Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 32
20 10. október 2004 SUNNUDAGUR Hvernig á að tala við heyrnarlausa? • Talaðu óhikað og greinilega. Heyrnarlausir eru vanir að tala við fólk sem kann ekki táknmál. • Notaðu eðlilegar bendingar, bentu á það eða þann sem þið eruð að ræða um og not- aðu svipbrigði. • Talaðu svolítið hægar en þú gerir vanalega. • Hreyfðu munninn greinilega en ekki ýkt. Ekki hrópa. • Snúðu þér á móti birtunni. • Vertu ekki með tyggigúmmí uppi í þér eða annað sem truflar varalestur. • Skrifaðu einfaldar og greinileg- ar setningar. Íslenskan er heyrnarlausum Íslendingum sem útlenskt mál. „Það er eins og risastór verðmiði hangi á okkur heyrnarlausum og marg- ir eru ofsalega sárir yfir því.“ „Við viljum bara vera þátttakendur í samfélaginu og við getum gefið heilmargt til þess.“ „Ég missi ekki af neinu þótt ég heyri ekki. Ég upplifi hlutina bara á annan hátt“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F RÉ TT AB LA Ð IÐ G VA Heyrnarlausir eru sárreiðir stjórnvöldum fyrir að greiða ekki fyrir túlkanotkun þeirra nema að tak- mörkuðu leyti. Líf heyrnarlausra er þó ekki tómur barlómur heldur horfa þeir björtum augum á tilveruna og reyna að njóta flestra hluta sem veröldin býður upp á. Algjör þögn á baráttufundi Steinunn Þorvaldsdóttir er fertug og er því af 1964-árganginum svo- nefnda. Það ár geisuðu óvenju svæsnir rauðir hundar á landinu þannig að 32 börn fæddust án heyrnar. Þegar hún gekk í skóla var börnum ekki kennt táknmál heldur var svonefndri talmáls- stefnu fylgt. Stefnan gekk út á að kenna heyrnarlausum börnum að tala í stað þess að nota táknmál. Þegar Steinunn var fjórtán ára risu hún og bekkjarfélagar hennar upp og kröfðust þess að fá að að læra táknmál. Atgangurinn var mikill í mótmælunum, borð- um var hent fram á gang og setu- verkfall skipulagt. Á endanum gáfu kennararnir sig og kennsla í málinu hófst skömmu síðar. Mörgum sem voru í skóla á dögum talmálsstefnunnar hefur gengið illa að læra að lesa og skrifa og fyrir þá er túlkaþjón- usta sérstaklega brýnt mál. Steinunn segist sjálf ekki eiga í vandræðum með lestur eða skrift. Hins vegar finnst henni illt að þurfa að greiða túlki úr eigin vasa í hvert sinn sem hún þarf á foreldrafund eða slíkt og við sum tækifæri situr hún hreinlega heima. Eiginmaður hennar, Trausti Jóhannesson, er einnig af 1964- árganginum. Hann ætlaði í vik- unni á námskeið til að geta stofn- sett tölvuviðgerðarfyrirtæki en engir peningar fengust frá yfir- völdum til að borga túlki. Reikn- ingurinn fyrir túlkun hefði hljóð- að upp á 200 þúsund krónur og því komst Trausti ekki á nám- skeiðið, sér til sárra vonbrigða. Þótt þau hjónin séu bæði heyrnarlaus eru börnin þeirra þrjú með fyrirtaksheyrn í eyrun- um sínum sex. Þetta hefur hins vegar aldrei valdið neinum erfið- leikum í fjölskyldulífinu því börnin fengu táknmálið með móð- urmjólkinni og eru því tvítyngd. Steinunn segir fjölskylduna gera alveg sömu hluti og aðrar fjöl- skyldur, ferðast, horfa á sjónvarp og fara í bíltúra en heyrnarlausir geta keyrt bíl rétt eins og þeir sem heyra. Í ökutímunum þurfti Steinunn hins vegar á túlki að halda. ■ STEINUNN ÞORVALDSDÓTTIR Keyrir jeppa um allar trissur en heyrir samt ekki í bílflautunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Heyrnarlaus hjón með heyrandi börn Fyrir þá sem heyra erómögulegt að ímynda sérhvernig líf í algerri þögn er. Engin tónlist, engar sam- ræður, ekki eitt aukatekið hljóð. Bara þögn. Heyrnarlausir eru dæmdir til einangrunar í heyr- andi og talandi samfélagi vegna þess að samskipti þeirra við um- heiminn eru svo takmörkuð. Heyrnarlausir eru hins vegar orðnir þreyttir á að horfa á sam- félagið líða hljóðlaust framhjá þeim, þeir vilja vera með og láta í sér heyra. Það gerðu þeir á mánudaginn þegar forsætisráð- herra flutti stefnuræðu sína en þá stóðu þeir á Austurvelli og blésu í flautur til að vekja athygli á stöðu sinni. Mótmæl- endurnir heyrðu auðvitað ekki sjálfir í flautunum en sjálfsagt hefur þingheimur gert það. Háværar kröfur Það fyrsta sem vekur athygli á skrifstofu