Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 15. nóvember 2004 ■ ÍRAK F í t o n / S Í A Yfirtökutilbo› til hluthafa í Vátryggingafélagi Íslands hf. Gætur ehf. bjó›a hluthöfum Vátryggingafélags Íslands hf. a› kaupa hlutabréf fleirra í félaginu. Yfirtökutilbo› fletta er sett fram vegna samkomulags Eignarhaldsfélagsins Andvöku gt., Eignarhaldsfélagsins Hesteyri ehf., Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga svf. og Kaupflings Búna›arbanka hf. frá 22. október 2004 um a› stjórna og reka Vátryggingafélag Íslands hf. Félögin eiga samanlagt 91,3% hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. Af 31. gr. laga nr. 33/2003 um ver›bréfavi›skipti lei›ir a› a›ilar sem gera me› sér samkomulag um stjórnun hlutafélags sem skrá› er á skipulegum ver›bréfamarka›i og rá›a samanlagt 40% atkvæ›isréttar í flví er skylt a› gera ö›rum hluthöfum yfirtökutilbo›. Tilbo› fletta er sett fram í samræmi vi› ákvæ›i laganna af Gætum ehf., kt. 521104-3760, Borgartúni 19, Reykjavík, sem er einkahlutafélag í eigu ofangreindra a›ila. Félag og hlutir sem tilbo›i› tekur til Tilbo›i› tekur til allra hluta í Vátryggingafélagi Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík, sem ekki eru í eigu hluthafa í Gætum ehf. Gildistími tilbo›sins Tilbo›i› gildir frá kl. 9.00 flann 19. nóvember 2004 til kl. 16.00 flann 17. desember 2004. Til fless a› samflykkja tilbo›i› ber hluthöfum anna› hvort a› fylla út framsalsey›ubla› og senda Fyrirtækjará›gjöf Kaupflings Búna›arbanka hf., Borgartúni 19, Reykjavík e›a hafa samband vi› ver›bréfará›gjafa bankans í síma 444-7000. Tilbo›sver› Ver› samkvæmt tilbo›i flessu er 49,0 krónur fyrir hvern hlut, sem er sama gengi og í sí›ustu vi›skiptum í Kauphöll Íslands hf. fyrir undirskrift samkomulags hluthafa í Gætum ehf. um a› stjórna og reka Vátryggingafélag Íslands hf. Hluthafar í Gætum ehf. hafa ekki greitt hærra ver› fyrir hlutafé í Vátryggingafélagi Íslands hf. á sí›ustu 6 mánu›um á›ur en tilbo›sskylda fleirra stofna›ist. Afskráning VÍS Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur óska› eftir flví a› hlutabréf félagsins ver›i afskrá› úr Kauphöll Íslands hf. og má búast vi› afskráningu félagsins í kjölfar yfirtökutilbo›sins. Umsjónara›ili Fyrirtækjará›gjöf Kaupflings Búna›arbanka hf. hefur umsjón me› ger› tilbo›sins fyrir hönd tilbo›sgjafa. Nánari uppl‡singar veita ver›bréfará›gjafar bankans í síma 444-7000. Nálgast má tilbo›syfirlit og framsalsey›ubla› hjá Fyrirtækjará›gjöf bankans í Borgartúni 19 í Reykjavík, á heimasí›u bankans, www.kbbanki.is og í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. á heimasí›u hennar, www.icex.is. FRÍSKIR KAUPMENN Kaupmennirnir Örvar Arnarson frá Dress- mann, Páll Kristinsson frá Jóni Indíafara og Gunnar Traustason frá Maraþon í blóð- þrýstingsmælingu. Allir reyndust þeir innan marka og mæta jólaösinni sprækir. Fyrsta jólaösin: Þrýstingur mældur HEILBRIGÐISMÁL Nokkur fjöldi fólks varð til að nýtta sér boð Lyfja & heilsu um að mæla blóðþrýsting- inn í Kringlunni á laugardaginn. Tilefni þessa kostaboðs var end- uropnun Lyfja & heilsu á jarðhæð Kringlunnar. Í tilkynningu apóteksins kem- ur fram að það sér nú það stærsta sinnar tegundar á Íslandi, alls um 300 fermetrar að flatarmáli. Voru bæði viðskiptavinir og verslunar- fólk í röðinni hjá blóðþrýstings- mælinum, enda ef til vill skyn- samlegt fyrir landsmenn að fylgj- ast með heilsufari sínu