Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 38
HANDBOLTI Haukar spila fyrsta leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta á morgun en þá kom tífaldir þýskir meistarar, THW Kiel í heimsókn á Ásvelli. THW Kiel er eitt allra sterkasta handboltalið heims og árunum 1998 til 2000 unnu þeir tvöfalt í þýska handboltanum þrjú tímabil í röð með Svíana Stefan Olson og Magnus Wislander í fararbroddi. Þeir Olson og Wislander er komnir heim til Svíþjóðar en þrátt fyrir það eru sex Svíar engu að síður í liðinu sem mætir Haukum á morgun. Fremstur þeirra er fyrirliði sænska landsliðsins Stef- an Lövgren en eins er landi hans Johan Pettersson í hægra horninu meðal fremstu handboltamanna Svía. Pettersson skoraði meðal annars 14 mörk í síðsta leik liðsins í þýsku deildinni þegar liðið tapaði 30-31 fyrir FA Göppingen. Þetta var aðeins annað tap liðsins á tímabilinu en Kiel er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 10 stig og hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum heima fyrir. Stefan Lövgren er orðinn 34 ára gamall en hann hefur skorað 1003 mörk í 235 a-landsleikjum fyrir Svía. Lövgren var valinn besti leikmaðurinn á HM 2001 en hann varð heimsmeistari með Svíum 1999 og svo Evrópumeist- ari 1994, 1998, 2000 og 2002 en þá tók hann einmitt við sigurlaunun- um. Lövgren á að baki sigursælan feril en hann varð fimm sinnum sænskur meistari með Red- bergslid áður en hann gekk til liðs við Kiel þar sem hann varð þýsk- ur meistari 2000 og 2002. Lövgren hefur skorað 5,4 mörk að meðaltali í fyrtsi sjö leikjum Kiel en Þjóðverjinn Christian Zeitz er markahæstur með 6,6 mörk í leik og Pettersson er síðan með 5,1 mark að meðaltali. Það er því ljóst að eitt besta handboltalið sem hingað hefur komið mætir á Ásvellina í kvöld. 26 10. október 2004 SUNNUDAGUR HANDBOLTI „Ég segi ekki að það sé borin von að við náum stigi eða stigum af Þjóðverjunum en ég geri mér engar sérstakar vonir um að það takist,“ segir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka í hand- bolta. Framundan er langerfiðasti leikur Haukanna á þessu tímabili gegn Þýskalandsmeisturum Kiel og Páll hefur ekki verið alls kost- ar sáttur við gengi liðsins það sem af er. „Liðið hefur verið með hugann talsvert við þennan leik og þessa Meistarakeppni og ef við stöndum okkur vel þá hefur það verið til góðs en ef ekki þá er engin afsök- un fyrir genginu að undanförnu. Ég fer ekkert í grafgötur með að það hefur verið daprara en ég gerði mér vonir um sjálfur.“ Engar stórar breytingar Páll segir að Haukarnir ætli að spila sinn venjubundna leik og engar stórar breytingar verði gerðar þó mótherjinn sé einn sá besti í heimi. „Við höfum farið vel yfir lið Kiel og mínir menn þekkja hætturnar og veikleika liðsins. Það er lítið annað í stöðunni en spila okkar besta leik og vona það besta.“ Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Hauka í Meistaradeildinni á þessu hausti. Auk þeirra og Kiel eru í riðlinum Savehof og US Créteil. Gera má ráð fyrir fullu húsi enda rata leikir sem þessi ekki oft inn á borð íslenskra hand- boltaáhugamanna. Haukar eru sem stendur í efsta sæti Norðurriðils en þrátt fyrir það þykja þeir á stundum hafa spilað undir getu og beinlínis verið heppnir. Páll tekur undir það. „Strákarnir þurfa að vera á tánum allan tímann og vera mun grimmari en þeir hafa sýnt í þeim leikjum í deildinni hér heima. Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við eigum að vinna Þjóðverjana enda væri það óraunsætt en ég gæli við að mínir menn sýni frá- bæran leik og geti þá jafnvel sett strik í reikning Kiel.