Fréttablaðið - 23.08.2004, Side 8
8 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR
Sveiflur í náttúrufari:
Hrun í stofni
holugeitunga
NÁTTÚRUFAR Eitthvað varð til þess í
náttúrufari landsins að mun
minna er af holugeitungi nú síð-
sumars en útlit var fyrir í vor.
„Það hefur eitthvað gerst, en
ég hef ekki hugmynd um hvað,“
segir Erling Ólafsson, skordýra-
fræðingur á Náttúrufræðistofnun
Íslands. Í vor sagði hann meira
um drottningar holugeitunga en
nokkru sinni fyrr, en þeir eru við-
skotaillir og af þeirri tegund sem
fólki er hvað verst við.
„Það er eins og allt hafi hrunið
seint í júlí, nú sér maður varla
holugeitung á flugi í görðum.“ Er-
ling bendir þó á að sérstakar að-
stæður hafi verið uppi nú síða-
sumars. „Saman fóru mikill hiti
og raki. Það er aldrei að vita
hvaða áhrif það hefur haft á
sveppi og bakteríur. Auðvitað
gæti hafa komið upp sýking, en
það er bara skot út í bláinn,“ sagði
Erling og bætti við að hann sam-
gleddist fólki að vera laust við
geitungana. ■
Stálu Ópinu og Madonnu
ÓSLÓ, AP Hinu fræga málverki Ed-
vards Munch, Ópinu, var stolið frá
Munch-safninu í Ósló í gær ásamt
fleiri málverkum. Meðal þeirra var
annað frægt verk eftir Munch, og
heitir það Madonna.
Tveir eða þrír vopnaðir menn
gengu inn í safnið, hótuðu starfs-
fólki með byssum og fóru með mál-
verkin út í bifreið sem beið fyrir
utan safnið.
Margir safngestir fylltust skelf-
ingu og óttuðust jafnvel að þarna
væru hryðjuverkamenn á ferðinni.
Flóttabíllinn fannst fljótlega. Í
honum voru sundurteknir rammar
utan af málverkunum.
Franskur útvarpsmaður,
Francois Castang, sagðist hafa ver-
ið að skoða safnið þegar þjófarnir
ruddust inn og komust á brott með
málverkin.
„Það sem er einkennilegt er að í
þessu safni var enginn útbúnaður til
að verja málverkin, engin viðvörun-
arbjalla,“ sagði Castang.
„Málverkin voru einfaldlega
hengd upp á veggina,“ sagði hann.
„Það þurfti ekki annað en að toga í
málverkin nógu fast til þess að
bandið slitnaði – ég sá einn þjófanna
gera það.“
Lögreglan kom á vettvang
fimmtán mínútum síðar. Safngest-
um var smalað inn á kaffistofu
safnsins.
Til eru fjórar útgáfur af Ópinu.
Tvær þeirra voru í Munch-safninu í
Ósló, einkasafnari á þriðja eintakið
og það fjórða er til sýnis í þjóðlista-
safninu í Ósló.
Síðastnefnda eintakinu var stolið
árið 1994, en það fannst þremur
mánuðum síðar.
„Munch málaði þau öll, og þau
eru öll jafn verðmæt,“ sagði Jorunn
Christoffersen, talsmaður Munch-
safnsins.
„En það er samt ekki nokkur leið
að selja þessi málverk, né heldur að
verðleggja þau.“
Þrír Norðmenn voru handteknir
eftir að stolna málverkið fannst árið
1994. Þjófarnir reyndu þá að fá pen-
inga frá norska ríkinu í skiptum
fyrir stolna málverkið, en að þeim
kröfum var aldrei gengið. ■
SVONA ERUM VIÐ
EINKANEYSLA 1999-2003
LYF OG LÆKNISHJÁLP
1999 6.615
2000 7.010
2001 7.570
2002 7.642
2003* 7.601
Milljónir króna á föstu verðlagi.
Heimild Hagstofa Íslands.
* Áætlun.
Söluhæsta fartölvan í Evrópu
ACER
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
WWW.SVAR.IS
tækni
FARTÖLVUR
– hefur þú séð DV í dag?
Börnin í Kjarrhólma 24
þora ekki út að leika sér
Guðbjörg vill hjálp vegna geðsjúks nágranna
Sambíó Álfabakka:
Bilun í
rafveitu
BÍÓSÝNING Bilun í rafmagnsveitu
raskaði fyrirhugaðri sýningu á
kvikmyndinni Catwoman fyrir
svokallaðan Samklúbb sem fyrir-
huguð var klukkan átta síðdegis
síðastliðinn fimmtudag.
Í bréfi sem sent var út á með-
limi klúbbsins kemur fram að
sýningin hafi verið færð yfir í Há-
skólabíó í staðinn. Þá kemur fram
að félagar í klúbbinum hafi átt
þess kost að sjá myndina á sama
tilboði og stóð til boða á fimmtu-
daginn, núna um helgina, ef ske
kynni að einhver hefði farið í fýlu-
ferð upp í Álfabakka. ■
HILLARY OG JOHN
Hillary Rodham Clinton og John McCain
héldu blaðamannafund í Tallinn í Eistlandi
um helgina. Þau eru í sendinefnd sem
kemur við hér í vikunni.
Öldungadeild
Bandaríkjaþings:
Á ferð um
Evrópu
STJÓRNMÁLAMENN Hillary Rodham
Clinton, öldungardeildarþingmað-
ur demókrata í Bandaríkjunum,
og öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain funduðu með fjöl-
miðlum í Tallinn í Eistlandi á laug-
ardag. Hillary bættist í hóp sendi-
nefndar öldungadeildar Banda-
ríkjaþings í Eistlandi, en þaðan er
förinni heitið til Noregs og Ís-
lands áður en hópurinn heldur aft-
ur heim til Bandaríkjanna.
Von er á Hillary ásamt eigin-
manni hennar Bill Clinton, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta, og
restinni af sendinefndinni hingað
til lands á þriðjudag. ■
Fartölvur frá Apple:
Gallaðar
rafhlöður
TÖLVUR OG TÆKNI Vegna ofhitnun-
ar rafhlaðna hefur Apple inn-
kallað hleðslurafhlöður í 15
tommu PowerBook-fartölvur
sem seldar voru víðs vegar um
heiminn frá því í janúar og
fram í ágúst á þessu ári.
Á vef Apple á Íslandi segir
að þekkja megi varhugaverðar
rafhlöður á raðnúmeri þeirra,
en til að sjá það þarf að taka
rafhlöðuna úr tölvunni. Hefjist
vörunúmerið á A1045 og rað-
númerið á HQ404, HQ405,
HQ406, HQ407 eða HQ408 þarf
að skipta um rafhlöðu. Ekki er
talið að gallaðar rafhlöður hafi
verið seldar hér, en fólk hvatt
til að gá engu að síður. ■
FANGAÐUR GEITUNGUR
Holugeitungar eru herskárri og viðskotaillri en trjágeitungar.
ERLING ÓLAFSSON
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun, samgleðst fólki að vera
laust við viðskotailla holugeitunga sem
stefndi í að yrðu margir núna síðsumars.
ÓPIÐ
Einu fjögurra eintaka af málverkinu Ópinu eftir Edvard Munch var stolið í gær ásamt fleiri
verkum norska málarans.
MADONNA
Þetta fræga verk Munchs var einnig meðal hinna stolnu.
M
YN
D
/A
P