? Já, það eru meira að segja til Stekkjarból og Stekkjarholt, svo óskáldleg sem þessi nöfn eru bæði. Þeir hafa verið eitthvað tómlátir um frægðina, sem þar festu byggð! Sannarlega er áhugi prófessors Þórhalls Vilmundarsonar á ör- nefnum allrar virðingar verður, og áreiðanlega hefur hann oft rétt fyrir sér. En tilhneiging hans til alhæfingar og sá heimatrúboðs- still.sem svo mjög einkenndi mál- flutning hans i Háskólabiói á skir- dag, eru hvort tveggja þess hátt ar, að full ástæða er til þess að áheyrendur beiti eigin dóm- greind, en gleypi þetta ekki hrátt. Og hræddur er ég um, að þeir sem ætla að sporðrenna kenning- unni um Skeggjastaðina muni þurfa á allri sinni trúgirni að halda um það er lýkur — og mega vist þakka fyrir, ef hún hrekkur til. —VS. til að skipta frá Bridgestone-snjódekkjum yfir á Bridgestone-sumardekk Bridgestone í fararbroddi ár eftir ár Þú getur treyst Bridgestone Laugavegi 178 * Sími 86-700 Umboðsmenn um allt land

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.