Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 6
6 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Of hátt hlutfall smáfisks í aflanum í Breiðafirði: Víðtæk lokun stefnir útgerðum í voða LÍNUVEIÐAR Endurskoða þarf ákvörðun sjávarútvegsráðuneyt- isins um að loka helstu veiðislóð smábáta á sunnanverðum Breiða- firði, segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. „Í mínum huga er það alveg ljóst að svo víðtæk lokun getur ekki gengið, því grundvelli út- gerðar margra manna er með henni stefnt í voða,“ segir Krist- inn. Hann vill að svæðið verði opnað að hluta eða öllu leyti aftur. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir niðurstöður mælinga á svæðinu sýna að 35 til 70 prósent aflans séu undir leyfilegri stærð. „Þetta er það hátt hlutfall að það var talið nauðsynlegt og eðli- legt miðað við vinnubrögð Haf- rannsóknastofnunarinnar að svæðinu yrði lokað um lengri tíma,“ segir Jóhann. Ekki sé á áætlun að loka svæðinu til eilífðar og ráðstafanir hafi verið gerðar til að skoða undirmálsfiskinn bet- ur. Hvenær banni við veiðum verði aflétt sé ekki ljóst á þessari stundu né hvort hægt verði að opna hluta svæðisins. - gag Thomas skipaður í stjórn Símans Fjármálaráðherra skipaði Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóra Olís, í stjórn Símans í mars þar sem hann situr enn. Thomas sagði sig úr stjórninni í fyrra vegna rannsóknar á samráði olíufélaganna. VERÐSAMRÁÐ Thomas Möller, fyrr- verandi markaðsstjóri Olís, sem átti stóran þátt í verðsamráði olíu- félaganna samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs, situr nú í stjórn Símans og er stjórnarformaður Iceland Naturally. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði Thomas í stjórn Símans í mars á þessu ári þrátt fyrir að hann hafi vikið úr stjórninni hálfu ári fyrr vegna rannsóknar Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna og um- fjöllunar í fjölmiðlum um aðild hans að málinu. Í starfi sínu tók Thomas meðal annars þátt í verð- samráði gegn Símanum. Thomas var skipaður formaður stjórnar Iceland Naturally í júní í fyrra af Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra. Iceland Naturally er samstarfsvettvangur ríkisins og fyrirtækja við að koma íslenskri vöru og þjónustu á framfæri í Bandaríkjunum. Flugleiðir eru meðal þátttakenda í samstarfinu. Fyrirtækið var eitt af þeim fyrir- tækjum sem varð fyrir barðinu á verðsamráði olíufélaganna. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að samn- ingur um Iceland Naturally klárist um áramótin og það sé ekki búið að taka afstöðu til þess hvernig ný stjórn verði skipuð. Thomas hafi vikið úr stjórn Símans þegar málið kom upp í fyrra. Hann verði núna að taka ákvörðun um það sjálfur hvort hann sitji áfram í stjórnum á vegum hins opinbera. Ekki verði gripið til ráðstafana af hálfu ráð- herrans. Bergþór segir að Thomas hafi vikið sæti í fyrra til að fyrir- byggja að það yrði órói í kringum störf hans í stjórn Símans. Að- spurður hvort sá órói sé ekki enn til staðar eftir að niðurstaða sam- keppnisráðs liggur fyrir vísaði Bergþór á Thomas, hann yrði að svara því sjálfur. Hvorki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra né Thomas Möll- er í gær. ghg@frettabladid.is BRETLAND, BBC Sex létu lífið og fimm eru alvarlega slasaðir eftir lestar- slys nálægt þorpinu Ufton Nervet í Bretlandi á laugardag. Yfirvöld í Bretlandi segja lögreglumann hafa séð þegar bíl var lagt á lestartein- ana með þeim afleiðingum að lestin ók á hann. Allir átta vagnar lestarinnar fóru út af teinunum við áreksturinn. Lögreglumaðurinn segir bílinn hafa ekið inn á teinana þegar hlið sem loka veginum við teinana voru opin. Bílstjóri bifreiðarinnar lést í slys- inu. Breska lögreglan vinnur nú hörðum höndum við að rannsaka at- burðarásina en vill ekki tjá sig um það hvort um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Einn farþeganna var Jon Stace, 21 árs nemi í grafískri hönn- un. Stace hálfpartinn dróst út um glugga lestarinnar þegar hún lagð- ist á hliðina og rann þannig áfram. „Ég hélt að ég myndi deyja og er mjög þakklátur fyrir að hafa gengið í burtu á lífi.