Tíminn - 29.04.1973, Page 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 29. aprll 1973.
FR0YD/S
HAAVARDSHOLM
OG
UST HENNAR
Fröydis Haavardsholm
Áfið 1969 var sögu-
fræg bygging i Osló jöfn-
uð við jörðu, til þess að
rýma fyrir nýju skipu-
lagi. Þessi bygging var
þekkt undir heitinu
Hansteensgate 2. Á
fimmtu hæð hafði verið
vinnustofa og ágætur
skóli Harriet Backer
(1845-1932). Hún fékkst
við innanhússskreyting-
ar i kirkjum og einnig
veraldlegum bygging-
um, og á þvi sviði var
hún einn frægasti málari
Noregs i meðferð lita og
ljóss.
A þessum staö daínaði enn
fremur vinnustofa framúrskar-
andi hælileikakonu, sem var
hálfri öld yngri. Og á þessum stað
vann hún sitt mikla starf fyrir
Noreg — allt þar til húsið var
afmáð.
Þessi listakona var Fröydis
Haavardsholm. f danska
menningartimaritinu Samleren,
1934, getur Harriet Backer hinnar
ungu listakonu mjög lofsamlega.
Hún segir meðal annars:
„Fröydis Haavardsholm hefur
vinnustofu sína hinum megin við
vegginn hjá mér i Hansteensgate
2. Hún nam hjá Oluf heitnum
Wold-Torne, er hældi henni fyrir
frumlegar og augljósar gáfur.
Um þessar mundir vinnur hún
að steindum myndum i glugga
Þrenningarkirkjunnar. Það er
vegferð Krists, sem hinar stór-
kostlegu myndir hennar greina
frá. Þær eru ferksar og lifandi,
stilhreinar og unnar af fullkom-
inni kunnáttu.... Verkefni henn-
ar eru aðdáunarverð”.
Fröydis Haavardsholm er enn
þá önnum kafin i vinnustofu sinni,
sem hún hefur komið aftur á fót.
Frá henni sér yfir sautjándu ald-
ar byggingar.
Annars er F. Haavardsholm
ættuð norðan frá Tromsö, en hún
kom til Osló barn að aldri. Sem
lista.maður metur hún mjög mik-
ils áhrifin, sem hún varð fyrir
þarna norðurfrá, af hinni stór-
brotnu náttúru, hinum skapandi
uppsprettum, en i barnshuga
hennar var lágur rómur þeirra
fjörgaður al' þessum yfirþyrm-
andi, frumstæðu öflum, i áhrifa-
rikri náttúru Norður-Noregs.
Þungbúinn vetur hennar átti sin-
ar hliðar, ýmist boðaði hann eitt-
hvað tillt, eða hann breyttist i
töfraheim snjós og stjörnuátta.
Og svo ummyndaðist náttúran
skyndilega fyrir dulnæturhúm og
þýða daga sumarsins.
Fröydis Haavardsholm er frá-
bæriega greinargóð, þegar hún er
beðin að rekja minningar sinar
frá þessum norðurslóðum. Hún
leiðir okkur inn i hinn falslausa
heim barnsins, þar sem dagar
fyrir hrifningu og innri lotningu
fyrir þvi, sem fyrir augu og eyru
bar, og þessum undarlega ilmi
norður við heimskautsbaug.
Þessa minningar voru endur-
vaktar, þegar hún tók sér ferð á
hendur til Svolvær til þess að
komast á ný i snertingu við
óveðurshimin og sæbarið vigi
norðursins, vegna þess, að íyrir
dyrum stóð að myndskreyta bók-
ina Troll eftir Jonas Lie.
Eftir að Fröydis Haavardsholm
hafði flutzt til Osló, hélt hún
áfram að safna i þann nægta-
brunn, sem hún siðar meir jós
rikulega af á starfsferli sinum.
Hið unaðslega umhverfi Osló, allt
frá leygnum firði til skógi vax-
inna hæða, varð henni tilefni til að
hafa augun opin.
„Með næstum visindalegum
áhuga og nákvæmni rannsakaði
ég hvert blóm og hvern maur,
sem á vegi minum varð. Fjörugt
og margháttað jurta- og dýralifið
varð mér fyrst hvöt til skreytilist-
ar.
