Tíminn - 29.04.1973, Side 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 29. aprll 1973.
Menn og maUfni
Afkastamikið þing og
starfslítil stjórnarandstaða
Staerri Minm
gero gero
ÓLAFSFJORÐUR ..._
NORÐURLAND AKUREYRI _ ______2-----
EYSTRA DALVÍK _ _____I__
RAUFARHÖFN
AUSTURLAND
SUÐURLAND
VOPNAFJÖRÐUR-----
SEY-ÐISFJÖR-ÐUR--
IjlESK AUPSTAÐUR —
ESKIFJÖRÐUR
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR _
BREIÐDALSVÍK ... _
NORÐURLAND SAUÐARKROKUR
VESTRA SIGLUFJÖRCUR _
VESTMANNAEYJAR.
ÞORLÁKSHÖFN----
ALLT LANDIÐ
Vonbrigði
stjórnarand-
stæðinga
Ef marka má blöö stjórnarand-
stæöinga, eru forustumenn þeirra
ekki vel haldnir eftir þinghaldið. I
upphafi þingsins virtust þeir trúa
sinum eigin sögum um, að mikill
ágreiningur rfkti innan rikis-
stjórnarinnar og milli stjórnar-
flokkana, og þvi myndi sennilega
takast aö rjúfa stjórnarsamstarf-
ið áður en þinginu lyki. Ýmsir
liðsmanna þeirra urðu til að trúa
þessu. Nú er þinginu lokið og
vitna störf þess um allt annað en
mikinn ágreining milli stjórnar-
flokkanna. Þrátt fyrir styttra
þinghald en oft áður urðu afköst
þingsins meiri en flestra þinga
annarra um langt skeið. Allar
vonir stjórnarandstæðinga um
stjórnarslit á þinginu, eru farnar
veg allrar veraldar. Hinir
óbreyttu liðsmenn stjórnarflokk-
anna eru að vonum gramir for-
ustumönnum sinum fyrir að vera
með spádóma, sem ekki reyndust
á neinum rökum reistir. Þetta
gildireinnig um ritstjóra stjórnar
andstöðublaðanna sem voru látn-
ir skrifa um það dag eftir dag, að
rikisstjórnin væri alveg að
springa. Þeir geta ekki leynt von-
brigðum sinum. Þrautalending
þeirra er sú að reyna að afsaka
falsspádóma sina með stað-
hæfingum um, að stjórnin hafi
keppzt við að ljúka þinginu af ótta
við að annars kynni hún að
springa! Spádómarnir um fall
stjórnarinnar muni rætast næsta
haust. Lesendur stjórnarand-
stöðublaðanna munu meta þá spá
af þeirri reynslu, sem þeir hafa
öðlazt af fyrri spám umræddra
blaða um þetta efni.
Sjólfstæðisflokk-
urinn
þorði ekki
I þessu sambandi er líka hægt
að hafa hliðsjón af þvi, að Mbl.
sagði nokkru fyrir þinglokin, að
rikisstjórnin legði allt kapp á að
senda þingið heim, þvi að hún
væri klofin um það, hvort senda
ætti málflutningsmann til Haag,
og vildi ekki láta þingið fjalla um
málið. Hér i blaðinu var þá skor-
að á stjórnarandstöðuna að
leggja fram tillögu um þetta og fá
hana afgreidda áður en þinginu
lyki, enda væri ekki eftir neinu að
blða i þessum efnum. Sú tillaga
hefur enn ekki séð dagsins ljós.
Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér
ekki til að leggja hana fram þegar
til kom. Saga Mbl. um það, að rik-
isst'jórnin vildi fresta þinginu af
framangreindum ástæðum,
reyndist þannig tilbúningur einn.
Það var lika fyrirfram vitað, að
Sjálfstæðisflokkurinn þorði ekki á
þessu stigi að leggja þessa tillögu
slna undir dóm þingsins eða þjóð-
arinnar. Stjórnin þurfti þvi ekki
neitt að flýta þinginu af þessum
ástæðum.
Alhliða umbóta-
stefna
Þau lög, sem nýlokið þing af-
greiddi, ná til nær allra sviða
þjóölífsins og eru þvi glögg merki
þeirrar alhliða umbótastefnu,
sem núverandi rikisstjórn fylgir.
Af málum, sem snerta atvinnu-
vegina og þingið afgreiddi, má
nefna lög um mjög verulega efl-
ingu stofnlánasjóða landbúnaðar-
ins, sjávarútvegsins og iðnaðar-
ins. Þá voru sett lög um búfjár-
rækt, sem eru veruleg endurbót á
fyrri lögum um þau efni. Breyting
var gerð á orkulögunum, sem
eiga að tryggja rafvæðingu þeirra
sveitabæja, sem ekki fá rafmagn
frá samveitum. Lög, sem sett
voru um flutninga á loðnu, hafa
þegar komið að miklu gágni. Þá
voru sett ný hafnarlög, sem eiga
vafalitið eftir að reynast mikill
ávinningur fyrir atvinnurekstur
dreifbýlisins.
