Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 1
Birgir Leifur Hafþórsson:
▲
SÍÐA 20
Komst áfram
á Spáni
● etið, drukkið og dansað ● tveir hringir eftir og alvaran eykst
Iðnó:
▲
SÍÐA 28
Allsherjar listahús
● 52 ára í dag
Jóhann Geirdal:
▲
SÍÐA 18
Nallinn breyttist í
brúðarmarsinn
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
MÁNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
Norðanátt í dag og frost um allt land, síst
þó sunnanlands. Vindur yfirleitt hægur og
snjókoma fyrir norðan.
Sjá nánar á bls. 4
15. nóvember 2004 – 313. tölublað – 4. árgangur
● hús ● fasteignir ● heimili
Dröfn Guðmundsdóttir:
RANNSÓKN LOKIÐ Sá sem veitti
danska hermanninum banahögg á veit-
ingastað í Keflavík aðfaranótt laugardags
hefur játað. Lögreglan segir tildrög voða-
atburðarins liggja fyrir og er rannsókn
málsins lokið. Sjá síðu 2
SPILAKASSAR Í BORGINNI Oddviti
sjálfstæðismanna útilokar ekki að lögð verði
fram tillaga um að banna spilakassa í sjopp-
um borgarinnar. Hann segir að spilafíkn sé
raunverulegt vandamál. Heilu fjölskyldurnar
hafi orðið gjaldþrota. Sjá síðu 6
FJÁRVANA NÝSKÖPUNARSJÓÐUR
Nýsköpunarsjóður hefur ekki peninga til að
fjárfesta í nýjum nýsköpunar- eða sprota-
fyrirtækjum næstu ár. Forráðamenn hans
hafa leitað til stjórnvalda og lífeyrissjóða í
landinu. Sjá síðu 10
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Kvikmyndir 30
Tónlist 28
Leikhús 28
Myndlist 28
Íþróttir 20
Sjónvarp 32
KVIKMYNDIR Kvikmyndin Kaldaljós
eftir Hilmar Oddsson, byggð á
sögu Vigdísar Grímsdóttur, kom,
sá og sigraði á Edduverðlauna-
hátíðinni sem haldin var á Hótel
Nordica í gær. Kaldaljós hreppti
fimm Eddur, þar á meðal fyrir
bestu leikstjórnina og sem kvik-
mynd ársins. Ingvar E. Sigurðsson
var valinn leikari ársins og Krist-
björg Kjeld leikkona ársins í auka-
hlutverki auk þess sem Sigurður
Sverrir Pálsson fékk verðlaun
fyrir hljóð og mynd í Kaldaljósi.
Sjálfstætt fólk var valið sjón-
varpsþáttur ársins og Spaugstofan
skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi.
Ómar Ragnarsson var valinn sjón-
varpsmaður ársins eftir SMS-
kosningu sjónvarpsáhorfenda.
Páll Steingrímsson fékk afhent
Heiðursverðlaun Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunn-
ar fyrir langan og farsælan feril á
sviði heimildarmynda.
Sjá síðu 43
- kh
Íslensk framleiðsla
skipar mikilvægan
sess í þjóðlífinu og
mun í vaxandi mæli
standa undir velferð
þjóðarinnar
RANNSÓKNARMÁLSTOFA Klukkan
fimm mínútur gengin í eitt í dag hefst í
Háskóla Íslands í stofu 202 í Odda fyrirlest-
ur Ellýar Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa
undir yfirskriftinni „Stjórnun og félagsráð-
gjöf: Skiptir stjórnun máli í félagsráðgjöf?“
Edduverðlaunahátíðin:
Kaldaljós valin besta myndin
SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS Ómar Ragnarsson var valinn sjónvarpsmaður ársins í gær eftir SMS-kosningu sjónvarpsáhorfenda.
Verðlaunin afhentu Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttaritstjóri.
