Tíminn - 29.04.1973, Side 4

Tíminn - 29.04.1973, Side 4
4 TÍMINN Sunnudagur 29. april 1973. Trélist Gracielu MEXIKÓ er föðurland hennar. Hún heitir Graciela Heyn og hefur búið til afarstórt lista- verk, sem á að vera eins konar tákn alþjóðlegrar listsýningar, sem opnuð var i Hamborg fyrir fáum dögum. Þetta eru litaðar, misháar viðarsúlur, sem mynda tuttugu og fimm metra langan vegg, eins og likneskið, sem myndin er af, gefur til kynna. Fyrir vikið hefur hún fengið tuttugu og fimm þúsund þýzk mörk. A þetta allt verður svo varpað ljósi með sérstökum kúnstum, svo að það njóti sin eins og vera ber. Elskan, en hvað þú flautar vel VöRUBÍLSTJÓRINN Charles Lang sat á hótel bar i Sidney i Astralíu og var að flauta lag nokkuð, sem heitir Little sir echo. begar ung og lagleg ljóska gekk að honum og söng „halló, halló”, einmitt á þeim stað þar sem átti við i laginu. Þetta fannst bilstjóranum svo vel til fundið að hann gaf sig á tal við stúlkuna og upp frá þvi urðu kynni þeirra svo náin, að stúlk- an Iris Scott að nafni, varð frú Lang átta mánuðum siðar. Upp frá þessu lifðu þau hjónin i sælu og hamingju i sex ár en þá fékk Iris sjúkdóm sem reyndist henni banvænn. Charles var að vonum óhress yfir þessu, svo hann fór á þann sama bar og hann hafði kynnzt elskunni sinni á i þeim tilgangi að drekkja sorgum sin- um. Hann var rétt nýseztur og farinn að flauta lagið sitt Little sir echo, þegar að honum gekk bráðhugguleg kona og söng „Halló, Halló” einmitt þar sem það átti við. Þessi kona og Charles Lang giftu sig fyrir skömmu. , ★ Kjörorðið árið 2000 INN i skógana — það er talið verða kjörorð Breta árið 2000. Stórborgirnar gerast æ hvim- leiðari, og liklegt þykir, að inn- an örfárra áratuga muni ekki aðrir hafa búsetu i stórum borg- um en þeir einir, sem þar verða óhjákvæmilega að búa af einni eða annarri orsök. — Skógar með stórum rjóðrum verða óskaland fólks árið 2000, segir frægur háskólakenna ri, S.Richardson. Ég sé i anda danshúsin og skemmtistaðina inn á milli trjánna og ibúðar- húsin i snyrtilegum röðum i rjóðrinu. ★ Þefar uppi litina LÆKNAR eru mikið á höttunum i kringum seytján ára gamla sveitastúlku, önnu Starken- berg, er á heima i grennd við Frankfurt. Hún hefur'v verið blind frá fæðingu, en er gædd furðulegum eiginleika: Hún virðist geta greint lit með þef- færunum. Við tilraun, sem læknar stofnuðu til, gat Anna greint réttilega lit fjörutiu og sjö hluta. Hún gat meira að segja sagt, hvort iitur hlutarins var ljósgrænn eða dökkgrænn og þar fram eftir götunum. bessum tilraunum verður hald- ið áfram ekki sizt vegna þess, að sumir láta sér detta i hug þann möguleika, að kenna megi öðru blindu fólki að greina liti með svipuðum hætti og þessi stúlka gerir. Þess vegna riður á að finna, i hverju leyndardóm- urinn er fólginn. ★ Tónlistartrió þriggja systra Fiðluleikari, pianóleikari og sellóleikari — þannig er skipað hið klassiska trió Nakipbekov- systranna, sem eru ættaðar frá Kazakhstan. Elzta systirin, Elvira, sem er 21 árs, leikur á fiðlu. Hún er nemandi á fjórða ári við Tónlistarháskólann i Moskvu, Elvira vann árið 1972 verðlaun i Niccolo Paganini keppni fiðluleikara i Genúa á Italiu. Auk námsins tekur hún nú þátt i almennum tónleikum bæði sem einleikari og með hljómsveit. önnur systirin, Eleonora, er nemandi á þriðja ári. Likt og eldri systir hennar ér hún kunn fyrir næma tilfinn- ingu sina fyrir samleik. Hún leikur einnig einleik. Yngsta systirin, Alfia, leikur á selló. Er hún nýnemi við Tónlistar- háskólann. Systurnar eru nýkomnar frá Belgrad, þar sem þær tóku þátt i erfiðri keppni trióa i alþjóðlegri keppni ungs tónlistarfólks. A tónleikaskrá þeirra voru verk eftir Mozart, Beethoven, Brahms og Sjosta- kovitsj. Hlutu þær heiðursviður- kenniðgu. Trió Nakipbekov- systranna er hið fyrsta i stuttri tónlistarsögu Kazakhstans. ★ Það má passa sig á þessum læknum Skurðlæknir einn var hand- tekinn fyrir svik i New York ný- lega. Þegar lögreglumaðurinn, sem handtók hann.var að leiða hann út i lögreglubilinn, sagði læknirinn ,.æ, hver andsk..., nú kemst ég ekki i leikhúsið i kvöld.” Siðan lýsti hann fyrir lögreglumanninum, að hann hefði i fórum sinum tvo miða á einhverja áhrifarikustu sýningu, sem sýnd væri i New York um þær mundir. Lögreglu- maðurinn fylltist áhuga og keypti miðana af skurðlæknin- um. 1 ljós kom,að miðarnir giltu á fyrirlestur og kvik- myndasýningu þar sem kynnt voru nýjustu handtökin við skurölækningar. „Hann hefur rétt fyrir sér, það stendur ekkert i reglunum, sem bannar það!” DENNI DÆMALAUSI Auðvitað ætti himinninn að vera blár, og grasið grænt, en hver getur sagt um, hvernig hárið á henni á að vera á litinn í svona sjónvarpi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.