Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 28
Hjá Vöku-Helgafelli er komin út Sólin sest að morgni eftirKristínu Steinsdóttur. Kristín Steinsdóttir sýnir hér á sér nýja hlið og skrifar í fysta sinn sögu fyrir fullorðna. Efniviðinn sækir hún í bernsku sína og úr verður margræð saga þar sem undir niðri krauma miklar tilfinningar. Hér segir frá skapmikilli stúlku sem vex upp í skjóli hárra fjalla. Að henni standa sterkar konur sem eru haldreipi hennar og fyrirmyndir í tilverunni. En yfir leikjum og kátínu bernskunnar hvílir skuggi sem vill ekki hverfa. Hjá Máli og menningu er komin út heimildarskáldsagan Glóiðþið gullturnar eftir Björn Th. Björnsson. Sagan fjallar um Fritz Hendrik Berndsen sem kom til Skagastrandar upp úr miðri 19. öld til að gerast þar beykir og byggir meðal annars á eftirlátnum endur- minningum hans. Hann setti á fót eigin verslun árið 1875 og rak hana um árabil en auðgaðist aldrei, gullturnar hans voru allir hug- arsmið. Í seinni hluta sögunnar segir nokkuð af einum sona hans, Sigurði Berndsen, sem var kunnur fésýslumaður í Reykjavík. 28 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Útgáfutónleikar í tilefni af útgáfu nýs geisladisks sem hlotið hefur heitið Hljómblik verða í Salnum í Kópavogi, annað kvöld, þriðjudag 16. nóvember klukkan 20.00. Diskurinn inniheldur nokkrar af ein- söngsperlum Björgvins Guðmundsson- ar, kórlögum og píanólögum. Sum laga hans eru löngu landsþekkt, til dæmis, Íslands lag og Þei, þei og ró, ró. Sum laganna á diskinum eru við ljóð sem eru nú þekktari við lög eftir önnur tónskáld. Þar má nefna Þótt þú langförull legðir, Sofðu unga ástin mín og Litlu hjónin. Flytendur á disknum og á tónleikunum eru meðal okkar fremstu hljómlista- manna, þar á meðal söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - Bergþór Páls- son, Eivör Pálsdóttir og Eyjólfur Eyj- ólfsson, Karlakórinn Fóstbræður, pí- anóleikararnir Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Kjart- an Valdemarsson, ásamt Sigrúnu Eð- valdsdóttur fiðluleikara og Pétri Grét- arssyni slagverksleikara, en hann hefur haft yfirumsjón með gerð geisladisksins. Björgvin Guðmundsson tónskáld fæddist að Rjúpnafelli í Vopnafirði 1891 en fluttist með fjölskyldu sinni til Kanada um tvítugt. Smám saman fóru samland- ar Björgvins í Kanada að veita tónlistar- gáfum hans athygli og styrktu hann til tónlistarnáms við Royal College of Music í London. Hann brautskráðist þaðan eftir aðeins tveggja ára nám. Árið 1931 fluttist hann til Íslands eftir 20 ára dvöl erlendis. Björgvin Guðmundsson var eitt af af- kastamestu tónskáldum á Íslandi á sín- um tíma. Hann var brautryðjandi í að semja kórverk í stórum formum, eftir hann liggja 5 óratóríur, en í allt samdi hann á sjötta hundrað verka í smærri og stærri formum. Auk þess samdi hann fyrsta íslenska söngleikinn, Skrúðsbónd- ann, sem gefinn var út árið 1942. Björg- vin Guðmundsson lést á Akureyri 4. jan- úar árið 1961. Ný íslensk gullsmíði. Sýning í tilefni 80 ára afmælis Félags íslenskra gullsmiða í austursal Gerðarsafns í Kópavogi. Um 35 félagar sýna nýja hönnun og smíði úr eðalmálmum. menning@frettabladid.is Perlur Björgvins í Salnum Í Iðnó rúmast allar listgrein- ar, auk þess sem þar er hægt að snæða og bregða sér í tangó. Iðnó við Tjörnina er eitt allsherj- ar listahús. Þar er framin leiklist, tónlist, myndlist og síðast en ekki síst, matargerðarlist. Leiksýning- arnar tvær sem eru nú á fjölum hússins þetta haustið njóta mikilla vinsælda, hafa enda hlotið frá- bærar viðtökur leikra og lærðra. Það eru sýning Guðmundar Ólafs- sonar, Tenórinn, og Faðir vor eftir Hlín Agnarsdóttur. Um helgina opnaði þar svo ný myndlistarsýn- ing Ilmar Stefánsdóttur, sem mun standa í mánuð. Húsráðandi í Iðnó er Margrét Rósa Einarsdóttir sem hefur í mörgu að snúast því eins og verk- ast vill á