Fréttablaðið - 08.11.2004, Síða 65

Fréttablaðið - 08.11.2004, Síða 65
8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Karlar og konur á norrænum vinnumarkaði Tveggja daga málþing 11.-12. nóvember á Grand hótel Reykjavík Fimmtudagurinn 11. nóvember 13.00-17.00 Karlar í „kvennastörfum“ 13.00-13.55 Erik Hauglund: Menn i barnehager – like viktig som kvinner i styrerommet 13.55-14.30 Þórður Kristinsson: Fields of masculinity: Icelandic men in nursing. 14.30-15.05 Steinunn Hrafnsdóttir: In the World of Women: Men in female-dominated work organizations. 15.05-15.25 Kaffi 15.25-16.20 Marie Nordberg: Men in Female Occupations – Gender flexible models for gender trans- formations or for hegemonic masculinity? 16.20-16.55 Hafsteinn Karlsson: En man bland kvinnliga lärare Föstudagurinn 12. nóvember 9.00-13.00 Kynjaskiptur vinnumarkaður 09.00-09.55 Helinä Melkas: Gender segregation in Nordic labour markets: Trends and challenges 09.55-10.30 Lárus Blöndal: Changes in the Icelandic Occupational Structure 10.30-11.05 Fríða Rós Valdimarsdóttir: Föräldraledighet i Norden: Lösning eller ytterligare problem? 11.05-11.25 Kaffi 11.25-12.20 Steen Bagöe Nielsen: Mænd i omsorgs-, social- og sundhedsuddannelser. Nye veje med forhindringer. 12.20-12.55 Kjartan Ólafsson: The future heaven of gender equality? Occupational preferences of Icelandic youths1968-2003 Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en þó er mikilvægt að þátttakendur skrái sig og er það gert á slóðinni: http://registration.yourhost.is/KochM2004/ eða í 551 0668 E N N E M M / S IA / N M 13 9 7 8 Vikan 8. – 14. nóv. Mánudagur 8.nóv: kl. 13:00 – 17:30 Brids. kl. 13:30 – 15:30 Kaffitár með ívafi kl. 18.00 - 19.00 Línudanskennsla fyrir byrjendur. kl. 19:00 – 20:00 Danskennsla í samkvæmisd. framh. kl. 20:00 – 21:00 Danskennsla í samkvæmisd. byrjendur Þriðjudagur 9.nóv: kl. 11:00 – 12:00 Námskeið í stafagöngu. Leiðb. Halldór Hreinsson. kl. 13:00 – 17:00 Skák. Miðvikudagur 10.nóv: kl. 10:00 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði. kl. 14:00- 16:00 Söngvaka, Helgi Seljan og Sigurður Jónsson stjórna. Þráinn Bertelsson kemur og les upp úr nýrri bók sinni. kl. 17:00 - 19:00 Söngfélag FEB, kóræfing. Fimmtudagur 11.nóv: kl. 11:00 – 12:00 Námskeið í stafagöngu. kl. 13:00 – 17:30 Brids. kl. 16:15 – 17:45 Framsögn. kl. 20.00 - 22:00 Félagsvist. Föstudagur 12.nóv. Árshátíð félagsins, fjölbreytt skemmtiatriði. Sunnudagur 14.nóv: kl. 20:00-23:30 Dansleikur. – Caprí-Tríó leikur. Félagsstarf Félags eldri borgara í Reykjavík í Ásgarði í Glæsibæ: - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Teiknimyndasögur Franks Miller um líf og dauða ógæfufólks í lastabælinu Sin City eru með því betra sem borið hefur verið á borð fyr- ir unnendur góðra mynda- sagna síðasta áratuginn eða svo. Sin City bækurnar eru sjö talsins og hver annarri magnaðri þegar kemur að of- beldi, svikum, ruddaskap og stílfærðum teikningum. Bækurnar tengjast innbyrð- is og þannig skjóta lykilper- sónur einnar bókar upp koll- inum sem aukapersónur í öðrum. Allt er þetta gert af stakri snilld og mögnuð film noir stemning grúfir sig yfir svart/hvítar sögurnar en Miller hefur sjálfur greint frá því í viðtölum að hann sé undir miklum áhrifum meistara harðsoðnu reyfar- anna, Raymonds Chandler og Dashiell Hamett. Myndasögur lifna við Leikstjórinn Robert Rodriguez sem á að baki myndir eins og El Mariachi, Desperado, From Dusk Till Dawn og Once Upon a Time in Mexico hefur ráðist í það vandasama verkefni að kvik- mynda sögurnar um Sin City og það litla sem hefur sést úr bíómyndinni sem er væntan- leg á næsta ári lofar gríðar- lega góðu. Miller sjálfur er líka hafður með í ráðum en Rodriguez þurfti að beita höfundinn nokkrum for- tölum til að