Fréttablaðið - 02.09.2004, Side 36

Fréttablaðið - 02.09.2004, Side 36
Öllum þeim sem hafa sýnt okkur vinarhug við fráfall og útför gylfa þ. gíslasonar 18. og 27. ágúst síðastliðinn þökkum við af hug og hjarta. Eins þökkum við starfsfólki öldrunarlækningadeildar Landspítalans í Fossvogi, Heimahjúkrunar og Heimahlynningar. Guðrún Vilmundardóttir. Þorsteinn Gylfason. Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir. Guðrún Vilmundardóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. Baldur Hrafn Vilmundarson. „Við eigum eftir að sjá gífurleg- an vöxt á UNIFEM á Íslandi á næstu árum,“ segir Birna Þór- arinsdóttir, framkvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi, en hún hóf störf sem slíkur í gær. UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur og stendur sjóðurinn fyrir verkefnum um allan heim til að bæta stöðu kvenna og kjör þeirra með sér- stakri áherslu á konur í þróun- arlöndunum. UNIFEM á Íslandi er ein fjölmargra landsdeilda sem sjá um að afla fjár fyrir sjóðinn. „Félagið á Íslandi hefur mjög öfluga stjórn núna og þessi ráðning framkvæmdastjóra er til þess eins að gera starfið enn öflugara. Okkar markmið er að fjölga félögunum og vera með enn öflugari og stærri starf- semi þannig að við getum styrkt verkefni UNIFEM enn frekar.“ Birna er ekki ókunn félaginu þar sem hún hefur verið að vinna mikið með samtökunum, t.d. hefur hún verið að vinna að rannsókn í samstarfi við UNI- FEM, Rannsóknarstofu í kven- na- og kynjafræðum og utanrík- isráðuneytið. Í ár er afmælisár UNIFEM á Íslandi sem var stofnað 1989 og er því 15 ára. Meðal annars af því tilefni hefur verið ákveðið að blása til stórsóknar í starfi félagsins. „Framundan er árleg- ur morgunverðarfundur, þann 25. nóvember, sem að þessu sinni verður haldinn bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það er alltaf gefið út rit í tengslum við morgunverðarfundina en nú verður gefið út afmælisrit sem verður sérlega veglegt. Þann sama dag fer líka af stað ellefu daga herferð gegn ofbeldi gegn konum sem UNIFEM er í for- svari fyrir.“ Birna lítur björtum augum á framtíðina og segist mest hlakka til að takast á við að reka félagið. „Aðalverkefnið verður að kynna UNIFEM fyrir al- menningi þannig að hann viti hvað UNIFEM er og hvað það gerir og efla félagið. Ég vil sjá hag félagsins sem mestan,“ seg- ir hún að lokum. ■ 24 2. september 2004 FIMMTUDAGUR CHRISTA MCAULIFFE Kennslukonan sem fórst með geimskutl- unni Challenger þann 28. janúar 1986 fæddist á þessum degi árið 1948. AFMÆLI Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður er 51 árs. Jón Helgi Þórarinsson, prest- ur í Langholtskirkju er 47 ára. BRÚÐKAUP Brúðhjónin Sjöfn Sigurðardóttir og Thomas R. Madsen, Hjallabraut 39, Hafnarfirði, voru gefin saman í Víði- staðakirkju 19. júní. Prestur var sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. ANDLÁT Helga Sigurðardóttir, Sólvallagötu 5a, Reykjavík, lést mánudaginn 30. ágúst. Oddný Sigurbjörnsdóttir Fanndal, hjúkrunarfræðingur og tónlistarkennari, Suðurgötu 6, Siglufirði, lést mánudaginn 30. ágúst. Sigríður Egilsdóttir lést mánudaginn 30. ágúst. Sigurður Gísli Guðnason Eddy Ekhol, Svíþjóð, lést þriðjudaginn 24. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Sigríður Guðný Pálsdóttir hjúkr- unarkona, Bergþórugötu 16a, verður jarðsungin frá Áskirkju. 