Fréttablaðið - 08.11.2004, Page 59

Fréttablaðið - 08.11.2004, Page 59
20 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum... ...borðtenniskappanum Guðmundi Stephensen sem gerði sér lítið fyrir og vann tvo Norðurlandameistaratitla í Riga í Lettlandi um helgina. Hann vann bæði einliðaleik og tvíliðaleik og varð fyrsti íslenski borðtennisspilarinn til að ná þessum áfanga. Guðmundur vann einnig alla sína leiki í liðakeppninni. Við hrósum... ...Tryggva Guðmundssyni sem tryggði sænska liðinu Örgryte áframhald- andi sæti í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Tryggvi skoraði sig- urmarkið gegn Assyriska á lokamínútu leiksins en hann var ekki byrjunarliðinu í fyrri leik liðanna á miðvikudaginn vegna ósættis við þjálfarann. Hann svaraði þjálfaranum í gær á réttan hátt.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Mánudagur NÓVEMBER SUND „Íslenskir framhaldsskólar eru þeir einu í hinum vestræna heimi sem standa beinlínis í vegi fyrir að afreksfólk í íþróttum geti með góðu móti stundað íþrótt sína,“ segir Benedikt Sigurðar- son, formaður stjórnar Sundsam- bands Íslands. Formannafundur var haldinn hjá sambandinu í síð- ustu viku og segir Benedikt að að öðru leyti sé bjart fram undan hjá íslensku sundfólki. Hann er þó óvæginn þegar rætt er um afreksfólk Íslands í greininni og segir að brottfall sé orðið mikið úr röðum þeirra frem- stu. „Þeim hefur fjölgað óðum sem leggja sundið á hilluna eftir átján ára aldur sökum þess að ætli menn sér alvarlega hluti í íþrótt- um í viðbót við fullt nám í skóla er alls enginn tími eftir til annars. Framhaldsskólarnir sýna engan veginn nægilegan stuðning við þetta fólk og fleiri og fleiri hætta. Einstaka skólar hafa meira að segja ekki verið sveigjanlegir þegar kemur að frávikum vegna keppnisferðalaga þrátt fyrir laga- fyrirmæli um slíkt. Þetta hefur gengið það langt að við höfum leit- að til menntamálaráðuneytisins vegna þessa síðustu árin og ég vona að nýr menntamálaráðherra taki á þessu eins og fyrrverandi ráðherra var búinn að gefa okkur von um.“ Benedikt segir að stutt sé þangað til ráðinn verði landsliðs- þjálfari í sundi. „Íslenskir sund- menn eru meðal þeirra örfáu íþróttamanna sem stundað geta íþrótt sína að langmestu leyti hér- lendis. Með tilkomu þjálfara og þeirri aðstöðu sem verið er að setja upp í Laugardalnum verður alfarið hægt að sækja æfingar hér enda verður þá öll aðstaða eins og hún gerist best úti í heimi. Til stendur að ráða landsliðsþjálfara næstu misseri og þegar hann hef- ur tekið við starfanum verður með góðu móti hægt að þjálfa hér íslenskt sundfólk til árangurs á erlendri grund.“ albert@frettabladid.is SKRIÐ Í SUNDINU Aðstaða sú er íslenskir sundmenn búa við hérlendis batnar til muna þegar innilaugin í Laugardal verður tekin í notkun. Þá verður engin þörf á að fara utan til æfinga. Fréttablaðið/Teitur Framhaldsskólarnir vinna gegn afreksfólki Formaður stjórnar Sundsambands Íslands er harðorður í garð fram- haldsskólanna í landinu sem hann segir standa í vegi fyrir að ungir sundmenn geti stundað íþrótt sína til árangurs. ■ ■ LEIKIR  19.30 ÍS og Grindavík mætast í Kennaraháskólanum í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á RÚV.  16.10 Ensku mörkin á RÚV.  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  18.30 USA PGA Tour Championship á Sýn. Sýnt frá PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Ensku mörkin á RÚV.  00.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Þrátt fyrir að menn séu orðnir heil-ir í herbúðum Minnesota Tim- berwolves, þá á liðið enn töluvert í land með að ná saman á nýjan leik. Það er þó gleðitíð- indi að bakvörður- inn Troy Hudson er allur að koma til en hann lék aðeins 29 leiki á síðasta tíma- bili. „Við ætlum okk- ur að fara varlega með Hudson til að byrja með en bindum miklar vonir við samvinnu hans og Sam Cassell,“ sagði Flip Saunders, þjálfari Tim- berwolves. Næsti leikur liðsins er annað kvöld gegn Indiana Pacers. Marat Safin bar sigur úr býtum áParis Masters mótinu í tennis. Safin sigraði Tékkann Radek Stepanek í þremur settum, 6–3, 7–6 og 6–3 og vann mótið í þriðja sinn. Safin, sem byrjaði árið í 86. sæti í heimslistanum, hefur verið í fanta- formi upp á síðkastið og unnið þrjú mót á skömmum tíma. Fyrsti sigur Charlotte