Fréttablaðið - 01.11.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 01.11.2004, Síða 56
20 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum... ...fimleikakappanum Bjarka Ásgeirssyni úr Ármanni en þessi fjórtán ára gamli drengur vann til þriggja verðlauna á Norðurlandamóti drengja í Helsinki í Finnlandi um helgina. Bjarki vann gull á bogahesti og brons í fjölþraut og á tvíslá. Við hrósum... ...línumanninum Vigni Svavarssyni hjá Haukum. Hann átti frábæran leik gegn franska liðinu Creteil í meistaradeildinni í gær, skoraði átta mörk úr níu skottilraunum og það sem meira er þá tókst honum að sleppa við rautt spjald í fyrsta sinn í deildinni í vetur en hann hafði fengið að líta þrjú rauð spjöld í fyrstu þremur leikjunum.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Mánudagur NÓVEMBER HANDBOLTI Haukar unnu glæsilegan sigur á franska liðinu US Creteil í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik á Ásvöllum síðdegis í gær. Þetta er fyrsti sigur þeirra en áður hafði liðið gert eitt jafn- tefli og tapað tveimur leikjum. Greinilegt var á öllu að Haukarn- ir voru tilbúnir í þennan slag og ætluðu sér bersýnilega ekkert annað en sigur. Reyndar skoruðu Frakkarnir tvö fyrstu mörkin en eftir það tóku Haukarnir frumkvæðið og juku muninn jafnt og þétt og mestur varð hann í fyrri hálfleik sjö mörk, 17-10. Frakkarnir náðu að minnka muninn í þrjú mörk snemma í síðari hálfleik en þá tóku Haukarnir aftur við sér og breyttu stöðunni úr 19-16 í 22-16 og skoruðu meðal annars tvö mörk í röð einum leikmanni færri. Þrátt fyrir að Frakkarnir breyttu um vörn seinni part síðari hálfleiks, með því að taka Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andra Stef- an úr umferð, riðlaði það ekki leik Haukanna. Þeir héldu uppteknum hætti og innbyrtu glæsilegan og mjög verðskuldaðan sigur, 37-30. Það var virkilega gaman að fylgj- ast með Haukunum í þessum leik, leikmenn voru einbeittir og ákveðnir og spiluðu fjölbreyttan sóknarleik. Vörn og markvarsla var í ágætu lagi. Miðað við hversu ungir flestir leikmenn liðsins eru er hreint með ólíkindum hvað þeir eru þroskaðir og þátttaka Hauka í Evrópukeppnunum undanfarin ár er því greinilega að skila sér með afgerandi hætti til baka – sýnir svart á hvítu hversu mikilvægt það er fyrir íslenskan handbolta að félögin taki þátt í Evrópu- keppnunum. Það var hvergi veikan hlekk að finna hjá Haukum en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Þórir Ólafs- son, Andri Stefan og fyrirliðinn, Vignir Svavarsson, voru burðar- ásarnir. Þeir hljóta með frammi- stöðu sinni að hafa glatt augu Viggós Sigurðssonar, nýráðins landsliðsþjálfara, eins og reyndar allra sem sáu þennan leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum rétt eftir leik. „Þetta var meiriháttar sigur, við vorum vel stemmdir og ætluð- um okkur að klára þetta verkefni með sóma. Við vorum virkilega svekktir eftir jafnteflið gegn Savehof um síðustu helgi en ég er ekki frá því að það hafi, þegar á allt er litið, gert okkur gott – við vorum því enn þá meira á tánum í dag þess vegna og enn þá stað- ráðnari í að vinna hér sigur. Svona leikir gefa okkur mjög mikið og eru á við 10-15 deildarleiki í reynslu talið, maður mætir þess- um bestu og sér virkilega hvar maður stendur og það er gaman og lærdómsríkt,“ sagði Ásgeir Örn. Í sama streng tók félagi hans, Andri Stefan: „Við fáum heilmikið út úr svona Evrópuleikjum, þetta er stórt og skemmtilegt dæmi sem skilar sér margfalt til baka þegar til lengri tíma er litið. Ég bjóst við meiri spennu en þetta var alveg frábært. Það var að duga eða drepast fyrir okkur í þessum leik og við vildum bæta fyrir jafn- teflið gegn Svíunum, þar sem sigrinum var hreinlega rænt af okkur. Við nýttum okkur hins vegar þau vonbrigði á jákvæðan hátt og sýndum hvað í okkur býr.“ Þegar blaðamaður minnist á ung- an aldur flestra Haukamanna er Andri ekki lengi til svars. „Þetta er ekki spurning um aldur, þetta er spurning um getu.“ - sms ■ ■ LEIKIR  19.00 Njarðvík og Grindavík mætast í Njarðvík í Hópbílabikar kvenna í körfubolta.  19.00 Breiðablik og Keflavík mætast í Smáranum í Hópbílabikar kvenna í körfubolta.  19.30 ÍS og Ármann/Þróttur mætast í Kennaraháskólanum í 1. deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Ensku mörkin á RÚV.  18.00 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá Einum.  18.30 á Sýn. Útsending frá leik Denver Broncos og Atlanta Falcons í NFL-deildinni.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.50 Enski boltinn á Skjá Einum. Útsending frá leik Manchester City og Norwich í ensku úrvals- deildinni í fótbolta.  23.15 Ensku mörkin á RÚV. