Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 10.10.2004, Qupperneq 16
16 10. október 2004 SUNNUDAGUR N‡jar og nota›ar vinnuvélar Flosi býr í lítilli íbúð viðKlapparstíg í Reykjavík.Margt á heimilinu minnir á liðna tíma, húsgögnin eru antík og síminn með skífu og hringir hátt. Geðhvörfin hafa sett mark sitt á Flosa, það er ekki yfir honum sama prestlega reisnin og var. Enda skiljanlegt, sjúkdómurinn er mis- kunnarlaus og fer ekki í mann- greinarálit. Flosi kveikir sér í sígarettu og lýsir öfgunum í sálinni. „Geðsveifl- urnar eru svakalegar. Oflæti mitt getur leitt til óminnis þannig að það hreinlega slokknar á mér og ég veit ekki hvað gerist á meðan. Ég hef verið í slíku ástandi í þrjá sól- arhringa. Og svo er það hinn end- inn, þunglyndið. Það getur birst í líkamlegri lömun sem getur leitt mig til dauða því ég hætti að anda.“ Ekki er auðvelt fyrir heilbrigða að skilja sveiflur sem þessar. Allir þekkja að verða bæði glaðir og sorgmæddir en hafa samt fulla stjórn á sjálfum sér. Hjá Flosa er veruleikinn annar. „Ég hef ekki hemlana, ræð hvorki við eitt né neitt.“ Líf hans er samt alls ekki tómt svartnætti, það er líka millivegur. „Stundum er ég í góðu jafnvægi. Það næst með hjálp lyfja, meðferð- ar, stuðnings, bænar, hvíldar, slök- unar, ástar Guðs og ábyrgðar manns.“ Þegar Flosi ræðir um ábyrgð manns á hann við sjálft samfélagið. „Við eigum að gæta bróður okkar. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Aðrir bera þá ábyrgð að gera mér kleift að vera til. Þetta er vestræn, kristin hugs- un og sú hugsun sem velferðarsam- félagið byggir á. Geðhvarfa verður fyrst vart Þó margt hafi gengið á í lífi Flosa síðustu 15 árin segist hann sáttur við sitt. „Ég er í sjálfu sér bara ósköp sæll og glaður í dag en hef auðvitað ekki alltaf verið það. Alls ekki. Ég hef verið reiður, ósáttur og gert allskonar vitleysu. Og auð- vitað kysi ég líf mitt eins og það var fyrir marsmánuð 1989.“ Það var þá sem hann veiktist fyrst. „Ég fékk kast en vissi svo sem ekki að ég væri alvarlega veikur. Síðan var ég greindur með geðhvarfasýki eins það var kallað þá. Fyrir starf Geðræktar og Héðins Unnsteinssonar var orðið sýki tekið aftan af og þetta bara kallað geðhvörf. Það er ögn geðs- legra orð og maður gat reist höfuðið örlítið upp.“ Á þeim tíma var Flosi prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi og bæði prestur og sveitarstjóri á Bíldudal. Hann var fjölskyldu- maður og bjó með konu sinni og dætrunum tveimur, Völu og Láru. 1992 fluttist fjölskyldan til Sví- þjóðar en þar skildu hjónin að skipt- um og Flosi kom til Íslands þremur árum síðar eftir nám í kirkjurétti og prestsstörf innan sænsku kirkjunn- ar. Í fjögur ár hélt hann heimili á Bíldudal ásamt yngri dótturinni, Láru og þjónaði Guði og mönnum. „Á þeim tíma fékk ég oft köst og var lagður inn á spítala, bæði á Patreksfirði og í Reykjavík. Ég reyndi að sinna störfum mínum eftir fremsta megni en svo gekk þetta ekki lengur. Það þýðir ekki að hafa geðveikan prest.“ Hempunni skilað Þann 9. október 1999 fékk Flosi lausn frá störfum. Hann baðst sjálfur lausnar en frumkvæðið var ekki hans. Á þeim tíma áttaði hann sig illa á stöðu sinni. „Sóknarnefnd- in benti mér kurteislega á að best væri að ég bæðist lausnar. Ég tók því illa í fyrstu en jafnaði mig á viku og varð við þeirri ósk.“ Í kjölfarið flutti Flosi til Reykja- víkur og varði fyrsta árinu á heim- ili gamals skólabróður. „Ég átti ekki að neinu að hverfa, átti bara skuld- ir. Ég þáði laun frá kirkjunni í eitt ár eftir að ég lét af embætti en nýtti það ár illa og var bara til vand- ræða.“ Hann sat þó ekki aðgerðar- laus öllum stundum heldur vann um skeið á elliheimilinu Grund og einnig við símasölu hjá Vöku- Helgafelli. Í apríl 2000 réðist hann svo í hálft starf hjá Geðhjálp. „Ég varð liðsmaður og starfið varð fasti punkturinn í tilveru minni.“ Þetta varði í eitt ár eða þar til fjárhagur félagsins var orðinn það slæmur að það hafði ekki efni á að hafa hann í vinnu. Flosi hætti þó ekki heldur sinnti störfum sínum áfram launa- laus. „Ég kalla þetta nú ekki vinnu enda gerði ég ekki handtak. En ég var til staðar fyrir þá sem vildu.“ Enn varð breyting á högum Flosa í vor þegar hann skellti sér í tryggingabransann. Hann er lífeyris- og tryggingaráðgjafi hjá Tryggingamiðlun Reykjavíkur og gengur vel. „Þetta er mjög skemmtilegt. Pappírsvinna, talna- leikur, mannleg samskipti, ráðgjöf og bara heilmikið dæmi.“ Að auki er hann í grunnnámi trésmíða í Iðnskólanum, sækir þar tíma með bólugröfnum unglingum, eins og hann orðar það sjálfur. „Markmiðið er að læra viðgerð antikhúsgagna sem er ekki kennd hér þannig að það er gott að fara í grunnnámið fyrst. En ég skrópa mikið, ég hef svo takmarkað starfs- þrek.“ Hæðir og lægðir Þó Flosa líði betur þessa dagana en í langan tíma upplifir hann enn erf- iðar stundir. Síðast á sunnudaginn. „Þá komst ég ekki á fætur. Það var mér ofviða að lyfta sænginni. Og ég FLOSI MAGNÚSSON Í stólnum í horninu þar sem hann situr löngum stundum. Hann reykir mikið, þó ekki jafn mikið og fyrir nokkrum árum þegar hann reykti fjóra til fimm pakka á dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Á sunnudaginn komst ég ekki á fætur. Það var mér ofviða að lyfta sænginni. Og ég get sagt þér það að það er hörmulegt. Algjört eyðandi tóm og ofboðsleg kvöl. ,, Það þýðir ekki að hafa geðveikan prest Flosi Magnússon var lengi prestur og prófastur á Bíldudal, virtur og dáður í sinni sveit. Í mars 1989 veiktist hann af geð- hvörfum og sveiflast á milli oflætis og þunglyndis. Stundum er hann ofsakátur og sjálfsöruggur en stundum hefur hann sig ekki á fætur. Stundum er allt í lagi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.