Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 48
E nglar og djöflar, hörku-spennandi og bráð-skemmtileg bók Dan Brown, er nú í efsta sæti íslenska metsölulistans. Bjartur gefur bókina út og systurforlagið Ferdinand mun gefa bókina út í Danmörku 5. nóvember en for- pantanir þar í landi hljóða upp á15.000 eintök. Kiljuútgáfan af Englum og djöflum hefur setið í 67 vikur á metsölulista New York Times. Ekkert bendir til annars en að bókin muni sömuleiðis slá í gegn hér á landi. „Það eru stöðug e-mail og hringingar frá fólki sem er að spyrja eftir þessari bók,“ segir útgáfustjóri Bjarts, Snæbjörn Arngrímsson. „Maður finnur líka mikið þakklæti vegna Da Vinci lykilsins því fólk hafði svo mikla ánægju af að lesa hana, enda bók sem menn geta gjör- samlega gleymt sér yfir. Mér finnst Englar og djöflar alveg sambærileg við Da Vinci lykilinn, hún er bæði spennandi og skemmtileg.“ Bók sem óhætt er að mæla með Dan Brown skipaði sér í hóp vinsælustu spennusagnahöfunda heimsins með bók sinni Da Vinci lyklinum en hún er fjórða skáld- saga hans. Bókin hefur selst mest allra innbundinna bóka í veröld- inni og eru bækurnar um Harry Potter þar meðtaldar. Í kjölfarið þaut skáldsagan Englar og djöflar upp eftir metsölulistum víða um heim en bókin kom út árið 1990. Robert Langdon, prófessor í tákn- fræði við Harvard-háskóla, er boðaður til Sviss með skömmum fyrirvara og falið að rannsaka vettvang óhugnanlegs morðs á þekktum vísindamanni. Fyrr en varir er hann flæktur inn í alda- langar erjur kaþólsku kirkjunnar og leynifélagsins Illuminati sem hefur í hyggju að valda usla í sjálfum Páfagarði í Róm. Bókin hefur fengið mjög góða dóma. „Snjall og æsispennandi söguþráður,“ sagði Publishers Weekly, „Spennandi og hröð at- burðarás og óvenjulega vel hugs- uð,“ stóð í San Fransisco Chron- icle. Book Browser Reviews gaf bókinni þessa umsögn: „Bók sem þú munt aldrei gleyma. Dan Brown hefur skapað aðra æsilega spennusögu sem stenst saman- burð við það besta sem Clancy og Cussler hafa sent frá sér.“ Kirkus Reviews sagði: „Heillandi leikur kattarins að músinni. Saga þar sem ástir, trúarbrögð, vísindi, morð, launhelgar, byggingarlist og hasar sameinast, á elleftu stundu. Það er óhætt að mæla með Englum og djöflum.“ „Ef Tom Clancy og Umberto Eco væri blandað saman væri útkoman Dan Brown,“ stóð á eBooknet.com. Vinnur að nýrri bók Dan Brown er 39 ára gamall. Kona hans er sagnfræðingur og mynd- listarmaður og hjálpar til við rannsóknarvinnu hans. Hann flut- ti til Los Angeles eftir stúdents- próf til að gerast píanóleikari og söngvari en árið 1993 sneri hann aftur til heimabæjar síns New Hamshire til að kenna ensku. Árið 1996 gerðist hann rithöfundur í fullri vinnu og gaf út fyrstu bók sína: Digital Fortess árið 1998. Árið 2000 kom út bókin Englar og djöflar og árið 2001 tryllirinn Deception Point. Í mars árið 2003 kom Da Vinci lykillinn út og seld- ist í 6.000 eintökum fyrsta daginn. Kvikmynd byggð á sögunni verð- ur frumsýnd á næsta ári. Rithöfundurinn fer á fætur eldsnemma á morgnana og keyrir til skrifstofu sinnar. Þar vinnur hann fram á kvöld. Á skrifstof- unni er enginn sími, ekki tölvu- póstur og ekkert sem glepur hug- ann frá bókarskrifum. Þegar Dan er spurður um áhrifavalda sína segir hann: „Ummm, ég veit að ég ætti að nefna einhver stór nöfn. En ég hálfskammast mín þegar ég segi að ég er svo upptekinn af því að skrifa bækurnar mínar að ég geri ekkert annað en að lesa eitthvað sem tengist viðfangsefni þeirra. Þegar ég fer í frí gríp ég með mér einhverja met- sölureyfara. Þetta er ekki merki- legt, eða háleitt, en þetta er sann- leikurinn.