Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 13. júni 1973 Miövikudagur 13. júni 1973 TÍMINN ,,VIÐ litum á það sem sjálfsagt mál, að allir menn séu jafnir”, var skráð i sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandarikjanna 1776, en svo sem kunn- ugt er hefur þessi stað- reynd ekki verið öllum jafn ljós i Bandarikjun- um. Hvitir borgarar voru álitnir eiga rétt á meira jafnrétti en þeir sem voru dekkri á hör- und, og t.d. áttu eftir að liða um hundrað ár frá þvi að lýst var yfir sjálf- stæði þangað til þræla- hald var afnumið. Það gerðist ekki fyrr en i lok borgarastyrjaldarinnar 1865. Og enn var — og er —• langt i land, að blökkumenn hafi náð þvi jafnrétti, sem þeim ber samkvæmt stjórnar- skránni og lögunum um borgararéttindi frá 1964. Nú á dögum eiga sömu ummæli viö um aðstöðu blökkumanna i Bandarikjunum nú á dögum eins og um bandarisku þjóðina i heild — mest einkennandi eru hinir mörgu og óliku þættir. Þessír þættir eru á ringulreið og erfitt að koma auga á nokkurt mynztur. A mörgum sviðum hafa blökkumenn náð jafnrétti i raun, en i mörgu tilliti verða þeir enn að þola að litið sé á þá sem annars flokks fólk ( á vinnumarkaði, hús- næðismarkaði o.s.frv.). A sama tima hefur kynþátta- baráttan breytt um svipmót. Sið- asta áratuginn eða lengur hafa myndazt hreyfingar blökku- manna, sem ekki aðeins snúast gegn hvitum mönnum, m.a. meö ofbeldi, heldur leggja einnig vis- vitandi áherzlu á að svarti kynþátturinn sé fremri þeim hvita. Monica Steward á götu f N York V________________________________ J ÞAÐ er einn þáttur þessa máls, að vinsælasta vikublað blökku- manna Ebony (ibenviður) er lent Iklipu milli öfganna i þessari þró- un. 1 Ebony hefur alltaf verið dáðst að þeim negrum sem náð hafa frama i heimi hvita fólksins: sem iþróttamenn, i viðskiptum o.s.frv. Og auglýsingar um efni, sem gera húðina ljósari, slétta hrokkið hár o.s.frv. hafa fyllt siður blaðsins. Eins og er verða forráöamenn blaðsins að reka þviþætta stefnu annars vegar að þóknast þessum nýju hreyfingum (m.a. með þvi að tengja mál blökkumanna i Bandarikjunum frelsisbaráttu Afrikubúa) og hins vegar kemur fram í blaðinu meðvituð og ómeö- vituð aðdáun á þeim sem komast áfram i heimi hvitrar forréttinda- stéttar — og enn úir og grúir af auglýsingum um bleikingar- og hárlyf. MARGIR hvitir, frjálslyndir Bandarikjamenn gera sér ljósa forsögu Black Power (Svart vald) hreyfingarinnar og annarra nýrra samtaka þeldökkra. Þær eru viöbrögð við langvarandi kúgun. Blökkumenn komu ekki til Ameriku i ævintýraleit. Þeir komu i þrælsfjötrum og hafa lifaö langa og bitra baráttu fyrir jafn rétti, strið fullt af auðmýkingu, þrælkun og vonbrigðum. Nú vilja þeir ekki láta staöar numiö við vafasamt jafnrétti. Þeir nota vaxandi frelsi til að hækka sig i verði, auka gildi kynþáttar sins á kostnað hinna hvitu kúgara. En margir vona þó — bæði hvitir og „litaöir” — að þessar róttæku hreyfingar séu bara stundarfyrirbrigöi, sem menn þurfi að ganga i gegnum áður en bandariskt þjóöfélag renni loks saman i djúpstæðu samræmi án kynþáttaeinangrunar' og um- ræðna um yfirburði einstakra kynþátta. Draumur um sæluriki? FRANSKI blaðamaðurinn og ljósmyndarinn Berengere d’Ara- gon leitaði uppi nokkrar ungar konur i New York, sem eru i sam- tökunum Black Is Beautiful (Svart er fallegt), en þær hafa samskonar skoðanir og margt annað ungt blökkufólk. „Jafnvel þótt talað hafi verið um „Black Is Beautiful” siðan upp úr 1960, er það fyrst nú að blökkumenn viðurkenna fyrir al- vöru að ástæða er til að vera stolt- ur yfir þvi að vera svartur á hörund”, segir Monica Steward, 22 ára gömul flugfreyja frá New York. „Maður er ekki aðeins stoltur af að vera svartur, heldur einnig vegna þess að svört kona er fegurri en hvit kona.” Monica Steward heldur áfram: „Heimur okkar, þegar við vorum börn, var sniðinn eftir mælikvarða hvita fólksins. Þegar ég var litil átti ég hvita brúðu með blá augu, og þegar ég eignaðist svarta brúðu, varö það hvit brúöa, sem lituð haföi veriö svört. Hún haföi hvita andlitsdrætti,” þunnar varir mjótt nef og fl. Þannig var blökkubarni sagt að það væri ljótt. Það sem ólikt var hinni hvitu fyrirmynd var talið ljótt. Þá var ég glöð, að nefið á mér og varirnar voru eilitið þynnri en á flestum negrum. Ég notaöi bleikingarkrem og öll hugsanleg fegurðarlyf. Nú hef ég aðra skoðun. Ég er ánægð með mitt hrokkna hár og mér leiöist að nefið og varirnar skuli ekki vera þykkari