Tíminn - 29.04.1973, Side 6
VöRUMARKAÐUIiINN IIF Armúla 1 er I glæsilegum, nýjum húsakynnum, Samt er fyrir löngu oröiö of þröngt um starfsemina. Matvöruverzlun
er á jaröhæö, húsgögn, raftæki og búsáhöld á 2. hæö. Alnavara og sænguriatnaöur á 3. hæö.
Fékk ekki vinnu í
vík 1949, en rekur
lega stórverzlun
Reykja-
nú glæsi
Rætt við Ebenesar Ásgeirsson,
forstjóra Vörumarkaðsins h.f.
um afslótt og Idga prísa
Ein umtalsverðasta
nýjungin i almennri
neytendaverzlun, sem
fram hefur komið siðari
ár, eru markaðir, sem
staðhæfa að þeir selji
vörur ódýrar en aðrár
verzlanir. Ein þeirra er
Vörumarkaðurinn h.f.,
Ármúla 1 a, sem er stór-
verzlun i ákveðnum
vöruflokkum. Burtséð
frá skoðunum um al-
menna verzlunarhætti
er það staðreynd, að þar
verzla margir og i dag
kynnir Timiá staðnum
markaðinn hf, og birtir
viðtal við forráðamann
fyrirtækisins Ebeneser
Ásgeirsson, forstjóra og
teknar voru ljósmyndir.
Sagðist forstjóranum frá
á þessa leið.
Frá húsgagnadeildinni. Máluö húsgöng eru I tlzku og margar geröir Vörumarkaöarins hafa reynzt vinsælar
W 'M > ■ 1 . f p%
f5: Æ 1 M / Mff #: ; / IvlSÁ W Ér n? *i WfRi mM USm f-tm fÍ Í ý!
Fékk ekki
vinnu
i Reykjavik
— Ég er fæddur vestur i
önundarfiröi árið 1923, en þar rak
faðir minn, Asgeir Guðnason
verzlun og útgerð. bar kynntist
ég fyrst verzlun og rekstri fyrir-
tækja. Eftir að hafa lokið prófi i
Verzlunarskóla fslands, vann ég
siðan um nokkurt skeið við
verzlun föður mins. Ég fluttist
hins vegar til Reykjavikur árið
1949, en fékk þá ekkert að gera,
svo ég réði mig vestur i Stykkis-
hólm til starfa við verzlun
Sigurðar Agústssonar, sem hafði
umfangsmikinn rekstur, sem
kunnugt er. Þar var ég búsettur
til ársins 1952, er ég keypti verk-
smiðjuna Hansa i Reykjavik
ásamt Eiriki Asgeirssyni, bróður
minum. Fyrirtækið keyptum við
af dönskum manni, Robert
Bendixsen, sem framleiddi
Hansa-gardinur, eða rimlatjöld.
Fyrirtækið var þá til húsa i húsi
Sveins Egilssonar að Laugavegi
105.
Við gerðum nokkrar breytingar
á fyrirtækinu, færðum út kviarn-
ar. Við framleiddum gardinur, en
hófum fljótlega framleiðslu á
vegghúsgögnum úr viði og á viðar-
gardinuköppum og varð þetta
fljótlega vinsæl framleiðsla.
Þetta fyrirtæki gekk ágætlega og
blómstraði og stækkaði. Það var
selt árið 1966 og starfar enn af
fullum krafti undir stjórn nýrra
eigenda. Það sama ár byrjaði ég
að reisa stórhýsi að Ármúla 1 a,
þar sem nú er Vörumarkaðurinn
hf., og 7. september 1967 var
opnuð hér verzlun með matvörur
og hreinlætisvörur á 1. hæð
hússins.