“ Dan Brown neitar öllum við- tölum þar sem hann er að vinna að næstu bók sinni með Robert Langdon í aðalhlutverki sem kemur út árið 2005. Sú bók fjallar um glæpamál og vald Frímúrara- reglunnar í Bandaríkjunum, en allir forsetar Bandaríkjanna hafa verið frímúrarar. Systurforlag Bjarts, Ferdinand, mun gefa þá bók út. Í Danmörku tók annað bókaforlag að bjóða í Dan Brown, sem er þvert á allar siðareglur í bókaheiminum. Ferdinand þurfti því að bjóða allnokkrar milljónir í þessa nýju og óútkomnu bók. „Það var eins gott að það voru til peningar í það,“ segir Snæbjörn Arngrímsson útgáfustjóri Bjarts en ólíklegt er að hann muni tapa á þeirri útgáfu, sé tekið mið af gríðarlegum vinsældum Dan Brown. kolla@frettabladid.is Breskir sláturdómar Norman Sherry hefur eytt 30 árum af ævi sinni í rannsóknir á ævi rithöfundarins Graham Greene. Tvö fyrstu bindin í ævisög- unni fengu skínandi dóma. Þriðja bindið, og það síðasta, kom út fyrir skömmu og gagnrýnendur helltu sér yfir höfundinn. Í Observer sagði ritdómari að það væri persónulegur harmleikur höfundar að hafa hafið verk sitt svo vel en endað svo illa. Aðrir gagnrýnendur hafa sömuleiðis farið ómildum höndum um verkið. Sherry bendir á að bókin hafi fengið jákvæða dóma í Bandaríkjunum og segir að breskir blaðamenn hafi yndi af því að tukta rithöfunda og telur að margt sem þeir hafi sagt um bók- ina hafi verið ómerkilegt, andstyggilegt og ónauðsynlegt. Sherry sakar fjölskyldu Greenes um að hafa lagt stein í götu sína og eyðilagt andrúmsloftið gagnvart sér. BÓKASKÁPURINN 36 29. október 2004 LAUGARDAGUR Árið 1811 kom Sense and Sensibility eftir Jane Austen út undir dulnefni. Austen var prestsdóttir sem lauk við fyrstu skáldsögu sína 14 ára. Hún faldi skrif sín fyrir flestum vina sinna, var hlédræg og aldrei áberandi í samkvæmislífi. Hún gaf út nokkrar skáldsögur í lifanda lífi, þar á meðal Pride and Prejudice, Mansfield Park og Emma. Hún giftist ekki og lést 42 ára gömul úr Addison´s sjúkdómi. Öfgamaður er maður sem getur ekki skipt um skoðun og vill ekki skipta um umræðuefni. Winston Churchill DAN BROWN Bók hans, Da Vinci lykillinn, hefur selst mest allra innbundinna bóka í veröldinni. Höfundur sem allir vilja lesa ENGLAR OG DJÖFLAR EFTIR DAN BROWN ER KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU ALLAR BÆKUR ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho ALKEMISTINN Paulo Coelho DA VINCI LYKILLINN Dan Brown EFTIRMÁL Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðars. SOUTH BEACH MATARÆÐIÐ Dr. Arthur Agatston ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss. og Unnur Jökulsd. ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Sögufélagið BEST OF GRIM Hallgrímur Helgason LÆRUM AÐ NEMA Ásta Kristrún Ragnarsdóttir SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho ALKEMISTINN Paulo Coelho SVAVA JAKOBSD. - STÓRBÓK Svava Jakobsdóttir TÝND Karin Alvtegen TVISVAR Á ÆVINNI Ágúst Borgþór Sverrisson ÁSTARALDIN Karel van Loon FURÐULEGT HÁTTARLAG HUNDS... Mark Haddon STÚLKA MEÐ PERLUEYRNAL... Tracy Chevalier SJÁLFSTÆTT FÓLK I&II Halldór Laxness SKÁLDVERK - KILJUR ALKEMISTINN Paulo Coelho DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith HÍBÝLI VINDANNA Böðvar Guðmundsson ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund MÝRIN Arnaldur Indriðason ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson BETTÝ Arnaldur Indriðason SKÁLDIÐ Michael Connelly VILLIBIRTA Liza Marklund LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 20.10.- 26.10. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Jonathan Strange verður kvikmynd New Line kvikmyndaverið hefur keypt kvikmyndaréttinn á bók Súsönnu Clarke, Jonathan Strange & Mr Norrell. Áður hafði New Line keypt kvikmyndarétt á þríleik Philips Pullman, His Dark Materials, en félagið framleiddi hinar gríðarlegu vinsælu kvikmynd- ir eftir Hringadróttinssögu. Jonathan Strange & Mr Norrell fjallar um tvö galdramenn sem hafa afskipti af Napóleonsstyrjöldun- um milli þess sem þeir leita að dularfullri veru, Ævintýrakónginum. Bókin hefur notið vinsælda fullorðinna jafnt sem barna og er metsölubók í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bókin er um 800 síður. Hún er fyrsta bók höfundar sem var tíu ár að skrifa hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.