Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 53

Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 53
■ TÓNLIST 29MÁNUDAGUR 23. ágúst 2004 CRUISE HEILSAR AÐDÁENDUM Hjartaknúsarinn Tom Cruise var í góðu skapi þegar hann heilsaði aðdáendum sínum við frumsýningu myndarinnar Collateral í Mexíkóborg fyrir skömmu. MOBY Moby á nóg af efni fyrir sína næstu plötu. Úr 200 lögum í 20 Tónlistarmaðurinn Moby samdi yfir tvö hundruð lög fyrir næstu plötu sína en hefur undanfarið náð að vinsa út þau tuttugu bestu. „Ég vil alltaf hafa nóg að gera,“ sagði Moby. „Ég öfunda fólk sem getur notað frítíma sinn og slakað á. Ég vil bara vinna.“ Hann segist hafa samið öll lögin fyrir plötuna, sem kemur út í apríl, á gítar. „Það er kaldhæðnislegt því flestir líta á mig sem hljóðbútaþjóf. Ég hef samt verið kallaður verri nöfn- um.“ Síðasta plata Moby, 18, kom út fyrir tveimur árum og fékk ágætar viðtökur. ■ Plata frá U2 í nóvember Næsta plata hljómsveitarinnar U2 kemur út þann 23. nóvember. Upptökustjóri verður Steve Lillywhite. Fyrsta smáskífulagið heitir Vertigo og kemur það út í næsta mánuði. Myndband við lag- ið er síðan væntanlegt í október. Geisladiskur með efni af nýju plötunni hvarf í síðasta mánuði þegar U2 var í myndatöku í Frakklandi. Liðsmenn sveitarinn- ar óttuðust að platan myndi leka ókláruð á netið en sú hefur ekki orðið raunin. Síðasta plata U2, All That You Can’t Leave Behind, kom út fyrir fjórum árum. ■ ■ TÓNLIST HJÓN Á FRUMSÝNINGU Leikarinn Ben Stiller og eiginkona hans Christine Taylor voru glaðbeitt við frumsýn- ingu myndarinnar DodgeBall í London á dögunum. Þau leika bæði í myndinni. *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. VPL-HS3 Widescreen skjávarpi frá Sony. Skjávarpi með HDMI tengi, sem leyfir stafræna myndtengingu og gefur mestu mögulegu myndgæði. Með Sideshot 2 átt þú ekki í vandræðum með staðsetningu því Cineza myndvarpinn getur varpað mynd rétt á vegg frá hlið. Skjávarpinn fékk 4 stjörnur frá hinu virta blaði Home Cinema Choice. Cinema Black Pro Skerpa 800:1 Hljóðlátur (28db) 16.650 krónur í 12 mánuði* eða 199.800 krónur Ólympíu- tilboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.