Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 51
30 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Húsin hans Sigvalda Sigvaldi Thordarson er einn af kunnustu arkitektum Íslands og var að mörgu leyti brautryðjandi á sínu sviði og liggja eftir hann mörk þekkt verk eins og Laxár- virkjun og fjölmörg fjölbýlis- og einbýlishús. Margir þekkja húsin hans af gulu og bláu litunum sem þau eru máluð í en það voru litir sem hann fór að nota í verkum sínum á seinni hluta ferils síns og er gjarnan talað um húsin hans sem Sigvaldahúsin. Reynd- ar notaðist hann mikið við rauð- an lit í teikningum sínun en mörg húsanna hafa aldrei verið máluð í þeim lit. Hann lærði arkitektúr í Danmörku en þurfti að gera hlé á námi sínu þegar heimsstyrjöld- in síðari skall á. Á meðan stríðinu stóð rak hann teiknistofu ásamt félaga sínum Gísla Halldórssyni sem hafði verið honum samskóla í Danmörku og teiknuðu þeir mörg þekkt hús. Þar á meðal eru raðhús við Miklu-braut, íþrótta- hús Háskóla Íslands við Suður- götu og Hótel KEA á Akureyri. Eftir að stríði lauk hélt Sigvaldi aftur til Danmerkur og lauk námi en kom svo til Íslands og starfaði þar, og rak hann teikni- stofu á heimili sínu auk þess sem hann starfaði á fleiri stöðum. Hann teiknaði félags-heimili, virkjanir og fleira en verkefni hans voru annars að mestum hluta íbúðarhús og lagði hann mikla áherslu á sérbýlið í fjölbýl- inu. Sigvaldi lést af völdum krabbameins árið 1964, aðeins 53 ára að aldri. kristineva@frettabladid.is Sigvaldi Thordarson arkitekt var brautryðjandi á sínu sviði. Hús hans setja svip sinn á Reykjavík og fleiri staði og þykir guli og blái liturinn á húsunum vera einkenni hans. Ægisíða 80. Sigvaldi teiknaði þetta hús að utan sem innan. Húsið friðað enda eitt af athyglisverðustu íbúðarhúsum sjötta áratugarins. Hrauntunga í Kópavogi. Keðjuhús sem standa í brattri brekku. Þetta var eitt af síðustu verkefnum Sigvalda. Ægisíða 46. Þetta hús var teiknað fyrir Sverri Sigurðsson sem lengi var með Úrsmíðaverslun Magnúsar Benjamínssonar við Veltusund. Skaftahlíð 12-22. Eitt af þekktari húsum Sigvalda og áberandi vegna lögunar sinnar og lita. Hátún 8. Eitt þekktasta fjölbýlishúsið í Reykjavík. Í því eru 36 íbúðir sem allar hafa glugga og útsýni til þriggja átta. Sigvaldi lagði mikla áherslu á sérbýlið í fjölbýlinu. Kvisthagi 13. Húsið teiknaði Sigvaldi fyrir listmálarana Svein og Agnete Þórarinsson og er atelíer á efri hæðinni þar sem birtunni er hleypt inn að ofan. LJ Ó SM YN D AR I S TE FÁ N LJ Ó SM YN D AR I V IL H EL M LJ Ó SM YN D AR I E .Ó L. LJ Ó SM YN D AR I P JE TU R LJ Ó SM YN D AR I P JE TU R LJ Ó SM YN D AR I V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.