1 húsnæðismálum dreifbýlisins
var tvimælalaust stigið stórt spor
með þeirri breytingu á lögunum
um húsnæðismálastjórn, að
sveitarfélög verði sérstaklega
styrkt til að reisa 1000 leiguibúðir
næstu fimm árin, en húsnæðis-
skortur háir nú mörgum vaxandi
útgerðarstöðum viða um land. Þá
var kafli sömu laga um bygging-
arsamvinnufélög endurbættur og
mun það vafalitið efla starfsemi
þeirra.
A sviði menntamála og
uppeldismála má sérstaklega
nefna lög um fjölbrautaskóla og
lög um dagvistunarheimili. Fjöl-
brautaskólinn er nýtt skólaform,
sem er vænlegt til að ryðja sér til
rúms og sameina núverandi
framhaldsskóla i eitt og veita
verklegu námi þá viðurkenningu,
sem þvi ber.
A sviði heilbrigðismála ber
hæst lögin um heilbrigðisþjón-
ustu, en það leggur grundvöll að
alveg nýju kerfi, sem er ekki sizt
miðað við það að styrkja hlut
dreifbýlisins. Tillögur um slíka
endurskipulagningu hafa Fram-
sóknarmenn flutt á mörgum
undanförnum þingum. Sama
gildir um lögin um dvalarheimili
aldraðra, sem eiga að stuðla að
nýju átaki á því sviði.
A sviði réttarfarsmála má
nefna itarlega löggjöf um fang-
elsi og vinnuhæli, sem stefna að
miklum umbótum á þvi sviði. Þá
ber að nefna lög um sérstakan
dómara og rannsóknardeild I
ávana- og fikniefnamálum, en
þar er fjallað um eitt viðkvæm-
asta vandamál samtimans.
Vitni um mikla
athafnasemi
Astæða væri til að geta margra
annarra laga, sem þingið sam-
þykkti, þótt þvi verði sleppt að
sinni. Rétt þykir þó að minna á
lögin um vátryggingar, sem
herða mjög ettirlit með þessari
þýðingarmiklu starfsemi. Þá er
einnig rétt að minna á verulegar
breytingar á lögunum um at-
vinnuleysistryggingar og
lögunum um kjaramál opinberra
starfsmanna.
Það sýnir athafnasemi núver-
andi rikisstjórnar að hafa á stutt-
um valdaferli undirbúið þessi mál
til afgreiðslu og auk þess lagt
fram margt annarra stórmála,
sem talin voru þarfnast
meðferðar á tveimur þingum.
Meðal þeirra má nefna frum-
varpið um grunnskólann, frum-
varp til nýrra ábúðarlaga og
frumvarp til nýrra jarðalaga. Þá
var einnig frestað frumvörpum
um lyfjaverzlun og lyfjagerð,
sem gera ráð fyrir róttækum og
umdeildum breytingum á þeim
málum.
Óhætt er að segja, að afgreiðsla
hinna mörgu framfaramála, sem
hér hafa verið nefnd, beri vitni
um stórhug og bjartsýni. En þau
bera einnig vitni um gott sam-
starf, þótt stjórnarandstaðan
reyni að hugga sig við einstök
ágreiningsatriði, sem alltaf koma
til sögu i samvinnu fleiri flokka.
Þdttur stjórnar-
andstöðunnar
Það yfirlit, sem hefur verið
rifjað upp hér að framan um
þingstörfin, sýnir ótvirætt, að vel
hefur verið unnið af hálfu rikis-
stjórnarinnar og þingmeirihlut-
ans. En það ber lika að viður-
kenna, að stjórnarandstaðan átti
sinn óbeina þátt i þessu. Hún var
eins væg og fyrirferðarlitil og
verið gat. Gagnrýni hennar var i
senn máttlaus og ómarkviss. Til-
löguflutningur hennar einkennd-
ist allur af yfirboðum, enda þótt
hún viðurkenndi með öðru orðinu,
að framkvæmdir væru nú frekar
of miklar en of litlar i landinu.
I stuttu máli má þvi segja, að
stjórnarandstaðan hafi verið eins
þægileg fyrir rikisstjórnina og
hugsazt gat. Gagnrýni hennar var
meinlaus og áhrifalaus og tillögu-
flutningur ábyrgðarlaus og missti
þvi marks. Umræður voru oftast
mjög litlar, þvi að stjórnarand-
stæðingar gáfust yfirleitt fljótt
upp, þegar þeir fundu hvernig
málstaður þeirra var. En þetta
veitti rikisstjórninni og flokkun
hennar gott næði til að vinna.
