Tíminn - 29.04.1973, Qupperneq 14

Tíminn - 29.04.1973, Qupperneq 14
14 TÍMINN Sunnudagur 29. april 1973. nú ekki sem auðveldastir. En það var nú ekki svo mikið, sem menn þurftu að draga að sér. Heimilin voru að miklu leyti sjálfum sér nóg. í kaupstaðinn þurfti aðeins að sækja hveiti, kaffi og sykur. Búðin var niður við vatnið, þar sem heitir að Hnausum. bangað sóttu menn þessar nauðsynjar og báru gjarnan heim á bakinu það sem út var tekið. Frá okkur voru um 5 milur að vatninu. Faðir minn fór oftast vor og haust út að vatninu til að fiska og hélt þá til hjá kunningjum sin- um. A vorin veiddist einkum gull- auga. Sú fisktegund hefur nú mjög gengið til þurrðar i vatninu. Fiskmeti það, sem ekki var notað jafnóðum, var saltað niður i tunn- ur og geymt sem vetrarforði. Lifið varð þvi ekki kostnaðar- samt i útbornum eyri fyrstu árin hér i Nýja Islandi. 011 nærföt, sokkar, og vettlingar voru unnin á heimilunum. bar sem við komum að alveg ónumdu landi var engin korn- rækt, enda hvergi blettur, sem hægtvarað sá i korni. Stargresis- engjaflákar voru hér og þar á landinu og þar var aflað fóðurs handa búpeningi. Vetrarveðrátt- an var þá öðruvisi en nú, siðan skógurinn var ruddur og landið opnaðist. Aður skýldi skógurinn. Við vissum ekki um stormana, sem geisuðu á vatninu eða út á sléttunni. Búpeningur var hafður i girðingum, sem byggðar voru úr viðarrenglum, — einkum ösp. — Jú, fyrstu árin voru erfið og Sigurður Vopnfjörft og frú. ALLT ÍSLENZKT VAR OKKUR HEILAGT ARBORG er myndarlegur smábær vestur á sléttum Manitóbafylkis í Kanada. Þar er bæjarstjóri Sigurður Vopnfjörö/ vörpulegur maður, vel gerður og góður Vestur-islendingur. Hann talar og ritar tungu ætt- lands sins svo vel, að ætla mætti, að þar væri hann til jarðlifs borinn og uppaiinn. Og ættartengsl þau, sem rakin verða austur um haf- ið, virðir hann og metur. Sigurður og kona hans eiga fall- egt og vel búið heimili. Ber þar öllu hærra þægindi og hlýlegan aðbúnað, en skraut og tildur. Ég var um tima gestur hjón- anna og naut þar alúðar og gest- risni, svo fákunnandi ferðalangur getur ekki á betra kosið. bau feröuðust með mig um nærliggj- andi sveitir, meðal annars út i Indiánahverfi. Var sú ferð mjög fróðleg fyrir mig. Ekki sizt það, að ganga á fund höfðingja Indi- ána þar i hverfinu. Að visu eru völd hans nokkuð á annan veg heldur en feðra hans fyrr á timum —, þar sem hann er þarna aðeins hreppstjóri og hefur þegið vald sitt af fylkisstjórninni. En ef til vill á hann tviþættu hlutverki að gegna — annars vegar gæta þess réttar, sem nútima þjóðhættir leggja honum i hendur og hins vegar vera þess minnugur, að hann er hér i landi, sem með of- beldi var tekið af feðrum hans. Skammt frá Arborg er stórbýli Gunnars Sæmundssonar. Við hann kannast margir tslendingar hér austan hafs, þvi hann hefur oft verið á ferð hér um ættarslóðir og er mikill tslandsvinur, svo er einnig kona hans, Margrét Hall- dórsdóttir. Ég dvaldi á heimili þeirra fimm daga i bezta fagnaði. Er mér undrunarefni, hve islenzkt mál leikur þeim og flest- um börnum þeirra létt á tungu. Geysibyggð er milli Hnausa og Arborgar, en Hnausar eru á vesturströnd Winnipegvatns nokkru norðar en Gimli. Einn landnámsmanna i Geysi- byggð var Páll Halldórsson frá Brattavölluip á Arskógsströnd. Hann var kvæntur Jóhönnu Guð- rúnu Jónsdóttur. Hún var dóttir Jóns Dagssonar, bónda