Fréttablaðið - 23.08.2004, Qupperneq 18
„Það er hægt að gera nánast hvað
sem er og um að gera að gefa sér
bara góðan tíma til að skoða
möguleikana vel,“ segja þær
Hulda I. Skúladóttir og Helga
Nína Aas tækniteiknarar innrétt-
ingadeildar BYKO í Breiddinni
þegar kemur að því að breyta eða
bæta baðherberginu. „Til þess að
fá það sem maður vill getur for-
sjárhyggja skipt máli og mælum
við með því að ákvarðanir séu
teknar um útlit og hönnun baðher-
bergisins áður en allt er rifið út,“
segja þær því það tekur tíma að
velja úr því mikla úrvali sem
býðst auk þess sem sumt þarf að
sérpanta og því ekki ráðlegt að
klára málin á einum degi.
„Ef um umfangsmiklar breyt-
ingar er að ræða ráðleggjum við
fólki að verða sér út um grunn-
mynd af baðherberginu þar sem
kemur fram meðal annars stað-
setning hurðar og glugga sem er
ansi mikilvægt fyrir skipulagið,“
segja þær Helga Nína og Hulda
sem aðstoða viðskiptavini sína við
alla hugmyndavinnu og val.
„Það sem skiptir miklu máli er
að fólk velji vel svo allt falli að
sama stílnum, bæði inn á baðher-
berginu og útfrá öðru í húsinu.
Samspil margra hluta er um að
ræða og skiptir máli að allt fari
vel saman,“ segja þær.
„Hérna áður fyrr var úrvalið
ekki mikið en nú er það endalaust
og í raun hrein unun að koma og
skoða allt það sem er til því hönn-
un á þessum hlutum hefur fleygt
svo mikið fram. Efnin sem vör-
urnar eru unnar úr er orðið víð-
tækara og eru flest baðkör í mörg-
um stærðum sem auðvelt er að
þrífa og þægilegt að liggja í,“
segja Helga Nína og Hulda sem
benda á að hjá BYKO sér fagfólk
um allt vöruval og vöruþróun og
þar á meðal innanhússarkitekt,
enda gerir fólk í dag miklar kröf-
ur til baðherbergisins.
„Við sjáum það í nýjum húsum
að fólk er farið að hafa baðher-
bergið stórt og vill hafa þar meiri
lúxus. Mikið hefur aukist að heitir
pottar séu í görðum fólks og þá
jafnvel gengið út að pottinum úr
baðherberginum og þannig
stækkar hlutverk þess,“ segja
þær og telja baðherbergið stað
þar sem fólk vill láta sér líða vel.
Hinsvegar býður ekki allt
húsnæði upp á mikið rými og að
jafnaði er fólk með baðherbergi
sem er svona 4 til 6 fermbetrar.
„Fólk getur auðvitað látið sér
detta hvað sem er í hug en það
verður að sjálfsögðu að vera með
raunhæfar hugmyndir og það
verður að vinna innan þess
ramma sem rýmið býður upp á.
En góður undirbúningur er allt
sem þarf og með réttri skipu-
lagsvinnu er hægt að gera ótrú-
legustu hluti,“ segja Helga Nína
og Hulda.
kristineva@frettabladid.is
Þegar þú ert að selja húsið þitt eða íbúð hækkaðu þá verðið sem
þú vilt fá um fimm til tíu prósent. Þannig er líklegra að þú fáir verðið
sem þú vildir þegar boðið er í húsið.
Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
Sumartilboð
Amerískar lúxux heilsudýnur
– Betra verð, betri gæði –
Baðherberginu breytt:
Góður undirbúningur
er allt sem þarf
Helga Nína Aas og Hulda I. Skúladóttir hjá BYKO aðstoða
fólk við alla hugmyndavinnu varðandi baðhergið.
Þúsundir fermetra af
flísum
á lækkuðu verði
Gegnheilar útiflísar frá kr. 1.250.- m
Smellt plastparket 7 mm frá kr.890.- m
Veggflísar 20 x 25 kr. 890.-m
Öll Nords
jö útimál
ning
með30%
afslætti!
Pallaolía
3 L. kr. 7
90.-
Verðdæmi:
2
2
ÚTSALA
2