Stjórnarandstaðan á þannig
óbeinan þátt i þvi, hve afkasta-
mikið þingið varð.
r
Ogiltir nauðung-
arsamningar
Þegar landhelgissamningurinn
við Breta 1961 var til umræðu á
Alþingi lýstu allir þingmenn þáv.
stjórnarandstöðu yfir þvi að hann
væri nauðungarsamningur og að
þeir myndu nota fyrsta tækifæri
til að fá hann felldan úr gildi. I
samræmi við þetta, gengu Fram-
sóknarflokkurinn, Alþýðubanda-
lagið og Samtök frjálslyndra og
vinstri manna til siðustu alþingis-
kosninga með þá sameiginlegu
stefnuskrá, að þessir aðilar
myndu beita sér fyrir niðurfell-
ingu landhelgissamninganna frá
1961, ef þeir fengu meirihluta á
Alþingi. I framhaldi af þvi var
svo samþykkt ályktun á Alþingi
15. janúar 1972, þar sem lýst var
yfir þvi, að landhelgissamingarn-
ir frá 1961 væru fallnir úr gildi og
þvi ekki bindandi lengur fyrir Is-
land.
Astæðan til þess að stjórnar-
andstöðuflokkarnir á þingi 1961
vildu ekki hlita landhelgis-
samningunum og beittu sér fyrir
uppsögn þeirra var aðeins ein.
Hún var sú, að samkvæmt þeim
fengu stjórnir Bretlands og Vest-
ur-Þýzkalands rétt til að leggja
það undir úrskurð Alþjóðadóms-
ins, ef Island færði út fiskveiði-
lögsöguna i meira en 12 milur.
Stjórnarandstæðingar 1961 vildu
ekki una þvi og töldu það lika
háskalegt, að Islendingar ættu
einir allra þjóða að sætta sig i
þessum efnum við úrskurð dóm-
stólsins, sem hæglega gæti dæmt
eftir úreltum reglum, sem yfir-
gangur stórvelda hefur myndað.
Þess vegna létu stjórnarand-
stæðingar frá 1961 það verða eitt
fyrsta verk sitt eftir að þeir
fengu þingmeirihluta að lýsa
þessa samninga úr gildi fallna.
Það var eingöngu gert til að þurfa
ekki að hlita úrskurði alþjóða-
dómstólsins um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar.
Endurnýjum
ekki hlekkina
Nú hefur það ótrúlega skeð að
alþjóðadómurinn hefur ekki
viljað fallazt á að samningarnir
frá 1961 séu uppsegjanlegir og
sýnir það bezt, hve illa hefur ver-
ið frá þeim gengið. En Islendinga
skiptir þessi úrskurður ekki máli.
Þeim ber að halda þvi jafnt til
streitu, að rétturinn eigi ekki lög-
sögu i málinu, þvi að lögsöguúr-
skurður hans sé rangur og þvi
muni þeir ekki heldur hlita hinum
endanlega úrskurði hans i land-
helgisdeilunni. Kveði rétturinn
eigi að siður upp úrskurð, sem
gengur gegn Islendingum, er eng-
in hætta á ferðum. Bretar hefðu
ekki neinn rétt til að framfylgja
honum heldur yrði samkvæmt
lögum Sameinuðu þjóðanna að
snúa sér til öryggisráðsins og
óska eftir að það framfylgi úr-
skurðinum. öryggisráðið yrði
þannig hinn endanlegi yfirdómari
i málinu. Þeim úrskurði munum
við Islendingar ekki þurfa að
kviða. Þar munu fulltrúar þróun-
arlandanna standa við hlið
íslendinga. Fleiri myndu þar
einnig koma til liðveizlu.
öryggisráðið myndi aldrei ganga
gegn rétti Islendinga og þeirri
augljósu lagaþróun, sem er að
verða i heiminum I þessum
efnum. Nýlokinn fundur þess i
Panama sýnir lika glöggt, að það
mun fallast á, að samningarnir
frá 1961 hafi verið nauðungar-
samningar, þótt meirihluti Haag-
dómsins gerði það ekki.
Það væri furðuleg óskynsemi ef
Islendingar færu aftur að setja á
sig hlekki landhelgissamning-
anna frá 1961 og beygðu sig að
nýju undir lögsögu Alþjóðadóm-
stólsins. Með þvi væru
Islendingar að stefna landhelgis-
málinu i óþarfa hættu.
Verkin tala
Glögg dæmi um afstöðu núv.
rikisstjórnar til dreifbýlisins er
dreifing hinna nýju skuttogara
um landið, en hún sést á mynd,
sem fylgir þessari grein. Aldrei
áður hefur dreifbýlið eignast jafn
vandaðan og fullkominn skipa-
stól. Samtimis þessu er svo verið
að endurbæta hraðfrystihúsin um
allt land. Eitt af slikum dæmum
er svo framkvæmdaáætlun rikis-
ins 1973, sem var samþykkt rétt
fyrir þinglokin. Hún gerir ráð
fyrir nær 1200 millj. króna fram-
lagi til margvislegra fram-
kvæmda, sem næstum allar eru
utan Reykjanessvæöisins. Aldrei
hefur meira fjármagni verið
varið til dreifbýlisins en i tiö nú-
verandi stjórnar. Þ.Þ.