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Ísafjörður Bjarki vann þrenn verðlaun á Norðurlandamóti í fimleikum: Með gull á bogahesti FIMLEIKAR Ármenningurinn Bjarki Ásgeirsson stóð sig mjög vel á Norðurlandamóti drengja í fim- leikum sem fór fram í Helsinki um helgina. Bjarki vann brons í fjölþraut á laugardeginum þegar hann fékk 44,9 stig en gerði enn betur í gær þegar hann vann gull á bogahest- inum þar sem hann hlaut 7,35 og bætti síðan öðru bronsi við á tví- slánni þar, hans einkunn hljóðaði upp á 7,45. Bjarki komst einnig í úrslit í hringjum þar sem hann endaði í fimmta sæti. Þorsteinn Eggertsson í Ár- manni varð sjötti á bogahesti og Ingvar Jochumsson í Gerplu átt- undi á tvíslá. Ingvar varð 15. í fjölþrautinni með 36,1 stig. Ís- lenska liðið varð síðan í fimmta og neðsta sæti með 152,15 stig. Finnska liðið sigraði með 180,65 stig. EITT GULL OG TVÖ BRONS Bjarki Ás- geirsson stóð sig mjög vel á Norðurlanda- móti drengja í fimleikum. Mynd/fimleikar.is Norski boltinn: Árni Gautur einu marki frá titlinum FÓTBOLTI Rosenborg frá Þrándheimi varð norskur meistari í 13. sinn í röð um helgina þegar lokaum- ferðin í norsku úrvalsdeildinni fór fram. Það gat þó ekki munað minna á Rosenborg og Valerenga, liði Árna Gauts Arasonar lands- liðsmarkvarðar. Bæðin liðin unnu góða sigra í lokaumferðinni og þau voru jöfn að stigum og með jafnmörg mörk í plús í markatölu. Það sem réði úrslitum var það að Rosenborg skoraði fleiri mörk, 52 gegn 40 hjá Valerenga en Rosen- borg hefur unnið alla titla síðan 1992. Með þessum ótrúlega árangri jafnaði Rosenborg-liðið evrópu- metið yfir flesta meistaratitla unna í röð því letneska liðið Skonto Riga vann einnig 13 meist- aratitla í röð á árunum 1991-2003. Riga-liðið er sem stendur í öðru sæti í letnesku deildinni þremur stigum á eftir Liepajas Metalurgs þegar tvær umferðir eru eftir og getur því bætt metið. Frode Johnson var hetja liðs- ins en hann skoraði þrjú mörk og lagði upp það fjórða í 4-1 sigri Lyn þar af síðasta markið mínútu fyrir leikslok en á þeirri stundu var titilinn á leiðinni til Osló. Þrátt fyrir meistaratitil fær þjálf- arinn Ola By Rise ekki að halda áfram með liðið en það gekk á ýmsu í lok mótsins þar sem Ros- enborg var nálægt því að missa titilinn til Árna Gauts og félaga hans en Árni Gautur hafði orðið norskur meistari með Rosenborg- liðinu sex síðustu tímabil. Árni Gautur átti mjög mikinn þátt í árangri Valerenga í sumar en liðið bjargaði sér frá falli tíma- bilið á undan með því að vinna umspil gegn liðinu í 3. sæti í b- deildinni. Árni lék 12 síðustu leiki liðsins og fékk aðeins níu mörk á sig og hélt hreinu í fimm leikjum þar af tveimur þeim síðustu þeg- ar spennan var mest í fallbarátt- unni. Það voru því Steffen Iver- sen og aðrir sóknarmenn liðsins sem klikkuðu á úrslitastundu því liðið vantaði aðeins eitt mark í viðbót til að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 20 ár. - ooj ÁRNI RÉTT MISSTI AF NORSKA TITL- INUM Árni Gautur Arason hefur orðið níu sinnum meistari á tólf ára ferli, þrisvar á Íslandi og sex sinnum í Noregi. Enska úrvalsdeildin: Bolton sökkti Newcastle FÓTBOLTI Bolton Wanderers sýndi og sannaði í gær að góð byrjun þeirra í ensku úrvalsdeildinni var engin tilviljun. Þá gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu Newcastle á heimavelli, 2-1, og skutu sér um leið í fjórða sæti deildarinnar á nýjan leik. Þegar ellefu umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeild- inni er Bolton aðeins fimm stigum á eftir Arsenal og Chelsea. Ekkert var skorað í fyrri hálf- leik í leiknum en hlutirnir gerðust í síðari hálfleik. Senegalinn El- Hadji Diouf kom Bolton yfir á 52. mínútu þegar hann svo gott sem fórnaði ferlinum til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Bolton-menn voru ekki lengi í paradís því ungstirnið Darren Ambrose jafnaði fyrir Newcastle þrem mínútum síðar með stór- kostlegu marki. Hamraði boltann fyrir utan teig beint upp í mark- hornið. Algjörlega óverjandi. Það var mikið fjör í leiknum á lokamínútunum en aðeins eitt mark skorað. Það gerði Kevin Davies fyr- ir Bolton á 70. mínútu er hann potaði boltanum í markið og tryg- gði Bolton um leið stigin þrjú. ■ SIGURMARKIÐ Kevin Davies fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum. LÍNUMAÐURINN STERKI VIGNIR SVAVARSSON Sést hér skora eitt af átta mörkum sínum í leiknum gegn franska liðinu Creteil án þess að hinn frábæri línumaður Creteil Gueric Kervadec komi nokkrum vörnum við. Fréttablaðið/Vilhelm Öruggur sigur Hauka Íslandsmeistarar Hauka unnu sinn fyrsta sigur í meistaradeildinni í gær er franska liðið Creteil kom í heimsókn. Haukarnir höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn og unnu sanngjarnan sjö marka sigur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.