Tíminn - 29.04.1973, Síða 9

Tíminn - 29.04.1973, Síða 9
Sunnudagur 29. april 1973. TÍMINN 9 í NAKSKOV i Danmörku er hafin bygging á mennta- miðstöð, sem er einstæð í sinni röð, þar í landi. Ætl- unin er að byggja mennta- skóla, verzlunarskóla og verknámsskóla, alla á ein- um stað. Með þessu móti er hægt að halda öllum nem- endum í sama umhverfi, hvort sem þeir leggja stund á bóklegt eða verklegt nám. — Það er ekkkert leyndarmál, að eins konar stéttaskipting hefur myndazt i menntakerfinu, segir Carl Emil Hansen, borgarstjóri i Nakskov. Illbrúanlegt bil hefur náð að myndazt milli hinna ýmsu námsbrauta. Óneitanlega hetur verið rikjandi tilhneiging til að halda fram hlut bóklega námsins, á kostnað hins verklega. — Sjálfur á ég dóttur, sem lauk stúdentsprófi, og ég komst ekki hjá þvi að taka eftir, hvernig unga fólkið i menntaskólanum einangraði sig frá öðrum hópum ungs fólks t.d. þeim, sem voru i verzlunar- eða iðnskóla. Eg held að ástæðuna fyrir þessu sé ekki sizt að finna i menntakerfinu sjálfu, námsbrautirnar eru gerð- ar of fjarlægar hver annarri. — Það er þetta vandamál, sem við hyggjumst takast á við hér i Nakskov. Ég ætla mér ekki að halda þvi fram, að við höfum dottið ofan á allsherjarlausn á vandanum, en ég er sannfærður um að við erum á réttri braut. Kennararnir geta farið á milli Menntamálaráðuneytið annars vegar og viðskiptaráðuneytið hins vegar, tóku hugmyndinni um sameiningu þessara þriggja skóla mjög vel. Amtsráðið, en stjórn á skólabyggingum i hverju amti er undir þess stjórn, var mjög hrifið. Arkitektinn Ib Frandsen gerði frumdrög að menntastöðinni og samkvæmt þeim verður byggingu stöðvarinnar lokið á næstu þrem- ur til fimm árum. Bæði bygging- arlega og rekstrarlega séð er mjög hagkvæmt að reisa alla skólana saman, segir C.E. Hansen, en það skiptir samt ekki mestu máli. — Höfuðatriðið, frá okkar sjón- arhorni, er að unnt sé að tryggja sem mestan og beztan samgang allra ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára. Ef þessi samgangur er tryggður, má reikna með að auk- in samvinna og minni óvild komi til með að rikja á milli einstakra námsbrauta. — Þróunin verður eflaust sú að allt framhaldsnám kemur til með að likjast menntaskólanámi i framtiðinni. Við ætlum okkur þvi að búa i haginn fyrir komandi tima, með þvi að reisa þessa mið- stöð. Ætlunin er, að koma á fót bókasafni og iþróttasal fyrir borgarbúa, i tengslum við skóla- setrið. — Með þessu fyrirkomulagi næst einnig annað. Hægt verður að láta sama kennarann kenna á öllum námsbrautunum. Af þvi ætti að verða hagur fyrir alla. Auðveldara að breyta til Við vonumst til þess að með þessu fyrirkomulagi megi skiln- ingur aukast milli kennara ann- ars vegar og nemenda hins vegar. Einnig verður mun auðveldara fyrir einstaka nemendur að skipta um námsbraut, ef þeim finnst, þegar nám er hafið, að þeir séu ekki á réttri braut. Slik- um nemendum hefur hætt til þess að tregðast við að skipta um námsbraut, vegna þeirra afleið- inga, sem þvi óhjákvæmilega fylgdu. Menn urðu að breyta um umhverfi, ef þeir ætluðu i nýtt nám, og þvi fylgdu oftast efiðleik- ar vegna kunningjaskipta og sliks. I þessu nýja námsfyrir- komulagi er m.a. gert ráö fyrir brottnámi meistarakerfisins i iðngreinum. Vegna þessa er gert ráð fyrir mjög fulikominni að- stöðu þeim til handa, sem ætla að leggja stund á verklegt nám. Með þvi að reísa borgar- bókasafnið við menntastöðina, tekst vonandi að fá ungt fólk úr öllum námsbrautunum til að not- færa sér möguleika þá, sem það hefur upp á að bjóða. Að auki er af þessu verulegur fjárhagsl egur akkur, þvi að ella yrði að byggja bókasafn við hvern skóla fyrir sig. Nakskov er þjónustumiðstöð i sinu héraði. Borgarstjórinn var að þvi spurður, hvort hann teldi, að þetta nýja menntasetur kæmi til með að hafa áhrif á byggða- þróunina þar i kring. — Ég held að á þvi sé enginn vafi. Það er ekki nóg að hafa landrými og vinnuafl, hafa skóg og aðgang að strönd. Ef laða á at- vinnufyrirtæki á staðinn verður hánn að hafa upp á fleira að bjóða. Eitt af þvi er góð menntun- araðstaða. Þegar fyrirtæki i Kaupmannahöfn ákveða að færa út kviarnar og flytja hluta starf- semi sinnar út á landsbyggðina, leggja þau mikla áherzlu á að velja staði, sem eru liklegir til að laða að sér dugandi fólk. Slikir staðir verða m.a. að bjóða upp á góða menntunaraðstöðu. Mitt álit er, að nú verði Nakskov einn þeirra staða hér i Danmörku, sem ungu og efnilegu fólki þykir hvað fýsilegastur til búsetu. Ef sú verður raunin, held ég að viSleitni okkar beri þann árangur aö hér risi upp fjöl- breyttur iönaður og með þvi vaxi atvinnuöryggi borgarbúa, segir borgarstjórinn að lokum. Er þetta framtíðin? — Vissulega fylgjumst við af miklum áhuga með þvi.sem er að gerast i Nakskov, segir Hans Kjems, deildarstjóri i danska menntamálaráðuneytinu. Að okkar dómi litur þessi áætlun um sameiginlegan skóla mjög vel út, og ég tel að þær framkvæmdir, sem þegar eru hafnar, séu stórt spor i rétta átt. Frá okkar sjónar- horni séð, er það rétt stefna að reyna að halda unga fólkinu sam- an, þannig að fólk, sem er i mis- munandi námi hafi rikari mögu- leika til að kynnast hvert öðru og hafa þannig góð áhrif hvert á annað. Hans var spurður að þvi, hvort lita mætti á Nakskov-áætlunina sem dæmi um það, sem koma skal. — Það getur vel verið að svo sé. En við verðum fyrst að biða og sjá hver reynslan verður af skóla- miðstöðinni i Nakskov. Það er að visu mitt álit, að sú reynsla komi til með að verða góð, og ég hlakka til þess að sjá þessa skoðun mina verða staðfesta i reynd. Sól og vor suður í löndum Vorið er að koma suður í álfu og Loftleiðir bregða ekki vana sínum, en bjóða nú: frá 1. apríl til 15. maí lœkkuð vorfargjöld til fjölmargra staða í Evrópu ... .... og það er margt fleira í pokahominu. Ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loftleiða um allt land veita upplýsingar, taka á móti farpöntunum og selja farmiða. LOFTLEIBIfí Carl Emil Hansen, borgarstjóri I Nakskov.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.