Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 65
8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Karlar og konur á norrænum vinnumarkaði Tveggja daga málþing 11.-12. nóvember á Grand hótel Reykjavík Fimmtudagurinn 11. nóvember 13.00-17.00 Karlar í „kvennastörfum“ 13.00-13.55 Erik Hauglund: Menn i barnehager – like viktig som kvinner i styrerommet 13.55-14.30 Þórður Kristinsson: Fields of masculinity: Icelandic men in nursing. 14.30-15.05 Steinunn Hrafnsdóttir: In the World of Women: Men in female-dominated work organizations. 15.05-15.25 Kaffi 15.25-16.20 Marie Nordberg: Men in Female Occupations – Gender flexible models for gender trans- formations or for hegemonic masculinity? 16.20-16.55 Hafsteinn Karlsson: En man bland kvinnliga lärare Föstudagurinn 12. nóvember 9.00-13.00 Kynjaskiptur vinnumarkaður 09.00-09.55 Helinä Melkas: Gender segregation in Nordic labour markets: Trends and challenges 09.55-10.30 Lárus Blöndal: Changes in the Icelandic Occupational Structure 10.30-11.05 Fríða Rós Valdimarsdóttir: Föräldraledighet i Norden: Lösning eller ytterligare problem? 11.05-11.25 Kaffi 11.25-12.20 Steen Bagöe Nielsen: Mænd i omsorgs-, social- og sundhedsuddannelser. Nye veje med forhindringer. 12.20-12.55 Kjartan Ólafsson: The future heaven of gender equality? Occupational preferences of Icelandic youths1968-2003 Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en þó er mikilvægt að þátttakendur skrái sig og er það gert á slóðinni: http://registration.yourhost.is/KochM2004/ eða í 551 0668 E N N E M M / S IA / N M 13 9 7 8 Vikan 8. – 14. nóv. Mánudagur 8.nóv: kl. 13:00 – 17:30 Brids. kl. 13:30 – 15:30 Kaffitár með ívafi kl. 18.00 - 19.00 Línudanskennsla fyrir byrjendur. kl. 19:00 – 20:00 Danskennsla í samkvæmisd. framh. kl. 20:00 – 21:00 Danskennsla í samkvæmisd. byrjendur Þriðjudagur 9.nóv: kl. 11:00 – 12:00 Námskeið í stafagöngu. Leiðb. Halldór Hreinsson. kl. 13:00 – 17:00 Skák. Miðvikudagur 10.nóv: kl. 10:00 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði. kl. 14:00- 16:00 Söngvaka, Helgi Seljan og Sigurður Jónsson stjórna. Þráinn Bertelsson kemur og les upp úr nýrri bók sinni. kl. 17:00 - 19:00 Söngfélag FEB, kóræfing. Fimmtudagur 11.nóv: kl. 11:00 – 12:00 Námskeið í stafagöngu. kl. 13:00 – 17:30 Brids. kl. 16:15 – 17:45 Framsögn. kl. 20.00 - 22:00 Félagsvist. Föstudagur 12.nóv. Árshátíð félagsins, fjölbreytt skemmtiatriði. Sunnudagur 14.nóv: kl. 20:00-23:30 Dansleikur. – Caprí-Tríó leikur. Félagsstarf Félags eldri borgara í Reykjavík í Ásgarði í Glæsibæ: - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Teiknimyndasögur Franks Miller um líf og dauða ógæfufólks í lastabælinu Sin City eru með því betra sem borið hefur verið á borð fyr- ir unnendur góðra mynda- sagna síðasta áratuginn eða svo. Sin City bækurnar eru sjö talsins og hver annarri magnaðri þegar kemur að of- beldi, svikum, ruddaskap og stílfærðum teikningum. Bækurnar tengjast innbyrð- is og þannig skjóta lykilper- sónur einnar bókar upp koll- inum sem aukapersónur í öðrum. Allt er þetta gert af stakri snilld og mögnuð film noir stemning grúfir sig yfir svart/hvítar sögurnar en Miller hefur sjálfur greint frá því í viðtölum að hann sé undir miklum áhrifum meistara harðsoðnu reyfar- anna, Raymonds Chandler og Dashiell Hamett. Myndasögur lifna við Leikstjórinn Robert Rodriguez sem á að baki myndir eins og El Mariachi, Desperado, From Dusk Till Dawn og Once Upon a Time in Mexico hefur ráðist í það vandasama verkefni að kvik- mynda sögurnar um Sin City og það litla sem hefur sést úr bíómyndinni sem er væntan- leg á næsta ári lofar gríðar- lega góðu. Miller sjálfur er líka hafður með í ráðum en Rodriguez þurfti að beita höfundinn nokkrum for- tölum til að fá að