Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 16
Magnús Leopoldsson, löggildur
fasteignasali, er 58 ára í dag.
„Ótrúlegt alveg hreint en svona
er nú gangur lífsins,“ segir af-
mælisbarnið, sem á von á að
vera við vinnu mestan hluta
dags. „Ég var úti á landi að
skoða jarðir um helgina svo ég
býst við að ég þurfi að vera á
skrifstofunni í dag. Ég á nú ekki
þannig afmæli að ég geri sér-
stök plön en mig grunar að eitt-
hvað verði gert fyrir mig í mat
og drykk. Ekki hefur mikið far-
ið fyrir afmælum mínum hing-
að til en ekki er öll von úti enn.
Ég gæti tekið upp á því í fram-
tíðinni að fara að halda upp á
þessa daga.“
Magnús hefur mikla ástríðu
á starfi sínu en hann er fast-
eignasali og í þeim geira er nóg
að gera þessa dagana. „Einmitt
núna er háannatími hjá okkur á
Fasteignamiðstöðinni en við
höfum meðal annars sérhæft
okkur í sölu á jörðum víðs veg-
ar um landið. Ég hef því eytt
talsverðum tíma á flakki, enda
finnst mér afskaplega skemmti-
legt að skoða Ísland. Ég hef nú
komið víða og heim á ansi
marga bæi en eftir því sem ég
skoða landið betur eignast ég
fleiri uppáhaldsstaði. Í gegnum
starf mitt fæ ég að sjá fjöl-
marga fallega staði, fólkið á
bæjunum bendir mér oft á það
sem ekki er auðséð frá þjóðveg-
inum.“
Á sumrin er vinnan mikil hjá
Magnúsi og fáir dagar fara til
spillis. „Við erum átta sem
störfum hjá Fasteignamiðstöð-
inni og á þessum tíma eru marg-
ir í fríi þannig að það er eins
gott að vera á svæðinu. Maður
telur sig vera svo ómissandi en
ég ætti nú eitthvað að fara bæta
úr þessu. Ég hef ekki farið
mikið í frí í sumar. Skrapp þó í
nokkra daga í sumarbústað í
Biskupstungum fyrir skömmu
og fékk alveg svakalega fínt
veður. Mig langar þó að
skoða vestfirðina betur og
vonast til að geta gert
það bráðlega. Ég
hugsa nú ekki einu
sinni um útlönd
þegar veðrið er
svona fallegt.“ ■
16 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR
Leikkonan SHELLEY LONG, sem
meðal annars gat sér gott orð í
Staupasteini, er 55 ára í dag.
AFMÆLI
Stefán Jónsson leikari er 40 ára.
ANDLÁT
Jóhanna Ásdís Sophusdóttir, Vallarbraut
15, lést 19. ágúst.
JARÐARFARIR
13.30 Magnús Eydór Snæfells Þorsteins-
son, frá Meltungu, verður jarð-
sunginn frá Kópavogskirkju.
13.30 Lýður Þrastarson, Skeljatanga 35,
verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju.
Rudolph Valentino, stjarna þöglu
kvikmyndanna, lést á þessum degi
árið 1926, einungis 31 árs. Fregnir
af andláti hans komu af stað
fjöldasorg aðdáenda hans. Á hans
stutta ferli á hvíta tjaldinu vann
Valentino sér inn það orðspor að
vera fyrirmynd elskhuga kvik-
myndanna. Eftir andlát hans, sem
var af völdum opins magasárs, var
tilkynnt um tugi sjálfsvígstilrauna
og leikkonan Pola Negri, ástkona
Valentinos, var sögð óhuggandi.
Tugþúsundir aðdáenda vottuðu
honum virðingu sína við kistu-
lagninguna í New York og um
100.000 söfnuðust saman fyrir
utan kirkjuna þaðan sem jarðar-
förin fór fram. Eftir það var lík
hans flutt til Hollywood þar sem
önnur athöfn fór fram áður en
hann var jarðsunginn.
Valentino, sem var skírður
Rodolfo Guglielmi, fæddist í
Castellaneta á Ítalíu árið 1895.
Hann flutti til Bandaríkjanna árið
1913 og vann ýmis störf þar til
hann flutti til Hollywood árið
1917. Eftir nokkur smáhlutverk í
kvikmyndum fékk hann aðalhlut-
verkið í myndinni The Four
Horsemen of the Apocalypse árið
1921 og hjólin fóru að snúast.
