Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 15
Fyrsta lággjaldaflugfélagið Löng hefð er fyrir því að íslensk flugfélög fljúgi milli Bandaríkj- anna og Evrópu og segir Sigurður að Loftleiðir hafi í raun verið fyrsta lággjaldaflugfélagið sem fór á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Hann segir að Icelandair, og forverar þess, hafi ætíð haft ólíka uppbyggingu á við önnur svoköll- uð þjóðarflugfélög þar sem kostn- aðurinn hjá Icelandair hafi verið lægri og miklu lægra hlutfall far- þega hafi ferðast á viðskiptafar- rými. Þess vegna hafi áherslan ætíð verið lögð á góða sætanýt- ingu og um þessar mundir segir Sigurður að sætanýting Amer- íkuflugs Flugleiða sé betri en samkeppnisaðilanna. Vanir því að lækka kostnað Víða um heim hafa stóru flugfé- lögin átt í miklum erfiðleikum og mörg þeirra rambað á barmi gjaldþrots og sum þeirra steypst alla leið. Á sama tíma hefur rekst- ur Flugleiða gengið vel. Sigurður segir að Flugleiðir hafi verið bet- ur í stakk búið að glíma við sam- keppni við lággjaldaflugfélög heldur en flest önnur. „Við sjáum að í Bandaríkjunum hefur gengið illa. Þeir hafa ekki verið sam- keppnishæfir. Þar hafa líka komið til lággjaldaflugfélög og margir lent í greiðslustöðvun. Sama má segja í Evrópu. Þar eru þessi þjóð- arflugfélög að lenda í samkeppni við lággjaldaflugfélögin og hafa ekki verið nógu fljót að lækka kostnað. Það sem er okkur í hag er að við höfum aldrei vanist því að hafa stóran hluta okkar viðskipta- vina í dýrum sætum,“ segir Sig- urður. Hann segir að kostnaður við flutning á hverjum farþega sé um þrjátíu til fjörutíu prósentum lægri hjá Icelandair en flestum samkeppnisfyrirtækjunum. Hér hjálpar lega landsins einnig. „Vegna staðsetningarinnar þá getum við nýtt vélarnar allan sól- arhringinn,“ segir hann. Þarf að stækka frekar Engu að síður hefur Icelandair þurft að laga starfsemi sína eftir aukinni samkeppni. „Við höfum alltaf verið í mikilli samkeppni á eiginlega öllum leiðum. Við eigum í mikilli samkeppni í flugi yfir haf- ið og svo eigum við í samkeppni á Íslandi við ferðaskrifstofur, leigu- flug og nú á síðustu árum Iceland Express. Við höfum bara orðið að lækka kostnaðinn og erum enn þá að því til að geta lækkað fargjöld- in,“ segir Sigurður. Hann segir að flugfargjöld fari sílækkandi og það sé þróun sem hafi verið einkar hröð á undan- förnum árum. „Við eigum bara eitt svar við því og það er að lækka kostnaðinn enn frekar og við ger- um það bæði með beinum kostnað- arlækkunum og með því að stæk- ka félagið enn frekar,“ segir hann. Að mati Sigurðar þarf flugfé- lag að ná tiltekinni stærð til að ná fram meiri hagkvæmni. „Mín skoðun er sú að til þess að ná ákveðinni framlegð í flugfélagi þá þarf minnst tuttugu flugvélar. Nú erum við með sextán til sautján vélar,“ segir hann. Hann segir að um leið og flugvélaflotinn stækki opnist ný tækifæri til dæmis í flugi til Asíu. Sviptingar í eignarhaldi Nýverið hafa verið miklar svipt- ingar í eignarhaldi á Flugleiðum. Félag í eigu Jóns Helga Guð- mundssonar í Byko og Hannesar Smárasonar, fyrrum aðstoðarfor- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, keypti í byrjun árs ráðandi hlut í Flugleiðum. Í síðustu viku seldi Jón Helgi sinn hlut og nú á Hann- es Smárason stjórnarformaður fé- lagsins einn þennan hlut. Þessar hræringar í eigendahópi eru hrað- ari en áður hefur verið í Flugleið- um en Sigurður hefur verið for- stjóri félagsins í hartnær tuttugu ár og stýrt félaginu í gegnum miklar breytingar allt frá því Flugleiðir urðu til við sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands. „Ég er búinn að upplifa þessa sam- einingu og síðan erfiðleika hjá fyr- irtækinu og svo breytingar og stækkun. Þegar ég tók við voru öll framleiðslutækin gömul og frekar úr sér gengin. Fyrsta verkefnið hjá mér var að endurnýja flotann. Fyrirtækið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu þannig að við tók- um lán og keyptum nýjar vélar. Bankarnir trúðu á okkar framtíð- arsýn og lánuðu okkur. Svo gekk það upp. Síðan hefur verið unnið að því að búa til þetta leiðarkerfi smám saman,“ segir hann. Aukið aðhald herðir Hann segir að hann hafi ætíð átt gott samstarf við stjórnir félags- ins. „Á þessum tíma sem ég hef verið hjá félaginu þá hafa verið hægfara breytingar á hluthafa- hópnum. Nú síðustu árin þá hafa verið stórtækari breytingar. Ég hef átt því láni að fagna að hafa alla tíð átt mjög gott samstarf við stjórnir fyrirtækisins og ég fagna því að það vilji nýir aðilar koma að rekstrinum sem hafa trú á fyrirtækinu og því sem við erum að gera. Verðmæti fyrir- tækisins hefur hækkað mjög mikið á síðustu árum,“ segir hann. En það er ekki aðeins tíðni breytinga í eignarhaldi sem hefur aukist. Samsetning hluthafahóps- ins er einnig breyttur. „Það er að verða meiri breyting á því núna að það voru áður stofnanir og stórfyrirtæki sem áttu hluti í mörgum fyrirtækum eins og Flugleiðum. Nú eru það meira einstaklingar sem eiga þessa hluti og hlutabréfamarkaðurinn að verða harðari húsbóndi þannig að það eru örugglega gerðar meiri kröfur um arðsemi nú en var kannski fyrir fimmtán til tuttugu árum síðan,“ segir Sigurður. Hann er hins vegar alls óhræddur við aukið aðhald mark- aðarins. „Það bara herðir okkur í að gera enn þá betur,“ segir Sigurður Helgason. thkjart@frettabladid.is 15SUNNUDAGUR 10. október 2004                                     ! "  # $%    &' ()%%   !%  % (*(+,(- !    " #   $          %&' %&&  &'(&$ )       * $& +   " !     , "    "$ !  !  & -  " ,.        * ".   /) 0    1  & 2  "    *!  "  1 3& +.  " $ .$!& 4    ".$    .    "     '5 $& 6      7  $  #   1 3&    !"#"$%#&'"( & ) * * " + ( # AUKIÐ AÐHALD Á MARKAÐI Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur krafa um arðsemi aukist. Hann segir að þetta að- hald herði starfsmenn til að ná betri árangri. FYRSTA LÁGGJALDAFLUGFÉLAGIÐ Loftleiðir er að mati Sigurðar Helgasonar fyrsta lággjaldaflugfélagið sem bauð upp á ferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.