kvikmynda sög- urnar og það varð úr að Miller fékk að hafa auga með öllu og er titlaður meðleikstjóri. Þeir félag- ar virðast hafa náð fullkomlega saman en það er engu líkara en teikningarnar í bókunum lifni við á filmunni. Þá eru allir leikarar í lykilhlutverkum ákaflega vel valdir og líkjast fyrirmyndum sínum svo vel að það er lyginni líkast. Þó að hver og ein Sin City-bók gæti ein og sér hæglega staðið undir heilli bíómynd hefur Rodriguez valið þann kost að segja nokkrar meginsögur í einni mynd og tvinna þær saman líkt og Miller gerir í bókunum. Í fyrstu bókinni segir frá brjálæðingnum Marv sem gengur berserksgang þegar hann leitar hefnda á þeim sem drápu vændiskonuna Goldie og klíndu morðinu á hann. Hann á þó við ofurefli að etja þar sem hann lendir upp á kant við Roark- fjölskylduna sem ræður lögum og lofum í Sin City og er með ger- spillta stjórnmálamen og lögreglu á sínum snærum. Guli bastarðurinn og tálkvendið Í bókinni That Yellow Bastard, sem er að margra mati besta Sin City-bókin, leggur löggan Hartig- an allt í sölurnar til að bjarga ungri stúlku úr klóm barnaníð- ings sem illu heilli er af ættum Roarks. Hann endar sjálfur í fangelsi grunaður um misnotkun á börnum þótt honum takist að bjarga Nancy litlu. Hann fær að dúsa bak við lás og slá árum sam- an en þegar hann losnar skyndilega úr haldi finnur hann Nancy sína aftur. Hún er þá orðin heitasta súlustelp- an í Sin City og er enn í bráðri hættu þar sem guli bastarð- urinn hyggur á hefndir. Bókin A Dame to Kill For er klassísk tálkvendissaga um óvirka alkóhólistann Dwight sem lætur hin ómót- sæðilegu Övu glepja sig til illverka og halla sér aftur að flöskunni. Hún býr svo þan- nig um hnútanna að hann er nær dauða en lífi þegar vændiskonur í Sin City taka hann á löpp og tjasla honum saman. Dwight snýr svo aftur með nýtt andlit með það eitt fyrir augum að koma þessari fyrrverandi ástkonu sinni fyrir kattarnef. Leikaraliðið í Sin City er ekki af verri endanum en gamli töffarinn Mickey Rour- ke fær að spreyta sig á Marv og tryggir aðdáendur hans binda vonir við að hann fái nú loks uppreisn æru en hann virðist vera í banastuði í hlut- verki þessa geðbilaða morð- ingja með barnshjartað en Marv býr hjá mömmu sinni og heldur verndarhendi yfir Nancy sem er örlagavaldur í lífi margra í Sin City. Bruce Willis leikur Hartigan og ætti eki að vera í vandræðum með að túlka harðsoðna löggu sem er nokkrum klukkustundum frá eft- irlaunum þegar hann þarf að fórna lífi sínu fyrir 11 ára stúlku. Nancy sjálf er leikin af hinni gull- fallegu Jessica Alba sem gerði garðinn frægastan í þáttunum Dark Angel sem erfðabreytta of- urgellan Max og sást síðast í bíó í dansmyndini Honey. Clive Owen, sem sýndi fanta- leik í Croupier og fór mikinn í King Arthur, leikur hinn óláns- sama Dwight sem lendir í klónum á Övu með hörmulegum afleiðing- um. Þessi listi ætti að nægja til að selja nokkrar milljónir af bíómið- um en þó eru enn ónefnd Rosario Dawson, Benicio Del Toro, Elijah Wood, Maria Bello, Michael Clar- ke Duncan, Carla Gugino, Josh Hartnett, Michael Madsen, Jaime King, Brittany Murphy og Nick Stahl. ■ Sögur úr borg syndanna DWIGHT Kemst nær dauða en lífi í skjól vændiskvenna sem ráða lögum og lofum í gömlu Sin City. Þær skulda honum greiða og hjúkra honum því til lífs. Þegar hann er kominn til heilsu og hefur fengið nýtt andlit hyggst hann ná sér niðri á konunni sem kom honum í klandrið. NANCY CALLAHAN Lögreglumaðurinn Hartigan bjargaði henni, 11 ára gamalli, úr klóm sadísks barnaníðings. Hún vex úr grasi og verður vinsælasta nektardansmærin í Sin City en þegar níðingurinn hyggur á hefndir þarf Hartigan að taka á honum stóra sínum til að bjarga Nancy í annað sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.