Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
í.2^ i "'"V
RAFTORG SÍMI: 26660
RAFIOJAN SÍMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafið er
s.
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
1GÆR fóru þrjátiu og fimm Vestmannaeyjabörn af Keflavikurflugvelli til
Oslóar með flugvél frá Flugfélagi íslands. Daginn áður hafði hópur eldri
barna lagt af stað til Bodö. Þá fór þangað einnig hópur aldraðsfólks.N.k.
sunnudag fara siðan 114 börn og unglingar til Tromsö. Magnús Magnússon
bæjarstjóri varð samferða hópnum til Oslóar i gær. Þar mun hann ávarpa
Stórþingið og ganga á fund konungs. —
Endurskoðun
samningsins
Vígð kirkja
á Húsafelii
161 ári eftir niðurrif síðustu kirkju þar
EINAR Agústsson, utanrikisráö-
herra, kallaði Irving, ambassa-
dor Bandarikjanna I Reykjavik, á
sinn fund i gær og afhenti honum
SKIPVERJI á Laxá hvarf fyrir
18dögum er skipiö var i höfninni I
Goole, sem er viö Humberfljót I
Englandi. Var hans leitað i
marga daga og fyrir helgina
fannst lík hans i höfninni ó Goole.
Maöurinn hét Agúst Fjeldsted og
var 19 ára að aldri.
Aðrir skipverjar á Laxá uröu
ekki varir við.er Agúst hvarf og
var ekkert um piltinn vitað þegar
skipiö varð að láta úr höfn.
Viðkomandi lögregluyfirvöld
tóku málið aö sér og það var ekki
fyrr en nú s.l. föstudag að lik
fannst i höfninni sem grunur Iék á
að væri af Agústi. Við nánari
eftirgrennslan kom i ljós að svo
var.
Viðræður við
Vestur-Þjóðverja
hefjast 29. júní
AKVEÐIÐ er að viðræður íslend-
inga og Vestur-Þjóöverja um
undanþágur fyrir vestur-þýzka
togara til að veiöa innan 50 milna
markanna hefjist i Reykjavik 29.
júni.
Eins og sagt hefur verið frá i
Timanum gerir islenzka tilboðið
ráð fyrir, að vestur-þýzkir togarar
fái að veiða allt innan að 30
milna mörkum i umsamdan tima,
en stærð skipa og heildarafli
verður takmarkaðuf. Vestur-
Þjóðverjar hafa enn ekki tilkynnt
hverjir verða i viðræðunefnd
þeirra. OÖ
orðsendingu til Bandarikja-
stjórnar, sem segir að innan
skamms muni islenzka rikis-
stjórnin tilkynna Natóráðinu, að
Ekki er vitað meö hvaða hætti
dauða Agústs bar aö. Jón Olgeirs-
son, vararæöismaöur tslands i
Grimsby, sagði Timanum i gær,
aö einhverjir áverkar væru á
likinu en hverng á þeim stendur
er ekki upplýst, og vinnur
iögreglan að rannsókn málsins.
varnar-
hefst
innan skamms muni endurskoðun
varnarsamningsins hefjast.
Utanrikisráðherra fór i morgun
til Kaupmannahafnar, þar sem
hann mun sitja utanrikisráðherra
fund Natórikjanna, sem þar
verður haldinn á fimmtudag og
föstudag. Einar Agústsson mun
flytja ræðu á fundinum á morgun,
fimmtudag. Hann er væntanlegur
til Islands aftur á sunnudaginn.
Enn hefur ekkert heyrzt opin-
berlega frá Natóráðinu um þá
kröfu Islendinga, að Bretar verði
á brott með herskip sin úr fisk-
veiðilögsögunni, en óstaðfestar
fregnir herma að lagt hafi verið
fast að þeim að verða við kröfum
íslendinga en þeir þrjóskast við
og halda áfram að leika 19. aldar
heimsveldi.
I ATTA hundruö ár var kirkja á
Húsafelli. Siðasta kirkjan þar var
rifin árið 1812. Nú um allmargra
ára skeið hefur aftur verið kirkja
I smiðum á Húsafelli, og á annan
dag hvítasunnu vlgði biskup
landsins þá kirkju að viðstöddum
um 130 manns, þar af fjórum
prestum úr héraði — séra Einari
Guðnasyni, fyrrverandi sóknar-
presti, séra Jóhannesi Pálma-
syni, núverandi Reykholtspresti,
séra Jóni Guðjónssyni á Akranesi
og séra Jóni Einarssyni I Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd.
Að lokinni vigslu voru fermd
þrjú börn — tviburarnir Bergþór
og Þorsteinn, synir Sigrúnar
Bergþórsd. frá Fljótstungu og
Kristleifs Þorsteinssonar á Húsa-
felli, og Jónina Marta, frænká
þeirra, dóttir Ingibjargar
Bergþórsdóttur og Árna Þor-
steinssonar i Fljótstungu.
Laugardaginn fyrir hvitasunnu
höföu brúðhjón, sem dvöldust i
Húsafellsskógi, Kristin Þórðar-
dóttirog Sævar örn Kristjánsson,
verið gefin saman I kirkjunni með
sérstöku leyfi.