“ albert@frettabladid.is PÁLL ÓLAFSSON Viðurkennir að lið sitt sé engan veginn í sama gæðaflokki og Kiel en eins og áður hefur sannast í íþróttum þá geti allt gerst og hann er ekki reiðu- búinn að kasta hvíta handklæðinu fyrr en leikurinn er úti. Við vonum það besta Þjálfari Hauka gerir sér ekki miklar vonir um góðan árangur liðsins gegn stórliði Kiel í kvöld. Liðið hefur ekki staðist vænt- ingar hans það sem af er hausti og mikið má ganga á ef strákarnir ætla sér hagstæð úrslit. Sigur sé óraunsætt markmið. 60.000 manns á 3. deildarleik! Napólí sem á dögum Maradona var í fremstu röð í Evrópu hefur verið á fall- anda fæti undanfarin ár. Í sumar var lið- ið lýst gjaldþrota og dæmt niður um deild og leikur nú í Serie C1 sem er þriðja deild þeirra Ítala (eiginlega bæði þriðja og fjórða deild því heinni er skipt í tvær deildir, norður og suður). Var búið að reyna til þrautar að halda lífi í liðinu árum saman enda talið afar mik- ilvægt að halda svo stórum klúbbi með- al hinna bestu, því bæði á Napólí gífur- lega marga og ákafa stuðningsmenn og eins var það mikið áhyggjuefni knatt- spyrnuyfirvöld- um hve fá lið frá Suður-Ítalíu væru í efstu deild. Sem konungar Suð- ursins hafa Napólímenn komist upp með ýmislegt undanfarin ár sem öðrum hefði ekki verið liðið, feng- ið menn lánaða héðan og þaðan án þess að greiða fyrir það að fullu og skilið eftir sig skuldahala hvar sem liðið lék, ógreidda hótel- og veitingastaða- reikninga og annað vandræðalegt. Stórlið í skítnum Napólí er ekki eina stórliðið á Ítalíu sem hefur átt í vandræðum undanfarin ár. Þannig hafa stórir klúbbar á borð við Genóa, Tórínó, Veróna og Barí dvalið langdvölum í Serie B á meðan smá- klúbbar einsog Leece, Livornó og Síena þvælast í efstu deild með fáeinar þús- undir áhorfenda á leikjum sínum. Þótt þessi þróun hafi ekki fallið stóru liðun- um í geð er alltaf gaman að sjá lítil fé- lög ná árangri. Og aðdáendur Suður- Ítalíu þurfa ekki að örvænta þrátt fyrir vesenið á Napólí, því Suðrið á fulltrúa í Reggína og Leece auk Sikileysku lið- anna Palermó og Messína. Jafnvel má bæta Sardíníumönnunum í Cagliari við því suðrið andar hjá eyjarskeggjum. Áhorfendur staðfastir Fiorentina lenti í svipuðum hremming- um og Napólí fyrir þremur árum og reyndist það mikil vítamínsprauta fyrir félagið sem fór í salibunu upp um tvær deildir í Serie A á nýjan leik. Rétt eins og Fiorentina þurfti Napólí að skipta um nafn og heitir nú Napoli Soccer upp á ensku í stað S.S.C. Napoli þar sem c- ið stóð fyrir calcio sem þýðir fótbolti á ítölsku. Kvikmyndamógullinn Aurelio De Laurentiis útvegaði fé til að stofna nýtt lið og réði hinn gamalreynda þjálfara Giampiero Ventura. Hann smalaði sam- an mannskap mánuði áður en deildar- keppnin hófst og voru það mest leik- menn úr unglingaliðum stóru klúbb- anna auk örfárra eldri manna á síðasta snúningi. Liðinu var svosum ekki spáð neinu flugi fyrsta kastið en áhorfendur hafa fylkt sér á bak við liðið fullir endurreisnareld- móði og 15.000 manns hafa fest sér ársmiða. Er það svipaður fjöldi og hjá Juventus takk fyrir! Miðað við byrjunina í haust hjá Napólí má allt eins vænta svipaðra afreka og hjá Fiorentina því liðið hefur byrjað býsna vel, hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Mætingin á leiki liðsins er hreint ævintýraleg. Þannig mættu 60.000 manns á fyrsta leik liðsins gegn Cittadella á leikvangi heilags Páls í Napólí. Á næsta heimaleik mættu 40.000 manns. Hinir blóðheitu Napólí-menn láta ekki að sér hæða og svona stuðningsmenn eiga sannarlega skilið að liðið komist í fremstu röð á ný. Einar