Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 18
Engum dylst að stærstur hluti heimsins lifir við fátækt. Þegar fullfrískir íbúar þeirra landa þar sem ástandið er verst eiga ekki til hnífs og skeiðar þá þarf enginn að gera sér grillur um að aðbúnaður fatlaðra sé með svipuðum hætti og Vesturlandabúar eiga að venjast. Alþjóðlegu samtökin Inclusion International hafa um árabil barist fyrir bættum hag fólks með þroskahömlun víða um heim, ekki síst í þróunarlöndunum, en í vik- unni var forseti samtakanna, Diane Richler, stödd hér á landi. Fátækt bæði orsök og afleiðing Óvíða búa jafnmargir við einhvers konar fötlun og í þriðja heiminum. Í Afríku er einn af hverjum fimm fatlaður á einhvern hátt og segir Richler að orsakir þess liggi ekki hvað síst í erfiðum skilyrðum í álf- unni. „Mörg börn fæðast þroska- heft vegna þess að mæður þeirra fá ekki næga næringu á meðgöng- unni en jafnframt getur vannæring á æviárum barnsins leitt af sér þroskahömlun,“ segir Richler. Stríð leiða af sér líkamlega fötlun, svo og náttúruhamfarir og sjúk- dómar. Þannig gera malaría og heilahimnubólga marga að öryrkj- um í álfunni og á seinni árum hefur alnæmi bæst við. Aðbúnaður þeirra sem búa við fötlun í þróunarlöndunum er held- ur bágborinn. Rétt eins og ófatlaðir fara þeir gjarnan á mis við hreint vatn, mat og húsaskjól en þar fyrir utan þeir settir til hliðar á flestum sviðum þjóðfélagsins. Richler bendir á að fátækt sé þannig bæði orsök og afleiðing fötlunar því fatl- aðir hafa nánast engin tækifæri til að afla sér menntunar. „Níutíu pró- sent barna sem ekki ganga í skóla eru fötluð. Sameinuðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á bætta menntun í þessum heimshluta en það gefur auga leið að ef ekki er reiknað með að fatlaðir geti gengið í skóla þá verður þessum markmið- um ekki náð. Því verður að bæta aðgang þeirra og aðbúnað í þessum efnum,“ segir Richler. Þroskaheftum stúlkum nauðgað Diane Richler segir að í mörgum samfélögum njóti fatlaðir um- hyggju samborgara sinna, ekki síst þar sem staða stjórfjölskyldunnar er sterk og fólk er vant að búa margt saman á einu heimili. Hins vegar má víða finna rótgróna for- dóma í garð þeirra sem glíma við fötlun. Stundum er litið þannig á að fæðing þroskahefts barns sé refs- ing frá Guði fyrir einhverjar mis- gerðir. „Margar konur í Afríku og Suður-Ameríku hafa verið hraktar af heimilum sínum með þroskaheft börn sín vegna þess að eiginmenn þeirra segja að fötlunin geti ekki verið frá þeim komin,“ segir Richler. Richler bendir jafnframt á skelfilega þróun sem orðið hefur í Afríku með uppgangi alnæmis- sjúkdómsins. „Þar hefur HIV-veir- an breiðst hratt út, meðal annars vegna þeirrar hégilju að smitaðir menn geti læknast við að hafa sam- ræði við óspjallaðar meyjar. Þroskaheftar stúlkur verða gjarn- an fórnarlömb þessara manna sem nauðga þeim og smita af veikinni.