Tíminn - 29.04.1973, Síða 30

Tíminn - 29.04.1973, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 29. aprlt 1973. mannorði sínu. Tigrisdýrift ieggur drenginn á jöröina. Á þessu augnabiiki virtust Rajah gerði allt K~iar hann hélt fyrir sér sætindin, sagði frumskógareðlið • . • • • • Allir sögðu, aö Rajah tigur væri alveg hættulaus. Yndislegur, kel- inn 280 punda köttur, sem haföi gleymt til hvers hann heföi klær og kjaft. Uppruna slnum sam- kvæmt ætti hann aö vera stór- hættulegt, blóöþyrst frumskógar- villidýr, og það væri hann lika ef hann léti ekki stjórnast af óskap- legri löngun, — löngun i sleiki- brjóstsykur. Þessi veikleiki Rajah fyrir sleikibrjóstsykri kom honum i vandræöi og dreng á sjúkrahús. Tigrisdýriö réöist á drenginn vegna þess aö þaö hélt að hann væri að fela sleikibrjóstsykur fyr- ir þvi. Þetta gerðist þegar verið var að undirbúa Rajah fyrir sýningu i fjölkeikahúsi i Perth i Astraliu. 1 skemmtilegu, en dálitiö niður- lægjandi, atriði, er sýndur máttur mannsins yfir villidýrinu. Rajah var látinn draga kerru, þar sem þjálfari hans, Fred Lennon stóð i og gerði alls kyn kúnstir. Vinur þjálfarans, Hugh Boyle, sem er fjórtán ára gamall, var æstur i aö fá að aðstoða við undribúning sýningarinnar. Þegar Hugh var svo beðinn að fleygja limbandsrúllu alla leiö til þess að geta rifið limbandið af rúllunni fyrir hann. En Rajah hélt að það væri eitt- hvað sætara, en klistrugt lim- band, i pakkanum. Fred Lennon segir svo frá: „Dýrið hlýtur að hafa haldið aö sleikibrjóstsykur væri i pakkan- um, enda geröi það sitt ýtrasta til að ná honum. En Hugh sneri sér frá dýrinu svo Rajah kastaöi sér á bakið á honum. Hugh byrjaöi að öskra af hræðslu þannig að Rajah varð alveg ruglaöur og miður sin”. Siðan liði 30 hræðilegar sekúnd- ur meðan Rajah læsti kjafti og klóm i drenginn, sem baröist um i hræöslu sinni. Allt i einu var Rajah kominn i aðstöðu sem hann hafði ekki lent i fyrr. Nú var -jengin þjálfun sem sagöi honum hvað hann ætti að gera. Afleiðingin varö sú aö eölis- hvötin varð yfirsterkari, og eðlis- hvötin segir að tigrisdýr eigi að fá það sem tigrisdýr vill. Starfs- menn fjölkeikahússins urðu að berjast ofsalega til að losa blóðugan drenginn úr klóm villidýyrsins. Að lokum tókst það og Hugh var fluttur á sjúkrahús, þar sem gert var að sárum hans, en aumingja Rajah var leiddur sneyptur inn i búrið sitt, vitandi það að fram- koma hans hafði ekki verið rétt i alla staði, þótt hann gæti ómögu- lega gert sér grein fyrir þvi i hverju villa hans var fólgin. Mennirnir höfðu kennt honum ýmislegt með aðstoð sleikibrjóst- sykurs, en það hafði láðst að kenna honum, hvernig hann ætti að bergðast við, þegar einhver reynir að taka frá honum brjóst- sykurinn. : WMSmB, Hugh brosir frá sjúkrahúsbeöi sfnum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.