Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 14
14 30. október 2004 LAUGARDAGUR EINKASTÆÐI Þótt enginn sé bíllinn og ekki einu sinni bílprófið heldur hefur Jón Kr. Ólafsson söngvari merkt sitt eigið stæði fyrir framan tónlistarsafn sitt, Melódíur minninganna á Bíldudal. VISTASKIPTI Páll Magnússon var í gær ráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 í tengslum við breyt- ingar á eignarhaldi og skipulagi Norðurljósa. Fyrir var Páll framkvæmdastjóri dag- skrársviðs stöðvarinnar og hel- sti fréttalesari ásamt Eddu Andrésdóttur. Átján ár eru síðan Páll hóf störf hjá Stöð 2, þá sem fréttastjóri. Nokkrum árum síð- ar varð hann forstjóri félagsins, tók við því starfi af Jóni Óttari Ragnarssyni í kjölfar eigenda- skipta. Eftir nokkur ár á þeim stóli hvarf Páll á braut en kom aftur til Íslenska útvarpsfélags- ins skömmu síðar, þá sem sjón- varpsstjóri Sýnar. Seinna varð hann fréttastjóri á ný og gegndi því starfi þar til hann gerðist upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Eftir þriggja ára starf í Vatnsmýrinni hélt Páll enn á vit ævintýranna á Lynghálsi fyrr á þessu ári og varð framkvæmdastjóri dag- skrárdeildar Stöðvar 2. Í gær varð hann svo sjónvarpsstjóri stöðvarinnar en mun áfram lesa fréttirnar. - bþs PÁLL MAGNÚSSON Hefur verið fréttastjóri, framkvæmdastjóri, forstjóri og sjónvarpsstjóri á Stöð 2. Páll Magnússon víðförull á Lynghálsi Sjötta ráðningin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M H eimamenn í Vesturbyggðog á Tálknafirði eru stór-huga eins og Vestfirðinga er háttur. Þeir sætta sig ekki við orðinn hlut og ætla að snúa vörn í sókn. Mikil fækkun hefur orðið á stöðunum síðustu ár og búa nú tæplega 1.500 manns í sveitarfé- lögunum báðum. Ekki eru mörg ár síðan íbúatalan var um tvö þúsund. Áður bjuggu þar enn fleiri. At- vinnutækifærum hefur fækkað en undirstaða atvinnulífsins er, og hefur verið, sjávarútvegur. Bein- um störfum í greininni hefur fækkað og óbeinu störfunum ein- nig. Nú er horft til ferðaþjónustu enda getur hún jafnast á við stór- iðju ef rétt er á málum haldið. Fyrir um áratug sameinuðust nokkur sveitarfélög og til varð Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur voru þeirra stærst en Tálknafjörður, sem liggur þar á milli, varð eftir. Heimamönnum þar hugnaðist ekki sængin sú og eru áfram einir og sér. Fyrir vikið er Tálknafjörður oft nefndur Smugan enda smýgur hann inn í Vesturbyggðina miðja. Þessar staðreyndir breyta því ekki að fólk í báðum sveitarfélög- unum vinnur saman að ýmsum málum og mæðir þar mest á sókn- inni sem nú er blásið til. Hagsmun- ir beggja eru í húfi. Barlómurinn að baki „Við ætlum að koma okkur á kort- ið og fjölga ferðamönnum inn á svæðið, fá þá til að stoppa og eyða peningum. Það er það sem skiptir máli,“ segir Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. „Þetta skiptir gríð- arlegu máli fyrir byggðirnar.“ Guðmundur viðurkennir að bar- lómurinn hafi oft verið við það að leggja menn í rúmið en segir bjart- ari tíma framundan. „Þetta er allt að batna, við reynum að vera bjart- sýn en vitum þó að hlutirnir breyt- ast ekki á svipstundu. Við erum að vinna okkur út úr vandamálunum.“ Guðmundur hefur varið ævinni á Bíldudal og lifað þar bæði góða tíma og erfiða. „Ég hef gengið í gegnum allt og það hefur verið skelfilegt á stundum að horfa upp á hlutina grotna niður.“ En nú bros- ir hann, það eru uppgangstímar framundan. Árni Johnsen var munstraður um borð í skútuna í sumar og falið að kanna ofan í kjölinn hvar matar- holurnar væru að finna. Eftir nokkra yfirlegu, gönguferðir um svæðið, samtöl við heimamenn og grúsk í gömlum gögnum lagði hann fram tugi tillagna með haustinu. Sumar eru sameiginleg- ar fyrir Vesturbyggð og Tálkna- fjörð en aðrar sérsniðnar fyrir hvort sveitarfélag um sig. