Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 16
Þórólfur Árnason fékk að ganga svipugöngin í sjónvarpinu á föstudagskvöld – ekki einu sinni heldur tvisvar. Áður gekk hann þau í fyrra þegar fyrst komst í há- mæli að hann hefði vitað af/tekið þátt í ólöglegu samráði olíufélag- anna. Þá baðst hann afsökunar á sínum þætti í samsærinu mikla gegn almenningi. Ekki var auðvelt að henda reið- ur á skýringum Þórólfs að þessu sinni út af frammígripum, fussi og hnussi og þrálátum skilaboð- um um vanþóknun þáttastjórn- endanna á málflutningi hans en daginn áður hafði Davíð Oddsson látið þau boð út ganga að sér fyndist Þórólfi hlíft í fjölmiðlum. Það átti greinilega ekki að vakna grunsemdarvottur um slíkt – en almennt fer samt betur á því að áhorfendum sé leyft að draga sjálfum ályktanir af málflutningi fólks. Skýringar Þórólfs eru ekki all- ar sannfærandi: til dæmis á minnispunktum frá fundi um þriggja króna hækkun bensín- verðs sem honum gengur erfið- lega að koma heim og saman við staðhæfingu sína um að hann hafi aldrei komið að samráði um verð en býður okkur þess í stað upp á nokkuð þvælið tal um óformlegt spjall í byrjun fundar um almenn- ar hræringar á markaði... Og hvað? Var maðurinn ekki markaðsstjóri hjá olíufélagi? Átti hann að segja upp? Gera upp- reisn? Eða gera það sem hann gerði: taka næsta djobbi sem byð- ist... Talað hefur verið um að hengd- ur sé bakari fyrir smið – eigum við ekki fremur að segja að hér sé hengdur fyrrverandi handlangari fyrir smið. Þórólfur var vissulega staddur í samsærinu gegn al- menningi miðju, en það virkar þrátt fyrir allt ankannalega á mann að hann skuli gerður að blóraböggli í nákvæmlega þessu máli. Ásamt ýmsu öðru fólki varð hann kringum aldamótin að tákn- mynd fyrir nýja tíma í íslensku viðskiptalífi þegar hann starfaði hjá Tali og hóf kraftmikla og glað- lega samkeppni við stóra Ríkis- flokks-fyrirtækið, Landssímann. Þetta fólk færði okkur heim sann- inn um að hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi án þess að vera í Kolkrabbanum eða SÍS-upp- vakningnum. Í rauninni var frjálsri sam- keppni þröngvað upp á Íslendinga við inngönguna í EES. Fram að því aðhylltist valdastéttin á Ís- landi þá óorðuðu kennisetningu að samkeppni í viðskiptum væri ekki bara óæskileg hér á landi heldur líka óhugsandi í svo smáu samfélagi. Forsvarsmenn Sjálf- stæðisflokksins voru lengi að átta sig á þeim breytingum sem frjáls- ræði í viðskiptum hafði, enda þekktu þeir sennilega lítt til kap- ítalisma, og uppgötvuðu ekki fyrr en um seinan að hann hafði í för með sér að alls konar skillítið fólk gæti komist í álnir án þess að hafa sérleyfi frá Flokknum. Það var m.ö.o. ekki fyrr en með aðildinni að EES sem samráð olíufélaganna varð ólöglegt. Og rétt eins og forsvarsmenn Sjálf- stæðisflokksins töldu að hægt væri að taka upp alls kyns lög án þess að það væri „svo bókstaflega meint“, þá virtust menn úr við- skiptaarmi Flokksins – og SÍS- uppvakningnum – telja að þeir gætu haldið uppteknum hætti um samráð hvað sem liði einhverjum paragröffum í Brussel. Lengi vel gekk það. En svo kom að því að ekki var lengur hægt að þráast við að leyfa Samkeppnisstofnun að sinna eftirlitshlutverki sínu. Og því fór sem fór. Hvern á að hengja? Hver er Smiðurinn í þessu máli? Kristinn Björnsson segir fólk – en á móti má spyrja: hverju erum við bætt- ari með því að smána hann opin- berlega, eða hina, Einar Bene- diktsson og Geir Magnússon? Væri ekki nær og mikilvægara fyrir fólkið í landinu að láta rann- saka okrið hjá tryggingarfélögun- um sem okkur er gert að gjalda tí- und? Þetta á ekki að snúast um ein- staklinga heldur að brjóta niður vont kerfi. Forstjórarnir eru part- ur af því kerfi og draga dám af því. Sjálfsagt er að svipta þá veg- tyllum og háum stöðum en það á líka að gefa þeim kost á endur- hæfingu. Mætti ekki senda þá á skólabekk í Háskólann í Reykja- vík? Þessu má líkja við það þegar múrinn féll og alls konar fólk sem hafði verið hluti af valdakerfi austur-þýska Kommúnistaflokks- ins hóf nýtt líf, frjálst undan þrúgandi oki valda sinna. Menn hér voru misjafnlega fljótir að koma sér út úr þessu kerfi – Þórólfur var með þeim fyrstu. Það er enginn sérstakur smið- ur, bara hús sem er löngu risið, stórt og ljótt. Við eigum að jafna það við jörðu. ■ Í kvöld verður ljóst hvort grunnskólakennarar fallast á eðahafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra viðsveitarfélögin. Ef eitthvað er að marka umtal meðal kennara nær tillagan ekki fram að ganga. Athyglisvert er að meðal þeirra at- riða í tillögunni sem vakið hafa óánægju eru mál sem samninga- nefnd Kennarasambandsins lagði áherslu á í viðræðunum við full- trúa sveitarfélaganna. Ber þetta vott um einkennilegt sambands- leysi milli hins almenna kennara og forystusveitarinnar. Verði samningarnir felldir á verkfallið að hefjast að nýju strax á morgun, þriðjudag. Eftir sjö vikna vinnustöðvun og síðan einnar viku kennslu er þetta algjörlega óviðunandi framvinda. Kemur ekki á óvart að þolinmæði foreldra skólabarna og alls almennings er þrotin. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins nú um helgina kvað mikill meirihluti þátttakenda til greina koma að setja lög til að binda enda á verkfallið ef miðlunartillagan yrði felld. Fróðlegt er að sjá hve af- staða kvenna í málinu er afdráttarlaus. Rúmlega 65% þeirra telja koma til greina að setja lög á verkfallið. Kannski sýnir þetta að konur skynja í ríkari mæli en karlar ábyrgðina á uppeldi og mennt- un barna. Hvað lagasetningu áhrærir er unnt að fara ýmsar leiðir. Ein er að lögfesta miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það er umdeilanleg að- ferð sem hætt er við að ófriður verði um. Á þessum vettvangi hef- ur áður verið hvatt til þess að gerðardómi verði falið að útkljá deil- una. Það er sanngjörn leið sem er hlutlaus gagnvart báðum aðilum, sveitarfélögunum og Kennarasambandinu. Lög um slíkan gerðar- dóm ætti að vera unnt að afgreiða á skömmum tíma á Alþingi þannig að kennsluhléið vegna endurnýjaðs verkfalls yrði ekki nema einn eða tveir dagar. Best væri að Kennarasambandið og sveitar- félögin lýstu opinberlega yfir stuðningi við hugmyndina. Frjáls gerðardómur væri enn betri leið en hætt er við að tafsamt verði að koma honum á vegna þess stirðleika sem einkennir samband odda- manna deilenda. Úrskurður gerðardóms ætti ekki að gilda nema til skamms tíma. Æskilegast er að frjálsir samningar takist um kaup og kjör kennara eins og annarra stétta. Og til lengri tíma litið er mikilvægt að kennarastéttin sé sátt við kjör sín og þau taki mið af menntun hennar og mikilvægi starfsins. Óskandi væri að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar meðal kennara leiddi í ljós að þessar vangaveltur hafi verið ótímabærar. En því miður eru komnar fram svo sterkar vísbendingar um neikvæð við- brögð við miðlunartillögunni að óhjákvæmilegt er að hafa svör við því á reiðum höndum hvað gera eigi verði hún felld. ■ 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Þjóðin styður lög á kennaraverkfallið verði miðlunartillagan felld. Gerðardómur er sanngjörn leið FRÁ DEGI TIL DAGS Á þessum vettvangi hefur áður verið hvatt til þess að gerðardómi verði falið að útkljá deiluna. Það er sanngjörn leið sem er hlutlaus gagnvart báðum aðilum, sveitarfélögunum og Kennarasambandinu. Lög um slíkan gerðardóm ætti að vera unnt að afgreiða á skömmum tíma á Alþingi þannig að kennsluhléið vegna endurnýjaðs verkfalls yrði ekki nema einn eða tveir dagar. Best væri að Kennarasambandið og sveitarfélögin lýstu opinberlega yfir stuðningi við hugmyndina. ,, Í DAG OLÍUSAMSÆRIÐ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í rauninni var frjálsri samkeppni þröngv- að upp á Íslendinga við inngönguna í EES. Fram að því aðhylltist valdastéttin á Íslandi þá óorðuðu kenni- setningu að samkeppni í viðskiptum væri ekki bara óæskileg hér á landi heldur líka óhugsandi í svo smáu samfélagi. ,, Að hengja handlangara fyrir smið Leyndarmál Utanríkisráðuneytið hefur neitað að af- henda Morgunblaðinu skýrslu Hallgríms Sigurðssonar, yfirmanns flugvallarins í Kabúl, vegna árásarinnar sem gerð var á íslenska friðargæsluliða 23. október sl. Hið sama á við um flest önnur gögn sem ráðuneytið hefur tekið saman vegna málsins. Frá þessu er skýrt í Morgunblað- inu í gær. Það segir að Gunnar Snorri Gunnars- son ráðuneytisstjóri telji umrædd gögn undanþegin af- hendingarskyldu samkvæmt upp- lýsingalögum. Ekki kemur fram hvort blaðið hyggist áfrý- ja ákvörðuninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eins og lög heimila. Leyndin yfir skjölunum bendir til þess að ráðuneytið telji að þar sé eitthvað að finna sem ekki þoli dagsljósið og eykur þar af leiðandi áhugann á þeim. Mótmælaslóðir Samtök herstöðvaandstæðinga efndu til sögugöngu um „mótmælaslóðir“ í Reykjavík á laugardaginn. Má segja að það hafi verið vel við hæfi því sjálf eru samtökin fyrir löngu orðin sögulegt fyrir- bæri sem fáir aðrir en miðaldra og eldri borgarar landsins hafa heyrt um. Í húsnæðisleit Sameining Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans kallar á sameiginlegt húsnæði. Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri í Garðabæ, hefur boðið fram stórt landsvæði í sínu bæjarfélagi undir háskólaþorp sem hún telur að muni vel henta hinum sameinaða háskóla. Ásdís Halla er í einstakri aðstöðu til að kynna þessa tillögu því sjálf situr hún í yfirstjórn skólans, háskólaráðinu. En það tæki hins vegar nokkur ár að bygg- ja upp háskólasvæðið í Garðabæ. Þess vegna hafa sjónir manna einnig beinst að skjótvirkari lausnum. Ein er sú að kaupa Morgunblaðshúsið í Kringlunni fyrir háskólann. Hvert Mogginn færi þá er önnur saga. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.