listelskum heimilum, eru vikurnar fyrir jól viðburðaríkar. „Eins og er eru tvær leiksýn- ingar í húsinu, en þeim á eftir að fjölga á næstunni,“ segir Margrét. „Á föstudögum sýnum við Tenór- inn hans Guðmundar, sem hefur gengið lengi hér í húsinu frá því á síðasta leikári, og síðan er hinn skemmtilegi gamanleikur, Faðir vor, eftir Hlín, sýndur tvisvar í viku, á laugardögum og síðan ann- að hvort á sunnudögum eða mið- vikudögum. Á fimmtudögum erum við síð- an alltaf með tónleika í samstarfi við tonlist.is; höfum bæði verið með tónleika með Eivöru Páls- dóttur og Ragnheiði Gröndal - báðir frábærir tónleikar. Svo má ekki gleyma tan- g ó b ö l l u n u m okkar. Tan- gósveit lýð- veldisins held- ur þau böll hér fyrsta þriðju- dag í hverjum mánuði. Þar eru á ferðinni alveg frábærir tónlistarmenn og það er vel mætt á þessi böll, að- sóknin er alltaf að aukast og á síð- asta balli var alger sprengja. Hús- ið fylltist.“ Eins og á öðrum bæjum, er far- ið að huga að jólunum í Iðnó. Í desember verður boðið upp á jóla- sýningu fyrir börn og fullorðna þar sem sungin verða íslensk og erlend jólalög. Sýningar verða hvort tveggja síðdegis og á kvöld- in. „Þetta er leikrit sem fjallar um það að ameríski jólasveinninn er að reyna að kenna okkar jóla- sveinum mannasiði,“ segir Mar- grét Rósa og bætir við að einnig verði mikið af tón- leikum allan des- embermánuð, sem og bókmenntaupp- ákomum sem Iðnó mun standa fyrir. Auk þess sem Iðnó er almennur veit- ingastaður eru alltaf tilboðsréttir í gangi í kringum leiksýning- ar og tón- leika. „Við erum með tvö þriggja rétta leikhústilboð eins og er,“ segir Margrét. „Með Faðir vor bjóðum við upp á Nauta-carpaccio með furuhnetum og fetaosti, pönnusteiktan sólkola með banön- um og gráðosti og Passion-fram- boises. Verðið er 3.900 kr. fyrir alla þrjá réttina, en það er einnig hægt að fá bara forrétt og aðal- rétt, eða aðalrétt og eftirétt á 3.400 krónur. Með Tenórnum bjóðum við upp á ofnbakaða sveppi með gráðosti og fersku salati, marineraðar kjúklingabringur með hnetusósu og hrísgrjónum og súkkulaðiturn með vanillukremi. Þetta tilboð er einnig á 3.900 krónur og sömuleið- is er hér hægt að fá bara tvo rétti. Bæði tilboðin hafa notið mikilla vinsælda meðal leikhúsáhorf- enda - enda réttirnir mjög góðir.“ ■ Etið, drekkið, dansið og verið glöð ! fös. 19. nóv. kl. 20. laus sæti. lau. 20. nóv. kl. 20. laus sæti. Fös. 19.11 20.00 Örfá sæti Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 4.12 20.00 Laus sæti SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER Sun. 14. nóv. kl. 16 Sun. 21. nóv. kl. 16 (SÍÐASTA SÝNING) „Ég er að sýna videóverk sem heitir „Playtime,“ eins og gömul Tati-kvikmynd heitir, sem er aukaatriði. Þetta þýðir leiktími,“ segir Ilmur Stefánsdóttir mynd- listarkona, sem hefur opnað sýn- ingu á verkum sínum í anddyri Iðnó, sýningu sem teygir sig inn á kaffistofuna. „Á sýningunni er ég að spila á hljóðfæri sem ég bjó til úr heimil- istækjum, bókum og einu og öðru. Það er ákveðin saga í gangi. Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari bjó til lag úr spileríinu mínu, þannig að á endanum er þetta eins og tónlistarmyndband. Þetta er samvinna okkar og tilraun sem hefur gengið fram og til baka, fyrst tók ég upp gjörningana mína, þar sem ég spila á hljóðfær- in. Síðan bjó hann til lag úr söng- hljóðum og síðan var videóið klippt eftir laginu. Ilmur er einnig með skúlptúra, sem eru hljóðfærin sjálf, og ljós- myndir af sér að nota þá, „þannig að þetta er hljóðfærasýning, svona tónleikar á ská,“ eins og hún segir. ■ Ilmur leikur sér í Iðnó MARGRÉT RÓSA EINARSDÓTTIR Boðið verður upp á tónleika og bókmenntadagskrár í desember. FAÐIR VOR Gaman- leikur sem hlotið hefur einróma lof. TENÓRINN Tekinn upp frá fyrra ári vegna mikillar aðsóknar. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.