14.00 Helgi Ingólfur Ibsen, fyrrv. skip- stjóri og framkvæmdastjóri, Leyn- isbraut 10, Akranesi, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Gísli Guðbergsson, Kleppsvegi 138, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 15.00 Jósefína Kristjánsdóttir, Hæðar- garði 29, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 15.00 Hörður Sigurvinsson, Safamýri 56, verður jarðsunginn frá Garða- kirkju. „Drottinn minn, hvað get ég gert? Ég er örmagna, fólk vill ekki hlýða mér. Ég hef verið að rífa niður hús, en eldurinn fer fram úr okkur hraðar en okkur tekst að rífa,“ sagði borgarstjórinn í London við rithöfundinn Samuel Pepys daginn sem bruninn mikli varð í London árið 1666. Þá um nóttina hafði kviknað í og eldurinn hélt áfram að brenna sífellt fleiri hús í heila fimm daga. Eldurinn gleypti um það bil 13.200 hús, þar af 87 kirkjur. St. Páls dómkirkjan var meðal þeirra bygginga sem brann, en ný kirkja var reist þar sem hún stóð. Þrátt fyrir allan þennan hama- gang er ekki vitað til þess að eld- urinn mikli hafi orðið nema sex manns að bana. Hugsanlegt er þó talið að mannfallið hafi verið meira. Hundrað þúsund manns misstu heimili sitt. Borgin var full af timburhús- um frá miðöldum. Mörg húsanna voru tjöruborin, til þess að verjast rigningu, en það gerði þau eld- fimari fyrir vikið. Götur voru þröngar og húsin stóðu þétt. Eldurinn kviknaði fyrst í ofni hjá bakaranum Thomas Farrinor. Hann gleymdi víst að slökkva eld- inn í ofninum, og gneistar bárust í eldiviðarstafla þar rétt hjá. Svo gerðist það árið 1986 að bakarar í London fundu hjá sér þörf til þess að biðjast afsökunar á þessari afdrifaríku yfirsjón starfsbróður þeirra, Tómasar Farrinor, rúmlega fjórum öldum fyrr. ■ ÞETTA GERÐIST ELDURINN MIKLI LEGGUR LONDON Í RÚST 2. september 1666 „Ég snerti framtíðina. Ég kenni.“ - Christa McAuliffe sinnti starfi sínu af hugsjón og brennandi áhuga. London brennur Mikið starf á afmælisári NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI UNIFEM: BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR Nútímadanshátíð Reykjavíkur hefst í Borgarleikhúsinu á föstudaginn en á dagskránni eru sjö splunkuný verk eftir íslenska og erlenda höf- unda auk gestasýningar frá Svíþjóð sem nefnist Things That Happen At Home. Reykjavíkurborg, Mennta- málaráðuneytið og Borgarleikhúsið standa að baki hátíðinni sem nú er haldin í þriðja sinn. Hátíðin endur- speglar gróskuna sem ríkir í nú- tímadansi um þessar mundir og meðal þeirra sem fram koma eru nýir, ungir og upprennandi dansar- ar. Í fyrsta sinn er Íslenski dans- flokkurinn ekki með á hátíðinni en verk eftir nokkra dansara úr flokknum eru á dagskránni um helgina. Höfundar verkanna sem sýnd verða á Nútímadanshátíð Reykjavíkur eru Ástrós Gunnars- dóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Camron Corbet, Peter Anderson, Nadia Banine, Ólöf Ingólfdóttir og Ismo-Pekka Heikinheimo. Ólöf Ing- ólfsdóttir, danshöfundur og ein af aðstandendum hátíðarinnar segir fámennan hóp fást við nútímadans á Íslandi en áhugi fólks á dansi leyni sér ekki. „Nú hafa fleiri uppgötvað dans sem leikhúsform og áhuginn fer ört vaxandi.“ Verkin á hátíðinni sýna fjölbreytileikann í nútíma- dansi, höfundarnir hafa tekið fyrir ólík viðfangsefni og dansararnir eru af öllum toga. Lovísa Gunnars- dóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Örnólfsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson eru meðal flytjenda dansverkanna en hátíðin stendur yfir til 11. september. ■ DANS: NÚTÍMADANSHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 3. SEPTEMBER Nýuppgötvað leikhúsform STÍFAR ÆFINGAR Flytjendur og höfund- ar hinna sjö nýju verka sem sýnd verða á danshátíðinni standa í stífum æfingum fram á föstudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F RÍ Ð U R EG G ER TS D Ó TT IR BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR Hún er fyrsti framkvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi. Hún segir aðalverkefnið framund- an vera að kynna félagið og starfsemi þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.