A byggingu þessarar kirkju var
byrjað kringum 1950, og átti
UNGUR maður sannaði það um
helgina að með dugnaði og ein-
beitni er hægt að eyða yfir 100
þúsund krónum á tveim sólar-
hringum án þess að nota neitt af
þeirri upphæð til kaupa á varan-
legum hlutum. Sl. föstudag
brauzt pilturinn inn i ibúð i
Reykjavik og stal þaðan 10 þús.
kr. Skömmu siðar fór hann aftur
inn og stal bankabók og tók út úr
henni 100 þús. kr. Hann bauð
félaga sinum með sér i leigubil
noröur i land. Fóru þeir allt
Asgrimur Jónsson , listmálari
hugmyndina að útliti hennar, en
teikninguna sjálfa gerði Haildór
Jónsson. Margir hafa átt hlut að
þvi, að kirkjan kæmist upp. Sig-
mundur Sveinsson frá Brúsa-
stöðum safnaði viða fé i kirkju-
sjóðinn, Jakob Guðmundsson á
Húsafelli gaf kirkjunni aleigu
sina, og séra Magnús Þorsteins-
son frá Húsafelli, Þóröur
Kristleifsson og Halldór Þor-
steinsson i Vörum i Garði hafa
allir gefiö henni stórgjafir. Helga
Larsen á Engi i Mosfellssveit
hefur einnig lagt henni til góða
gripi, og þannig mætti lengi telja.
Sjálfur kirkjugarðurinn var
notaður alllengi eftir aö kirkjan
var rifin, og siðast var þar grafin
árið 1852 Guðný i Ambáttarhóli,
dóttir hins fræga klerks Snorra
Björnssonar, er þjónaði Húsafelli
næstsiöastur. Kirkjugarðurinn
var endurreistur árið 1930. Hafði
Jakob Guðmundsson á Húsafelli
dreymt, aö séra Snorri kæmi til
hans og léti i ljós, að hann kynni
þvi ekki vel, að gripir gengju að
beit á beinum sinum. Lét Jakob
þá giröa garöinn á sinn kostnað.
— J.H.
norður i Mývatnssveit og eyddu fé
eins og þeir mögulega gátu á
ferðalaginu. A Akureyri voru þeir
handteknir aðfaranótt mánudags
og sendir suður. Voru þá aðeins
örfá þúsund eftir af þýfinu.
Aðfaranótt sunnudags var
brotizt inn i aðra mannlausa ibúð
i Reykjavik og stolið bankabók
sem i eru 247 þús. kr., ávisun að
upphæð 30 þús. kr. og 16 þúsund
kr. i peningum. Bankabókin og
ávisunin hafa ekki komið fram.
—OÓ
AAannfraeðirannsóknir í Þing
eyjarsýslu að byrja
NÚ eftir fáa daga munu á ný
hefjast viötækar mannfræði-
rannsóknir i Þingeyjarsýslu i
framhaldi af rannsóknum
þeim, sem þar voru gerðar i
fyrra á vegum Mannfræöi-
stofnunar tslands með styrk
frá norræna menningar-
málasjóðnum og i samvinnu
við erlenda visindamenn. Mun
dr. Jens Pálsson stjórna
þessum rannsóknum, og hafa
þær verði skipulagöar af
Mannfræðistofnuninni i góðri
samvinnu við rannsóknarstofu
háskólans i lifeðlisfræði. Að
þessu sinni verða allir þeir,
sem að rannsóknunum vinna,
verða islenzkir, nema einn
mannfræðingur, bandarisk
kona, sem dr. Jens hefur ráðið
til starfa meö sér.
Af hálfu lifeðlisfræðideildar
háskólans munu þeir Jóhann
Axelsson prófessor og Stefán
Jónsson læknir verða til for-
svars við þessar rannsóknir og
tveir augnlæknar Kristján
Sveinsson i Reykjavik og
Loftur Magnússon á Akureyri
munu'endurgjaldslaust rann-
saka augu fólks, einkanlega
þess, sem roskið er orðið.
I fyrra var einkum rann-
sakað fólk, búsett á Húsavik
og i nætu byggðalögum, en nú
verður leitazt við að ljúka
mannfræðirannsóknum i
suðursýslunni og Kelduhverfi,
auk þess sem visindamennirn-
ir kunna að fara allt til
Raufarhafnar og Þórshafnar,
ef timi vinnst.
Dr. Jens Pálsson gerir ráð
fyrir aö halda norður fyrir
næstu helgi, en aðrir munu
koma upp úr helginni. Indriði
Indriðason rithöfundur hefur
veitt ættfræðilegar leið-
beiningar, og Hálfdán Hjalta-
son og Erna Sigurleifsdóttir,
kona Arna læknis Arsælssonar
hafa unnið að undirbúningi
nyrðra, dreift eyðublöðum og
á ný
þess háttar. Bækistöðin
verður i barnaskólanum i
Húsavik eins og i fyrra, og
meðal þeirra, sem veita að-
stoö, verður Erla Þorsteins-
dóttir hjúkrunarkona.
Markmiö Mannfræði-
stofnunarinnar er meöal
annars að gera mannfræöi-
rannsóknir af þessu tagi i öll-
um héruðum landsins.
Aður en dr. Jens Pálsson
heldur norður verður aöal-
fundur Mannfræðifélagsins
haldinn. Hann á að verða i
kvöld i 1. kennslustofu háskól-
ans og hefjast klukkan hálf-
niu.
LÍK ÍSLENDINGS
í HUMBERFLJÓTI
Eyddi 100 þúsundum
á tveim sólarhringum