í byrjun jólaasar og einhvers mesta stress- tíma ársins. Þá kemur fram í tilkynningu Lyfja og heilsu að í apótekinu veri boðið upp á þá nýbreytni að bjóða í lyfjaverslun upp á linsur, bæði sjónlinsur og litalinsur, auk þess sem boðið verður upp á sjón- mælingar. Eins verður í versluninni naglabar og ráðgjafarstofa þannig að hægt verður að fá settar á sig nýjar neglur og fá ráðleggingar um húðsnyrtingu. - þlg Blaðamannafélag Íslands: Semur við SA KJARAMÁL Samninganefndir Blaða- mannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu á laugar- dag undir kjarasamning sem gild- ir til eins árs. Tekin var ákvörðun um að semja til skemmri tíma vegna óvissu sem ríkir um starfs- umhverfi blaðamanna. Viðræður hefjast aftur í september 2005. Frá og með 1. nóvember næst- komandi hækka laun blaðamanna um 3 prósent og desember- og júlí- uppbót hækkar til samræmis við aðra kjarasamninga. Samkvæmt samningnum breytast ákvæði um uppsagnarfrest blaðamanna og framlag atvinnurekenda í lífeyris- sjóð hækkar í 7 prósent frá og með næstu áramótum. - þlg BÍLSTJÓRI FRAKKANNA FUNDINN Bandarískir landgönguliðar í Falluja fundu sýrlenskan bíl- stjóra sem tekinn var í gíslingu ásamt tveimur frönskum blaða- mönnum fyrir þremur mánuðum síðan. Sýrlendingurinn var heill á húfi en engar upplýsingar var að hafa um frönsku blaðamennina. Ólafsfjörður: Hraðakstur í Múlagöngum LÖGREGLA Tíu ökumenn voru stöðvaðir í Ólafsfjarðargöngum á laugardag fyrir hraðakstur, við sameiginlegt umferðareftir- lit lögreglu á Ólafsfirði og í Dal- vík. Hámarkshraðinn í göngunum er 50 kílómetrar á klukkustund en tveir ökumenn voru á yfir 100 kílómetra hraða. Þeir eiga báðir yfir höfði sér 50.000 króna sekt og mánaðar ökuleyfissvipt- ingu. Aðfaranótt sunnudags óku svo fimm ökumenn til viðbótar óþarflega hratt á Ólafsfjarðar- vegi og voru þeir áminntir. - bb RÁÐSTEFNA Á INDLANDI A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, heilsar almenningi á 24. alþjóðlegu viðskiptaráð- stefnunni sem haldin er í Nýju-Delí á Ind- landi. Sýningin stendur yfir í fjórtán daga. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna: Heill heilsu eftir sjúkrahússdvöl BANDARÍKIN Dick Cheney, varafor- seti Bandaríkjanna, segist vera heill heilsu eftir að hafa gengist undir rannsóknir á sjúkrahúsi í Wash- ington í fyrradag. Cheney skráði sig sjálfur inn á sjúkrahúsið eftir að hafa átt erfitt með andardrátt. Ákváðu læknar að kanna líkamsástand varaforetans í þaula til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Cheney, sem er 63 ára, hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall, það síðasta fyrir fjórum árum. Ári síðar var settur í hann gangráður. „Hann er með slæmt kvef, sem gæti verið ástæðan fyrir andarteppu hans,“ sagði talsmaður Cheney. Cheney hefur átt mjög annríkt upp á síðkastið vegna forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum, sem lauk nýverið með sigri Bush. Meðal ann- ars ferðaðist hann til Hawaii í að- eins nokkurra klukkustunda heim- sókn. Telja margir að hann sé núna að finna fyrir eftirköstunum frá því mikla álagi sem hefur verið á hon- um. Eftir fjórða hjartaáfallið hætti Cheney að reykja. Hann æfir sig nú daglega og tekur lyf sem draga úr myndun kólesteróls í líkamanum. ■ DICK CHENEY Varaforseti Bandaríkjanna, veifar til ljósmyndara eftir að hafa farið í skoðun á sjúkrahúsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.