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera á báðum stöðum er að reisa hótel með 20 til 40 herbergjum, öðru vísi er ógjörningur að fá fleiri ferða- menn á svæðið. Mörgum finnst nefnilega ómögulegt að sofa á gistiheimili eða í tjaldi og vilja bara það besta. Ætla má að slíkt hótel kosti um hundrað milljónir. Hús Hrafna-Flóka Eins og þekkt er í ferðaþjónustu eru góðar samgöngur mikilvægar. Árni Johnsen segir að breyta þurfi þeirri hugsun að leiðin inn á alla Vestfirðina sé um Steingrímsfjörð því ferðamenn sem um þann veg fari skili sér illa niður á Suðurfirð- ina. Því beri nauðsyn til að gera veginn um Gilsfjörð að „Hliði inn á Suðurfirðina“ auk þess sem hrað- skreiðari og stærri ferja yfir Breiðafjörð sé krafa nútímans, bæði fyrir ferðaþjónustuna og ann- að atvinnulíf. Þá gera hugmyndir hans meðal annars ráð fyrir jeppa- vegi milli Látrabjargs og Rauða- sands, vegslóða um Rauðasand og átaki í merkingu gönguleiða. Þörf er á gsm-sambandi á Barðaströnd og gefa á út nýtt alhliða ferða- mannakort fyrir svæðið. Meðal annarra hugmynda af hefðbundn- ara taginu eru bygging húss Hrafna-Flóka við Flókalund, upp- gröftur rústa Flóka við Brjánslæk, frekari uppbygging á listaverkum og húsum Samúels í Selárdal og opnun safns Gísla á Uppsölum, Þá stingur Árni upp á að nokkur söfn verði opnuð í sveitarfélögun- um báðum þar sem sagan verði varðveitt og kynnt. Gert er ráð fyrir að gömul hús verði varðveitt og gerð upp og þeim fundið nýtt framtíðarhlutverk, miðbæir snyrt- ir og heimasíður bættar enda eru þær oft gluggi að álitlegum áning- arstöðum ferðamanna. Að auki leggur hann ríka áherslu á gott að- gengi að náttúruperlum. Brjóstmynd af JohnJohn Árni Johnsen er ekki kunnur fyrir að fara troðnar slóðir og margar hugmynda hans um uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurfjörðum Vestfjarða eru af nýstárlegum toga. Hann leggur t.d. til að brjóst- mynd af John Kennedy yngri verði reist við Flókalund. John, sem var sonur nafna síns Bandaríkjafor- seta og jafnan kallaður JohnJohn, heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum og réri meðal annars á kajak frá Flókalundi. Vakti koma hans at- hygli innanlands sem utan. Skömmu síðar fórst hann í flug- slysi í Bandaríkjunum en almennt var talið að hann myndi feta í fót- spor föður síns og ná frama í stjórnmálum. Árni vill leita sam- vinnu við Bandaríska sendiráðið um verkefnið og hafa samráð við Caroline systur Johns. Af öðru athygliverðu má nefna árlegt stangaveiðimót þar sem að- eins yrði gert út á steinbít, kart- öfluhátíð í Sauðlauksdal en þar voru fyrstu kartöflurnar ræktaðar á Íslandi og útflutning á vestfirsku vatni. Í skýrslu Árna segir að það sé vísindalega sönnuð staðreynd að vatn sé síst mengað á Vestfjörð- um af landinu öllu og sér hann fáa meinbugi á að frekari rannsóknir verði gerðar og möguleikar vatns- sölu til útlanda kannaðir í þaula. Fjölmargar aðrar hugmyndir eru settar fram í skýrslunni og skipta þær raunar tugum eins og áður sagði. Það er í höndum sveit- arstjórnarmanna vestra að ákvarða hvað skuli gera en víst er að hugur er í mönnum og því meiri líkur en minni á að ýmislegt verði að veruleika. bjorn@frettabladid.is PATREKSFJÖRÐUR Lagt er til að kartöfluhátíð verði í Sauðlauksdal. Íslandskortið stækkar Tillögur um sókn Suðurfjarða Vestfjarða í ferðaþjónustu og atvinnulífi hafa verið kynntar. Heimamenn binda miklar vonir við að þær bæti byggðaskilyrðin á svæðinu og komi því aftur á kortið. Árni Johnsen stýrði verkinu. GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON „Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir byggðirnar.“ GAMLA SMIÐJAN Á BÍLDUDAL Hér stendur til að gera allt upp og starfrækja veitingastað. BÍLDUDALUR Gera þarf veginn um Gilsfjörð að „Hliðinu inn á Suðurfirðina“. ÚR SELÁRDAL Árni Johnsen stendur við eitt verka Samúels. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M TÁLKNAFJÖRÐUR Vatnsútflutningur frá Vestfjörðum kemur til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.