Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 10
Færeyska þungarokkhljómsveit- in Týr er að gera það gott í Finn- landi þessa dagana. Það er greini- legt að víkingarokkið fer vel í Finnana en þessa vikuna trónir myndbandið við lagið Regin smidur á toppi tónlistarvinsælda- lista í finnsku sjónvarpi og það eru ekki ómerkari kappar en The Rasmus sem verða að víkja fyrir Færeyingunum en lag þeirra, Guilty, er í öðru sæti á eftir Regin smid. Ingólfur Júlíusson kvikmynda- gerðarmaður leikstýrði mynd- bandinu og er að vonum ánægður með árangurinn. „Þeir hafa verið að spila í Eistlandi, Lettlandi, Lit- háen, í kringum St. Pétursborg og svolítið í Finnlandi og Þýskalandi. Þeir virðast eiga sterkan aðdá- endahóp þarna. Ég hef nú lítið verið að fylgjast með þeim en þeir virðast vera búnir að meika það,“ segir Ingólfur, sem frétti af velgengni myndbandsins þegar Heri Joensen, söngvari og aðal- gítarleikari Týs, sendi honum tölvupóst. „Hann er gríðarlega kátur en ég var eiginlega búinn að gleyma þessu myndbandi enda er komið ár síðan ég skilaði þessu af mér og hef verið á kafi í öðru síðan.“ Ingólfur hefur meðal annars verið að gera sjónvarpsauglýs- ingar en hann rekur eins manns auglýsingastofuna NN Media auk þess sem hann er að leggja loka- hönd á heimildarmynd um drauga á vegum Draugasetursins á Stokkseyri. „Þetta er þriðja myndbandið sem ég geri fyrir Tý. Það fyrsta var tekið á Íslandi, annað í Fær- eyjum og Regin smid í Póllandi. Þangað fórum við á víkingahátíð þar sem 700 mannas lifðu eins og víkingar án rafmagns og renn- andi vatns í viku. Við nutum mik- illar velvildar þarna og fengum mikla kappa til að leika í bardaga- atriðunum.“ Ingólfur segist hafa fengið sáralítið greitt fyrir myndbands- gerðina og hann kom sér meðal annars til Póllands á eigin kostn- að. „Ég leikstýrði, tók, klippti, sótti kaffi og gerði allt í þessu myndbandi en geri ráð fyrir að fá feitari tékka næst þegar ég geri myndband fyrir þá fyrst þeir eru orðnir svona frægir. Annars vona ég bara að myndbandið veki at- hygli á því sem ég er að gera og ég fái fleiri spennandi og krefj- andi verkefni.“ ■ 10 10. október 2004 SUNNUDAGUR HAROLD PINTER Rithöfundurinn er 74 ára. Filmaði víkingarokk í Póllandi INGÓLFUR JÚLÍUSSON: GERÐI VINSÆLT TÓNLISTARMYNDBAND FYRIR TÝ. „Þegar hið þekkta og óþekkta hefur verið tekið frá, hvað stendur þá eftir?“ - Stórar spurningar hafa sótt á afmælisbarn dagsins í gegnum tíðina. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, er 65 ára. ANDLÁT Sumarliði Lárusson, Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ, lést 7. október. Guðmundur Ófeigsson, Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést 7. október. Katla Nielsen Eiríksdóttir, Kaplaskjóls- vegi 51, lést 7. október. INGÓLFUR JÚLÍUSSON „Ég setti mig í samband við Kidda í Hljómalind eftir að ég heyrði Orminn langa og hann kom mér í samband við Tý. Við höfum verið góðir vinir upp frá því þannig að það lá beint við að gera myndbönd fyrir hljómsveitina.“ 10. október 1972 Á þessum degi árið 1972 tók Helgi Hóseasson sig til, lang- þreyttur á baráttu sinni fyrir því að fá skírnarsáttmála sinn ógilt- an, og skvetti skyri á þingmenn, forseta Íslands og biskup þegar hópurinn gekk frá Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið. „Ég varð að láta eitthvað koma á móti því að þingsetarnir og ríkis- stjórnin og fleiri ráðamenn eins og biskoppur sinntu ekki bréfi mínu. Ég skrifaði þeim öllum bréf og þeir önsuðu mér bara tveir; Bjarni Ben. og Lúðvík Jósepsson,“ segir Helgi. „Hinir svöruðu mér ekki og til minningar um það þá réðst ég í það að sæma þá skyr- inu. Ég hef ekki verið kærður fyrir það enn þann dag í dag.