fá að kvikmynda sög- urnar og það varð úr að Miller fékk að hafa auga með öllu og er titlaður meðleikstjóri. Þeir félag- ar virðast hafa náð fullkomlega saman en það er engu líkara en teikningarnar í bókunum lifni við á filmunni. Þá eru allir leikarar í lykilhlutverkum ákaflega vel valdir og líkjast fyrirmyndum sínum svo vel að það er lyginni líkast. Þó að hver og ein Sin City-bók gæti ein og sér hæglega staðið undir heilli bíómynd hefur Rodriguez valið þann kost að segja nokkrar meginsögur í einni mynd og tvinna þær saman líkt og Miller gerir í bókunum. Í fyrstu bókinni segir frá brjálæðingnum Marv sem gengur berserksgang þegar hann leitar hefnda á þeim sem drápu vændiskonuna Goldie og klíndu morðinu á hann. Hann á þó við ofurefli að etja þar sem hann lendir upp á kant við Roark- fjölskylduna sem ræður lögum og lofum í Sin City og er með ger- spillta stjórnmálamen og lögreglu á sínum snærum. Guli bastarðurinn og tálkvendið Í bókinni That Yellow Bastard, sem er að margra mati besta Sin City-bókin, leggur löggan Hartig- an allt í sölurnar til að bjarga ungri stúlku úr klóm barnaníð- ings sem illu heilli er af ættum Roarks. Hann endar sjálfur í fangelsi grunaður um misnotkun á börnum þótt honum takist að bjarga Nancy litlu. Hann fær að dúsa bak við lás og slá árum sam- an en þegar hann losnar skyndilega úr haldi finnur hann Nancy sína aftur. Hún er þá orðin heitasta súlustelp- an í Sin City og er enn í bráðri hættu þar sem guli bastarð- urinn hyggur á hefndir. Bókin A Dame to Kill For er klassísk tálkvendissaga um óvirka alkóhólistann Dwight sem lætur hin ómót- sæðilegu Övu glepja sig til illverka og halla sér aftur að flöskunni. Hún býr svo þan- nig um hnútanna að hann er nær dauða en lífi þegar vændiskonur í Sin City taka hann á löpp og tjasla honum saman. Dwight snýr svo aftur með nýtt andlit með það eitt fyrir augum að koma þessari fyrrverandi ástkonu sinni fyrir kattarnef. Leikaraliðið í Sin City er ekki af verri endanum en gamli töffarinn Mickey Rour- ke fær að spreyta sig á Marv og tryggir aðdáendur hans binda vonir við að hann fái nú loks uppreisn æru en hann virðist vera í banastuði í hlut- verki þessa geðbilaða morð- ingja með barnshjartað en Marv býr hjá mömmu sinni og heldur verndarhendi yfir Nancy sem er örlagavaldur í lífi margra í Sin City. Bruce Willis leikur Hartigan og ætti eki að vera í vandræðum með að túlka harðsoðna löggu sem er nokkrum klukkustundum frá eft- irlaunum þegar hann þarf að fórna lífi sínu fyrir 11 ára stúlku. Nancy sjálf er leikin af hinni gull- fallegu Jessica Alba sem gerði garðinn frægastan í þáttunum Dark Angel sem erfðabreytta of- urgellan Max og sást síðast í bíó í dansmyndini Honey. Clive Owen, sem sýndi fanta- leik í Croupier og fór mikinn í King Arthur, leikur hinn óláns- sama Dwight sem lendir í klónum á Övu með hörmulegum afleiðing- um. Þessi listi ætti að nægja til að selja nokkrar milljónir af bíómið- um en þó eru enn ónefnd Rosario Dawson, Benicio Del Toro, Elijah Wood, Maria Bello, Michael Clar- ke Duncan, Carla Gugino, Josh Hartnett, Michael Madsen, Jaime King, Brittany Murphy og Nick Stahl. ■ Sögur úr borg syndanna DWIGHT Kemst nær dauða en lífi í skjól vændiskvenna sem ráða lögum og lofum í gömlu Sin City. Þær skulda honum greiða og hjúkra honum því til lífs. Þegar hann er kominn til heilsu og hefur fengið nýtt andlit hyggst hann ná sér niðri á konunni sem kom honum í klandrið. NANCY CALLAHAN Lögreglumaðurinn Hartigan bjargaði henni, 11 ára gamalli, úr klóm sadísks barnaníðings. Hún vex úr grasi og verður vinsælasta nektardansmærin í Sin City en þegar níðingurinn hyggur á hefndir þarf Hartigan að taka á honum stóra sínum til að bjarga Nancy í annað sinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.