Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 46
34 2. september 2004 FIMMTUDAGUR ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Antonía Hevesi píanóleikari og organisti kemur fram ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni tenór á hádeg- istónleikum í Hafnarborg, menn- ingarmiðstöð Hafnarfjarðar.  12.15 Jón Svavar Jósefsson bassa- baritónn og Agnes Löve píanó- leikari koma fram á fyrstu tónleik- um í hádegistónleikaröð Tónlist- arskóla Garðabæjar, sem haldin er í skólanum alla fimmtudaga í september í tilefni af 40 ára af- mæli skólans.  22.00 Lára syngur á Grand Rokk. „Mig langar bara til að leyfa fólki að heyra í manni og eiga skemmtilega kvöldstund,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sópransöngkona, sem ætlar að halda tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. „Þetta er líka falleg kirkja og góð stemning þar,“ bætir Sigríður við en hún ætlar að syngja trúarleg lög undir orgelleik, íslensk og ensk söng- leikjalög undir píanóspili. Sem sagt leikandi létt dagskrá með dramatísku ívafi. Tilgangur tónleikanna er einnig að afla fjár til að standa straum af kostnaði við fram- haldsnám Sigríðar Óskar í London. Hún er þar að hefja annað ár sitt í söngnámi í Royal College of Music. Með Sigríði Ósk á tónleikun- um verða Lára Rafnsdóttir píanóleikari, Jón Bjarnason org- elleikari, Emilía Rós Sigfúsdótt- ir flautuleikari, Bentína Sigrún Tryggvadóttir mezzo-sopran og Daði Sverrisson píanóleikari. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Fimmtudagur SEPTEMBER                  !    ""#                                                                      SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Heldur tónleika í Fríkirkjunni til að standa straum af námi sínu í London. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Syngur fyrir náminu „Héðan úr skólanum hafa út- skrifast 35 eða 36 nemendur frá byrjun, flestir í söng,“ segir Agn- es Löve, skólastjóri Tónlistar- skóla Garðabæjar, sem býður til hádegistónleika á hverjum fimmtudegi í septembermánuði í tilefni af 40 ára afmæli skólans. „Við ætlum að leyfa fólki að heyra hvað þessir nemendur eru að gera núna og ætlum að hafa fimm tónleika í september. Ef vel gengur ætlum við svo að efna aftur til tónleika í janúar.“ Tónlistarskóli Garðabæjar var stofnaður árið 1964. Fyrsti skólastjórinn var Guðmundur Nordal. Fyrsta veturinn voru 33 nemendur við skólann og þrír kennarar. „Bæjarfélagið hefur vaxið mjög á þessum tíma og skólinn með. Núna eru í skólanum á fimmta hundrað nemendur og upp undir þrjátíu kennarar.“ Söngdeildin hefur alltaf verið mjög öflug í skólanum. Aðal- kennari hefur verið Snæbjörg Snæbjarnardóttir og frá henni hafa útskrifast um 20 nemendur. „Undanfarin ár hefur líka ver- ið mjög mikil aðsókn í gítarnám. Það er svo mikið af litlum strák- um sem langar að læra á gítar.“ Í hádeginu í dag ætlar Jón Svavar Jósefsson bassabarítón, sem útskrifaðist vorið 2003, að syngja. Skólastjórinn, Agnes Löve, ætlar sjálf að leika með honum á píanóið. Hún situr líka við píanóið í næstu viku þegar Haukur Páll Haraldsson söngvari hefur upp raust sína. ■ Fertugur tónlistarskóli ■ TÓNLEIKAR JÓN SVAVAR JÓSEFSSON OG AGNES LÖVE Koma fram á hádegistónleikum í Tón- listarskóla Garðabæjar. „Ég verð bara ein með gítarinn,“ segir Lára Rúnarsdóttir söng- kona, sem verður með tónleika á Grand Rokk í kvöld. „Líklega verður einhver upphitunarhljóm- sveit, en það er óráðið enn.“ Lára ætlar að flytja nokkur lög af plötunni sinni, sem kom út fyrir síðustu jól. Aðalefni tónleikanna verður þó ný lög eftir Láru, sem er býsna iðin við lagasmíðar þessa dagana. „Það kemur eitthvað á hverjum degi,“ segir hún og segist aðspurð semja fyrst og fremst um sjálfa sig. „Þetta er bara um það sem ég er að ganga í gegnum hverju sinni, og svo smá skáldskapur með.“Annars er Lára þessa dag- ana að hefja samstarf með hljóm- sveitinni Delphi, sem hefur unnið bæði með Quarashi og Maus. „Við erum að fara að taka upp plötu saman, en lögin mín verða útsett þar allt öðru vísi en á síð- ustu plötu. Þeir gera allt miklu rafrænna og eru meira í tölvutón- list.“ ■ LÁRA Syngur nýtt efni á Grand Rokk í kvöld. ■ TÓNLEIKAR Ein með gítarinn ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.