Bobcats, ný-liða NBA-deildarinnar í ár, leit dagsins ljós um helgina þegar liðið tók á móti Steve Francis og félögum í Orlando Magic. Bobcats vann sann- færandi, 111-100, og náði mest 22 stiga mun í seinni hálfleik. Jason Hart var besti leikmaður heima- manna, skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hann afhenti Bob Jo- hnson, eiganda Bobcats, boltann eft- ir leikinn. Sergei Zholtok, leikmaður Nash-ville Predators í NHL-deildinni, lést á miðvikudagskvöldið en óreglu- legur hjartsláttur hafði hrjáð kapp- ann síðustu árin. Zholtok samdi við lið Riga 2000 í heimalandi sínu, Lett- landi, þegar NHL-verkfallið tók gildi í haust. Hann fór af velli rétt fyrir leiks- lok í viðureign Riga 2000 og Dinamo Minsk og hneig niður í búningsher- bergi liðsins. Gary Bettman, forseti NHL, sagði deildina slegna yfir frétt- unum. „Hugur okkar er með fjöl- skyldum Zholtok, hann var drengur góður,“ sagði Bettman. Hildur Sigurðardóttir og félagarhennar í Jämtland Basket máttu sætta sig við 23 stiga tap, 65-88, á heimavelli gegn Luleå Basket í sæn- sku úrvalsdeildinni í körfubolta á laugardaginn. Jämtland tapaði þarna sínum fjórða leik í röð og er komið niður í 9. sæti deildarinnar. Hildur stóð fyrir sínu í leikn- um, skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en hitti þó ekki nógu vel því 5 af 23 skotum hennar fóru rétta leið. Bandaríski leikmaður liðsins, Dionne Brown, var stigahæst með 27 stig og 17 fráköst. Keith Vassell lék ein- nig sinn fyrsta leik með karlaliði Jämtland í 66-77 tap- leik gegn botnliði 08 Stockholm Human Rights. Jón Arnór Stefánsson og félagarhans í Dynamo St. Pétursborg töp- uðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir lágu, 76- 86, fyrir Unics Kazan á útiveli. Dynamo- liðið hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína líkt og lið Unics Kaz- an sem er nú eitt ásamt CSKA Moskvu ósigrað á toppnum. Jón Arnór var með 13 stig, 4 fráköst, 4 fiskaðar villur og 3 stoðsendingar á 29 mínút- um en hitti þó bara úr 4 af 13 skot- um sínum þar af bara 2 af 9 fyrir inn- an þriggja stiga línuna. Áætlað er að forráðamenn Totten-ham muni tilkynna arftaka Jacqu- es Santini í dag. Líklegt þykir að Martin Jol, aðstoðarþjálfari Totten- ham, muni taka við knattspyrnu- stjórastöðu liðsins. „Hann er góður þjálfari og er með traustan feril að baki,“ sagði Frank Arnesen, fram- kvæmdastjóri knattspyrnusviðs Tottenham. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Þjálfara vantar í 11 manna bolta fyrir yngri flokka. Gott umhverfi og frábærar aðstæður. Upplýsingar veita: Ingólfur 864 4026 Úlfar 862 3204 Brann varð bikarmeistari í Noregi í gær: Fyrsti titill Ólafs Arnar staðreynd í Osló FÓTBOLTI Ólafur Örn Bjarnason og félagar hans í Brann tryggðu sér í gær norska bikarmeistaratitilinn í fótbolta þegar liðið bar sigurorð af Lyn, 4-1, í úrslitaleik á Ulleval- leikvanginum í Osló. Brann gerði út um leikinn á fyrstu 34 mínútum leiksins en þá voru öll mörk leiksins skoruð. Framherjinn Bengt Sæternes skoraði þrennu fyrir Brann og Skotinn Robbie Winters eitt mark. Ólafur Örn stóð vaktina vel í vörninni hjá Brann og fékk sex í einkunn hjá norska netmiðlinum Nettavisen. Hann lagði líka upp fyrsta markið hjá Brann þegar hann skallaði áfram aukaspyrnur á umræddan Sæternes. Þetta er fyrsti titill Ólafs Arnar en hann hefur áður leikið með Grindavík og sænska liðinu Mal- mö og ekki unnið einn einasta stóra titil. Brann tekur þátt í N o r ð u r l a n d a m ó t i félagsliða sem hefst á fimmtudaginn þegar liðið tekur á móti sænska liðinu Halmstad en með því liði leikur ein- m i t t G u n n a r H e i ð a r Þorvalds- son. -ósk MEISTARI Ólafur Örn Bjarnason og fé- lagar í Brann unnu norska Logi Geirsson: Sjö mörk fyrir Lemgo HANDBOLTI Logi Geirsson átti mjög góðan leik með liði sínu Lemgo sem bar sigurorð af norska liðinu Sandefjord, 38-29, í meistaradeild Evrópu í gær. Logi var markahæstur í liði Lemgo með sjö mörk en liðið tryggði sér með sigrinum sæti í sextán liða úrslitum meistara- deildarinnar. Logi missti af síðasta leik liðs- ins gegn Kaunas í meistaradeild- inni eftir að hafa fengið veirusýk- ingu en virðist vera búinn að ná sér að fullu. -ósk LOGI GEIRSSON Átti fínan leik með Lemgo í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.