“ Helgi var handtekinn með látum eftir að hafa nánast tæmt skyrfötuna yfir þingheim og segir að hann hafi ekki verið tekinn neinum vettlingatökum. „Þeir lágu þarna fjórir ofan á mér í skyrslettunum og drösluðu mér svo burt, járn- uðum á höndum og fótum. Ég skvetti líka tjöru á stjórnarráðs- húsið á sínum tíma og hef ekki heldur verið kærður fyrir það. Þetta er kynjalegt þetta réttarfar í þessu helvítis landi. Menn eru nú kærðir fyrir minni læti en þetta,“ sagði Helgi þegar hann rifjaði upp mótmæli sín í viðtali við Fréttablaðið í fyrra. Hann gefur hvergi eftir og mótmælir enn. ÞETTA GERÐIST SKYRGUSUR GANGA YFIR ÞINGMENN ÞEGAR ÞEIR GANGA TIL ÞINGSETNINGAR. Helgi slettir skyrinu Uppheimar hafa gefið út ljóðabók-ina Lágmynd eftir Tadeusz Rozewicz í þýð- ingu Geirlaugs Magnússonar. Rozewicz fædd- ist 1921 í Radomska nærri Varsjá í Póllandi og er meðal þekktustu skálda í heimalandi sínu. Geirlaugur segir í formála sínum að að sínu viti snúist allur skáldskapur Rozewicz um eina spurningu „og eina spurningu aðeins: Hvað merkir það að vera manneskja? Spurning sú hefur vissulega vafist fyrir fleirum en sjaldan verið brýnni en á vorum tímum þar sem mannkynið hefur annars vegar tekið stærri stökk fram á við í að beisla náttúruna en jafn- framt sjaldan eða aldrei gengið lengra í grimmdarverkum gagnvart sjálfu sér og öðru lífi.“ Hjá Vöku-Helgafelli er komin útverðlaunabókin Leyndardómur ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sú saga hlaut Ís- lensku barna- bókaverðlaunin í ár. Bókin er spennusaga fyrir börn og ung- linga af bestu gerð. Dómnefnd Íslensku barna- bókaverðlaun- anna var sam- mála um að handritið bæri af öðrum sem send voru inn í keppnina og í áliti hennar segir meðal annars: „Leyndardómur ljónsins er dularfull og spennandi saga, þar sem höfundi tekst að skapa lifandi og skemmti- lega lýsingu á samfélagi krakka í skólabúðum úti á landi.“ NÝJAR BÆKUR MERKISATBURÐIR 1886 Smóking jakkinn kemur fyrst fyrir almenningssjónir í New York. 1963 Stífla brestur á Ítalíu með þeim afleiðingum að 3000 manns týna lífi. 1973 Fiji eyjar fá sjálfstæði eftir að hafa verið undir stjórn Breta í tæpa öld. 1973 Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, segir af sér embætti eftir að hann var ákærður fyrir skattsvik. 1986 Jarðskjálfti sem mælist 7,5 á Richter skekur San Salvador, höfðuðborg El Salvador, með þeim afleið- ingum að 1500 manns týna lífi. 1994 Írakar tilkynna að þeir ætli að senda herafla sinn frá landamærum Kúvæt. Þrátt fyrir yfirlýsinguna sáust engin merki um undan- hald. Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið með annan fótinn í Reykjavík undanfarið þar sem hann leikstýrir blóðugu hryllingsóperunni um morðóða rakarann Sweeney Todd í Íslensku óperunni. Verkið var frumsýnt á föstudaginn og Magn- ús Geir sér því fram á að geta sinnt LA af fullum krafti á næst- unni. „Það verður smá bland í poka í vikunni,“ segir Magnús Geir. „Ég fer norður, tek upp þráðinn þar og byrja á að fara yfir sýningar- málin á Svikum. Við frumsýndum verkið fyrir viku og það er að ganga afskaplega vel þannig að það þarf að kanna möguleikann á aukasýningum. Annars fer mestur kraftur um þessar mundir í Ausu og stólana sem við frumsýnum eftir mánuð.“ Á miðvikudaginn byrjar Magn- ús Geir svo að leita að krökkum til að leika í Oliver Twist seem verð- ur sýnt um jólin. „Við tökum við skráningum á miðvikudag og svo verða prufur í leikhúsinu á laug- ardaginn,“ segir Magnús Geir og tekur fram að krökkum alls staðar að af landinu sé velkomið að mæta. „Það er sama hvaðan gott kemur og við erum að leita að góðum hópi krakka til að leika á móti atvinnuleikurunum.“ Aðal- hlutverk Olivers og vinar hans Hrapps eru meðal þeirra sem Magn- ús Geir vonast til að geta mannað á laugardaginn en æfingar hefjast eftir mánuð. Magnús Geir er ekki enn laus undan skugga morðóða rakarans en Sweeney Todd bregður sér norð- ur fyrir heiðar í miðri viku. „Það verður kynning á verkinu í Lauga- borg á miðviku- dagskvöld og leikarar úr sýning- unni munu mæta og gefa smá sýn- ishorn af þvi sem er að gerast á sviðinu í Óperunni.“ ■ VIKAN SEM VERÐUR MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON LEITAR AÐ UNGU HÆFILEIKAFÓLKI. Leitar að Oliver Twist Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Er búinn að frumsýna Sweeney Todd í Íslensku óperunni og getur því gefið starfsemi Leikfélags Akureyrar alla athygli sína í vik- unni. HELGI HÓSEASSON Gafst upp á áhugaleysi yfirvalda á deilu sinni við biskup og Hagstofuna og lét því skyrgusur ganga yfir alþingismenn við þingsetninguna 1972. Á ÞRIÐJUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.