Hann var fyrsta karlkyns kyntákn
Hollywood og dáður af milljónum
kvenna. Einkalíf hans var storma-
samt og eftir tvö misheppnuð
hjónabönd fór hann að sjást með
pólsku leikkonunni Pola Negri
árið sem hann lést. ■
ÞETTA GERÐIST
RUDOLPH VALENTINO DEYR
23. ágúst 1926
„Ef þú hættir ekki, svindlar ekki og hleypur ekki í skjól
þegar þú lendir í vandræðum er bara hægt að sigra.“
Það er möguleiki á að keppnisskapið hlaupi með mann í gönur
ef leiðbeiningum Shelley Long er fylgt eftir.
Þögul stjarna fellur frá
AFMÆLISBARN DAGSINS: Magnús Leopoldsson 58 ára
Æfingar standa nú yfir í Þjóðleik-
húsinu á nýju íslensku leikriti
sem nefnist Böndin á milli okkar.
Verkið er eftir Kristján Þórð
Hrafnsson en þetta er í annað sinn
sem verk eftir hann er á fjölum
Þjóðleikhússins. Fyrra verkið var
Já, hamingjan sem var frumsýnt
árið 2001 en Böndin á milli okkar
er dramatískt leikrit sem veltir
upp spurningum um tengsl á milli
einstaklinga, vald og valdleysi.
Hilmir Snær Guðnason leik-
stýrir verkinu og aðstoðarleik-
stjóri er Ingibjörg Þórisdóttir. Í
leikhópnum eru Sólveig Arnars-
dóttir, Rúnar Freyr Gíslason,
Nanna Kristín Magnúsdóttir og
Friðrik Friðriksson. Lýsing er í
höndum Ásmundar Karlssonar,
Margrét Sigurðardóttir sér um
búninga og höfundur leikmyndar
er Jón Axel Björnsson. Áætlað er
að frumsýna Böndin á milli okkar
í október. ■
Hilmir Snær leikstýrir nýju verki
RIVER PHOENIX Þessi bráðefnilegi ungi
leikari hefði orðið 34 ára í dag en hann
lést af völdum ofneyslu eiturlyfja fyrir utan
næturklúbbinn The Viper Room þann 31.
október árið 1993.
SÓLEY ÓSK EYJÓLFSDÓTTIR Er blað-
beri vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hún hefur
borið út í eitt og hálft ár, er ekki með neitt
í vösunum og leggur mikið upp úr því að
lifa lífinu.
Hvað heitir blaðberinn?
Sóley Ósk Eyjólfsdóttir.
Hvað hefurðu borið út
lengi?
Í eitt og hálft ár.
Hvað ertu með í
vasanum?
Ekki neitt.
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera?
Að vera með vinum mínum.
Hvert er þitt mottó?
Að lifa lífinu.
BLAÐBERI VIKUNNAR
MERKISATBURÐIR 23. ágúst
1839 Hong Kong fellur í hendur Bretum
í stríði þeirra við Kína.
1939 Þýskaland og Sovétríkin skrifa
undir sáttmála um að ráðast ekki
á hvort annað.
1944 Bandamenn frelsa Marseille í síð-
ari heimsstyrjöldinni.
1962 Fyrsta beina útsendingin sem
sjónvarpað er bæði í Bandaríkjun-
um og Evrópu fer fram.
1982 Líbanska þingið kýs Bashir Gema-
yel sem forseta. Hann er myrtur
þrem vikum síðar.
1984 Southfork-búgarðurinn, heimili
Ewing-fjölskyldunnar í Dallas, er
seldur.
1990 Saddam Hussein birtist í írösku
sjónvarpi með hópi vestrænna
fanga sem hann vísaði til sem
„gesta“. Hann sagði mönnunum
að þeir væru í haldi til að koma í
veg fyrir stríð.
1993 Lögreglan í Los Angeles staðfestir
að Michael Jackson liggi undir
grun í glæparannsókn.
2000 Upplýst er að Richard Hatch sé
sigurvegari Survivor. Hann vann
eina milljón dala fyrir dvöl sína á
eyjunni Pulau Tida.
AÐSTANDENDUR SÝNINGARINNAR
Æfingar eru hafnar á nýju verki eftir
Kristján Þórð Hrafnsson í leikstjórn
Hilmis Snæs.
MAGNÚS LEOPOLDS-
SON Fasteignasalinn er
58 ára í dag en býst við
að vera í vinnunni.
Ekki öll von úti enn