Tíminn - 29.04.1973, Side 5

Tíminn - 29.04.1973, Side 5
Sunnudagur 29. aprll 1973. TÍMINN 5 Aukin mentun starfsfólks í þróunarlöndum Mikill fjöldi fólks í Þýzkalandi starfar að þvi að veita margs konar aðstoð fólki i þróunar- löndunum. betta aðstoðarfólk fær stöðugt sendar upplýsingar og mikið af ritum með viðbótar- upplýsingum og fróðleik, sem getur komið þvi vel i starfinu. Til dæmis má nefna það, að skrifstofan, sem hefur yfir- umsjón með þessum störfum, sendi út á slðasta ári 12 þúsund pakka með upplýsingaritum, bókum og töflum og viðbótar- fræðslu til annarra landa. Þessi starfsemi er mjög mikilvæg, þvi að starfsfólk þetta, sem dvelur oft langdvölum i fjarlægum löndum og veitir innfæddum að- stoð á tæknisviði og mörgum öðrum sviðum, hefur mjög litla möguleika á að auka við þekk- ingu sina, og fylgjast með nýjungum, en á þennan hátt berst þeim stöðugt meira og meira upp i hendurnar, sem þeir geta lesið og fræðzt um, þótt þeir séu fjarri heimalandi sinu. ★ Blómið i hausinn INGE JEGER var fokvond. Hún hrópaði til mannsins sins: ,,Þú gefur mér aldrei blóm!” Þau áttu heima á annarri hæð i fjöl- býlishúsi i Bonn, og nú rauk hún út með þeim ummælum, að hún væri farin heim til mömmu. Eiginmaðurinn, Lúther, hallaði sér út um gluggann, og þegar hann sá konuna sina koma út á gangstéttina lét hann tvo blómapotta detta út um glugg- ann. Annar lenti á öxlinni á kon- unni, hinn á höfðinu. „Farðu þá með eitthvað af þessum blóma- skröttum með þér heim til kerl- ingarinnar! ’ öskraði hann. Inge svaraði ekki — aldrei þessu vant. Hún lá meðvitundarlaus á gangstéttinni. Spilar og ferðasf BETLARI eða. velgerðamaður? Svarið verður ekki á sama veg hjá öllum, þvi að skoðanir eru skiptar um þennan unga mann Yfirvöld margra landa telja hann flæking, en fjölmörgum gamalmennum finnst sem hann sé þeim af himnum sendur. Hann heitir Metzele og fæddist i Oberammergau, þar sem pislarleikarnir eru haldnir. En honum finnst hann ekki frekar eiga heima i Bæjaralandi, en hvar annars staðar sem vera skal. Hann flækist fram og aftur með litið fagurlega skreytt orgel. Hann hefur sótt heim flest lönd i Norðurálfu, og til Banda- rikjanna komst hann nýlega. Hvar sem hann kemur, leitar hann uppi elliheimili og sjúkra- hús, þar sem hann spilar fyrir fólk, ef hann fær frið til þess fyrir stjórnendunum. Nú ætlar hann að bregða sér til Austur- landa, en þegar hann kemst þaðan, ætlar hann að staðnæm- ast i Sviþjóð. ★ Þær smiða skip * t ÞESSAR ungmeyjar fella sig ágætlega við vinnu, sem kven- fólk vinnur þó ekki að jafnaði: Þær annast logsuðu i hinum tröllauknu skipasmiðastöðvum i Brimum. Það munu vera sem næst hundrað konur i Vestur- Þýzkalandi, sem hafa slik störf með höndum. Fyrir aðeins fáum árum var slikt með öllu óþekkt meðal Þjóðverja. Þær hafa sama kaup og karlmennirnir og við skulum vona, að þær hafi sömu möguleika á þvi að koma sér áfram i starfsgreininni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.