Um klukkustund á degi
hverjum skoðaði ég skeljar,
sjávargróður og krabba og sólar-
geislana, brotna af öldunum, áður
en þeir náðu hvitum sandbotning-
um. Seinna kom skógurinn með
sinum skripitröllslegu töfrum. Og
svo voru það lækirnir og fossarn-
ir, einkum fossarnir. Vatn og af:
ur vatn — það fór eins og ferskur
straumur um meðvitund mina.
Og ég reyndi dulúðuga skógar-
hræðsiuna, þegar leið min lán inn
milli þögulla grenitrjáa og fjalla-
tinda á frostheiðum kvöldum og
norðurljósin leiftruðu um himin-
inn”.
A fullorðinsárum hefur hún
stöðugt verið að kynna sér hin
áhrifamiklu fjöll og sæbryddu
strönd Noregs og mannlifið, sem
þar hrærist. í stuttu máli, Fröydis
Haavardsholm leggur áherzlu á,
að náttúran hafi ætið verið sér ná-
in, pesónuleg uppspretta
innblásturs, ekki til þess að stæla
hana, heldur til að endurskapa úr
sálardjúpum hennar sjálfrar
áhrifamiklar, sjáanlegar
myndanir i hvert það verkefni
sem fyrir lá.
Fjölskylda hennar var upplýst
og skildi snemma, hvert krókur-
inn beygðist. Sautján ára að aldri
hóf hún tveggja ára sjálfstætt
nám undir leiðsögn mynd-
höggvarans Lars Utne og fór
jafnframt i Statens-Handverks-
og Kunstindustriskole.
Það var hér, sem
Oluf-Wold-Torne, kennari hennar
i skreyti-dráttlist, leiðbeindi
henni við gerð hviksjárflata með
glæsilegum árangri.
M.a. hafði hann orðið fyrir
áhrifum frá Gerhard Munthe og
Erik Werenskiold, en þeir höfðu
t.d. myndskreytt frábærlega vel
Heimskringlu Snorra. Guðmóður
Wold-Torne og hans eigin skreyti-
verk, allt frá bókum til veggmál-
verka, urðu nemanda hans hvatn-
ing til að gera sér grein fyrir sin-
um eigin sköpunarmöguleikum.
A þessu byrjunar-námstimabili
naut hún handleiðslu margra
góðra kennara og námsferðir
voru farnar m.a. til London og
Parisar. Þar kynnt hún sér sér-
staklega glermyndalist frá mið-
öldum, einkum i Chartres. Og i
framhaldi af fyrri áhuga hennar á
(„primitivu”) itölsku málurun-
um, einbeitti hún sér á Italiu
1920-1922 að miðalda-meistara-
verkum frá þvi um 1200 til endur-
reisnartimans. Seinna fylgdu
styttri utanlandsferðir, sem buðu
upp á athuganir og skoðanaskipti,
sem hún mat mikils bæði i Dan-
mörku og Sviþjóð, þar sem
samtima dráttlistarstefna eins og
við þekkjum hana, var að koma
fram.
Að hún komst svona snemma i
snertingu við heimsmenninguna,
varð til þess að auðga hennar
mannlegu reynslu og það auð-
veldaði henni lifandi innsýn i
myndlist frá hinum ýmsu timum.
Persónuleg snilld i verkum F.
Haavardsholm var þegar viður-
kennd heima fyrir. Hún var eins
og gróðrarskúr á vordegi. En á
námsferðurn orð sinum varð
hinni ungu listakonu betur ljóst
hið norska siðgæði sinnar eigin
menningar.
Fyrstu regluleg verkefni F.
Haavardsholm voru tengd
kirkjúnni. Þar á meðal voru
bókahnútar og heilsiðuteikning-
ar, sem hún gerði i bænabókina,
textabókina, grallarann og
sálmabók hinnar norsku kirkju.
Um 1920 vakti hún athygli i
Ameriku fyrir hinn áhrifamikla,
grafiska þátt sinn i ársýnisbókum
norskra rithöfunda og listamanna
‘svo sem Julehelg og Julehögtid.
Meðal annarra byrjunarverka
hennar má nefna útgáfu i tilefni
400 ára minningar siðbótarinnar.
Þettavar bók eftir MartinLuther,
en Fröydis Haavardsholm, sem
Þursaveizla. Teikning af gömlu ævintýri.