Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 18
Tískuvikan í Mílanó kláraðistnú á dögunum og mátti þarsjá sýningar frá fremstu
tískuhönnuðum heims. Nöfn eins
og Armani, Dolce & Gabbana,
Versace og Gucci eru án efa fræg-
ustu nöfn tískuheimsins. Það átti
vel við á tískuhátíð sem þessari
sem haldin er í byrjun hausts að
notfæra sér þá eiginleika sem
haustið hefur upp á að bjóða.
Fatalínurnar voru margar hverjar
litríkar líkt og haustlaufin eru nú.
Áberandi voru líka létt og flæð-
andi efni sem feyktust um á sýn-
ingarpöllunum og minntu á haust-
vindana sem hafa leikið okkur Ís-
lendinga grátt undanfarna daga.
Skrautlegt og skemmtilegt
Miu Miu, Moschino, Gianfranco
Ferre og Roberto Cavalli treystu á
gamla skrautlega og ofhlaðna stíl-
inn í sýningum sínum og hlóðu lit-
um, munstrum og perlum á fatnað
sinn. Stór munstur sjöunda ára-
tugarins voru vin-
sæl í sýningu Miu
Miu, Ines Valentini-
tsch notaði skæra liti
sem minntu á teikni-
myndaliti og Gai Matti-
olo paraði saman æpandi
liti, glitrandi munstur og
risastórar tuðru-töskur sem
virtust saumaðar úr gard-
ínuefni. Þrjár gamlar og
hrufóttar konur klæddar
skrautlegum fatnaði frá
Moschino stálu senunni í byrj-
un sýningarinnar og skáru sig
aldeilis úr hóp grannra og
spengilegra fyrirsæta en gáfu
með klæðnaði sínum forsmekkinn
fyrir sýninguna sjálfa sem var
ansi litrík.
Dýramunstur
Hátískuhönnuðir boða nú komu
vetrar og um leið endurkomu
dýramunstranna. Vonandi verða
þau ekki jafn litrík og asnaleg og
síðast þegar
þau þóttu flott. Þá var
varla hægt að kaupa flík án þess
að efnið væri með áprentuðu
snákamynstri og helst í bleiku eða
fjólubláu. Dýramunstur, feldir,
fjaðrir og skinn voru svo vinsæl
núna að á sumum sýningum mætti
halda að módelin væru hálfar
manneskjur og hálf dýr. Dolce &
Gabbana voru
meðal fremstu
fylgjenda dýra-
munstra í Mílanó
og sýndu aðallega
snákaleður. Hönn-
uðirnir Roberto
Cavalli, Gianfranco Ferre og
Prada voru villtir og blönduðu
þessu öllu saman á sýningum sín-
um. Þeir hjá Prada gengu þó enn
lengra og notuðust við
páfuglsfjaðrir í einn kjólinn.
Flöktandi faldar
Margir hönnuðir boðuðu
vindasamt haust með efnum
sem feyktust um á sýning-
arpöllunum líkt og þau stæðu
úti í kuldanum. Alessandro De
Benedetti, Roberto Cavalli,
Versace og Gai Mattiolo eru
meðal þessara vindasömu hönn-
uða. Cavalli er snillingur í að út-
búa glæsilega og virðulega kjóla
og á marga aðdáendur sem trítla
niður rauða dregilinn af og til.
Hann notaðist bæði við mikið
magn af pífum sem og létt og
gegnsæ efni sem sveifluðust um
og juku á glæsileika kjólanna.
Einn kjóll hjá hönnuðinum Bene-
detti var úr gulu silkiefni sem
bylgjaðist fallega og minnti
á flöktandi eldsloga á meðan
Versace sýndi bleikan og fallegan
senjorítukjól.
18 10. október 2004 SUNNUDAGUR
SKREYTIGLEÐI
Sumir hönnuðanna
reyndu fyrir sér í þeirri
kúnst að hlaða litum,
perlum og munstrum á
fatnað án þess að
útkoman stingi í augun.
FJÚKANDI KLÆÐI Mörgum þykir það
auka á glæsileika kjóla að hafa þá úr léttu
efni og svo mikið af því að það sveiflist í
kringum líkamann.
Haustvindar
blésu á tískuviku
Árstíðabrigði settu svip sinn
á tískuvikuna í Mílanó þar
sem áhrif vinda, dýraríkis
og haustlita réðu ríkjum.