Fréttablaðið - 01.11.2004, Side 11

Fréttablaðið - 01.11.2004, Side 11
11MÁNUDAGUR 1. nóvember 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ AFRÍKA ■ EYJAÁLFA edda.is Bubbi Morthens Spennandi saga um ferðina miklu sem sérhver laxafjölskylda fer úr hafinu stóra upp í heimaána sína. Á leiðinni bíða bæði hættur og þrautir og ekki munu allir komast á leiðarenda. Laxveiðimennirnir Bubbi Morthens og Robert Jackson skapa ógleymanlegar persónur úr íbúum Djúpríkisins sem birtast lesendum ljóslifandi í sérlega fallegum myndum Halldórs Baldurssonar. KOMIN Í VERSLANIR Robert Jackson Sjónvarpsstöð í Bagdad: Sjö létust í sprengjuárás ÍRAK, AP Sjö létust er bílasprengja sprakk fyrir utan Al-Arabiya sjónvarpsstöðina í Bagdad í gær og nítján slösuðust. Að minnsta kosti fimm hinna látnu voru starfsmenn sjónvarpsstöðvarinn- ar. Tveir fréttamenn slösuðust alvarlega og voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Jórdaníu til aðhlynningar. Forstöðumaður sjónvarps- stöðvarinnar, sem er með höfuð- stöðvar í Dubai, lýsti því yfir að starfsemi stöðvarinnar verði hald- ið áfram í Bagdad þrátt fyrir árás- ina. Stöðin hefur verið sett upp í nýju húsnæði, en allur tækjakost- ur eyðilagðist í árásinni. Hópur vígamanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu. Þeir nefna sig „1920 hersveitina“, og sögðu að tilgangur árásarinnar hafi verið að jafna við jörðu byggingu sem hýsti „Ameríkusinnaða njósnara sem töl- uðu arabíska tungu“. Að minnsta kosti þrjátíu frétta- menn og aðrir starfsmenn fjölmiðla hafa látið lífið í Írak frá því að stríð- ið hófst í mars á síðasta ári. ■ REYKUR STÍGUR UPP ÚR RÚSTUM SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR AL-ARABIYA Sjö létust og nítján slösuðust er bílsprengja sprakk fyrir utan sjónvarpsstöðina í Bagdad í gær. HRYÐJUVERK ÚR FANGELSI Fang- elsisyfirvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu óttast að fangar sem snúist hafa til róttækrar íslams- trúar í fangelsum skipuleggi hryðjuverkaárásir. Margir fangar eru sagðir opinskáir í stuðnings- yfirlýsingum við Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. ÖLVUNARAKSTUR Einn var tekinn grunaður um ölvunarakstur að- faranótt laugardags í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Öku- maður má búast við sviptingu ökuleyfis og tilheyrandi sekt. OF HRAÐUR AKSTUR Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt laugardags. Einn var á 117 kílómetra hraða, einn á 116 kílómetra hraða og sá þriðji á 114 kílómetra hraða. Allir ökumenn eiga von á viðeigandi sektum. FLEIRI HERMENN TIL SÚDAN Um hundrað rúandískum hermönnum var flogið til Darfur í Súdan í gær til að efla friðargæslustarf í héraðinu stríðshrjáða. 390 friðar- gæsluliðar á vegum Afríkusam- bandsins eru fyrir í héraðinu en þeir verða 3.320 fyrir lok mánað- arins. ÍRANSKA ÞINGIÐ Þingmenn kröfðust þess að auðgun úran- íums yrði haldið áfram. Íranska þingið: Verða að auðga úran ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úran- íum má nota til framleiðslu kjarn- orkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. „Dauði yfir Bandaríkjunum,“ kölluðu einhverjir þingmannanna meðan á umræðum og atkvæða- greiðslu um tillöguna stóð. Banda- ríkjamenn óttast að Íranar noti auðgað úraníum til að framleiða kjarnorkuvopn og þrýstir mjög á þá að hætta kjarnorkuáætlun sinni. ■ Tvær stjórnarskrár: Stjórnin á hálum ís SPÁNN, AP Spænska ríkisstjórnin kann að brjóta gegn stjórnar- skrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusam- bandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræm- ist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráð- gjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. Ef samþykkt stjórnarskrár ESB brýtur gegn spænsku stjórnarskránni þarf væntan- lega að breyta þeirri spænsku. ■ VARAFORSETINN OG AFABARNIÐ Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hjálpaði dótturdóttur sinni, Elizabeth, að setja á sig hauskúpugrímu. Gríman var hluti af hrekkjavökubúningi hennar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.