Fréttablaðið - 02.09.2004, Side 18

Fréttablaðið - 02.09.2004, Side 18
18 2. september 2004 FIMMTUDAGUR SIKHAR FAGNA Talið er að allt að tvær og hálf milljón sikha taki þátt í hátíðahöldum í tilefni af 400 ára afmæli Sri Guru Granth Sahib, helgrar bókar sikha. Fjöldi fólks lagði leið sína í Gullna musterið í Amritsar á Indlandi. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness: Sértekjur hækkuðu um sex prósent HEILBRIGÐISMÁL Rekstur sjúkra- hússins og heilsugæslustöðvar- innar á Akranesi var jákvæður sem nemur 2,4% af heildar- tekjum samkvæmt uppgjöri fyrstu sex mánaða ársins, að því er kemur fram í upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Sértekjur hækkuðu um 6,6% milli ára. Hækkun þeirra stafar fyrst og fremst af aukinni út- seldri þjónustu til annarra heil- brigðisstofnana.Ý Launagjöld samkvæmt uppgjörinu hækka um 2,3% á milli tímabila sem er í samræmi við áætlun. Lækninga- og hjúkrunarvörukostnaður hækkar nokkuð umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Á- stæður má rekja beinlínis til auk- innar starfsemi og fjölgunar að- gerða, einkum liðskiptaaðgerða en þeim fjölgar um 50% á milli ára þetta tímabil. Skurðaðgerð- um fjölgar í heild um ríflega 9% á milli tímabila, hæst er hlutfallið í liðskiptaaðgerðum og kvensjúk- dómaaðgerðum. Á flestum öðrum sviðum er ennfremur um aukn- ingu að ræða. Legudögum fjölgar nokkuð á þessu tímabili og skýrist það af eðli þeirra aðgerða sem fengist er við. Þróunin hefur hinsvegar verið sú undanfarin ár að legudögum fækkar á SHA eins og á öðrum sjúkrahúsum og nefna má að frá 1997 hefur legu- dögum á SHA fækkað um 500 á ári hverju, sjúklingum fjölgar þó umtalsvert. ■ RÉTTARHÖLDUM FRESTAÐ Fresta þarf endurteknum réttarhöldum yfir Mounir el Motassadeq um viku. Ástæðan er sú að helsti lög- maður hans slasaðist í mótor- hjólaslysi. Motassadeq var fund- inn sekur um hryðjuverk en æðri dómstóll fyrirskipaði að aftur yrði réttað í máli hans. FYRRUM RÁÐHERRA HANDTEK- INN Króatar hafa handtekið Lkube Boskovski, fyrrum innan- ríkisráðherra Makedóníu. Boskovski er sagður hafa fyrir- skipað morð á sjö ólöglegum inn- flytjendum. Hann lét líta út fyrir að þeir væru hryðjuverkamenn til að láta líta út fyrir að Makedónar stæðu sig í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Fangelsi í París: Hálfkláruð göng fundust FRAKKLAND, AP Þrenn hálfkláruð göng og skóflur hafa fundist undir La Sante-fangelsinu í París. Göngin komu í ljós eftir að nokkrir fangar sem urðu varir við undarleg hljóð undir klefum sínum létu fangelsismálayfirvöld vita. Ekki liggur enn fyrir hvort nota hafi átt göngin, sem áttu upp- tök sín fyrir utan fangelsið en náðu ekki inn í það, til að hjálpa föngum að flýja eða fremja skemmdarverk í fangelsinu. Margir af hættulegustu föng- um Frakklands, meðal annars ís- lamskir hryðjuverkamenn, eru í La Sante. Búið er að fylla upp í göngin og færa alla hættulegustu fangana á annan stað. ■ FLEIRI HEIMSÆKJA HORNAFJÖRÐ Rúmlega 130 þúsund ferðamenn heimsóttu Hornafjörð í sumar, segir á vef sveitarfélagsins. Guðrún Ingimundardóttir, starfs- maður Jöklasafnsins, segir lengdan afgreiðslutíma hafa skilað aukinni aðsókn. Þá kemur fram að 7.000 manns hafi gist í smáhúsum á tjaldstæðinu og tjaldstæði bæjarins hafi fjórum sinnum verið fullt í sumar. ■ SVEITARFÉLÖG ■ EVRÓPA AKRANES Sjúkrahúsið hefur aukið útselda þjónustu til annarra heilbrigðisstofnana. HAGYRÐINGAR MÆTAST Meðal at- riða á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld er hagyrðingakeppni, þar sem landslið hagyrðinga er sagt munu mætast og kveðast á undir dyggri stjórn Karl Ágústs Úlfs- sonar. Á vef bæjarfélagsins kem- ur fram að yrkisefnið sé „að sjálfsögðu Reykjanesbær og Ljósanótt“. Hagyrðingakvöldið hefst klukkan átta í kvöld í Stap- anum og stendur fram til ellefu, eða allt eftir andagift kvöldsins. ■ UPPÁKOMUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.