“ Hlekkjuð við gluggann Aðspurð um hvað verði um ein- stæðu mæðurnar með fötluðu börnin segir Richler að þær séu í hreint hræðilegri stöðu því þær verði að sjá sér og börnum sínum farborða en fá enga aðstoð við það. „Ég þekki dæmi af sex ára gamalli bólivískri stúlku sem var alvarlega þroskaheft. Á meðan móðir hennar vann fyrir heimilinu var litla telp- an alein heima, hlekkjuð við gluggarimlana. Sem betur fer gripu systursamtök okkar í landinu inn í og komu stúlkunni í skóla. Þá fyrst fór hún að læra að tala og geta bjargað sér sjálf,“ segir Richler og bætir því við að því mið- ur sé þetta dæmi alls ekki einstakt. Hvað getum við gert? Richler notaði tímann hér á landi til að kynna samtök sín og málstað þeirra fyrir stjórnvöldum og hitti meðal annars forsætisráðherra og forseta Íslands í því skyni. Enda þótt framlög Íslendinga til þróun- armála séu ekki ýkja há bendir hún á að þau hafi vaxið á síðustu árum. Richler telur að Íslendingar geti kennt öðrum þjóðum ýmislegt um hvernig búa megi að fötluðum, rétt eins og við höfum kennt fjar- lægum þjóðum að veiða fisk og virkja hveri. Hún segir að við- brögð hérlendra ráðamanna gefi tilefni til bjartsýni en hvetur jafn- framt íslensku þjóðina til að leggj- ast á árarnar til að það verði að veruleika. sveinng@frettabladid.is 18 30. október 2004 LAUGARDAGUR Aðbúnaður þroska- heftra í Úganda er ekki eins og best verð- ur á kosið. Á árunum 1995-98 starfaði Sigrún Þórarinsdóttir þroskaþjálfi í Úg- anda og hún hefur séð aðbúnað þeirra sem stríða við fötlun, bæði andlega og líkamlega. Stofnanir sem sinna fötluðu fólki eru fáar í landinu og eins og við er að búast eru aðstæður þar bágbornar. „Mest er verið að hugsa um að gefa krökkunum að borða,“ segir Sigrún og bætir því við að margar stofnanir séu ein- ungis geymslustaðir fyrir fatlaða. Hún segir þó að það hafi komið sér á óvart hversu margt menn gátu gert við lítil efni, oft með furðu- góðum árangri. Í raun má segja að þeir sem komast á stofnanir séu heppnir. Sigrún segir að neikvæð við- horf til fatlaðra hafi verið áber- andi og margir þeirra taldir and- setnir. „Stærstur hluti götubarn- anna í höfuðborginni Kampala var fatlaður og þau urðu að betla sér til matar,“ segir hún en telur að hagur þeirra hafi verið betri á lands- byggðinni. Það vakti athygli henn- ar hversu sjaldan hún sá þroska- heft fólk. „Ég sá aðeins í eitt skipti barn með Downs-heilkenni úti á götu.“ Aðspurð hver skýringin á því sé svarar Sigrún: „Þau hafa hreinlega verið borin út rétt eftir fæðingu. Ég er viss um það.“ Himinn og haf skilja að aðbún- að fatlaðra í Úganda og á Íslandi. „Það er ekki hægt að bera þessi tvö lönd saman,“ segir Sigrún Þórar- insdóttir þroskaþjálfi. sveinng@frettabladid.is GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 12 stöðum um land allt! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi ...einfaldlega betri! SIGRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR Þótt efni hafi verið lítil í bænum Jinja reyndi fólk að gera gott úr öllu saman. Þeir heppnu á stofnanir Þeir sem samfé- lagið hefur hafnað Aðbúnaður fatlaðra í þróunarlöndunum er afar bágborinn en fæstir þeirra fá meðferð eða menntun við sitt hæfi. Fordómar og bábiljur hafa víða gert hag þeirra ömurlegri en orð fá lýst. VÍTAHRINGUR FÖTLUNAR OG FÁTÆKTAR Antonio Vargas Granada býr á öskuhaugunum í Managua í Níkaragva. STÓRFJÖLSKYLDAN HJÁLPAR Stúlka frá Níkaragva lætur fara vel um sig í móðurfaðmi. DIANE RICHLER Richler hitti forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á meðan dvöl hennar hérlendis stóð. Með þeim á myndinni er Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N M YN D C AR LO S R EY ES -M AN ZO M YN D C AR LO S R EY ES -M AN ZO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.