Ævintýraland á
glerverkstæði
KENNARADEILAN Margir kennarar
voru miður sín í gær vegna laga-
setningar ríkisstjórnarinnar og
treystu sér ekki til að mæta til
vinnu í dag. Sumir kennarar vildu
líka mótmæla lagasetningunni með
því að sitja heima. Ófremdarástand
skapast víða í grunnskólum lands-
ins ef kennarar mæta ekki til vinnu
í stórum stíl. Í flestum tilfellum
neyðast skólastjórar því til að senda
börn heim úr skólanum. Í Korpu-
skóla í Grafarvogi í Reykjavík
verða til dæmis nemendur í 5. til 10.
bekk sendir heim og svo verður
hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk
og þeir beðnir um að sækja börnin
sín.
„Það verður að koma í ljós hvað
gerist. Það skýrist kannski á fundi
hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort
það verður eitthvað ásættanlegra
fyrir kennara að koma inn í skólana
aftur, en við verðum bara að sjá
hvað verður. Við gerum ekki ráð
fyrir öðru en að kennarar mæti til
vinnu en komum ekki til með að
geta leyst forföll ef kennarar eru
veikir,“ sagði Svanhildur M. Ólafs-
dóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær.
Gunnsteinn Sigurðsson er skóla-
stjóri Lindaskóla í Kópavogi. „Þetta
fer allt eftir umfanginu. Ef til þess
kemur að stór hluti kennara mætir
ekki þá náttúrlega segir það sig
sjálft að það verður ekki hægt að
halda uppi venjulegri kennslu. Ég
get ekki hugsað þá hugsun til enda
að kennarar komi ekki til starfa í
dag. Ég mæti til vinnu á morgun og
bý mig undir að mitt starfsfólk
mæti til vinnu. Það er búið að setja
lög um þetta og ég bý mig undir það.
Auðvitað er það undir niðri vegna
þessarar umræðu sem hefur verið.
Ég verð bara að bregðast við því
þegar þar að kemur ef þannig fer en
ég vona að ekki komi til þess. Ég
skynja að kennarar eru bæði sárir
og reiðir,“ sagði Gunnsteinn.
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ,
bjóst við að ástandið í grunnskólum
landsins yrði mjög „villt“ í dag.
Búist er við að eitthvað verði um
uppsagnir kennara í dag og næstu
daga. Eiríkur segir að margir
kennarar hafi þegar ákveðið að
segja upp störfum.
Sjá síðu 4
ghs@frettabladid.is
Börnin verða
send heim
Grunnskólabörn verða send heim í stórum stíl í dag mæti kennarar ekki
til vinnu sinnar. Skólastjórar segjast ekki geta leyst forföll vegna stór-
felldra veikinda kennara.
Ólafur Jóhann:
Tilnefndur
til verðlauna
BÓKMENNTIR Höll minninganna
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur
verið tilnefnd til IMPAC-verð-
launanna, virtra alþjóðlegra bók-
menntaverðlauna sem veitt eru
árlega fyrir skáldverk á ensku,
frumsamið eða í þýðingu.
Þetta er í annað sinn sem verk
eftir Ólaf Jóhann er tilnefnt til
þessara verðlauna en fjölmargir
heimsfrægir rithöfundar, eins og
Umberto Eco, Milan Kundera og
Ian McEwan, hafa verið tilnefndir
áður. Höll minninganna kom fyrst
út hjá Vöku-Helgafelli árið 2001
og varð mest selda bókin hérlend-
is það árið. - bb
ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON
Er tilnefndur til IMPAC-bókmennta-
verðlaunanna í annað sinn.
Mannréttindadómstóll
Evrópu:
Kvörtunum
rignir inn
KAUPMANNAHÖFN, AP Mannréttinda-
dómstóll Evrópu í Strassborg er
að drukkna í kvörtunum frá al-
mennum borgurum. Þetta kemur
fram í danska dagblaðinu
Jyllands-Posten.
Alls hafa 75.800 kvartanir
borist dómstólnum og að meðal-
tali berast honum 1.100 nýjar
kvartanir í hverjum mánuði.
Ástæðan fyrir þessum mikla
fjölda kvartana er talin sú að auk-
inn fjöldi austur-evrópskra ríkja
nýtir sér dómstólinn auk þess sem
sífellt fleiri Evrópubúar gera sér
grein fyrir notagildi hans. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I