Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 2
2 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR
Menningarnótt:
Álag á farsímakerfum
FJARSKIPTI Nokkuð var um að við-
skiptavinir símafyrirtækjanna,
sem staddir voru í miðbæ Reykja-
víkur þegar dagskrá Menningar-
nætur stóð sem hæst, næðu ekki
sambandi með farsíma.
„Það var talsverður undir-
búningur fyrir þetta kvöld og
við stækkuðum kerfið vel um
annað hundrað rásir. Stöðvum
var hagrætt þannig að hægt
væri að afgreiða sem mest og
álag á stöðvunum var jafnað.
Einnig var sett upp aukastöð á
hjólum á Arnarhóli,“ segir Eva
Magnúsdóttir, upplýsingafull-
trúi Símans, um álagið á Menn-
ingarnótt. Eva segir álagið hafa
verið svipað og um áramót en nú
hafi munurinn verið að öll um-
ferðin fór í gegnum þrjár stöðv-
ar. Um eitt hundrað þúsund
manns voru í miðbænum og
voru flestar hringingar um ell-
efuleytið þegar fólk byrjaði að
hringja sig saman.
Pétur Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Og Vodafone, segir nokkr-
ar nýjar stöðvar hafa verið settar
upp í miðbænum fyrir Menning-
arnótt. Að auki hafi afkastageta
stöðvanna sem fyrir voru verið
aukin til muna. Hann segir Og
Vodafone hafa búið að bættu kerfi
í miðbænum frá sautjánda júní og
Gay pride. „Álagið var mikið og á
hápunktum þurfti fólk að reyna
nokkrum sinnum áður en það náði
sambandi en kerfið fór ekki á hlið-
ina,“ segir Pétur. ■
Fyrstu réttarhöldin
í Guantanamo
Fjórir fangar Bandaríkjahers á Kúbu verða dregnir fyrir herdómstól í
vikunni. Réttarhöldin verða þau fyrstu yfir föngum í Guantanamo.
BANDARÍKIN Fjórir af föngum
Bandaríkjahers í Guantanamo á
Kúbu koma fyrir herdómstól í
vikunni. Þetta verða fyrstu réttar-
höldin yfir föngum í Guantanamo.
Nærri 600 fangar eru í haldi
Bandaríkjahers á Kúbu. Þeir hafa
flestir setið í fangabúðum þar í
meira en tvö ár.
Lögfræðingar, mannréttinda-
samtök og stjórnvöld margra
ríkja hafa harðlega gagnrýnt
Bandaríkjastjórn fyrir málsmeð-
ferðina, sem á sér engin fordæmi.
Einn fjórmenninganna, sem
koma fyrir dóm í vikunni, var bíl-
stjóri Osama bin Laden. Annar er
sakaður um að hafa verið með
áróður fyrir hryðjuverkum. Sá
þriðji er talinn hafa verið bókhald-
ari al-Kaída og sá fjórði barðist
með talibanasveitum í Afganistan.
Verjandi eins þeirra hefur ekki
séð skjólstæðing sinn í fjóra mán-
uði vegna stjórnsýslutafa við að
veita túlki heimild til að vera með
verjandanum.
Verjandi annars þeirra hefur
óskað eftir því að hætta að verja
skjólstæðing sinn, sem þýðir að
hann situr eftir án verjanda.
Aðrir verjendur segja að
strangar reglur, sem meðal annars
veita hernum heimild til þess að
fylgjast með viðræðum sakborn-
inga við verjendur sína, geri þeim
nánast ókleift að fá sýknudóm.
Stór hluti fanganna á Kúbu
kom þangað í janúar árið 2002.
Bandaríkjastjórn var snögg að
lýsa yfir sekt þeirra fyrirfram:
„Þetta eru drápsmenn,“ sagði
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti. John Ashcroft, dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði þá
„einstaklega hættulega“.
Allir eiga sakborningarnir
fjórir yfir höfði sér lífstíðarfang-
elsi. Margir aðrir fangar sem sitja
í fangabúðunum eiga þó yfir höfði
sér líflátsdóm. ■
Reykjavík:
Fullar fanga-
geymslur
LÖGREGLA Alls komu 29 manns við í
fangageymslum lögreglunnar í
tengslum við skemmtanahald eft-
ir Menningarnótt. Hluti þeirra
stoppaði við í skemmri tíma á
meðan þeir voru að ná áttum en
aðrir dvöldu lengur.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni í Reykjavík voru fimmtán
inni þegar ný vakt tók við klukkan
sjö í gærmorgun og voru þar með
öll pláss í fangageymslunum full-
nýtt. Maður kom í manns stað
þegar einstaklingar losnuðu út til
klukkan níu um morguninn. Til
klukkan ellefu var mikill erill hjá
lögreglunni og voru allir bílar úti
við störf fram undir hádegi. ■
„Nei, ég fór niður eftir á sunnudags-
morgun og sá að það var mjög lítið
rusl miðað við allan þennan mann-
fjölda og var harla ánægður með
hvað það gekk vel að hreinsa.“
Stefán Jón Hafstein er borgarfulltrúi R-listans í
Reykjavík. Talsvert rusl vill verða eftir á götum þar
sem fjölmenni kemur saman. Starfsmenn Reykja-
víkurborgar höfðu í nógu að snúast í gær og í
fyrrinótt við að hreinsa rusl eftir Menningarnótt.