og húðin ekki dekkri. Ég vildi glöð vera svart- asta kona i heimi og giftast svart- asta manni heims. Monica Steward telur að augu hvita fólksins séu að opnast fyrir sérkennum blökkumanna og þeir noti það i tizku-, kvikmynda-, leikhús- og sjónvarpsheiminum. „Og þeir skulu fá að greiöa fyrir þau. Við erum reiðubúin að selja þau. Við munum alltaf eiga eitt- hvað sérstakt, persónuleika, sem ekki er til sölu og ekki er hægt að kaupa.” LEIKKONAN Sharon Crad- dock, 23 ára, staðfesti aö þannig kæmi henni einnig fyrir sjónir áhugi hvita fólksins á kynþætti hennar. Þarna væru nýir fjár- hagslegir möguleikar. En hún taldi ekki að um væri að ræða djúptækan áhuga á hæfileikum hennar sem leikkonu. Hún skildi þetta fremur sem tizkufyrirbæri, sem kynni að vera timabundið. Það breytti ekki vantrú hennar á hvita fólkinu. Sharon Craddock taldi sig ekki geta orðið ástfangna i hvitum manni. „Það hefur aldrei komið fyrir og verður aldrei meðan ég held fullum sönsum. Hann kæmi mér fyrir sjónir sem maður frá öðrum hnetti.” „Hvitir og svartir hafa ólika af- stöðu til lifsins,” sagði Sharon Craddock, „sem orsakast af hlut- verkum þeirra i sögu Bandarikj- anna. Blökkumenn komu hingað ánauðugir þrælar, og þeir urðu að þola allt af hálfu húsbænda sinna hvort sem það var þeim ljúft eða leitt Og enn eimir eftir af þessu. Ef maður gerir kröfur til blökku- konu, býst hann við að þær séu uppfylltar. Fyrir aðeins nokkrum dögum stóð ég á strætisvagnabið- stöð á Manhattan og heyrði hvitan mann spyrja „hvað ég kostaði”. Honum fannst sjálfsgt mál að ég væri til sölu. Það sama hefur gerzt oft áður. LINDA McCain 21 árs stúlka var minnst sjálfri sér samkvæm allra þeirra 30 kvenna, sem franski blaðamaðurinn ræddi við. Hún var að læra félagsráðgjöf og vildi vinna með öllu fólki, hvaða litarhátt sem það hefði, og henni fannst eðlilegt að giftast hvitum manni, ef fyrir kæmi að hún yrði ástfangin af manni af þeim kynþætti. En i einu var hún sam- mála hinum konunum. Hún taldi ekki að hin róttæka bandariska kvenfrelsisbarátta væri blökku- fólki mikilvæg. „Við eigum svo mörg vandamál fyrir, að ekki er ástæða til að skilja menn og konur að.” Monica Steward sagði þetta enn skýrar: „Blökkukonur þarfnast ekki rauðsokka. Við þurfum að gefa mönnum okkar það sjálfstraust, sem aðrir hafa öldum saman reynt að ræna þá. Við finnum ekki til samkenndar með hvitum rauösokkum, þótt þær kalli okkur systur. Við tilheyrum svörtu fólki, hvort sem það eru menn eða konur, og ekki öðrum.” Franski blaðamaðurinn leggur ekki áherzlu á að gefa heildar mynd af skoðunum negra i Bandarikjunum nú á dögum. Miklu fremur hið gagnstæöa. Hann ræddi aðeins við ungar sjálfstæðar konur og aðeins i New York. „Jafnvel Bandarikjamenn kynnast aldrei raunverulega lifi blökkumanna,” sagði James Baldwin eitt sinn. „Maöur þarf að hafa búið lengi i sömu götu til að fara aö fá einhverja hugmynd um það.” 1 þessari grein hefur aðeins verið gefin smáhugmynd um flókna heildarmynd. (SJ þýddi). Charlotte Hunter er gengilbeina, en vill veröa leikkona. Monica Steward: „Nú er ég stolt af hrokknu hári mínu.’ THE BRITISH LION ON A DIET In many a long and fierce fight The British Lion has been a bit of all right Most battles costing him no more than a tooth or two Save the big and bloody one at Waterloo. But now whenever they beat the war drums He just yawns and shows them his worn guns. The public grumbles and blushes with shame. Is it really true that our lion is getting to be so tame? Since when is he so war-worn? Trying to keep everything quiet Doctor Heath puts him peremptorily on a diet. No strong meat. Fish and nothing but coldwater fish Is henceforth going to be his daily dish. How am I to catch cod and plaice When I mett the barbarous breed face to. face? In the shallows, you son of bestial sin, Where our shoals of fish have always been. The toothless king whimpers: ,,It isn’t cricket. Won’t the big bad Vikings give me að ticket? ” If your roar doesn’t scare the scoundrels away It’s through the nose you’ll make them pay. The Arctic horde daren’t advance Honi soit qui mal y pense. But when our minds these matters digest. Isn’t it odd That a beast of pray should have to eat coldblooded cod Wouldn’t it be better to give him some solid dentures After all his brave and glorious ventures? Halldór Þorsteinsson ____________________________________________________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.