Logi Vignisson skrifar um fótboltann í Suður-Evrópu á sunnudögum. EINAR LOGI VIGNISSON GULLÖLDIN LIÐIN Napoli varð tvisvar sinnum ítalskur meistari með Diego Maradona í fararbroddi en liðið vann A- deildina á Ítalíu 1987 og 1990. Haukar mæta þýska liðinu Kiel í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld: Á brattann að sækja hjá Haukum HANDBOLTI „Eins og staðan er í dag á ekkert íslenskt félagslið mögu- leika gegn toppliði á borð við Kiel,“ segir Viggó Sigurðsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands og fyrr- verandi þjálfari Hauka í handbolta en liðið mætir í kvöld þýsku stór- liðinu í Meistaradeildinni í hand- bolta. Þetta er fyrsti leikur Hauka í F riðli Meistaradeildarinnar og mótherjinn er ekki af verri endan- um. Engir sem Fréttablaðið ræddi við telja Hauka eiga mikla mögu- leika. Viggó segir engan vafa leika á að Kiel sé eitt alfremsta hand- boltalið í heiminum og jafnvel þó að Haukar nái toppleik verði afar erfitt að taka stig gegn Þjóðverjun- um. „Haukarnir hafa misst leik- menn frá því í fyrra og hafa minni breidd fyrir vikið meðan Kiel hef- ur mannskap í tvö topplið. Ég tippa ekki á sigur Hauka hér heima og þaðan af síður úti í Þýskalandi. Fyrirfram á aldrei að segja aldrei en kalt mat er það að Hauk- ar eiga lítið erindi gegn Kiel. Þar eru toppklassaleikmenn í öllum stöðum. Einn besti markvörður heims stendur milli stanganna og liðið hefur langa og mikla hefð fyrir sigrum. Einu má gilda hvern- ig Haukar spila þá verður þetta alltaf mjög á brattann að sækja fyrir þá.“ VIGGÓ SIGURÐSSON Nýi landsliðsþjálf- arinn telur að á þessum tímapunkti eigi ekkert íslenskt félagslið möguleika í þýska liðið Kiel. Hann segir mikið á brattann að sækja fyrir Hauka sem mæta liðinu í kvöld á Ásvöllum. Fréttablaðið/Pjetur LÖVGREN Á ÁSVÖLLUM Í KVÖLD Fyrirliði sænska landsliðsins, Stefan Lövgren mætir á á Ásvelli í kvöld ásamt félögum sínum í þýska liðinu Kiel. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 19 10 11 12 13 14 Sunnudagur OKTÓBER ■ ■ LEIKIR  16.00 Valur og Snæfell mætast í Valsheimilinu í Hópbílabikar karla í körfubolta  19.15 Skallagrímur og Tindastóll mætast í Borgarnesi í Hópbílabikar karla í körfubolta  19.15 Fjölnir og Haukar mætast í Íþróttamiðstöðinni Grafarvogi í Hópbílabikar karla í körfubolta  19.15 KFÍ og KR mætast á Ísafirði í Hópbílabikar karla í körfubolta  19.15 ÍR og Hamar mætast í Selja- skóla í Hópbílabikar karla í körfu.  19.15 Breiðablik og Grindavík mætast í Smáranum í Hópbílabikar karla í körfubolta  19.15 Þór Þorl. og Njarðvík mætast í Þorlákshöfn í Hópbílabikar karla í körfubolta  20.00 Haukar og Kiel mætast á Ásvöllum í Meistarakeppninni í handbolta ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla 1 á RÚV. Upptaka frá tímatökum í nótt  13.20 HM 2006 á Sýn. Sýnt frá leik Englands og Wales í 6. riðli HM.  15.00 HM 2006 á Sýn. Sýnt frá leik Möltu og Íslands í 8. riðli HM.  18.45 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af Meistaradeildinni í knattspyrnu.  19.15 Hálandaleikarnirá Sýn. Sýnt frá keppninni á Akranesi í síðasta mánuði  19.45 Meistaradeildin á Sýn. Beint frá leik Hauka og Kiel í handbolta.  21.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Beint frá leik Seattle og St. Louis  21.55 Helgarsportið á RÚV. Fréttir liðinnar helgi  23.40 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá bardaga Lailu Ali og Gwendolyn O Neal Eitt besta handboltalið heims eru fyrstu mótherjar Hauka í meistaradeildinni: Tífaldir þýskir meistarar mæta á Ásvelli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.