Félags heyrnarlausra er kyrrðin. Inni á kaffistofu fer reyndar fram baráttufundur og þar eru menn óðamála. Samt má heyra saumnál detta. Berglind Stefánsdóttir, for- maður félagsins, er í góðu skapi þegar hún tekur á móti blaða- manni á skrifstofu sinni enda hefur flautuþyturinn vakið at- hygli. „Við vorum að mótmæla skorti á fjárveitingum fyrir túlkaþjónustu í hinu daglega lífi. Okkur hafa verið réttar 3-4 milljónir af og til en þær klárast yfirleitt á vordögum,“ segir Berglind en heyrnarlausir eiga eingöngu rétt á að fá túlkun grei- dda þegar þeir leita læknis eða ganga í skóla. „Það er margt sem við eigum erfitt með að gera af þessum sökum, til dæmis að kaupa hús eða bíl, mæta á hús- fundi eða í foreldraviðtöl eða sækja námskeið á vegum vinn- unnar sem gætu hækkað mann í launum.“ Berglind telur að kröfur heyrnalausra séu hógværar. „Okkur reiknast til að tíu millj- ónir króna þurfi til að laga stöð- una.“ Í samanburði við aðrar fjárveitingar hins opinbera eru tíu milljónir ekki há tala enda segir Berglind að mörgum svíði að sjá hversu greiðlega fé fæst í verkefni eins og landkynninguna í París. Heyrnarlausir eiga hins vegar erfitt með að bera þennan kostnað sjálfir og margir kjósa frekar að sitja heima en að draga upp budduna. Þjónusta túlks kostar allt að 7000 krónum á tímann og slíkur kostnaður er fljótur að safnast upp. Aðspurð hvar draga eigi mörkin í opinberu framlagi segir Berglind að heyrnarlausir séu eingöngu að fara fram á að hafa sama rétt og aðrir til að taka þátt í samfélaginu og bætir því við að það sé misskilningur að þeir vilji helst hafa túlk með sér öllum stundum. „Það er ekki eins og við höfum alltaf tíma til að gera eitt- hvað með túlki.“ Töfrar táknmálsins Táknmál er móðurmál heyrnar- lausra og ólíkt því sem margir búast við þá hefur hver þjóð sitt táknmál enda eru þau því sem næst sjálfsprottin. Um tíma þótti yfirvöldum táknmál heldur ómerkilegur tjáningarmáti og því var kennsla í þeim bönnuð víðast hvar í rúma öld. Það var ekki fyrr en um 1980 sem það fór að hljóta viðurkenningu á ný. Það er gaman að fylgjast með Berglindi tala táknmál því mikil svipbrigði og látbragð fylgir máli hennar. „Látbragðið er al- veg nauðsynlegt því annars geturðu ekki gert þig skiljanleg- an,“ segir hún, vitaskuld á tákn- máli. Lýsingar eru gjarnan tjáðar með andlitinu, til dæmis er ekki hægt að segja „fyrir löngu síðan“ nema að píra augun. Að sögn Berglindar er jafnvel til sérstakt barnamál því smáfólkið er ekki með fullkomna stjórn á handahreyfingum og setur hend- urnar því ekki á réttan stað. Ung- lingarnir sletta og eru oft slapp- ari í hreyfingum og gamalt fólk notar stundum forn tákn sem yngra fólkið skilur ógjarnan. Þótt hver þjóð eigi sitt eigið táknmál þá gengur heyrnarlaus- um oft betur að skilja fólk af öðru þjóðerni en þeim heyrandi því táknin eru yfirleitt rökrétt. Íslenska táknmálið er nokkuð skylt því danska en eins furðu- legt og það kann að virðast þá er bandaríska táknmálið skyldara því franska en því enska. Töfrar táknmálsins eru því margir. Tónlist og fuglasöngur Fyrir heyrandi fólk eru fyrir- bæri á borð við fuglasöng og tón- list því sem næst ómetanleg. Margir halda því að heyrnar- lausir hljóti að fara á mis við margt sem gefur lífinu gildi. Þessu hafnar Berglind alger- lega. „Ég sé fuglana fljúga, litina og finn fyrir sólskininu. Eitt sinn vorkenndi frænka mín mér vegna þess að hún hélt ég væri að missa af jólastemningunni, jólalögum, klukkum og slíku. Ég sagði henni að horfa í kringum sig, á fólkið, á snjóinn, á jóla- ljósin og rauðu litina í gluggun- um. Ég missi ekki af neinu heldur upplifi hlutina bara á annan hátt.“ En hvað með tón- list, geta heyrnarlausir notið hennar? Berglind segir heyrnar- skerta oft fara á rokktónleika og mörgum þyki gaman að syngja á táknmáli því þannig má sjá takt- inn. „Ég fór eitt sinn á óperu og hafði gaman af, enda var hún textuð. Við heyrnarlausir förum nú samt ekki mikið á tónleika,“ segir Berglind Stefánsdóttir að lokum, á sinn kyrrláta hátt. sveinng@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.