SPURNING DAGSINS
Stefán Jón, varstu í rusli?
STÓRIR OG MYNDARLEGIR
Fátt er betra en ferskir íslenskir sveppir, en
Siv tíndi þá sjálf ásamt sonum sínum.
Siv Friðleifsdóttir:
Undi sér við
sveppatínslu
SVEPPIR Siv Friðleifsdóttir, fráfar-
andi umhverfisráðherra, notaði
sunnudaginn ásamt sonum sínum
til að tína sveppi í landi Hafnar-
fjarðar en vildi ekki gefa upp
hvar enda um væna og fallega
sveppi að ræða. Þetta hefur ráð-
herrann gert annað slagið en
þeim fer fjölgandi hérlendis sem
dunda sér í tómstundum við að
safna sveppum þar sem þá er að
finna. ■
MADRID, AP Harðir bardagar
geisa nú á sólarströndum sunn-
antil á Spáni. Barist er um sól-
hlífar.
Íbúar í Almunecar voru orðn-
ir langþreyttir á ferðamönnum
sem strá sólhlífum sínum um
ströndina snemma að morgni,
en mæta svo ekki sjálfir til að
nota þær fyrr en síðar um dag-
inn.
Málið var tekið fyrir í bæjar-
stjórn, sem samsinnti því að
þetta framferði ferðamanna
væri óviðunandi. Lagt var bann
við því að fólk merkti sér svæði
á ströndinni með sólhlíf.
Lögreglunni var gert að fylgj-
ast grannt með ströndum bæjar-
ins og gera upptækar allar sólhlíf-
ar sem enginn virtist hirða um.
Eigendur gætu nálgast hlífarnar
gegn greiðslu sektar, sem nemur
rúmlega 3.000 krónum.
En nú á laugardaginn sauð
endanlega upp úr og ferðamenn-
irnir gerðu uppreisn. Hópur
þeirra umkringdi lögreglubif-
reið og lokaði umferð klukku-
tímum saman. ■
ERFITT AÐ NÁ SÍMASAMBANDI
Mikill fjöldi var saman kominn í miðbænum á Menningarnótt og kom það fyrir á hápunkt-
um að viðskiptavinir símafyrirtækjanna næðu ekki sambandi fyrr en eftir nokkrar tilraunir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Átök á sólarströndum Spánar:
Barist um sólhlífar
Í SÓLINNI
Á sólarströnd í Portúgal, en þaðan fer eng-
um sögum af því hvort slegist er um sól-
hlífar líkt og á Spáni.
Umferðaróhapp:
Bílvelta
við Steina
LÖGREGLA Bílvelta varð á þjóðveg-
inum við bæinn Steina, skammt
frá Hvolsvelli, um klukkann hálf
sjö í gær. Fjórir voru í bílnum,
sem var á leiðinni til Reykjavíkur.
Tvennt slasaðist og var flutt til
Reykjavíkur með þyrlu. Fólkið er
ekki talið lífshættulega slasað.
Lögreglan þakkar því að allir í
bílnum voru í beltum að ekki fór
verr. Bílinn er mikið skemmdur.
Í kjölfar slyssins varð aftaná-
keyrsla á sama stað þegar öku-
maður gætti ekki að sér og horfði
um of á björgunaraðgerðina í stað
þess að fylgjast með veginum
fyrir framan sig. Enginn slasaðist
en bílinn sem keyrt var aftan á er
óökufær. ■
Suðurlandsvegur:
Ökumaður
brenndist
LÖGREGLA Ökumaður bíls sem
kviknaði í á Suðurlandsvegi um
hádegisbil í gær fékk af nokkur
brunasár. Að sögn lögreglunnar á
Selfossi var ökumaðurinn fluttur
á slysadeild Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi þar sem
hlúð var að sárum hans.
Lögreglunni barst tilkynning
um brunann í bílnum um hádegis-
bil. Bíllinn var á ferð á Suður-
landsvegi við Hveradali, skammt
frá skíðaskálanum, þegar kvikn-
aði í honum. Lögregla segir eldinn
hafa verið kæfðan á tiltölulega
skömmum tíma, en ekki er vitað
hver upptök hans voru. Bíllinn er
sagður vera töluvert skemmdur. ■
Kárahnjúkar:
Blót við
Lindur
TRÚARBRÖGÐ Hilmar Örn Hilmars-
son allsherjargoði helgaði í gær
land við Lindur fyrir ofan fyrir-
hugaða Kárahnjúkastíflu.
Við athöfnina var ásatrúarfólk
og gönguhópur frá Landvernd.
„Við erum að uppfylla loforð sem
við gáfum síðast þegar við vorum
á þessum slóðum,“ sagði Hilmar
Örn Hilmarsson og taldi ekki
vanþörf á uppákomunni.
„Þarna látum við allar góðar
vættir vita af því að þær eru ekki
gleymdar og hver veit nema þetta
verði árlegur atburður hjá okkur,“
sagði hann. ■
SUÐURLANDSVEGUR
Skammt frá slysstað við Þrengslavegamót.
M
YN
D
IR
/A
P
DÓMSALURINN Í GUANTANAMO
Þarna verða réttarhöldin yfir föngunum í
Guantanamo haldin.
STRÖNG ÖRYGGISGÆSLA
Fangarnir í Guantanamo hafa dvalist þar án þess
að koma fyrir dómara í hátt á þriðja ár.