á Karls- stöðum i Ólafsfirði og konu hans önnu Stefánsdóttur frá búfna- völlum i Hörgárdal. Foreldrar Páls voru Halldór Jónsson frá Miðvatni i Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jónatansdóttir. Halldór fluttist vestur um haf 1876, og var einn af fyrstu land- nemunum við tslendingafljót. Páll og Jóhanna bjuggu fyrst að Hornbrekku i Ólafsfirði og þar fæddist 10. september 1887 sonur þeirra Jón Pálsson, en skömmu siðar fluttu þau að Reykjum á Reykjaströnd og svo þaðan vestur um haf árið 1894. bá er Jón sjö ára. Hann man þvi vel fyrstu átök landnemans við skóginn og fenjamýrarnar. Jón Pálsson er nú búsettur á Betel, heimili aldraðra á Gimli. bar hitti ég hann i sumar, hvikan i hreyfingum og léttan i máli. brátt fyrir ýmiss konar áföll á ævibrautinni verður ekki á svip hans séð, að lifið hafi leikið hann grátt. tslendingar stofnuðu eigin ný- lendu — Nýja tsland —■ og þeir áttu þetta land — niu milur suður frá Gimli og norður fyrir River- ton og svo Mikluey. beir máttu stofna hér sitt eigið þjóðfélag og hafa sjálfstæða fylkisstjórn. Tvö fyrstu árin voru skelfilega erfið. Landnemarnir komu fátæk- ir og fákunnandi á nöprum haust- degi 1875 að óbrotnu og ónumdu landi. bað varð þungur vetur. Næsta ár, 1876, kom svo bólan. bá dóu margir. bá komu þau hingað afi minn, Halldór og amma min, Ingibjörg. bau misstu þó ekkert sinna barna, en einn drengur bar þess minjar alla ævi. Enda þótt fyrsta mæling, sem gerð var af Nýja-lslandi næði niu milur upp frá vatninu inn i landið, var fyrsta byggðin aldrei nema 3-4 mílna breið ræma meðfram vatninu. önnur álma var svo upp með íslendingafljóti mest 2 milur. Hver, sem land tók fékk út- mældar 160 ekrur. Hann borgaði 10 dali og fékk þá heimilisrétt. Næsta skrefið var svo það, að vinna að framkvæmdum, og skyldi heimilisréttarhafi vera á landinu a.m.k. sex mánuði ár hvert i þrjú ár. Landið þurfti hann ekki að greiða öðru verði en að fullnægja þessari skyldu sinni — og var þá landið hans eign. Gott samband var milli Nýis- lendinga. bað vann saman að framkvæmdum, þar sem einn studdi annan, og það kom saman til gleðifunda. Flest allir stund- uðu bæði fiskveiðar og búskap. Vatnið var gullkista, eða öllu heldur matarforðabúr, þar var óbrigðul veiði alla vetur. Afi minn var marga vetur við að flytja fisk til lands frá fiskimönnum, sem veiðar stunduðu i vatninu. Hann beitti uxum fyrir sleðana — aðrir höfðu ef til vill hesta. Okkar fjel- skylda átti ekki hesta til að beita fyrir æki, fyrr en ég fór að búa. — Aðdrættir? — Jú, þeir voru landneminn ekki of sæll af sínum stranga vinnudegi. En að liðnum fyrstu árunum tveim, mun fáar fjölskyldur hafa skort mat. Skóg- urinn var fullur af veiðidýrum og vatnið fiskauðugt og þegar tslendingar höfðu lært að hagnýta sér hvort tveggja, voru þeir flest- ir menn til að seðja hungur barna sinna. En þrátt fyrir það, þótt vetrarisinn yrði þykkur, þegar hann lagðist ydir lifsbjörgina i vatninu og þvi strangt að koma niður netunum, og kargaskógur- inn seigur viðureignar áður en hveitifræið féll i frjóa mold, sagði faðir minn að sig langaði ekki heim til tslands aftur. Hann var búinn að eiga þar erfiða daga. Foreldrar hans voru ákaflega fátæk. En hann var mjög dug- legur og bjartsýnn. Sem ungling- ur hafði hann þolað miklar þraut- Skóli i Arborg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.