“ Farþegar lesta í Bret- landi hafa beðið stjórnvöld um að fara í gegnum öryggisráðstafanir á lestarteinunum. ■ Lest ók á bíl sem lagt var á lestarteinana: Sex fórust í lestarslysi í Bretlandi VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir forsætisráðherra Palest-ínu? 2Meðlimum úr hvaða dönsku bifhjóla-samtökum var vísað úr landi? 3Hvaða lið er í efsta sæti ensku úrvals-deildarinnar í fótbolta? Svörin eru á bls. 34 Ragnar Arnalds: MARÍU MESSA ,,Karlar höggvist og konur drekkist” Þannig var boðskapur Stóradóms. Mál hennar vakti furðu. Hún bætti gráu ofan á svart. Og brátt var lífi hennar ógnað. Var það kraftaverk eða guðlast? Var hún saklaus eða dauðasek? Skáldsaga um einstætt lífshlaup ungrar konu. Lesið upphaf sögunnar: www.krabbinn.is krabbinn MÓTMÆLENDUR Mótmæla kjarnorkuframleiðslu eftir slysið í Frakklandi. Mótmælti flutningi kjarnorkuúrgangs: Varð fyrir lest og lést FRAKKLAND Mótmælandi lét lífið í Frakklandi þegar lest keyrði yfir hann samkvæmt BBC. Maðurinn var að mótmæla kjarnorkufram- leiðslu og lagðist á lestarteinana fyrir framan lest sem flutti kjarn- orkuúrgang. Áður hafði lögreglan losaði tvo aðra mótmælendur sem höfðu hlekkjað sig við teinana. Sjúkra- liðar hlúðu að mótmælandanum en hann dó áður en komið var á sjúkrahúsið. Lestarstjórinn reyn- di að hemla þegar hann sá hóp fólks sitja á teinunum en honum tókst það ekki. ■ BRETLAND Sex fórust í lestarslysi þegar lest ók á bíl sem var lagt á lestarteinana. ÓLAFSVÍK Trillusjómenn á norðanverðu Snæfellsnesi segja útgerðir þeirra og störf 200 manna í hættu vegna lokunar allt að 80% af veiðisvæði þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ LÖGREGLUFRÉTTIR UMFERÐARÓHAPP Á SAUÐÁR- KRÓKI Umferðaróhapp var á Sauðárkróksbrautinni um ellefu- leytið í gær þegar fullorðin kona missti stjórn á bifreið sinni þegar hún mætti öðrum bíl. Hún fór út af veginum og valt eina veltu. Konan slapp nánast ómeidd en bifreiðin er ónýt. Hlýtt loft að sunnan: 19 stiga hiti fyrir austan VEÐUR Einstaklega hlýtt veður hef- ur verið um allt land um helgina. Á laugardaginn náði hitinn hæst 19 stigum á Seyðisfirði, en á höfuðborgarsvæðinu var hiti um 10 stig. Sérstaklega var hlýtt á stöðum norðaustantil á landinu og náði hitinn þar 18 stigum á þremur stöðum. Hér er þó ekki um eins- dæmi að ræða á þessum árstíma þótt vissulega hafi það komið fólki í opna skjöldu. Þær upplýs- ingar fengust á Veðurstofu Ís- lands að hlýtt loft sem barst hing- að úr suðri hafi valdið þessum hita og veður sem þetta fylgi oft vetrarhlákunum fyrir austan og þykir því ekki óvenjulegt. Enn eimir af þessu hlýja lofti næstu daga en á fimmtudag og föstudag er spáð kólnandi veðri. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það mun vara. -keþ Eldur í Borgarholtsskóla: Loftljós veldur bruna ELDUR Eldur kom upp í Borgar- holtsskóla í Grafarvoginum um eittleytið á sunnudag. Svartur reykur sást stíga út úr einum glugga skólans og var slökkvilið og lögregla kölluð til. Eldurinn reyndist minniháttar en nokkra reykjarlykt lagði þó frá skólan- um. Lögregla á vettvangi taldi að útgönguljós, sem logaði, hafi fall- ið úr lofti á teppi og því eldurinn komið upp. Enn var unnið að reykræstingu í skólanum um tvöleytið í gær. -keþ THOMAS MÖLLER Fyrrverandi markaðsstjóri Olís vék úr stjórn Símans í fyrra vegna rannsóknar á olíusam- ráði. Fjármálaráðherra skipaði hann aftur í stjórnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.